Belti og sæti í USA pallbílum
Posted: 29.des 2014, 23:55
Hvernig er það eru þessir bílar ekki lengur skráðir 6 manna og hvaða árg þarf maður að fara í til að fá 3 punkta belti í miðjuna td í Ford F350
-Fyrir alla íslenska jeppaáhugamenn
http://www.jeppaspjall.is/
Fólksbifreið<3.500 kg:
Frá 01.01.1969:
Tveggjafestu belti í framsætum.
Frá 01.01.1989:
Þriggjafestu rúllubelti í framsætum fólksbifreiða,
og tveggjafestu belti í
öðrum sætum sem snúa fram. Ekki er krafist belta í veltisæti. Verði
rúllubeltum ekki komið fyrir er heimilt að nota þriggjafestu belti án rúllu, og
verði þeim ekki heldur viðkomið skal nota tveggjafestu belti.
Frá 01.01.1999:
Þriggjafestu rúllubelti í framsætum og ytri aftursætum sem snúa fram, og
tveggjafestu belti í öðrum sætum.
Fólksbifreið > 3.500 kg:
Frá 01.03.1994:
Tveggjafestu belti í framsætum.
Frá 01.01.1999:
Þriggjafestu rúllubelti í framsætum og ytri aftursætum, og tveggjafestu belti í öðrum sætum.
Vörubifreið
Frá 01.01.1969:
Tveggjafestu belti í framsæ tum vörubifreiða fyrir allt að 1000 kg. farm.
Frá 01.01.1989:
Tveggjafestu belti í framsætum vörubifreiða <3.500 kg. að leyfðri heildarþyngd.
Frá 01.01.1999:
Þriggjafestu rúllubelti í framsætum án frambils, og tveggjafestu belti í öðrum og öðrum sætum án framvarnar.