Síða 1 af 1

Janúarútsala eða hvað?

Posted: 29.des 2021, 16:52
frá jongud
Ja hérna!

Fór með jeppann í dekkjaskipti hjá ArcticTrucks. Ekkert sérstakt við það, nema að þegar ég kom að sækja bílinn leið og beið, en ekki kom hann út af verkstæðinu. Endaði með því að afgreiðslumaðurinn frammi í búðinni fór að athuga hverju sætti.
Þá reyndist vera vesen að hreyfa nokkurn bíl í eða í kringum dekkjaverkstæðið af því að það hafði fjöldi fólks mætt með nýjar felgur og það var ekki þverfótað fyrir 44-tommu AT dekkjagöngum.
Á endanum fundu þeir jeppann minn inni á breytingaverkstæðinu, en hann virtist hafa rekið þangað undan jóladekkjaflóðinu.

Re: Janúarútsala eða hvað?

Posted: 30.des 2021, 21:55
frá ellisnorra
Hahaha skemmtilegt! Það er einmitt búin að vera mikil traffík á hlaðinu hjá mér að sækja nýjar felgur, enda margir búnir að bíða alveg síðan þeir byrjuðu að bíða....