Belti og sæti í USA pallbílum
Moderator: Hordursa
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1247
- Skráður: 08.mar 2010, 10:45
- Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson
Belti og sæti í USA pallbílum
Hvernig er það eru þessir bílar ekki lengur skráðir 6 manna og hvaða árg þarf maður að fara í til að fá 3 punkta belti í miðjuna td í Ford F350
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Belti og sæti í USA pallbílum
Fengið úr reglgerð um gerð og búnað ökutækja.
Miðjusætið í bekknum fram í hef ég ekki séð í nýrri usa pickup bílum, sennilega vegna þess að þriðju beltisfestingunni er ekki með góðu móti komið fyrir því yfirleitt er þetta niðurfellanlegt sem miðjustokkur líka
Þar af leiðandi eru þessir bílar yfirleitt, eða jafnvel algilt í dag orðnir skráðir 4 farþega(5 manna)
Fólksbifreið<3.500 kg:
Frá 01.01.1969:
Tveggjafestu belti í framsætum.
Frá 01.01.1989:
Þriggjafestu rúllubelti í framsætum fólksbifreiða,
og tveggjafestu belti í
öðrum sætum sem snúa fram. Ekki er krafist belta í veltisæti. Verði
rúllubeltum ekki komið fyrir er heimilt að nota þriggjafestu belti án rúllu, og
verði þeim ekki heldur viðkomið skal nota tveggjafestu belti.
Frá 01.01.1999:
Þriggjafestu rúllubelti í framsætum og ytri aftursætum sem snúa fram, og
tveggjafestu belti í öðrum sætum.
Fólksbifreið > 3.500 kg:
Frá 01.03.1994:
Tveggjafestu belti í framsætum.
Frá 01.01.1999:
Þriggjafestu rúllubelti í framsætum og ytri aftursætum, og tveggjafestu belti í öðrum sætum.
Vörubifreið
Frá 01.01.1969:
Tveggjafestu belti í framsæ tum vörubifreiða fyrir allt að 1000 kg. farm.
Frá 01.01.1989:
Tveggjafestu belti í framsætum vörubifreiða <3.500 kg. að leyfðri heildarþyngd.
Frá 01.01.1999:
Þriggjafestu rúllubelti í framsætum án frambils, og tveggjafestu belti í öðrum og öðrum sætum án framvarnar.
Miðjusætið í bekknum fram í hef ég ekki séð í nýrri usa pickup bílum, sennilega vegna þess að þriðju beltisfestingunni er ekki með góðu móti komið fyrir því yfirleitt er þetta niðurfellanlegt sem miðjustokkur líka
Þar af leiðandi eru þessir bílar yfirleitt, eða jafnvel algilt í dag orðnir skráðir 4 farþega(5 manna)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Belti og sæti í USA pallbílum
Hvernig stendur þá á því að þessi og margir fleiri er 6 manna?
http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=1
http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=1
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1247
- Skráður: 08.mar 2010, 10:45
- Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson
Re: Belti og sæti í USA pallbílum
Held að ef hann er skráður vörubifreið megi hann vera 6 manna, var að skoða sæti á netinu og virðast sumir vera með 3 punkta í miðju í aftur og framm sæti en spurning með árg
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com
Til baka á “Handbækur og tækniupplýsingar.”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur