Síða 1 af 1

Timer, jeppatengdur búnaður í skúrnum.

Posted: 31.maí 2017, 13:30
frá villi58
Nú þarf ég að leyta til ykkar um hvernig á að tengja þennann Timer.
Ætla að nota fyrir jeppatengdan búnað í skúrnum og nenni ekki að sprengja hann fyrir vísindin, búinn að prufa það.
Vonandi einhver góður maður sem getur hjálpað mér.
Timerinn á að vinna þannig að þegar ég sting í samband við 220v þá á hann að gefa straum á 600w hitara og svo off þegar innstilltur tími er búinn.
Get líka notað hnapp til að starta honum, á hann til.
Kveðja!
VR.
P5310002.JPG
P5310002.JPG (2.3 MiB) Viewed 19000 times

Re: Timer, jeppatengdur búnaður í skúrnum.

Posted: 02.jún 2017, 14:49
frá villi58
Hjálp frá einhverjum góðum í rafmagni.

Re: Timer, jeppatengdur búnaður í skúrnum.

Posted: 02.jún 2017, 22:28
frá svarti sambo

Re: Timer, jeppatengdur búnaður í skúrnum.

Posted: 04.jún 2017, 09:33
frá villi58
Takk fyrir Elías.
Ég er ekki búinn að fatta þennann sem ég er með, kanski er ég búinn að tengja rétt en hef kanski þurft að bíða einhverjar sek. til að sjá virkni. ???

Re: Timer, jeppatengdur búnaður í skúrnum.

Posted: 04.jún 2017, 16:49
frá svarti sambo
Sæll.
Ef að ég er að skilja myndina rétt hjá þér, þá myndi ég halda að A2 væri mínus eða núllið. Krafturinn væri svo B1 og kemur inn við innstilltan tíma. Síðan er 15/16 NC og 15/18 NO.

NC= Normally closed
NO= Normally open

Þannig að þegar að krafturinn kemur inn, þá er bara spurning hvort að þú viljir láta búnaðinn rjúfa eða tengja.
Hefði verið gott að vera með mynd af tenginúmerunum líka. Sem sagt að framan.

Re: Timer, jeppatengdur búnaður í skúrnum.

Posted: 04.jún 2017, 20:17
frá villi58
Timerinn er frá Allen-Bradley cat 700-FEB3TU23. ser.B
Svo stendur A1- A2: 24.......240 VAC
Og svo neðan við það 24......48 VDC ????????????????

Tenging að ofan frá vinstri = A1 + ~. B1. 15.
Tenging að neðan frá vinstri = 16. 18. A 2.- ~.

A1. er plús riðstraumur.
A2. er mínus riðstraumur.
Það eru nánast engar upplýsingar á pappahulstrinu sem var utan um hann nema Respect polarity A1+ A2 -.
Er þá hægt að láta hann vinna á bæði AC og DC eða er þetta spólan í timernum ?
Takk fyrir.

Re: Timer, jeppatengdur búnaður í skúrnum.

Posted: 05.jún 2017, 13:29
frá villi58
Smá uppfærsla um timerinn hér ofar.

Re: Timer, jeppatengdur búnaður í skúrnum.

Posted: 05.jún 2017, 15:45
frá kaos
Eins og ég skil þetta:

Já, hann getur gengið á bæði jafnstraum og riðstraum, svo fremi sem spennan er innan marka.
A1 og A2 er "vinnu"straumurinn. + A1 og - á A2 ef um jafnstraum er að ræða, skiptir ekki máli hvor er hvor fyrir riðstraum.
Ætlast er til að tengja þrýstirofa milli A1 og B1. Þegar þrýst er á rofann dregur spólann í þann tíma sem stillt er á.
15, 16 og 18 eru snerturnar. 15 í 16 er "normally closed" þ.e. tengt þegar liðinn er ekki að draga. 15 í 18 er "normally open" þ.e. tengt meðan liðinn dregur.

--
Kveðja, Kári.

Re: Timer, jeppatengdur búnaður í skúrnum.

Posted: 05.jún 2017, 15:59
frá svarti sambo
Svona skildi ég þetta. miðað við myndina af rofanum.

A1= manual kraftur
B1= Kraftur samkv. innstilltum tíma.
A2= núll ( AC )
15= Kraftur til notanda ( AC/DC )
15/16= alltaf tengdur, nema þegar að spólan kemur inn og er inni.
15/18= Tengir þegar að spólan kemur inn og er inni.

A1-A2-B1 = 250V AC
15-16-18= 24-48V DC En getur notað bæði AC/DC ( sjálfstæðar snertur. )

Re: Timer, jeppatengdur búnaður í skúrnum.

Posted: 05.jún 2017, 16:32
frá villi58
Flott ég skoða þetta.
Takk fyrir!!!!

Re: Timer, jeppatengdur búnaður í skúrnum.

Posted: 05.jún 2017, 16:36
frá Izan
Sælir

Fasi inn á A1 og 15
Fasi á þrýstirofa og frá þrýstirofa inn á B1
Frá 18 inn á hitara eða kraftliða (relay væri sniðugt til að hlífa snertunni í tímaliðanum)
Núll á A2 og hitarann (eða kraftliðann)

Kv JGH

Re: Timer, jeppatengdur búnaður í skúrnum.

Posted: 06.jún 2017, 09:20
frá villi58
Straumur á timerinn er A1. og A2. núll, þannig kveikir hann gaumljós (grænt) síðan tengi ég á milli A1. og B1. með þrýstirofa, ljós verður (rautt).
Þá er það rétt.
Síðan þarf notandinn (hitarinn) tengingu við 15. og 16. til að verða NC. og 15. og 18. til að vera NO.
Þá er málið ekki leyst, vantar straum á notendann (hitarann). Hræddur um að ég sé með bilaðan hlut í höndunum.
Takk fyrir upplýsingarnar.
Kveðja! VR.

Re: Timer, jeppatengdur búnaður í skúrnum.

Posted: 06.jún 2017, 10:07
frá svarti sambo
Þú tengir bara annan fasann fyrir hitarann í gegnum timerinn. Sem á annað hvort að tengjast eða rofna, þegar að spólan kemur inn.

Re: Timer, jeppatengdur búnaður í skúrnum.

Posted: 06.jún 2017, 10:24
frá kaos
villi58 wrote:Síðan þarf notandinn (hitarinn) tengingu við 15. og 16. til að verða NC. og 15. og 18. til að vera NO.


Ekki alveg, nema ég sé að misskilja þig. Þú ert kominn með tengingarnar réttar á A1, A2 og B1, en þarft að tengja A1 og 15 saman með millibandi, og þá færðu straum á hitarann (eða segulliðann) frá 18 og A2 (eða 16 og A2 ef þú villt NC). Þetta ætti að virka þótt fasa og núll sé víxlað, en góð regla að rjúfa alltaf fasann, og þá ætti, m.v. framansagt, fasi að vera A1 og 15, og núll A2.

--
Kveðja, Kári.

Re: Timer, jeppatengdur búnaður í skúrnum.

Posted: 07.jún 2017, 09:11
frá villi58
P6070006.JPG
P6070006.JPG (1.89 MiB) Viewed 18110 times
kaos wrote:
villi58 wrote:Síðan þarf notandinn (hitarinn) tengingu við 15. og 16. til að verða NC. og 15. og 18. til að vera NO.


Ekki alveg, nema ég sé að misskilja þig. Þú ert kominn með tengingarnar réttar á A1, A2 og B1, en þarft að tengja A1 og 15 saman með millibandi, og þá færðu straum á hitarann (eða segulliðann) frá 18 og A2 (eða 16 og A2 ef þú villt NC). Þetta ætti að virka þótt fasa og núll sé víxlað, en góð regla að rjúfa alltaf fasann, og þá ætti, m.v. framansagt, fasi að vera A1 og 15, og núll A2.

--
Kveðja, Kári.

Er ekki alveg að skilja þetta með millibandinu á milli A1 og 15. get ekki séð að það þurfi. 15 er snerta fyrir notenda (hitara) og svo 16 eða 18 eftir því hvort hann á að vera NC eða NO sem er val til notenda.
Með því að tengja straum að timer þá tengi ég A1 + ~ og A2 - ~. þá er komið gaumljós grænt á timerinn. Svo nota ég þrýstirofa og tengi á milli A1 og A2
þá kemur rautt gaumljós, snerta smellur og á að gefa samband á NC eða NO eftir hvernig ég tengi hann
Þarna er hann að virka rétt og ætti að gefa straum á 16 NC eða 18 NO til notenda sem hann gerir ekki.
Svona skil ég þetta en leiðréttið þið mig endilega ef þetta er vitlaust tengt. 15 16 18 til notanda (hitara).

Re: Timer, jeppatengdur búnaður í skúrnum.

Posted: 07.jún 2017, 10:54
frá svarti sambo
Eins og ég skildi þetta, þá tengir þú strauminn fyrir spóluna á A1 og A2 og setur þrýstirofa á milli B1 og A1
Getur notað millivír á milli A1 og 15, ef að hitarinn er að nota sömu spennu og spólan.
Þegar að spólan kemur inn, þá rífur hún á milli 15/16 og tengir á milli 15/18

Re: Timer, jeppatengdur búnaður í skúrnum.

Posted: 07.jún 2017, 12:09
frá kaos
svarti sambo wrote:Eins og ég skildi þetta, þá tengir þú strauminn fyrir spóluna á A1 og A2 og setur þrýstirofa á milli B1 og A1
Getur notað millivír á milli A1 og 15, ef að hitarinn er að nota sömu spennu og spólan.
Þegar að spólan kemur inn, þá rífur hún á milli 15/16 og tengir á milli 15/18


Einmitt. Það er engin innri straumtenging við snertuna, og þess vegna þarf millibandið, nú eða einhverja aðra straumfæðingu. þegar svo A2 er notað sem póllinn á móti snertunni, þá er það ekki vegna þess að það sé verið að taka straum frá A2, heldur er verið að taka straum frá sömu fæðingu og A2 tekur sinn straum frá.

Talandi um straum; gakktu úr skugga um að snertan geti flutt nægan straum fyrir hitarann. Það ætti að koma fram í datablaðinu sem var búið að pósta hlekk á framar í þræðinum. Ef hún ræður ekki við álagið þarftu að nota relay með þessu.

--
Kveðja, Kári.

Re: Timer, jeppatengdur búnaður í skúrnum.

Posted: 07.jún 2017, 13:11
frá villi58
Ok prufa þetta.
Takk fyrir!!
Jæja guli vírinn kominn á milli A1 og 15 og starta tímaliða með vírstubb á milli A1 og B1 en ekki kominn enn með straum til notenda (hitara)
Vona að myndinn sé nógu góð. Ath. Rauði og guli eru saman í 15, virðist kanski á mynd að hann sé á B1
Kveðja.
P6070007.JPG
P6070007.JPG (1.94 MiB) Viewed 18051 time

Re: Timer, jeppatengdur búnaður í skúrnum.

Posted: 08.jún 2017, 09:06
frá villi58
Ef einhver nennir að skoða þetta hjá mér með tengingu.
Kveðja.

Re: Timer, jeppatengdur búnaður í skúrnum.

Posted: 08.jún 2017, 11:18
frá kaos
Þetta væri ögn skýrara ef þú getur tekið mynd úr pínulítið meiri fjarlægð, svo það sjáist betur hvert vírarnir liggja. Útfrá þessari mynd mætti ætla að A1 og A2 tengist undir sömu skrúfuna í tenginu á bakvið liðann, en þá ætti ekki einu sinni að koma ljós eða tikka, svo það hlýtur að vera missýn. Svarti vírinn á 18 er væntanlega annar vírinn til hitarans; hvar er hinn vírinn tengdur? Ég get rissað upp tengimynd af þessu fyrir þig ef þú vilt, en hef ekki tíma til þess akkúrat núna.

--
Kveðja, Kári.

Re: Timer, jeppatengdur búnaður í skúrnum.

Posted: 08.jún 2017, 12:32
frá villi58
kaos wrote:Þetta væri ögn skýrara ef þú getur tekið mynd úr pínulítið meiri fjarlægð, svo það sjáist betur hvert vírarnir liggja. Útfrá þessari mynd mætti ætla að A1 og A2 tengist undir sömu skrúfuna í tenginu á bakvið liðann, en þá ætti ekki einu sinni að koma ljós eða tikka, svo það hlýtur að vera missýn. Svarti vírinn á 18 er væntanlega annar vírinn til hitarans; hvar er hinn vírinn tengdur? Ég get rissað upp tengimynd af þessu fyrir þig ef þú vilt, en hef ekki tíma til þess akkúrat núna.

--
Kveðja, Kári.

Sæll Kári.
Ég vona að tenging sjáist nógu vel á þessari mynd.
Þakka kærlega aðstoðina.
Kveðja.
P6080006.JPG
P6080006.JPG (1.97 MiB) Viewed 17976 times

Re: Timer, jeppatengdur búnaður í skúrnum.

Posted: 08.jún 2017, 17:33
frá kaos
Já, ég held ég sjái hvað er að þarna. Tengingin vinstra megin inn í skápnum er straumfæðingin, og hægra megin til hitarans, ekki satt? Þá þarftu að taka rauða vírinn til hitarans, sem núna er tengdur á 16, og færa hann á A2, með hinum rauða vírnum.

--
Kveðja, Kári.

Re: Timer, jeppatengdur búnaður í skúrnum.

Posted: 08.jún 2017, 19:24
frá villi58
Seigur ert þú, takk kærlega fyrir.
Kveðja!
VR.

Re: Timer, jeppatengdur búnaður í skúrnum.

Posted: 10.jún 2017, 08:39
frá sukkaturbo
Jamm þetta var gaman að lesa og er þetta komið í lag?

Re: Timer, jeppatengdur búnaður í skúrnum.

Posted: 10.jún 2017, 10:04
frá villi58
Sæll Guðni! já núna virkar allt rétt, vissi að hér á spjallinu fengi maður svör og það klikkaði ekki.
Kveðja.

Re: Timer, jeppatengdur búnaður í skúrnum.

Posted: 16.jún 2017, 08:04
frá villi58
Þakka öllum sem hjálpaði mér að tengja þennann blessaða Timer.
Er kominn með nýjan digital Timer í annað jeppatengt verkefni, óljóst hvernig mér gengur að tengja hann en vonandi ekki með sprengingu og reyk.