Skelltum okkur upp í Setur núna um helgina, fengum fínan snjó og allskonar færi, bara gaman
Lögðum af stað 7:30 frá Shell Vesturlandsvegi , sem leið lá Kjalveg , Kjölur var mjög leiðinlegur, ekki hægt að keyra í veginum vegna þess
að hann var allur í öldum út af stórum steinum sem eru meðfram honum og búa til öldur í veginum, sem betur fer var þó nægur snjór þannig það var hægt að keyra nanast hvar sem er, einstaka steinar samt sem stóðu uppúr, en einsgott að fara varlega vegna snjóblindu, oftar en einu sinni sem hann stakkst á nefið hja mer ofan í
hvilft þar sem hafði fennt meðfram steinum, bæði skiptin var ég sem betur fer nanast stopp , færið var auðvelt alla leið upp i Kerlingarfjöll, og fyrstu 10km frá Kerlingarjföllum, en eftir það fór að þyngjast allverulega færið, mikið púður undir loðmundi og eina sem virkaði var bara 2pund og að fara fetið á köflum , gekk annars mjög vel fyrir utan hvað við komumst hægt yfir á köflum, vorum komnir upp í Setur rétt fyrir klukkan fimm, þar sem við grilluðum siðan og höfðum það gott um kvöldið
menn voru duglegir að mynda norðurljós um kvöldið og svona, á sunnudeginum vöknuðum við svo um 10 og gerðum klárt til heimfarar, fórum við Gljúfurleitin heim og var bara gaman að sprauta þar sem var nægur snjór og gott færi , gátum haldið góðum ferðahraða, ég lenti í því að púði sem heldur uppi mililkassa/sjálfskiptingu gaf sig og fór undan , enda búnir að vera í loftköstum í lengri tima, fundum púðan og gátum komið honum aftur undir og fest hann , annars gekk allt mjög fint og vorum við komnir niður í byggð um 18 leytið
læt myndirnar tala
Hleypt úr á Kjalvegi
aukahljóð skoðuð í Land Cruiser, reyndist ekki vera neitt alvarlegt, bara klaufaháttur hja eiganda ;)
Þarna var komið á afleggjarann að Kerlingarfjöllum , og billinn ennþá eitthvað skrýtinn, annað hjólið hallaði eitthvað að því er virtist
og bíllinn snarleitaði í aðra áttina, þá var farið að skoða og átti að fara tjakka upp og vesen þegar við horfðum svona vel framan á bilinn
fannst hann eitthvað skrýtinn, þannig ég leit inn í felguna hjá honum vinstra megin, þá hafði hann gleymt að skrúfa frá krananum í felgunni
fyrir úrhleypibúnaðinn, var búin að keyra allan kjöl í leiðindarfæri á 25 pundum í öðru framhjóli og 3 í hinu :) hann fær aldrei að gleyma þessu :D
Myndastopp
Spörri fastur í Illahrauni
Myndataka á flottum stað
Verið að fara yfir Kisu
Verið að byrja grilla
Málin rædd
þurftum að láta okkur flakka framaf barði þarna , mikið brattara en það lítur út fyrir að vera
Fengum rosa norðurljós við Setrið
Smá fastur
Nýja skemman upp í Setri
Færið var mjög þungt á köflum við loðmund , 2 pund og bara farið á fetinu
Setrið 14-15 Des
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 899
- Skráður: 06.jún 2011, 18:30
- Fullt nafn: kjartan Björnsson
- Bíltegund: Ford Ranger
- Staðsetning: Reykjavík
Setrið 14-15 Des
Síðast breytt af kjartanbj þann 17.des 2013, 00:31, breytt 1 sinni samtals.
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
Re: Setrið 14-15 Des
Nýja skemman kemur mjög vel út svona bárujárnsklædd.
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 899
- Skráður: 06.jún 2011, 18:30
- Fullt nafn: kjartan Björnsson
- Bíltegund: Ford Ranger
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Setrið 14-15 Des
Já, þetta er flott skemma, bara verst að það komast svo fáir bílar þarna inn ef það þarf eitthvað að gera við, held að engin af bílunum sem við vorum á þarna uppfrá núna hefðu komist þangað inn , lofthæðin er alltof litil því miður, 38" bílar komast þangað inn, en 44" bílar sumir með alveg úrhleypt komast kannski inn, en þá mega engin loftnet, eða kassar eða neitt vera á toppnum
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
-
- Innlegg: 90
- Skráður: 19.mar 2013, 13:33
- Fullt nafn: Gunnar Ingi Arnarson
- Bíltegund: Wrangler Ultimate
Re: Setrið 14-15 Des
Glæsilegur túr, freistandi allur þessi snjór.
Fleiri myndir hér
http://www.f4x4.is/myndasvaedi/helgin-1 ... mber-2013/
kv
Gunnar
Fleiri myndir hér
http://www.f4x4.is/myndasvaedi/helgin-1 ... mber-2013/
kv
Gunnar
CJ Ultimate
1990
6.0 V8
46"
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=6&t=35623
1990
6.0 V8
46"
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=6&t=35623
Re: Setrið 14-15 Des
Hefði nú verið gaman að sjá þessar myndir á f4x4 síðunni.
Annars flottar myndir úr flottum túr hjá ykkur
Kv Bjarki
Annars flottar myndir úr flottum túr hjá ykkur
Kv Bjarki
Kv
Bjarki
Bjarki
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 899
- Skráður: 06.jún 2011, 18:30
- Fullt nafn: kjartan Björnsson
- Bíltegund: Ford Ranger
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Setrið 14-15 Des
ég er buin að setja ca 60 myndir af minum eigin myndum inn á 4x4 síðuna , þessar myndir eru bland úr myndunum okkar sem forum í ferðina
Edit, einmitt myndirnar sem er linkað í hér að ofan, auðveldara að setja myndir inn á 4x4 síðuna í dag heldur en hér, vel bara allar myndirnar sem ég tók úr ferðinni hja mer á dropbox og dreg þær yfir í galleriið á 4x4, herna þarf eg að copy paste'a url til að setja inn myndirnar, vonandi verður það til þess að menn fari kannski að setja fleiri myndir inn á f4x4
Edit, einmitt myndirnar sem er linkað í hér að ofan, auðveldara að setja myndir inn á 4x4 síðuna í dag heldur en hér, vel bara allar myndirnar sem ég tók úr ferðinni hja mer á dropbox og dreg þær yfir í galleriið á 4x4, herna þarf eg að copy paste'a url til að setja inn myndirnar, vonandi verður það til þess að menn fari kannski að setja fleiri myndir inn á f4x4
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
Re: Setrið 14-15 Des
kjartanbj wrote:ég er buin að setja ca 60 myndir af minum eigin myndum inn á 4x4 síðuna , þessar myndir eru bland úr myndunum okkar sem forum í ferðina
Edit, einmitt myndirnar sem er linkað í hér að ofan, auðveldara að setja myndir inn á 4x4 síðuna í dag heldur en hér, vel bara allar myndirnar sem ég tók úr ferðinni hja mer á dropbox og dreg þær yfir í galleriið á 4x4, herna þarf eg að copy paste'a url til að setja inn myndirnar, vonandi verður það til þess að menn fari kannski að setja fleiri myndir inn á f4x4
Þú verður að fara texta þetta líka kallinn :) quality over quantity ;)
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 899
- Skráður: 06.jún 2011, 18:30
- Fullt nafn: kjartan Björnsson
- Bíltegund: Ford Ranger
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Setrið 14-15 Des
Ég textaði það sem ég setti inn hérna, svona það sem var eitthvað að segja um, ekki buin að því á vef 4x4 , eitthvað jú, en þetta eru margar myndir sem þarf að fara yfir :)
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
Re: Setrið 14-15 Des
kjartanbj wrote:Ég textaði það sem ég setti inn hérna, svona það sem var eitthvað að segja um, ekki buin að því á vef 4x4 , eitthvað jú, en þetta eru margar myndir sem þarf að fara yfir :)
Já ég meinti f4x4 myndirnar, dund að texta 60 myndir :)
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -
Re: Setrið 14-15 Des
Magni wrote:kjartanbj wrote:ég er buin að setja ca 60 myndir af minum eigin myndum inn á 4x4 síðuna , þessar myndir eru bland úr myndunum okkar sem forum í ferðina
Edit, einmitt myndirnar sem er linkað í hér að ofan, auðveldara að setja myndir inn á 4x4 síðuna í dag heldur en hér, vel bara allar myndirnar sem ég tók úr ferðinni hja mer á dropbox og dreg þær yfir í galleriið á 4x4, herna þarf eg að copy paste'a url til að setja inn myndirnar, vonandi verður það til þess að menn fari kannski að setja fleiri myndir inn á f4x4
Þú verður að fara texta þetta líka kallinn :) quality over quantity ;)
Styð Magna í þessu, færri myndir og meiri texta, gefur þeim svo svakalega mikið meira gildi. Pósta almennilega ferðsögunni, hvaða leið þið fóruð, snjóalög, veður .... um að gera að hita okkur sófariddarana almennilega upp með öllum upplýsingum :)
Re: Setrið 14-15 Des
kjartanbj wrote:Já, þetta er flott skemma, bara verst að það komast svo fáir bílar þarna inn ef það þarf eitthvað að gera við, held að engin af bílunum sem við vorum á þarna uppfrá núna hefðu komist þangað inn , lofthæðin er alltof litil því miður, 38" bílar komast þangað inn, en 44" bílar sumir með alveg úrhleypt komast kannski inn, en þá mega engin loftnet, eða kassar eða neitt vera á toppnum
Eru þið ekki flestir á Toyotum ? Þið hafið ekkert inn í þessa skemmu að gera :)
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
Re: Setrið 14-15 Des
-Hjalti- wrote:kjartanbj wrote:Já, þetta er flott skemma, bara verst að það komast svo fáir bílar þarna inn ef það þarf eitthvað að gera við, held að engin af bílunum sem við vorum á þarna uppfrá núna hefðu komist þangað inn , lofthæðin er alltof litil því miður, 38" bílar komast þangað inn, en 44" bílar sumir með alveg úrhleypt komast kannski inn, en þá mega engin loftnet, eða kassar eða neitt vera á toppnum
Eru þið ekki flestir á Toyotum ? Þið hafið ekkert inn í þessa skemmu að gera :)
Það var einn patrol með þeim ;)
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -
Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur