Síða 1 af 1
Sjúga fjandakornið ekki neitt !
Posted: 25.nóv 2018, 14:33
frá jongud
Er það bara ég eða eru ryksugurnar á bensínstöðvunum allar orðnar drulluslappar?
Það var einhver búinn að keyra niður ryksuguna hjá Olís við Gullinbrú, þannig að ég fór upp á Shell á Vesturlandsvegi og þar hefði ég alveg eins getað veifað blævæng yfir teppinu á bílnum. Endaði á að fara á N1 við Keldnaholt og ryksugan var ekki mikið burðugri þar en það tókst þó að ljúka verkinu þar (að vísu þarf að BORGA þar í sjálfsala).
Re: Sjúga fjandakornið ekki neitt !
Posted: 26.nóv 2018, 19:41
frá íbbi
þau 13 ár sem ég bjó á höfuðborgarsvæðinu fannst mér þetta vera constant vandamál
Re: Sjúga fjandakornið ekki neitt !
Posted: 21.maí 2019, 18:58
frá jongud
Þetta hefur
EKKERT batnað!!
Það er búið að setja nýjan kassa á stöðina við Gullinbrú en barkinn er dottinn út sambandi inni í kassanum.
Liðið inni á stöðinni segir bara "ég ekki vita, ég ekki geta"

- dragon3.png (358.81 KiB) Viewed 17724 times
Re: Sjúga fjandakornið ekki neitt !
Posted: 21.maí 2019, 19:36
frá Járni
Re: Sjúga fjandakornið ekki neitt !
Posted: 21.maí 2019, 20:06
frá Sævar Örn
flott einhell ryksuga minnsta gerð pokalaus í byko á 13000 kall reyndar svolitið hávær en fín í skúrinn og getur sogið upp vatn og hvað sem er og svo hellir maður bara úr safntunnunni í ruslapoka.
Re: Sjúga fjandakornið ekki neitt !
Posted: 21.maí 2019, 23:53
frá íbbi
of nilfisk vatnsryksuga á svipað, borgaði 11þús fyrir mína minnir mig, þrælvirkar
Re: Sjúga fjandakornið ekki neitt !
Posted: 22.maí 2019, 08:28
frá jongud
Eini kosturinn er að betri helmingurinn er orðin jafpirruð á þessu og líkaði vel við hugmyndina um að kaupa rafhlöðuknúna ryksugu sem notar Dewalt rafhlöðurnar.
Re: Sjúga fjandakornið ekki neitt !
Posted: 23.maí 2019, 12:19
frá jongud
Ég heyrði góða sögu í gærkvöld um bensísstöðvarryksugu.
Kunningi minn fór fyrir mörgum árum á bensínstöð í Garðabæ og hún var eitthvað kraftlaus.
Þá voru ennþá til bensíntittir úr járni og sá sem var á þessari stöð fór út og athugaði málið.
Það reyndust vera tvennar kvenmansnærbrækur sem stífluðu barkann.