Janúarútsala eða hvað?

Ef þú vilt leggja eitthvað leiðinlegt til málana er þetta staðurinn.

Ath: Þráðum hér inni getur verið eytt fyrirvaralaust. Ekki vera of leiðinleg/ur.
User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Janúarútsala eða hvað?

Postfrá jongud » 29.des 2021, 16:52

Ja hérna!

Fór með jeppann í dekkjaskipti hjá ArcticTrucks. Ekkert sérstakt við það, nema að þegar ég kom að sækja bílinn leið og beið, en ekki kom hann út af verkstæðinu. Endaði með því að afgreiðslumaðurinn frammi í búðinni fór að athuga hverju sætti.
Þá reyndist vera vesen að hreyfa nokkurn bíl í eða í kringum dekkjaverkstæðið af því að það hafði fjöldi fólks mætt með nýjar felgur og það var ekki þverfótað fyrir 44-tommu AT dekkjagöngum.
Á endanum fundu þeir jeppann minn inni á breytingaverkstæðinu, en hann virtist hafa rekið þangað undan jóladekkjaflóðinu.User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Janúarútsala eða hvað?

Postfrá ellisnorra » 30.des 2021, 21:55

Hahaha skemmtilegt! Það er einmitt búin að vera mikil traffík á hlaðinu hjá mér að sækja nýjar felgur, enda margir búnir að bíða alveg síðan þeir byrjuðu að bíða....
http://www.jeppafelgur.is/


Til baka á “Barnaland”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur