Síða 1 af 1

Þyngd á vélum og kössum

Posted: 10.nóv 2015, 15:41
frá Járni
Daginn!

Hér er ætlunin að safna saman upplýsingum um þyngd á vélum, gírkössum, sjálfskiptingum og millikössum.
Best er að upplýsingarnar séu frá fyrstu hendi en ef ekki, vinsamlegast vísið í raunverulegar upplýsingar svo sem PDF eða þræði þar sem vigtun á sér stað.

Svarið þessum pósti með upplýsingum og við uppfærum listann!

  Vélar

  Audi
  • 4.2 V8, vélarkóði ABZ. Með öllu utaná, þ.m.t. rafkerfi, eldgreinar og converter: 220 kg

  Cummins

  • 5.9l Cummins 6BT 12v með stýrisdælu, alternator, pústgrein, túrbínu, startara og olíu ( án flexplötu ): 432.5 kg

  Daihatsu:

  • 1.6L með öllu: 109,4 kg
  • Daihatsu DL51 2.8l TD, úr 1989 Rocky: Með öllu utan á, gírkassa og millikassa en engum olíum: 365 kg

  Ford:

  • 7.3L, eingöngu með tannkransi og olíuverki: 411 kg
  • 6.9l, án túrbínu, startara og flexplötu: 419 kg

  GM:

  • 6.2L, ekki turbo. Blokkarnúmer 660, með öllu: 370 kg
  • LS1/LS2 með öllu tilbúin framan á sjálfskiptingu: 207.3 kg
  • LS1/LS2 með öllu með svinghjóli og kúplingu 225.4 kg
  • LS7 Crate mótor með inntaki og pönnu 205.9 kg.

  Isuzu:

  • 3.1L Vél með öllu: 274,4 kg
  • Isuzu 4JA1T (úr eldri pickupunum, ekki DMAX). Með öllu utan á, gírkassa og millikassa en engum olíum = 290 kg
  • Isuzu 4JG2T (3.0L) er 223kg með olíu (vantar startara og swinghjól)

  Land Rover

  • 4.6L Rover V8 með ZF 4HP24 sjálfskitpingu: 295 kg

  Mitsubishi

  • 4D56 með öllu nema flexplötu, olíu og startara úr 2003 L200 184kg (engir vökvar)

  Nissan:

  • RD28T með öllu: 270 kg
  • ZD30 2006 með öllu utaná, með startara og intercooler (engir vökvar): 257kg
  • ZD30 2006 BARA blokk og hedd með öllu innaní, ekkert utaná: 163kg

  Toyota:

  • 22R-E með öllu: 180.5 kg
  • 2.4L TD Vél, gírkassi og millikassi: 340 kg
  • 2KD-FTV (2.5 common rail) með öllu, svinghjól, kúpling, kúplingshús, rafkerfi, vifta: 265 kg
  • 1UZ-FE (4.0 V8) með öllu, svinghjól, kúpling, kúplingshús, rafkerfi, vifta (ekki a/c dæla): 215 kg

  Gírkassar, sjálfskiptingar og millikassar

  GM

  • 4l80E sjálfskipting 4x4 með converter: 119.5 kg

  Isuzu:

  • 3.1L Gírkassi og millikassi: 80,6 kg
  • 3.0L Gírkassi og millikassi: 105 kg

  Land Rover

  • 1999 Discovery Td5 Gírkassi og millikassi: 107 kg

  Mazda:

   M50D-R2 gírkassi og BorgWarner 1356 millikassi: 102 kg

  Nissan:

  • RD28T Gírkassi: 60 kg
  • RD28T Millikassi: 60 kg

  Annað

  Toyota:

  • 4runner afturhásing: 76,6 kg
  • Gamaldags swinghjól af Isuzu 4JA1: 19 kg
  • Dual Mass Flywheel (sennilega) af 3.0l Isuzu: 28 kg

Re: Þyngd á vélum og kössum

Posted: 10.nóv 2015, 19:44
frá sukkaturbo
gírkassi 60 kg

Re: Þyngd á vélum og kössum

Posted: 10.nóv 2015, 19:53
frá biturk
Gìrkassi og millikassi af 3.1 isuzu er 80.6 kg

Mótor með öllu og rafkerfi, olía meðtalin er 274.4 kg

Svo á eg eittjvað meira

Á einnig vikt á akureyri fyrir taliu ef menn eiga eitthvað til að vikta og skrá niður

Re: Þyngd á vélum og kössum

Posted: 10.nóv 2015, 19:55
frá biturk
4runner afturhásing mep köggli án bremsubúnaðar (skálar og borðar) er 76.6 kg sandblasin og fin

22re 1994 með öllu og kúolingu er 180.5 kg

Ferozu mótor (innspýtingar) með öllu er 109.4 kg

Re: Þyngd á vélum og kössum

Posted: 10.nóv 2015, 22:01
frá Járni
Ljómandi gott, uppfært!

Endilega látið fljóta með auðkenninúmer ef þið getið

Re: Þyngd á vélum og kössum

Posted: 11.nóv 2015, 08:23
frá sukkaturbo
Jæja félagar maður er alltaf að brasa eitthvað. Eignaðist tvær Patrol diselvélar 6 cyl 2,8 1994 og 1997 með öllu utan á.Datt í hug að vigta aðra vélina sem er 1997 árgerð hún er með svinghjóli disk og pressu og altenator túrbínu hosum og olíu. Vantar neðri trissuna og startarann. Vélinn vigtaði þannig 260 kg. þá vantar startar og neðri trissuna gef mér að það sé 10.kg og er þá vélinn með öllu 270 kg.
Millikassinn vigtaði 60 kg. Þá vantar mig vigtina á gírkassanum en hann er til.
Þá vita menn þetta. Notuð var löggilt vigt þar sem ég hef verið að vinna á í sumar og eru skekkju mörkin á bretta vigtinni 1 kg. Búið er að taka frá þyngdina á brettinu sem við gefum okkur að öllu jöfnu að sé 18 kg.
Svo þetta er nærri lagi. þá vita menn það. Þetta gerir millikassi og vél 320 og þá má bæta við gírkassanum sem er ???. Ég vigtaði 2,4 disel 2lt vél með gírkassa og millikassa og olíu um 340.kg. Svo það er ekki mikill munur á þessu setti. Gerið svo vel kveðja Guðni á Sigló

Re: Þyngd á vélum og kössum

Posted: 27.nóv 2015, 20:46
frá Hailtaxi
6.2l GM diesel mótor, túrbólaus, blokkarnúmerið endar á 660, með swinghjóli, pressu, kúplingsdisk, alternator, startara, A/C dælu, vökvastýrisdælu, olíuverki og pústgreinum viktast 370 kg.

7.3l Navistar með tannkrannsi og olíuverki en engu öðru (pústgreinum, startara, alternator, a/c dælu o.s.frv) reyndist 392 kg.

M5OD-R2 Mazda gírkassi (er oft notaður aftan á Ford 4.9l I6 bensínvél) + BorgWarner 1356 millikassi var 102 kg.

4.6l Rover v8 + ZF 4HP24 sjálfskipting = 295 kg.

Re: Þyngd á vélum og kössum

Posted: 30.nóv 2015, 18:38
frá Járni
Frábært, þetta er farið að taka á sig mynd. Endilega haldið áfram að skófla inn upplýsingum!

Re: Þyngd á vélum og kössum

Posted: 30.nóv 2015, 19:55
frá elliofur
Nú vantar mig vikt í Borgarfjörðinn til að vigta zd30 og gírkassa. Þetta er örugglega klettþungt, gírkassinn úr járni. Tók virkilega í talíuna, hef híft margar vélar með þessari talíu og þetta var svipað að hífa í og cummins með vörubílagírkassann :)

Re: Þyngd á vélum og kössum

Posted: 30.nóv 2015, 21:50
frá Járni
Áætla ZD30 + gírkassi yfir 9000kg og bæti því inn í listann þegar það fæst staðfest! :D

Re: Þyngd á vélum og kössum

Posted: 01.des 2015, 08:52
frá Hailtaxi
Verslaði mér eina svona til að vikta vélarparta
http://www.ebay.com/itm/281554070914?_t ... EBIDX%3AIT
Og hún virðist bara fín, sæmilega nákvæm, 0.5kg increment, fjarstýring, getur haldið tölu, sýnir battery status o.fl.

Re: Þyngd á vélum og kössum

Posted: 01.des 2015, 09:49
frá elliofur
Já ég er búinn að skoða þetta soldið á ebay og víðar. Langar bara oftast í eitthvað annað aðeins meira þegar maður hefur budget í svona bull :) Þetta er alveg 15-20þúsund heim komið miðað við eðlilegan toll

Re: Þyngd á vélum og kössum

Posted: 01.des 2015, 18:20
frá creative
Langar bara benda á að það er hægt að vikta þunga hluti með baðviktini

eina sem þarf til verksins er biti sem þolir álagið og baðvikt

komið bitanum fyrir á milli tveggja fastra punkta hendið viktini undir annan endan, hífið síðan vél eða hvað sem á að vikta upp í fjær endan
frá viktini og margfaldið síðan þá tölu með hlutfallinu á milli endana sem hluturinn er hengdur í


Image

Skekkjan er ca 2-3% ef bitin er ekki alltof langur en skekkjan stækkar með lengri bita ef það á að vikta yfir 500kg þarf að fara í tvo bita
Image

Re: Þyngd á vélum og kössum

Posted: 10.maí 2016, 23:57
frá Hailtaxi
Ford 6.9l, túrbínulaus, vantaði á hana startara og flexplötu en allt annað til staðar, pústgreinar, vökvastýrisdæla o.þ.h. = 419 kg

Re: Þyngd á vélum og kössum

Posted: 11.maí 2016, 17:22
frá Hailtaxi
Eitthvað smá hefur skolast til hjá mér áður, Ford 7.3L, eingöngu með tannkransi og olíuverki er 411 kg.

Re: Þyngd á vélum og kössum

Posted: 11.maí 2016, 22:55
frá Járni
Uppfært

Re: Þyngd á vélum og kössum

Posted: 08.júl 2016, 22:03
frá firebird400
LS1/LS2 með öllu tilbúin framan á sjálfskiptingu 207.3 kg
LS1/LS2 með öllu, svinghjóli og kúplingu 225.4 kg
LS7 Crate mótor með inntaki og pönnu 205.9 kg.

Þörf viðmið í þessum diesel þenkjandi heimi

Re: Þyngd á vélum og kössum

Posted: 08.júl 2016, 22:36
frá Járni
Takk fyrir þetta, komið inn!

Re: Þyngd á vélum og kössum

Posted: 18.mar 2017, 09:35
frá Hailtaxi
Þessi mæling kom mér virkilega á óvart.
5.9l Cummins 6BT 12v með stýrisdælu, alternator, pústgrein, túrbínu, startara og olíu (eina sem vantar var flexplatan) reyndist 432.5 kg

Re: Þyngd á vélum og kössum

Posted: 18.mar 2017, 15:43
frá Járni
Uppfært!

Re: Þyngd á vélum og kössum

Posted: 19.mar 2017, 13:00
frá elliofur
4D56 með öllu nema flexplötu, olíu og startara úr 2003 L200 184kg (engir vökvar)

Re: Þyngd á vélum og kössum

Posted: 19.mar 2017, 13:03
frá elliofur
ZD30 2006 BARA blokk og hedd með öllu innaní, ekkert utaná 163kg

Re: Þyngd á vélum og kössum

Posted: 19.mar 2017, 13:05
frá elliofur
ZD30 2006 með öllu utaná, með startara og intercooler 257kg (engir vökvar)

Re: Þyngd á vélum og kössum

Posted: 19.mar 2017, 13:13
frá Stjáni Blái
4l80E sjálfskipting 4x4 með converter - 119.5 kg

Re: Þyngd á vélum og kössum

Posted: 19.mar 2017, 17:05
frá Járni
Vel gert, uppfært!

Re: Þyngd á vélum og kössum

Posted: 20.mar 2017, 08:27
frá Bskati
Toyota 2KD-FTV (2.5 common rail) með öllu, svinghjól, kúpling, kúplingshús, rafkerfi, vifta: 265 kg

Toyota/Lexus 1UZ-FE (4.0 V8) með öllu, svinghjól, kúpling, kúplingshús, rafkerfi, vifta (ekki a/c dæla): 215 kg

Re: Þyngd á vélum og kössum

Posted: 20.mar 2017, 11:02
frá Járni
Komið, helvíti eru þið duglegir!

Re: Þyngd á vélum og kössum

Posted: 20.mar 2017, 11:46
frá EBR
Audi 4.2 V8, vélarkóði ABZ. Með öllu utaná, þ.m.t. rafkerfi, eldgreinar og converter: 220 kg

Re: Þyngd á vélum og kössum

Posted: 20.mar 2017, 11:49
frá Járni
EBR wrote:Audi 4.2 V8, vélarkóði ABZ. Með öllu utaná, þ.m.t. rafkerfi, eldgreinar og converter: 220 kg

Komið!

Re: Þyngd á vélum og kössum

Posted: 06.sep 2017, 12:55
frá Hailtaxi
Tvær nýjar þyngdir að detta í hús.

Isuzu 4JA1T (gamla týpan úr pickupunum, ekki sú sem er í DMAX), með öllu utan á, gírkassa og millikassa en engum olíum = 290 kg
Daihatsu DL51 (held hún heiti það, 2.8l TD, úr 1989 Rocky), með öllu utan á, gírkassa og millikassa en engum olíum = 365 kg

Edit: Gírkassinn og millikassinn af Daihatsu vélinni viktuðu saman 108.5 kg án vökva þannig að vélin er þá 256,5 kg með öllu utan á, swinghjóli og kúplingu en engum vökvum.

Re: Þyngd á vélum og kössum

Posted: 06.sep 2017, 18:13
frá Járni
Hailtaxi wrote:
Isuzu 4JA1T (gamla týpan úr pickupunum, ekki sú sem er í DMAX), með öllu utan á, gírkassa og millikassa en engum olíum = 290 kg
Daihatsu DL51 (held hún heiti það, 2.8l TD, úr 1989 Rocky), með öllu utan á, gírkassa og millikassa en engum olíum = 365 kgKomið!

Re: Þyngd á vélum og kössum

Posted: 21.jan 2018, 12:19
frá Hailtaxi
Gírkassi af Isuzu 3.0l er 105kg (langar að segja með olíu en ég athugaði ekki hvað var mikið á kassanum)
Isuzu 4JG2T er 223kg með olíu (vantar startara og swinghjól)

Gamaldags swinghjól af 4JA1 er 19kg á meðan Dual Mass Flywheel (sennilega) af 3.0l Isuzu er 28kg

Re: Þyngd á vélum og kössum

Posted: 21.jan 2018, 12:22
frá Járni
Hailtaxi wrote:Gírkassi af Isuzu 3.0l er 105kg (langar að segja með olíu en ég athugaði ekki hvað var mikið á kassanum)
Isuzu 4JG2T er 223kg með olíu (vantar startara og swinghjól)

Gamaldags swinghjól af 4JA1 er 19kg á meðan Dual Mass Flywheel (sennilega) af 3.0l Isuzu er 28kg


Sæll, takk fyrir þetta.
Gírkassinn, er hann einn og sér 105kg eða með millikassa?

Re: Þyngd á vélum og kössum

Posted: 21.jan 2018, 12:24
frá Hailtaxi
Með millikassa, gleymdi að nefna það.

Re: Þyngd á vélum og kössum

Posted: 21.jan 2018, 12:30
frá Járni
Flott, ég bætti því við!

Re: Þyngd á vélum og kössum

Posted: 07.feb 2018, 23:01
frá sukkaturbo
Jamm tók niður gír og millikassa úr landrover discoveri 1999 disel í dag fyrir vin minn. Fannst þetta leiðinlega þungt á höndum svo ég vigtaði settið og var það 117 kg sem er ekki mikið en ég orðin slappur af elli.

Re: Þyngd á vélum og kössum

Posted: 07.feb 2018, 23:06
frá Járni
sukkaturbo wrote:Jamm tók niður gír og millikassa úr landrover discoveri 1999 disel í dag fyrir vin minn. Fannst þetta leiðinlega þungt á höndum svo ég vigtaði settið og var það 117 kg sem er ekki mikið en ég orðin slappur af elli.


Þetta hefur vætnanlega verið Td5, ekki satt? 5cyl vélin?

Re: Þyngd á vélum og kössum

Posted: 08.feb 2018, 08:17
frá jongud
Járni wrote:
sukkaturbo wrote:Jamm tók niður gír og millikassa úr landrover discoveri 1999 disel í dag fyrir vin minn. Fannst þetta leiðinlega þungt á höndum svo ég vigtaði settið og var það 117 kg sem er ekki mikið en ég orðin slappur af elli.


Þetta hefur vætnanlega verið Td5, ekki satt? 5cyl vélin?


Rólegur, hann var bara með gír- og millikassa í fanginu, ekki vélina líka.

Re: Þyngd á vélum og kössum

Posted: 08.feb 2018, 08:20
frá Járni
jongud wrote:
Járni wrote:
sukkaturbo wrote:Jamm tók niður gír og millikassa úr landrover discoveri 1999 disel í dag fyrir vin minn. Fannst þetta leiðinlega þungt á höndum svo ég vigtaði settið og var það 117 kg sem er ekki mikið en ég orðin slappur af elli.


Þetta hefur vætnanlega verið Td5, ekki satt? 5cyl vélin?


Rólegur, hann var bara með gír- og millikassa í fanginu, ekki vélina líka.


Ég trúi ekki að kassarnir séu nóg til að sliga Guðna, svo eitthvað fleira hlýtur að hafa fylgt með! :)

Re: Þyngd á vélum og kössum

Posted: 10.apr 2019, 07:23
frá Hailtaxi
Ford 460 með C6 skiptingu og öllu utan á er 434kg, tveir alternatorar, startari, millihedd og blöndungur, stálhedd, vökvastýrisdæla, pústgreinar.