Frumherji
Posted: 02.nóv 2025, 11:51
Nú bara verður maður aðeins að blása út!
Fór með jeppann í skoðun hjá frumherja í hádegismóum.
Fékk athugasemd út af útrunnu slökkvitæki og svo gátu þeir ekki fengið öryggisbeltið í miðjusætinu afturí til að smella saman.
Og svo bentu þeir mér á að það vantað rær á tvo af boltunum sex sem festa pallinn við grindina.
Ég nagaði mið auðvitað í handarbakið fyrir að hafa trassað slökkvitækið, en það var auðleyst úr því að ég keypti það hjá Ólafi Gíslasyni. Koma með gamla tækið, rétta það yfir borðið og svo fær maður eins tæki strax í skiptum. (Frábær þjónusta)
En svo galla ég mig upp í frostinu, gref upp ryðolíu, fína króka og lítil skrúfjárn og fer út á hlað til að athuga öryggisbeltið.
OG ÞAÐ ER EKKERT AÐ ÞVÍ !
Ég veit ekki hvaða erkiklaufi var að skoða bílinn!
Og til að toppa þetta, þá kaupi ég seinna rær á boltana fyrir pallinn, skríð undir hann í krapinu og ætla að skrúfa rærnar á boltana tvo.
OG HVAÐ SÉ ÉG?
Það eru soðnar rær í grindinni ! Og boltarnir vel festir í þeim.
Mér fannst þetta eitthvað skrýtið frá upphafi.
Allavega ætla ég að fara á einhverja aðra skoðunarstofu þegar ég læt endurskoða jeppann.
Fór með jeppann í skoðun hjá frumherja í hádegismóum.
Fékk athugasemd út af útrunnu slökkvitæki og svo gátu þeir ekki fengið öryggisbeltið í miðjusætinu afturí til að smella saman.
Og svo bentu þeir mér á að það vantað rær á tvo af boltunum sex sem festa pallinn við grindina.
Ég nagaði mið auðvitað í handarbakið fyrir að hafa trassað slökkvitækið, en það var auðleyst úr því að ég keypti það hjá Ólafi Gíslasyni. Koma með gamla tækið, rétta það yfir borðið og svo fær maður eins tæki strax í skiptum. (Frábær þjónusta)
En svo galla ég mig upp í frostinu, gref upp ryðolíu, fína króka og lítil skrúfjárn og fer út á hlað til að athuga öryggisbeltið.
OG ÞAÐ ER EKKERT AÐ ÞVÍ !
Ég veit ekki hvaða erkiklaufi var að skoða bílinn!
Og til að toppa þetta, þá kaupi ég seinna rær á boltana fyrir pallinn, skríð undir hann í krapinu og ætla að skrúfa rærnar á boltana tvo.
OG HVAÐ SÉ ÉG?
Það eru soðnar rær í grindinni ! Og boltarnir vel festir í þeim.
Mér fannst þetta eitthvað skrýtið frá upphafi.
Allavega ætla ég að fara á einhverja aðra skoðunarstofu þegar ég læt endurskoða jeppann.