Síða 1 af 1
Olíugreining
Posted: 28.jan 2015, 09:22
frá trickfields
Daginn
Vitið þið hvort það sé eitthvað fyrirtæki á Íslandi sem maður getur sent sýni af smurolíu til greiningar?
Kveðja
Óskar
Re: Olíugreining
Posted: 28.jan 2015, 11:58
frá Startarinn
Ég held að bæði Olís og N1 sendi sýnin erlendis, veit reyndar ekki með Skeljung, ég hef aldrei verið á skipi í viðskiptum við þá
Re: Olíugreining
Posted: 28.jan 2015, 12:02
frá joningi
Re: Olíugreining
Posted: 28.jan 2015, 16:36
frá baldur
Það væri áhugavert að vita hvað Fjölver tekur fyrir þessa vinnu.
Ég hef sent sýni erlendis til Blackstone Labs sem taka aðeins $25 USD fyrir að greina sýni, innifalið í því er að þeir senda þér glas til að póstleggja sýnið í.
Re: Olíugreining
Posted: 28.jan 2015, 17:04
frá Potlus
Þar sem maður veit ekkert nema að spurja ..... Afhverju senda menn olíur í greiningu.....varla eru menn að tala um olíu með ADHD?!
Re: Olíugreining
Posted: 28.jan 2015, 18:02
frá joningi
Með því að analisera smurolíuna fást nytsamar upplýsingar um ástand vélarinnar, svo sem:
1. hvort diesel olía hafi komist í hana, innri leki.
2. sótmagn í olíunni, óþétt innra
3. hverskonar agnir eru í olíunni, hvað er að slitna mest, t.d. ál úr stimplum, kopar úr fóðringum, járn úr slífum
4. hvort vatn hafi komist í olíuna
5. hvað mikið er eftir af bætiefnum, t.d. vegna oxunar,