Jarðsamband fyrir loftnet

Fyrir allt sem tengist leiðsögu- og fjarskiptatækjum.
User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Jarðsamband fyrir loftnet

Postfrá hobo » 25.sep 2014, 21:44

Það er farið að tærast stálið í kring um gatið í toppnum fyrir talstöðvarloftnetið, og er ég í smá mixaðgerðum varðandi það.
En er nóg að leggja vír frá loftnetsfætinum einhversstaðar í boddíið til að þetta virki allt eins og best verður á kosið?



User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Jarðsamband fyrir loftnet

Postfrá jongud » 26.sep 2014, 08:32

Það ætti að vera nóg, sérstaklega ef vírinn fer í boddíið nálægt loftnetsfætinum, annars held ég að það sé best að loftnetið sé með sem heillegast boddí kringum sig. Ertu að gera við kringum loftnetið með trebba?

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Jarðsamband fyrir loftnet

Postfrá hobo » 26.sep 2014, 09:12

Nei það myndi ég aldrei gera. Er hinsvegar að líma ryðfrían plötubút yfir gatið.
Ég bara nenni ekki að gera þetta 100%, rífa loftklæðninguna úr, og ryðbæta þetta gat.
Þetta er ekki alvarleg tæring.

Annars er mér búið að detta í hug aðferð til að ná sambandi við þakið.
Nota annan ryðfrían bút undir gatinu og bretti aðeins upp á hornin. Svo get ég gert smá ohm-mælingu til að athuga hvort maður sé kominn með kontakt.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Jarðsamband fyrir loftnet

Postfrá svarti sambo » 26.sep 2014, 09:20

Lang best að vera með bátaloftnet með löm til að fella það niður. Þá skiftir heldur ekki máli hvar þú setur það á bílinn, uppá kraftinn í því. vera bara með 1-1,2m langt, og þá er þetta bara endalaus hamingja. En það kostar svona 15000kr. Og toppurinn, þarf ekki að virka sem mögnun fyrir það.
Þú getur fengið spennumun á milli efnanna, ef þú ferð að nota ryðfrítt saman við járn, og þá ertu í verri málum.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Jarðsamband fyrir loftnet

Postfrá hobo » 26.sep 2014, 09:54

Er ekki að fá mér nýtt loftnet.
En jú best væri til framtíðar að nota venjulegt stál sem snertið boddíið.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Jarðsamband fyrir loftnet

Postfrá jeepson » 26.sep 2014, 11:55

svarti sambo wrote:Lang best að vera með bátaloftnet með löm til að fella það niður. Þá skiftir heldur ekki máli hvar þú setur það á bílinn, uppá kraftinn í því. vera bara með 1-1,2m langt, og þá er þetta bara endalaus hamingja. En það kostar svona 15000kr. Og toppurinn, þarf ekki að virka sem mögnun fyrir það.
Þú getur fengið spennumun á milli efnanna, ef þú ferð að nota ryðfrítt saman við járn, og þá ertu í verri málum.


Ég kom með þessi rök við einn sem vinnur við setja upp stöðvar og svona í bíla. Hann hló bara af mér og sagði að bátaloftnet þyftu líka groundplane. Því ég ætlaði að skipta mínu út fyrir svona báta net og geta lagt það niður í staðin fyrir að skrúfa það af ef að maður þyrfti að henda bílnum inní skúr. Þannig að ég keypti aldrei svona net.. En kanski ætti maður ekkert að hlusta á þetta og henda einu svona báta neti á jeppann og prufa svo bara sjálfur.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Jarðsamband fyrir loftnet

Postfrá svarti sambo » 26.sep 2014, 16:32

jeepson wrote:
svarti sambo wrote:Lang best að vera með bátaloftnet með löm til að fella það niður. Þá skiftir heldur ekki máli hvar þú setur það á bílinn, uppá kraftinn í því. vera bara með 1-1,2m langt, og þá er þetta bara endalaus hamingja. En það kostar svona 15000kr. Og toppurinn, þarf ekki að virka sem mögnun fyrir það.
Þú getur fengið spennumun á milli efnanna, ef þú ferð að nota ryðfrítt saman við járn, og þá ertu í verri málum.


Ég kom með þessi rök við einn sem vinnur við setja upp stöðvar og svona í bíla. Hann hló bara af mér og sagði að bátaloftnet þyftu líka groundplane. Því ég ætlaði að skipta mínu út fyrir svona báta net og geta lagt það niður í staðin fyrir að skrúfa það af ef að maður þyrfti að henda bílnum inní skúr. Þannig að ég keypti aldrei svona net.. En kanski ætti maður ekkert að hlusta á þetta og henda einu svona báta neti á jeppann og prufa svo bara sjálfur.


Ég talaði við einn sem ég þekki, og hann sér um fjarskiftamál og staðsetningartæki í báta og þessháttar dót í báta. Hann sagði það ekki vera spurning um að setja svona kústskaft í staðinn fyrir eitthvert strá, eins og hann orðaði það. Bátaloftnetin eru allt öðruvísi uppbyggð, heldur en bílaloftnetin. Enda, það sem virkar í plastbát, virkar í bíl. Fyrir utan það, að þau eru undir stöðugu eftirliti, varðandi styrk og gæði, á hverju ári. Og það segir manni ýmislegt. Það væri ekki verið að setja þetta í bátana, ef það virkaði ekki. Þú sérð aldrei bílaloftnet á bát.
Ég myndi bara kíla á bátaloftnet, ef þú ert að spá í það. Ekki spurning.
Ég held líka að allir björgunarsveitamenn, sem hafa farið á fjarskiftanámskeið, séu sammála mér.
Fer það á þrjóskunni


Gullibill
Innlegg: 1
Skráður: 26.sep 2014, 14:29
Fullt nafn: Guðlaugur K. Jónsson
Bíltegund: XC90

Re: Jarðsamband fyrir loftnet

Postfrá Gullibill » 26.sep 2014, 17:58

Að nota bátaloftnet er bara bull .... það er allt önnur tíðni á VHF sem þeir eru á og bátaloftnetum breitir þú ekki .
Bílaloftnet með gormi er lang best og það verður að klippa það rétt á þá tíðni sem þið notið annars virkar það ekki eins og það á að gera .
Ef þið ætlið að stilla loftnetið rétt á tíðnina þá þarf antenna analyzer í málið :)

Gangi ykkur vel .... en gleymið bátaloftnetum .


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Jarðsamband fyrir loftnet

Postfrá villi58 » 26.sep 2014, 18:05

Gullibill wrote:Að nota bátaloftnet er bara bull .... það er allt önnur tíðni á VHF sem þeir eru á og bátaloftnetum breitir þú ekki .
Bílaloftnet með gormi er lang best og það verður að klippa það rétt á þá tíðni sem þið notið annars virkar það ekki eins og það á að gera .
Ef þið ætlið að stilla loftnetið rétt á tíðnina þá þarf antenna analyzer í málið :)

Gangi ykkur vel .... en gleymið bátaloftnetum .

Er þetta þá bara rugl hjá hjálparsveitunum og fl. er ekki tilbúinn að kingja þessu.
Veit ekki betur en að þessi bátaloftnet virki vel og þess vegna eru þau notuð.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Jarðsamband fyrir loftnet

Postfrá svarti sambo » 26.sep 2014, 18:44

Gullibill wrote:Að nota bátaloftnet er bara bull .... það er allt önnur tíðni á VHF sem þeir eru á og bátaloftnetum breitir þú ekki .
Bílaloftnet með gormi er lang best og það verður að klippa það rétt á þá tíðni sem þið notið annars virkar það ekki eins og það á að gera .
Ef þið ætlið að stilla loftnetið rétt á tíðnina þá þarf antenna analyzer í málið :)

Gangi ykkur vel .... en gleymið bátaloftnetum .


Því miður, þá held ég að þú sért að fara með rangt mál. Það er t.d. hægt að taka bátastöð og forrita hana með öllum venjulegum tíðnum og það er hægt að taka venjulega VHF stöð, og setja bátatíðnirnar inná þær. Þetta er bara spurning um innsigli á stöðvunum sem getur þurft að rjúfa. Síðan veit ég það, að björgunarsveitin hér, er með bátaloftnet á björgunarsveitabílunum. Og það er ekki til að hlusta á eingöngu á sjófarendur, En þeir eru með rás 16. forritaða, eins og í bátastöðvunum. Þetta er fyrst og fremst, bara spurning um forritun á stöðinni, hvað maður getur hlustað á. Aftur á móti, hefur loftnetið áhrif, á langdrægni stöðvarinnar, sama hversu stór og flott stöðin er. Síðan hefur bátastöðin neyðarhnapp, sem hinar hafa ekki. Það á líka eins við um bátaloftnetin, að það þarf að hafa þau í réttri lengd.

Allavega mun ég setja bátaloftnet á minn bíl.
Það væri gaman að fá að heyra álit frá einhverjum amatör, varðandi þessa fræði. Á mannamáli.
Fer það á þrjóskunni


atte
Innlegg: 171
Skráður: 21.apr 2012, 12:45
Fullt nafn: Theodór Haraldsson
Bíltegund: Patrol 44"
Staðsetning: Neskaupstaður

Re: Jarðsamband fyrir loftnet

Postfrá atte » 26.sep 2014, 20:09

Gullibill wrote:Að nota bátaloftnet er bara bull .... það er allt önnur tíðni á VHF sem þeir eru á og bátaloftnetum breitir þú ekki .
Bílaloftnet með gormi er lang best og það verður að klippa það rétt á þá tíðni sem þið notið annars virkar það ekki eins og það á að gera .
Ef þið ætlið að stilla loftnetið rétt á tíðnina þá þarf antenna analyzer í málið :)

Gangi ykkur vel .... en gleymið bátaloftnetum .


Með fullri virðingu fyrir þér að þá held ég að þú vitir ekki alveg hvað þú ert að tala um, VHF loftnetin sem seld eru hérna vinna á tíðninni 146-174 mhz og innan þeirrar tíðni eru allar rásir 4x4 ásamt öllum bátarásum. Þú getur þá líka kannski útskýrt
af hverju ég get notað bátaloftnetið mitt á jeppanum mínum ef það er á allt annari tíðni.
Nissan Patrol 44"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Jarðsamband fyrir loftnet

Postfrá ellisnorra » 26.sep 2014, 21:11

Spyr sá sem ekki veit, en eru allar vhf tíðni jafn langar? Þá er ég að meina lengdina á loftnetunum.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Jarðsamband fyrir loftnet

Postfrá Stebbi » 26.sep 2014, 21:27

Þörfin fyrir groundplane úr stáli eins og bíltoppur er ekki eins rík á VHF eins og HF, td þá virka handstöðvar alveg án þess að viðkomandi standi á stálplötu sem er tengd í stöðina. Handstöðvar nota bara jarðsambandið á prentplötuni. Fýsíski munurinn á kústskaftinu og venjulegu loftneti með gorm felst bara í því að vírinn er koparvír inní fíberröri á kústskaftinu en þykkur sjálfberandi vír á venjulega loftnetinu, bæði loftnetin eru Monopole loftnet og virka alveg eins.

Elli, loftnetið er klippt á þá tíðni sem er á miðju tíðnisviði sem stöðin er forrituð fyrir. Td ef þú ert með stöðvar frá 144khz upp í 156khz þá er loftnetið klippt í ca. 150khz.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


jobbi46
Innlegg: 12
Skráður: 29.jan 2013, 15:29
Fullt nafn: Jósef Hólmjárn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavík.

Re: Jarðsamband fyrir loftnet

Postfrá jobbi46 » 27.sep 2014, 00:18

Sko ...
Loftnet eru alskonar.
VHF loftnet eru líka alskonar með kostum og göllum.

Venjuleg bílloftnet eru yfirleitt 1/4 eða 5/8 bylgjulengd yfirleitt fyrir "ground plane" sem er þá þakið á bílnum.
Best er að hafa gatið á miðju þakinu þar sem það síðan ryðgar og gefur lélega virkni á loftnetinu eg leka.
Menn reyna að setja þessi loftnet á skíðaboga eða brakket en þá riðlast "ground planið" og standbylgjan fokkast upp.
Þessi loftnet eru auk þess oft með DC fljótandi toppi þannig að háspenna frá static og eldingum fer óspjölluð inn á tækið.

Bátaloftnet eru líka allskonar.
Þau geta verið 1/4 eða 5/8 ground plane en eru þá byggð með t.d. 4 "radiölum" lárétt eða á ská sem skaffa sjálfstætt
GP, þ.e. óháð umhverfinu.

Algengara (og betra ?) er þá að nota "no GP" loftnet sem eru yfirleitt svokölluð colinear 1/2 bylgju loftnet með endafæðingu.
Þau þurfa ekki GP og henta því vel til að festa á hverskonar skíðboga, braket á plastþökum og hvaðeina.
Svona dipolloftnet eru ekki klippanleg heldur eru þau með frekar flatt svið, oft 8-10 MHz sem þarf þá að vera ca 155-165 Mhz fyrir
bílstöðvarnar. Þessti loftnet eru yfirleitt með "DC ground" sem þýðir að það mælist nær skammhlaup yfir tengið með DC mæli.
Þð þýðir að statik og eldingar fer beint til jarðar en ekki inn í tækið. þVí er best að jarðtengja loftnetsfótinn með feitum vír í boddí.

Það er hægt að stakka fleiri dípólup upp í svona loftnet til að fá "mögnun" t.d. 3 dBd eða meira en það hentar illa fyrir bíla
þar sem lóðrétta sendihornið verður of þröngt (10-15°) hallandi loftnet veltandi bíll hár endurvarpi = lélegt merki.

ATH Það eru til "bátaloftnet" sem eru ekkert annað en 5/8 vírspotti í plaströri en þau koma ekki frá virtum framleiðendum
og eru ekki til sölu í alvöru bátabúðum.

Semsagt.

Gott colinear 1/2 bylgju bátaloftnet fyrir 155-165 Mhz 30°lóðrétt sendihorn (3 dB) og DC ground.

t.d.
http://www.procom.dk/products/marine-an ... -cxl-2-1lw

Kveðja,

Jobbi, (ekki amatör ennþá en fyrrverandi "pro")

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Jarðsamband fyrir loftnet

Postfrá jongud » 27.sep 2014, 08:03

Flott útskýring hjá þér Jobbi.
En svo ég svari Elmari þá er munur á réttri loftnetslengd í vhf fyrir mismunandi tíðnir. Ég var með 4x4 rásirnar og leyfi frá björgunarsveitinni sem ég var í til að hafa björgunarsveitarrásirnar á stöðinni minni.
Eftir að hafa reiknað út rétta lengd fyrir allt tíðnisviðið klippti ég loftnetið til. Ég var með það á plötu sem var fest milli þakboga, og breiddin á henni var ca. 40cm ef ég man rétt, og átti að vera passleg sem "ground plane" fyrir 5/8 loftnet.
Lengdin var auðvitað málamiðlun, en ég mældi standbylgjuna og hún var ásættanleg. Það er að vísu mjög sjaldan sem menn lenda í vandræðum með standbylgju á vhf en það kemur fyrir.

Hins vegar er Ferðaklúbburinn 4X4 með rásir sem eru leiðinlega dreifðar um tíðnisviðið, og það er verið að athuga hvort það sé hægt að fá aðrar tíðnir og "þrengja" dreifinguna. Ástæðan er þessi;
5/8 lengd fyrir lægstu tíðni er um 123cm
5/8 lengd fyrir hæstu tíðni er um 114cm
Þannig að loftnet fyrir tíðnisviðið er alltaf fjandans málamiðlun

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Jarðsamband fyrir loftnet

Postfrá ellisnorra » 27.sep 2014, 09:27

Glæsileg umræða hérna. Takk fyrir svörin. Ég vissi vel að lengdin skiptir máli en var samt ekki viss hvort þessi mhz tala væri lengdin milli tíðanna (fjarlægð milli boganna) eða hæðin á þeim, hvort lengd loftnetsins fyrir ákveðið tíðnisvið (144-156 í þessu tilfelli) væri málamiðlun eða akkúrat.
Flott svar komið hér. Takk.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Jarðsamband fyrir loftnet

Postfrá ellisnorra » 27.sep 2014, 09:31

Er svona topp bogi þá óásættanlegur fyrir venjulegt vhf gormaloftnet? Mig minnir að mitt sé 43cm, getur það verið? Kannski misminnir mig, búið að vera uppí hillu í eitt og hálft ár.

Image
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Jarðsamband fyrir loftnet

Postfrá Stebbi » 27.sep 2014, 13:10

Fínt að setja 1/4 bylgju loftnet á svona boga, loftnetið notar toppinn sem GP þó svo að fóturinn sé ekki skrúfaður í gegnum hann. Toppurinn, loftnetið og stöðin eru öll jarðtengd saman í gegnum rafkerfi bílsins. Það skiptir miklu meira máli í svona 2m samskiptum að allur frágangur í kringum lagnir sé til fyrirmyndar heldur en hvort að loftnetið sé í miðjum topp eða ekki. Td að hafa nægjanlega sverar lagnir að stöðini, ganga vel frá öllum tengingum á loftnetskapli og passa að bíllinn sjálfur sé með alla jarðtengipunkta í lagi.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Jarðsamband fyrir loftnet

Postfrá Magni » 27.sep 2014, 13:45

Ég skipti mínu loftnet út fyrir svona bátaloftnet(kústskaft). Mig langaði ekki að gata toppinn meira hjá mér, vildi festa þetta í toppgrindina. Ég er búinn að vera með þetta einn vetur og ég get staðfest það að þetta svínvirkar. Í einni ferð sem ég var í á leið uppí setur þá var ég sá eini í hópnum með þetta loftnet og ég var að heyra í hópum allt í kringum okkur sem enginn annar heyrði. Um daginn var ég uppá vatnajökli og var að tala við einn sem var á Hellu.
Þessi loftnet kost skildinginn. Fóturinn kostar minni mig 10-15þús og loftnetið 20þús.. Það er svo hægt að fella þetta niður.

Allt þetta tal um að þetta virki ekki fyrir okkar tíðnir er bara rangt.
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Jarðsamband fyrir loftnet

Postfrá villi58 » 27.sep 2014, 13:59

Magni wrote:Ég skipti mínu loftnet út fyrir svona bátaloftnet(kústskaft). Mig langaði ekki að gata toppinn meira hjá mér, vildi festa þetta í toppgrindina. Ég er búinn að vera með þetta einn vetur og ég get staðfest það að þetta svínvirkar. Í einni ferð sem ég var í á leið uppí setur þá var ég sá eini í hópnum með þetta loftnet og ég var að heyra í hópum allt í kringum okkur sem enginn annar heyrði. Um daginn var ég uppá vatnajökli og var að tala við einn sem var á Hellu.
Þessi loftnet kost skildinginn. Fóturinn kostar minni mig 10-15þús og loftnetið 20þús.. Það er svo hægt að fella þetta niður.

Allt þetta tal um að þetta virki ekki fyrir okkar tíðnir er bara rangt.

Þarna er reynslan að tala, sumir ´ættu að fara varlega með sína speki. Það gefur augaleið að bátaloftnetin eru að virka flott annars væru t.d. hjálpasveitir ekki með þessi loftnet.


jobbi46
Innlegg: 12
Skráður: 29.jan 2013, 15:29
Fullt nafn: Jósef Hólmjárn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavík.

Re: Jarðsamband fyrir loftnet

Postfrá jobbi46 » 27.sep 2014, 17:05

Ítreka að menn þurfa að vita fyrir hvaða tínisvið loftnetin eru Fá datablað hjá seljanda.

Ef við erum að tala um að nota 153-164 MHz og skoðum t.d.:
http://www.faj.is/vara/ac-marine-vhf-cx

CX 3 hentar ekki,bæði tíðnibilin of þröng. CX4 fórnar smá efst eða neðst eftir því hvort tíðnibilið er valið. Viltu forna aðeins a beinurásunum eða endurvarpa ?

hinsvegar ef við veljum miðtýpuna af þessu:

http://www.procom.dk/products/marine-an ... /cxl-2-1lw
144-165 Bingo.

Við hönnun á loftnetum eru málamiðlanir varðandi bandbreidd, mögnun og útgeislunarhorn. . 1/2 bylgjuloftnetin eru oft með góða flata bandbreidd en klippt 1/4 eða 5/8 eru oft með skarpan topp og þá klippt fyrir rás með mestu áherslu.

Ég held að rétt valin "bátaloftnet" séu betri á skíðabogana, sérstakleg þegar skíðin koma svo öðrumegin og etv drullutjakkur hinumeginn, Þá vill nú stthvað fara að binda slaufur á bylgjurnar.

En auðvitað eru hin ódýrari og með smá þekkingu og útsjónasemi ma fá fínt út ur þeim.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Jarðsamband fyrir loftnet

Postfrá svarti sambo » 27.sep 2014, 18:55

Sæll Jobbi.
Er einhver að selja þessi Procom loftnet hér á landi, eða þyrfti maður að panta þetta að utan.
Fer það á þrjóskunni


jobbi46
Innlegg: 12
Skráður: 29.jan 2013, 15:29
Fullt nafn: Jósef Hólmjárn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavík.

Re: Jarðsamband fyrir loftnet

Postfrá jobbi46 » 27.sep 2014, 22:55

Ég veit ekki hvort einhver er með Procom.

Friðrik A Jónson er með AC-Marine loftnetin og það væri fróðlegt að heyra hvort einhver hér hefur prófað CX4 loftnetið frá þeim.

Hér eru svo tvö ódýr 1/2 bylgjuloftnet með spólu og stáltopp, No GP. mun ódýrari lausn.

http://www.metzcommunication.com/manta6.htm
http://www.metzeurope.com/

og:
http://www.gamelectronicsinc.com/produc ... ini-series
http://www.defender.com/product3.jsp?pa ... 0&id=69674

Þessi lofnet henta vel á brakket, þekki samt ekki hversu vel þau virka. (googla review)

Endilega komið með hvaða typur þið eruð ánægðir með. (ekki bara kústsköft og prjóna :) )
Kveðja,
Jobbi.


atte
Innlegg: 171
Skráður: 21.apr 2012, 12:45
Fullt nafn: Theodór Haraldsson
Bíltegund: Patrol 44"
Staðsetning: Neskaupstaður

Re: Jarðsamband fyrir loftnet

Postfrá atte » 28.sep 2014, 08:13

Er með AC marine Celmar4 146-162,5mhz frá Vélasölunni (er eins og cx4 en með öðru vísi fæti)
Nissan Patrol 44"

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Jarðsamband fyrir loftnet

Postfrá svarti sambo » 28.sep 2014, 22:02

Þar sem að ég er að kaupa nýtt loftnet, Þá fór ég að hugsa það, hvort að maður ætti að draga andann djúpt og fá einhvern ísl. dana, til að koma með svona procom loftnet fyrir sig í næstu ferð. En þar sem að ég var búinn að biðja kunningja minn, um að útvega mér alvöru loftnet, þá veit ég ekki hver staðan á því er, en mig grunar að það sé CX4, þar sem að hann er með vörur frá Friðrik A Jónson. Það komu alltof mörg píp í eyrun á mér, þegar að hann var að útskýra þessi loftnet. Minnir samt að hann hafi verið að tala um colinear loftnet, en er ekki viss. Fæ þetta sennilega bara beint í æð, á morgun. Og ber þessa visku fyrir hann í leiðinni. Leyfi ykkur að fylgjast með, hver niðurstaðan verður. Fyrir þá sem hafa áhuga á því.
Fer það á þrjóskunni


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Jarðsamband fyrir loftnet

Postfrá Izan » 28.sep 2014, 23:53

Sælir

Skemmtileg umræða en bara til að menn átti sig á því hvað bátaloftnet eru þá er málið það að loftnet í bátum og skipum þarf að vera algerlega fljótandi s.s. það má ekki tengja neinn hluta loftnetsins til jarðar. Það er vandamálið sem bátaloftnetin eru að leysa, ekki gæða eða drægisvandamál. Ef einhver einn í hóp er að heyra í mörgum öðrum, eru þá ekki loftnetin á þeim bílum í topplagi ef þau á annað borð koma sendingum til hans?

Ég er ekki að segja að bátaloftnetin séu síðri, alls ekki, þau eru án efa fáanleg mun vandaðari en bílaloftnetin, þau eru bara að leysa vandamál sem er ekki vandamál í bílum.

Kv Jón Garðar

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Jarðsamband fyrir loftnet

Postfrá jongud » 29.sep 2014, 08:27

Bátaloftnetin leysa að vísu vandamál sem er til staðar þegar toppurinn á bínum eða allt boddýið eru úr plasti.

User avatar

Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Jarðsamband fyrir loftnet

Postfrá Magni » 29.sep 2014, 10:21

Izan wrote:Sælir

Skemmtileg umræða en bara til að menn átti sig á því hvað bátaloftnet eru þá er málið það að loftnet í bátum og skipum þarf að vera algerlega fljótandi s.s. það má ekki tengja neinn hluta loftnetsins til jarðar. Það er vandamálið sem bátaloftnetin eru að leysa, ekki gæða eða drægisvandamál. Ef einhver einn í hóp er að heyra í mörgum öðrum, eru þá ekki loftnetin á þeim bílum í topplagi ef þau á annað borð koma sendingum til hans?

Ég er ekki að segja að bátaloftnetin séu síðri, alls ekki, þau eru án efa fáanleg mun vandaðari en bílaloftnetin, þau eru bara að leysa vandamál sem er ekki vandamál í bílum.

Kv Jón Garðar


Það má vel vera, en hinir í mínum hóp tóku ekki við þessu sendingum. Þar af leiðandi hlítur bátaloftnetið að vera betra en hin..
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Jarðsamband fyrir loftnet

Postfrá svarti sambo » 01.okt 2014, 18:14

Ég er svo sem enginn sérfræðingur á þessu sviði, en ég hlusta á það sem mér fróðari og reyndari menn segja. Ég ætla ekki að lasta bílaloftnetin, en mér skilst að þau séu viðkvæmari fyrir truflunum og skuggasvæðum. Það geti jafn vel skift máli, hvernig bíllinn snýr o.s.fr. Eflaust eru þau vel nothæf í flestum tilfellum, en þar sem að ég lýt fyrst og fremst á þetta sem öryggistæki, þá hlustar maður á menn, eins og björgunarsveitamenn og aðila sem vinna við að gera við og setja upp slíkan búnað. Ekki bara einhverja sölumenn. Ég veit líka, að menn hafa verið látnir skifta út bátaloftnetum, þó svo að viðkomandi hafi aldrei orðið var við neitt vandamál. Þá bara stóðst það ekki lágmarksmælingu frá skoðunarmanni. Þannig að miðað við kröfurnar sem gerðar eru til bátaflotans, þá hlýtur þetta að vera eitthvað betra. Litlar trillur hverfa stundum til dæmis í öldunum, en það virðist ekki hafa mikil áhrif á talstöðvarsamband, eða veltingurinn.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Jarðsamband fyrir loftnet

Postfrá hobo » 01.okt 2014, 18:17

Setti bút af rafgalv stáli (með hornin aðeins uppbrett) á loftnetsfótinn undir þakið og svo annan ryðfrían 316 bút ofan á þakið sem verður límdur. Svo herðast bútarnir saman.
Mældi samband milli fótsins og boddís og það reyndist gott.


BTF
Innlegg: 40
Skráður: 29.des 2010, 14:27
Fullt nafn: Birgir Tryggvason

Re: Jarðsamband fyrir loftnet

Postfrá BTF » 02.okt 2014, 22:11

Fróðleg lesning.

En getur einhver sagt mér af hverju menn er yfirleitt með tvö svona kústsköft/bátaloftnet á þakinu í stað eins?

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Jarðsamband fyrir loftnet

Postfrá jongud » 03.okt 2014, 08:17

BTF wrote:Fróðleg lesning.

En getur einhver sagt mér af hverju menn er yfirleitt með tvö svona kústsköft/bátaloftnet á þakinu í stað eins?


Ég held að það séu bara stælar upp á útlitið til að gera.
Ég efast um að svo ólíklega vilji til að menn séu með færanlegan endurvarpa í bílnum...


atte
Innlegg: 171
Skráður: 21.apr 2012, 12:45
Fullt nafn: Theodór Haraldsson
Bíltegund: Patrol 44"
Staðsetning: Neskaupstaður

Re: Jarðsamband fyrir loftnet

Postfrá atte » 03.okt 2014, 11:28

jongud wrote:
BTF wrote:Fróðleg lesning.

En getur einhver sagt mér af hverju menn er yfirleitt með tvö svona kústsköft/bátaloftnet á þakinu í stað eins?


Ég held að það séu bara stælar upp á útlitið til að gera.
Ég efast um að svo ólíklega vilji til að menn séu með færanlegan endurvarpa í bílnum...


Stælar segir þú, þér til fróðleiks að þá þarf ekki endurvarpa til að nota tvö hvít loftnet
hjá mér er eitt fyrir VHF og hitt fyrir FM sem er útvarpið ef þú vissir það ekki.
Nissan Patrol 44"

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Jarðsamband fyrir loftnet

Postfrá jongud » 03.okt 2014, 12:30

atte wrote:
jongud wrote:
BTF wrote:Fróðleg lesning.

En getur einhver sagt mér af hverju menn er yfirleitt með tvö svona kústsköft/bátaloftnet á þakinu í stað eins?


Ég held að það séu bara stælar upp á útlitið til að gera.
Ég efast um að svo ólíklega vilji til að menn séu með færanlegan endurvarpa í bílnum...


Stælar segir þú, þér til fróðleiks að þá þarf ekki endurvarpa til að nota tvö hvít loftnet
hjá mér er eitt fyrir VHF og hitt fyrir FM sem er útvarpið ef þú vissir það ekki.


Sniðugt,
og vel í lagt :)

User avatar

ssjo
Innlegg: 56
Skráður: 05.apr 2010, 10:27
Fullt nafn: Sigurður Sveinn Jónsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavík

Re: Jarðsamband fyrir loftnet

Postfrá ssjo » 03.okt 2014, 14:37

Í Excel töflunni sem eitt sinn gekk manna á meðal og reiknaði út dóta-stuðul jeppa voru ótengd loftnet á bílum að gefa nokkra auka punkta og hækka stuðulinn :-)


atte
Innlegg: 171
Skráður: 21.apr 2012, 12:45
Fullt nafn: Theodór Haraldsson
Bíltegund: Patrol 44"
Staðsetning: Neskaupstaður

Re: Jarðsamband fyrir loftnet

Postfrá atte » 03.okt 2014, 14:57

ssjo wrote:Í Excel töflunni sem eitt sinn gekk manna á meðal og reiknaði út dóta-stuðul jeppa voru ótengd loftnet á bílum að gefa nokkra auka punkta og hækka stuðulinn :-)



Andsk og èg sem var að taka þriðja hvíta loftnetið af bílnum
Þar sem ég hafði ekki not fyrir það.
Nissan Patrol 44"

User avatar

Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Jarðsamband fyrir loftnet

Postfrá Magni » 03.okt 2014, 18:13

atte wrote:
jongud wrote:
BTF wrote:Fróðleg lesning.

En getur einhver sagt mér af hverju menn er yfirleitt með tvö svona kústsköft/bátaloftnet á þakinu í stað eins?


Ég held að það séu bara stælar upp á útlitið til að gera.
Ég efast um að svo ólíklega vilji til að menn séu með færanlegan endurvarpa í bílnum...


Stælar segir þú, þér til fróðleiks að þá þarf ekki endurvarpa til að nota tvö hvít loftnet
hjá mér er eitt fyrir VHF og hitt fyrir FM sem er útvarpið ef þú vissir það ekki.


Það er líka hægt að vera með svona tetra loftnet.
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -


Til baka á “Ferlar og fjarskipti”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 7 gestir