Síða 1 af 1

Lokuð kerra RVK-AK

Posted: 02.feb 2015, 13:27
frá trooper
Daginn
Ég er ekki alveg viss um staðsetninguna á þessu en þetta er eitthvað svo barnalandslegt að líklega er það rétti staðurinn. Málið er einfalt
Ég þarf lokaða kerru miðvikudaginn 18. febrúar í Reykjavík sem þarf að vera hægt að draga hana norður í Eyjafjörð. Ég kem ekki í bæinn aftur fyrr en á sunnudeginum 23. febrúar. Að leigja kerru hjá N1/Byko/... er óþægilegt því ég þarf að borga 5 dagana eða borga fyrir að á að skila henni fyrir norðan. Þess utan finnst mér þeir almennt óliðlegir í þessum kerrumálum, amk. þeir sem ég hef lent á. Því er spurningin
1. Er einhver sem getur deilt leigu á kerru á móti mér, er að koma suður Ak-Rvk og þarf að koma henni norður aftur, eða öfugt. Þarf að nota kerru leiðina Rvk-AK.
2. Er einhver sem á lokaða kerru og vill leigja mér hana þessa 5 daga.

kv. Hjalti
hjalti.stein@gmail.com

Re: Lokuð kerra RVK-AK

Posted: 05.feb 2015, 23:06
frá Polarbear
hvað þarf hún að vera stór og hversu vatnsheld þarf hún að vera? :)

Re: Lokuð kerra RVK-AK

Posted: 06.feb 2015, 09:57
frá trooper
Sælir. Hún þarf að halda vatni vel. Farmurinn er hluti úr búslóð.
Dráttarklárinn er Santa fe diesel og því má hún ekki vera "of" stór :)
kv. Hjalti

Re: Lokuð kerra RVK-AK

Posted: 06.feb 2015, 19:41
frá Polarbear
ok. þá hentar kerran mín ekki, hún lekur dáldið... þó mun skárri en opin kerra.

Re: Lokuð kerra RVK-AK

Posted: 06.feb 2015, 20:54
frá trooper
Takk samt fyrir. :-)

Re: Lokuð kerra RVK-AK

Posted: 06.feb 2015, 23:40
frá ellisnorra
Lengi má nú plasta ef hlutirnir eru í skjóli. Plastið er fljótt að berjast og eyðileggjast ef það fær að berjast en inni í þokkalegu skjóli má notast við lekan garm :)

Re: Lokuð kerra RVK-AK

Posted: 07.feb 2015, 11:52
frá trooper
Ég hef akkurat verið að notast við opna kerru og plast. Núna eru það bækur, föt og fleira viðkvæmt sem ég ætla að taka. Ætla því að reyna að fá leigða góða kerru fyrir það. Sýnist einn höfðingi á spjallinu sé að redda mér ;)
Hvernig er ykkar reynsla af þessum kerruleigum almennt?