Keyra á eldsneyti og bæta við HHO

Ef þú vilt leggja eitthvað leiðinlegt til málana er þetta staðurinn.

Ath: Þráðum hér inni getur verið eytt fyrirvaralaust. Ekki vera of leiðinleg/ur.

Höfundur þráðar
emmibe
Innlegg: 250
Skráður: 20.mar 2013, 08:43
Fullt nafn: Elmar þór Benediktsson
Bíltegund: ssangyong musso

Keyra á eldsneyti og bæta við HHO

Postfrá emmibe » 08.apr 2017, 22:02

Jæja , ég veit að hér fæ ég allskyns skít og skömm fyrir þetta topic :-)
http://hydroxsystems.co.uk/hho-hydrogen ... stems.html
En hefur einhver prufað sig áfram með að keyra HHO með eða á því 100% (þarna er bomban). En það væri frábært ef einhver væri búinn að prufa þetta og legði í að deila reynslu.

Kv Elmar


Elmar Þór Benediktsson
emmibe@gmail.com
SsangYong Musso E32

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Keyra á eldsneyti og bæta við HHO

Postfrá Startarinn » 08.apr 2017, 23:30

Ég tel útilokað að þetta virki sem einhver eldsneytissparnaður.

Rafali (alternator) er með í kringum 90% nýtni, vélin 25-40% af þeirri orku sem hún fær inn (bensín/dísel) og ég hef ekki hugmynd hvað þessi búnaður er með mikla nýtni, en til að þetta gefi eitthvað meira en "EKKERT" þarf þessi búnaður að valda aukinni nýtni í eldsneytinu, sem telur 250-444% af þeirri orku sem búnaðurinn þarf að LÁGMARKI til að framleiða vetnið.

Fyrir mér hljómar þetta eins og eilífðarvélin sem framleiddi sjálf alla þá orku sem hún þurfti......
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Höfundur þráðar
emmibe
Innlegg: 250
Skráður: 20.mar 2013, 08:43
Fullt nafn: Elmar þór Benediktsson
Bíltegund: ssangyong musso

Re: Keyra á eldsneyti og bæta við HHO

Postfrá emmibe » 09.apr 2017, 01:06

Já, en ef við horfum framhjá eldsneytissparnaði og segjum að 10% af inntaksloftinu sé HHO sem kostar kannski 1,5 -3.5A að framleiða líter af HHO á mín. Eitt dæmi, Kolefnisútfellingar minnka og ef svo væri myndi smurolían endast betur og mótorinn?
Elmar Þór Benediktsson
emmibe@gmail.com
SsangYong Musso E32


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Keyra á eldsneyti og bæta við HHO

Postfrá villi58 » 09.apr 2017, 07:00

Já er þetta enn og aftur komið í umræðuna sem deyr dafnharðan eins og síðustu 50 ár.
Væri ekki betra að framleiða vetni heima hjá sér með 220v og dæla svo á bílinn frekar en að eyða eldsneiti af tanknum á bílnum, framleitt með grænni orku.


bragig
Innlegg: 102
Skráður: 28.maí 2010, 19:21
Fullt nafn: Bragi Guðnason
Bíltegund: LC 80, Hilux xc

Re: Keyra á eldsneyti og bæta við HHO

Postfrá bragig » 09.apr 2017, 13:32

Við skulum hafa náttúrulögmálin á hreinu hérna. Ef þú notar raforku frá alternatornum til þess að framleiða vetni með rafgreiningu, þá er útilokað að brennslan á því vetni skapi meiri orku en fór í framleiðsluna. Eins og hefur komið fram. Það geta allir séð að aukið álag á alternator dregur niður í vélinni, prófið bara að slökkva og kveikja á aðalljósum í hæggangi (2x55W perur,110W, 9A álag). Snúningshraðinn breytist um c.a. 50-100 rpm við það. Svo má bæta því við að bæði bensín og dísel eldsneyti hefur að geyma fleiri vetnissameindir en kolefnissameindir. Reyndar er hærra hlutfall af vetni í bensíni, því það eru styttri kolefniskeðjur. Samt hefur díselvélin hærri nýtni.

https://chembloggreen1.files.wordpress. ... lecule.png


Það eina sem gæti gert þennan búnað mögulega nothæfan, væri ef rafmagnið fyrir rafgreininguna kæmi frá einhverju öðru en alternatornum. Til dæmis sólarsellu eða túrbínuknúnum rafala (eins og er notaður í formúlu 1 í dag).

http://blog.caranddriver.com/turbo-comp ... -recovery/

User avatar

Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Keyra á eldsneyti og bæta við HHO

Postfrá Finnur » 09.apr 2017, 17:15

Sælir

Eins og komið hefur fram eru töpin við framleiðsluna svo mikil að þetta borgar sig ekki sem auka orkugjafi.

EN.... eitt sem menn gleyma er að áhrif vetnis á bruna bensíns. Vetni er með mun meiri burnahraða en bensín, 40 sinnum hraðari ef ég man rétt. Þannig að til þess að þetta geti nýst er best að hafa lítið magn og seinka kveikjunni. Meiri brunahraði eldsneytis eykur nýtni.

Hversu mikið nýtnin eykst veit ég ekki en það ræður því hvort þetta borgar sig eða ekki.

kv
KFS


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Keyra á eldsneyti og bæta við HHO

Postfrá grimur » 09.apr 2017, 19:04

Held að svona flækjur séu aðallega til bölvunar.
Það sem er að gerast í Formúlunni er svolítið spennandi, eitthvað í þá áttina mun finna sér leið í almenna bíla. Svo má hugsa sér að virkja hitatöpin með peltier elementum til að framleiða rafmagn, sem má annaðhvort nota til að knýja farartækið eða aukahluti þess, eða bæði.
Það er allt of mikið sem tapast í hita í venjulegri bílvél. Alveg hreint galið. Hugsa sér að ná kannski að nýta 20% af þessari töpuðu orku, það eru minnst 12% ofaná þau 40% sem hugsanlega nást í dag við allra bestu aðstæður.
Það er yfir 25% aukning.
Ég tel að mesta ávinninginn sé að finna þar sem mestu töpin eru....þó að það takist ekki að nýta nema brot af þeim.
Kv
Grimur

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Keyra á eldsneyti og bæta við HHO

Postfrá jongud » 10.apr 2017, 08:11

grimur wrote:Held að svona flækjur séu aðallega til bölvunar.
Það sem er að gerast í Formúlunni er svolítið spennandi, eitthvað í þá áttina mun finna sér leið í almenna bíla. Svo má hugsa sér að virkja hitatöpin með peltier elementum til að framleiða rafmagn, sem má annaðhvort nota til að knýja farartækið eða aukahluti þess, eða bæði.
Það er allt of mikið sem tapast í hita í venjulegri bílvél. Alveg hreint galið. Hugsa sér að ná kannski að nýta 20% af þessari töpuðu orku, það eru minnst 12% ofaná þau 40% sem hugsanlega nást í dag við allra bestu aðstæður.
Það er yfir 25% aukning.
Ég tel að mesta ávinninginn sé að finna þar sem mestu töpin eru....þó að það takist ekki að nýta nema brot af þeim.
Kv
Grimur


Einfaldasta leiðin til að virkja þessa hitaorku er að setja túrbínu.


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Keyra á eldsneyti og bæta við HHO

Postfrá grimur » 11.apr 2017, 03:24

Maður tekur það nú svona nokkurn veginn sem gefið.
Mörghundruð gráðu heitt afgas aftan við túrbínu er ennþá ansi mikil töp, og svo það sem fer út um vatnskassann að auki. Með túrbinu hækkar allur hiti á vélinni reyndar, sem eykur orkuflæði um blokk og kælikerfi, en ávinningurinn er meiri en þau töp sökum betri nýtni og aðeins lægri afgashita í restina.
Las mér aðeins til um Peltier tæknina, hún er að ná eitthvað um 5% nýtni í dag, en er talin geta farið nærri 15% í fyrirsjáanlegri framtíð. Það er eitthvað sem á örugglega eftir að þróast meira, mögulega samhliða notkun á synthetísku eldsneyti sem skilur ekki eftir sig eins mikinn skít og jarðefnaeldsneyti.
Annars held ég að stóra byltingin verði þegar það tekst að búa til raf-vökva, nokkurs konar rafgeyma á fljótandi formi, sem verða færðir milli tanka í notkun og skipt út á "bensínstöðvum". Fann eitthvað um að það væri verið að fikta við þessa hugmynd, en ekkert af viti komið enn.
Sjáum til hvað gerist.

Kv
Grímur

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Keyra á eldsneyti og bæta við HHO

Postfrá Hjörturinn » 11.apr 2017, 13:36

Hefur væntanlega verið að skoða frá þessum https://en.wikipedia.org/wiki/NanoFlowcell

Mjög spennandi concept ef þeir fá þetta til að virka nógu vel.

Annars varðandi þessar ventipælingar þá má örugglega nota þetta til að búa til meiri kraft og minnka eyðslu en þá þarf bara aðrar vélar en eru notaðar í dag, en að búa til vetni með alternator er alger fásinna, nærð fyrir það fyrsta ekki að búa til magn hefur eitthvað að segja, annað ef menn myndu bara tanka á vetni og brenna með.
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Keyra á eldsneyti og bæta við HHO

Postfrá svarti sambo » 11.apr 2017, 21:33

En að fá sér rafmagnsdrifinn econoline og stóra og mikla sellu á toppinn. :-)
Fer það á þrjóskunni


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Keyra á eldsneyti og bæta við HHO

Postfrá grimur » 12.apr 2017, 05:03

Úps, duplicate.
Síðast breytt af grimur þann 12.apr 2017, 05:05, breytt 2 sinnum samtals.


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Keyra á eldsneyti og bæta við HHO

Postfrá grimur » 12.apr 2017, 05:04

Var reyndar ekki búinn að sjá þetta, það sem ég fann var einhver rannsóknarvinna við Bandarískan háskóla.
Allavega, þetta er eitthvað sem er verið að spá í og meira en það. Sem er flott mál. Bensín er skemmtilegt og allt það en tími þess mun renna út..


Til baka á “Barnaland”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 2 gestir