Síða 1 af 1

3D prentun?

Posted: 12.okt 2020, 14:33
frá jongud
Fékk bilaða hugdettu þegar ég var að reyna að sofna í gærkvöld.
Er til nógu stór 3D prentari til að búa til brettakannta?
Er hugmyndin snargalin?

Re: 3D prentun?

Posted: 12.okt 2020, 20:56
frá petrolhead
Nei þvert á móti, hugmyndin er snilld !
Djö væri magnað ef þetta væri hægt

Re: 3D prentun?

Posted: 12.okt 2020, 22:14
frá Steinmar
Það er ekkert mál að prenta brettakanta, en gæti þurft að hafa þá í minni stykkjum og líma þá saman. Ef þeir væru prentaðir úr ABS+, sem er algengt prentefni, er nánast tryggt að þeir myndu ekki endast lengi. Hugmyndin er aftur á móti góð.

Kv. Steinmar

Re: 3D prentun?

Posted: 13.okt 2020, 14:12
frá elli rmr
Steinmar wrote:Það er ekkert mál að prenta brettakanta, en gæti þurft að hafa þá í minni stykkjum og líma þá saman. Ef þeir væru prentaðir úr ABS+, sem er algengt prentefni, er nánast tryggt að þeir myndu ekki endast lengi. Hugmyndin er aftur á móti góð.

Kv. Steinmar



Það ætti þá allvegana að vera hægt að smíða mót til að trebba

Re: 3D prentun?

Posted: 13.okt 2020, 15:35
frá Steinmar
elli rmr wrote:
Steinmar wrote:Það er ekkert mál að prenta brettakanta, en gæti þurft að hafa þá í minni stykkjum og líma þá saman. Ef þeir væru prentaðir úr ABS+, sem er algengt prentefni, er nánast tryggt að þeir myndu ekki endast lengi. Hugmyndin er aftur á móti góð.

Kv. Steinmar



Það ætti þá allvegana að vera hægt að smíða mót til að trebba


Reyndar væri það hægt, en, það er alltaf þetta en; plastprentað yfirborð er gropið (gegndræpt) og það verður að þétta það og slétta. Þar með er maður eiginlega farinn að smíða mót, nema maður byrjar á öfugum enda.
Ef ég væri að smíða brettakanta(mót) myndi ég fá formið fræst í PUR (polyurethane) og vinna yfirborðið á því, spartla og mála; svo er hægt að gera mót. Einn af göllunum við plastprentun í 3D, er sá að þegar er prentað, er prentrýmið hitað upp í ca. 75-80°C og þegar hluturinn er tekinn út og kólnar, breytist formið, ekki mikið, en nóg til að það er óvíst hvort þetta myndi passa. Þetta á aðallega við stærri samsetta hluti, sem ekki er hægt að hanna með styrkingum til að minnka þessa hreyfingu við kólnun. Þegar ég tala um prentrými, á ég við stærri og dýarari prentara, sem eru með nákvæmni upp á +/- 0,25mm. Þrátt fyrir að þeir prenti af ótrúlegri nákvæmni, er alltaf þessi barátta við formbreytingu við kólnun (e. shrinkage). Ég er búinn að prenta allskonar hluti í þrívíddarprenturum í gegnum tíðina og tel mig þekkja sæmilega inn á þetta, en prentararnir eru alltaf að verða betri og fullkomnari og nota sífellt stöðugri efni til prentunar.
Kv. Steinmar

Re: 3D prentun?

Posted: 14.okt 2020, 15:34
frá ingolfurkolb
Svona ef við pælum ekki í kostnaðinum, væri ekki bara flottast að prenta þá úr málmi, ryðfríu stáli eða títaníum.

Svo er líka hægt að fá hluti gerða úr frekar mjúku efni áþekkur gúmmíi en það er steypt í sílíkon mótum og eru brettakantar trúlega of stórir og líka allt of dýr process.

Re: 3D prentun?

Posted: 14.okt 2020, 15:51
frá Sævar Örn
Brettakantar sem framleiddir eru á Íslandi eru bara frábærir einsog þeir eru framleiddir, öll heimsbyggðin dauðöfundar okkur af þessari hæfni!

Re: 3D prentun?

Posted: 15.okt 2020, 07:11
frá Steinmar
Sævar Örn wrote:Brettakantar sem framleiddir eru á Íslandi eru bara frábærir einsog þeir eru framleiddir, öll heimsbyggðin dauðöfundar okkur af þessari hæfni!


Þarna er ég svo innilega sammála; styðjum íslenskt handverk !

Annars er alltaf gott að hugsa aðeins út fyrir kassann og ræða nýjar aðferðir og lausnir.

Kv. Steinmar

Re: 3D prentun?

Posted: 16.okt 2020, 00:48
frá grimur
Sammála Steinmari með þessa frauð nálgun. Ég vinn með annan fótinn í þróun á þannig tækni, reyndar í öðrum bransa, en sama konsept, fræst í frauð og smíðað á eða í það.
Trefjaplast er reyndar ekkert svo æðislegt efni að öllu leyti, hefur alveg sína kosti en ekki heldur gallalaust.
Það væri gaman að sjá kanta hitadregna úr plasti. Í það þarf reyndar heilmiklar græjur og kallar á talsvert magn uppá að borga sig, en það væri flott að sjá þannig græjað.

Kv
Grímur

Re: 3D prentun?

Posted: 16.okt 2020, 10:38
frá Kiddi
grimur wrote:Sammála Steinmari með þessa frauð nálgun. Ég vinn með annan fótinn í þróun á þannig tækni, reyndar í öðrum bransa, en sama konsept, fræst í frauð og smíðað á eða í það.
Trefjaplast er reyndar ekkert svo æðislegt efni að öllu leyti, hefur alveg sína kosti en ekki heldur gallalaust.
Það væri gaman að sjá kanta hitadregna úr plasti. Í það þarf reyndar heilmiklar græjur og kallar á talsvert magn uppá að borga sig, en það væri flott að sjá þannig græjað.

Kv
Grímur


Það er nú dass af svoleiðis köntum í umferð og hafa verið í nokkur ár - 35" kantar á Hilux og LC120/LC150 frá Arctic Trucks til að mynda.

Re: 3D prentun?

Posted: 16.okt 2020, 14:51
frá jongud
Kiddi wrote:Það er nú dass af svoleiðis köntum í umferð og hafa verið í nokkur ár - 35" kantar á Hilux og LC120/LC150 frá Arctic Trucks til að mynda.


Er það ekki rétt hjá mér að ArcticTrucks fari ekki í svoleiðis framleiðslu nema það sé næsta öruggt að þeir selji einhverjar hundruðir af slíkum köntum?

Re: 3D prentun?

Posted: 17.okt 2020, 23:29
frá Freyr
jongud wrote:
Kiddi wrote:Það er nú dass af svoleiðis köntum í umferð og hafa verið í nokkur ár - 35" kantar á Hilux og LC120/LC150 frá Arctic Trucks til að mynda.


Er það ekki rétt hjá mér að ArcticTrucks fari ekki í svoleiðis framleiðslu nema það sé næsta öruggt að þeir selji einhverjar hundruðir af slíkum köntum?


Jú við gerum þetta ekki nema ljóst sé að magnið verði umtalsvert þar sem stofnkostnaðurinn er hár en þá er þetta líka nauðsynlegt til að hafa næga afkastagetu. 3D prentun hefur verið skoðuð en kostar enn allt of mikið til að koma til greina sem framleiðsluaðferð.

Kv. Freyr

Re: 3D prentun?

Posted: 20.okt 2020, 01:22
frá grimur
Úbbs, jæja, það er allavega flott að þetta er komið á koppinn. Ég hef ekki alveg náð að fylgjast með þar sem það er að ganga í 6 ár síðan ég bjó á íslandi.
Og já vakúm formun er klárlega fjöldaframleiðsluaðferð, einu leveli fyrir neðan innsprautunarmót, sem er maaargfalt dýrara í byrjun.
3D prentun...neeeee. Fínt í prótótýpur og föndur, kannski til að þróa mót. Ekki í framleiðslu. Held að það verði seint praktískt nema þá þegar hluturinn er aldrei eins 2x í röð (sérsmíði).
Kv
G