Splæsa augu á Dyneema (Dynex)
Posted: 18.feb 2014, 17:59
Á vef F4x4 er þráður um hópkaup á ofurtógi og teygjuspottum. Þar á blaðsíðu þrú kemur fram að félagar í 4x4 fá hörkuafslátt af efni hjá Ísfelli í hafnarfirði http://www.isfell.is og þar sem ég er nýbúinn að eignast spil sem mig langaði að setja dynex á þá fór ég þangað og sótti mér 6 mm Dyneema sem er feikinógu sterkt að þeirra sögn.
Fann svo þessi 2 vídeó á youtube sem sýna hvernig maður á að splæsa svokallaða læsta lykkju á endann. Annað þeirra gerir ráð fyrir því að lengri endinn sé laus (engar lykkjur eða annað á honum), en ef maður ætlar t.d. að splæsa lykkjur á báða enda (fyrir "framlengingarsnúrurnar") þá sýnir seinna vídeóið aðferð til að splæsa læsta lykkju á spottann án þess að nota lausa endann.
Ég verslaði 30 metra af 6mm ofurtógi og 3 kósa og fékk góð ráð og gott spjall í kaupbæti.
vídeó 1: http://www.youtube.com/watch?v=M9kImggLWUQ
vídeó 2: http://www.youtube.com/watch?v=wMBG-Lvmh0k
Fann svo þessi 2 vídeó á youtube sem sýna hvernig maður á að splæsa svokallaða læsta lykkju á endann. Annað þeirra gerir ráð fyrir því að lengri endinn sé laus (engar lykkjur eða annað á honum), en ef maður ætlar t.d. að splæsa lykkjur á báða enda (fyrir "framlengingarsnúrurnar") þá sýnir seinna vídeóið aðferð til að splæsa læsta lykkju á spottann án þess að nota lausa endann.
Ég verslaði 30 metra af 6mm ofurtógi og 3 kósa og fékk góð ráð og gott spjall í kaupbæti.
vídeó 1: http://www.youtube.com/watch?v=M9kImggLWUQ
vídeó 2: http://www.youtube.com/watch?v=wMBG-Lvmh0k