Á ferð fyrir norðan vatnajökul.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 164
- Skráður: 08.des 2011, 21:05
- Fullt nafn: Jóhann Elís Runólfsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Á ferð fyrir norðan vatnajökul.
Sælir. Hyggja einhverjir á ferð um þetta svæði um komandi helgi? Við erum allavega 2 sem stefnum á að fara upp frá Kárahnjúkum sennilegast á morgun eða föstudag og ferðast um þetta svæði um helgina og fara jafnvel sprengisand suður svo. Væri gaman að vita af öðrum á ferð þarna og eins væri gaman að fá hint um hvað maður ætti helst að skoða þarna annað en það sem maður hefur helst heyrt sem eru auðvitað Kverkfjöll og Askja. Kv, Jóhann
-
- Innlegg: 3
- Skráður: 28.mar 2012, 16:40
- Fullt nafn: Íris Eva Einarsdóttir
- Bíltegund: Toyota Hilux
Re: Á ferð fyrir norðan vatnajökul.
Sæll, ef þú ferð leiðina um Hvannalindir (F903) áttu að geta farið slóða útrfá honum að fornminjum sem talið er vera eftir Fjalla-Eyvind og Höllu. Ég hef ekki kíkt á það sjálf þar sem slóðin var lokuð þegar ég var þarna í byrjun júlí. En það er skáli þarna með skálaverði sem ábyggilega getur sagt einhverja sögu um þennan stað.
Góða ferð :)
Góða ferð :)
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 164
- Skráður: 08.des 2011, 21:05
- Fullt nafn: Jóhann Elís Runólfsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: Á ferð fyrir norðan vatnajökul.
Þakka þér fyrir, munum án efa skoða þetta.
-
- Innlegg: 1010
- Skráður: 02.des 2012, 02:05
- Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
- Bíltegund: kaiser M715 44"
Re: Á ferð fyrir norðan vatnajökul.
ja án efa eru hvannalindir eitt flottasta útilegu svæðið ,, þar var stór bær i langan tima ,,, sem einginn i bygð vissi um
Re: Á ferð fyrir norðan vatnajökul.
Sæll.
Skálavörðurinn í Hvannalindum er í fríi þessa viku.
En afleggjarinn upp að hrauninu þar sem kofi Eyvindar og Höllu er, er rétt fyrir austan
skálann. Af bílastæðinu þar er svo 10 min. Gangur að fornmenjunum.
Einnig er þaðan hægt að ganga stikaðan slóða yfir kreppuhrygginn og yfir til Kreppu
Þar sem hún liggur í kreppuþröng, ca. 1,5 tími.
Í Herðubreiðarlindum er svo einnig kofi eftir Fjalla Eyvind þar sem hann lifði einn vetur
Eftir Hvannalindir, og sagði að það hefði verið erfiðasti vetur ævi sinnar.
Kverkfjöll eru svo auðvitað kapituli útaf fyrir sig, og enginn sem fer um þetta svæði
ætti að sleppa þeim.
Kv. Trausti
Skálavörðurinn í Hvannalindum er í fríi þessa viku.
En afleggjarinn upp að hrauninu þar sem kofi Eyvindar og Höllu er, er rétt fyrir austan
skálann. Af bílastæðinu þar er svo 10 min. Gangur að fornmenjunum.
Einnig er þaðan hægt að ganga stikaðan slóða yfir kreppuhrygginn og yfir til Kreppu
Þar sem hún liggur í kreppuþröng, ca. 1,5 tími.
Í Herðubreiðarlindum er svo einnig kofi eftir Fjalla Eyvind þar sem hann lifði einn vetur
Eftir Hvannalindir, og sagði að það hefði verið erfiðasti vetur ævi sinnar.
Kverkfjöll eru svo auðvitað kapituli útaf fyrir sig, og enginn sem fer um þetta svæði
ætti að sleppa þeim.
Kv. Trausti
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 164
- Skráður: 08.des 2011, 21:05
- Fullt nafn: Jóhann Elís Runólfsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: Á ferð fyrir norðan vatnajökul.
Takk kærlega fyrir upplýsingarnar.
Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur