Síða 1 af 3

Algrip lásar.

Posted: 30.des 2013, 15:59
frá jeepson
Sælir jeppaspjallarar.

Einhversstaðar heyrði ég að maður hér á klakanum hefði verið að smíða driflása í jeppa sem voru kallaðir eða hétu algrip. Kannast einhver við þetta? Þetta átti víst að hafa gengið eitthvað brösulega fyrst en hafði svo verið betrumbætt fram og tilbaka og úr þessu loksins orðinn góður driflás. Það væri frábært að fá einhver svör og jafnvel reynslu sögur ef að einhver hérna inni hefur prufað þetta. Ég virðist ekkert finna um þetta á veraldarvefnum.

Re: Algrip lásar.

Posted: 30.des 2013, 16:15
frá jongud
Ég fann þetta á vefsafninu, auglýsing hjá kliptrom á akureyri

Image

Re: Algrip lásar.

Posted: 30.des 2013, 16:20
frá jeepson
Frábært. þessi kliptrom síða virðist ekki virka. En nú er bara að finna út hvern ég hef samband við um verð Takk fyrir þetta.

Re: Algrip lásar.

Posted: 30.des 2013, 17:02
frá Cruser
Sælir
Var með svona lás að framan hjá mér í 90 cruser, var alltaf til friðs og virkaði fínt. En eitthvað var þetta misjafnt hjá mönnum.
Hann heitir Kári sem var að smíða þessa lása.
Síðasta símanúmer em ég hef hjá kauða er 862-8035
Kv Bjarki sem mælir með þessum læsingum

Re: Algrip lásar.

Posted: 30.des 2013, 17:08
frá Izan
Sælir

Einhver sagði mér að ARB væri búin að stela því besta úr þessum lásum því að þeir voru mun sterkari en eldri ARB en algrip eru ekki framleiddir lengur. Munurinn var að ARB lásinn var settur saman á 3-6 6mm boltum sem áttu til að gefa sig en algrip var smíðaður heill sem ARB gerir í dag

Kv Jón Garðar

Re: Algrip lásar.

Posted: 30.des 2013, 17:25
frá jeepson
Já mér skyldist að vegna góðs gengis íslensku krónunar hættu þeir að smíða þessa lása. En það væri nú kanski ekkert vitlaust að athuga hvort að það væri hægt að smíða þessa lása aftur.

Re: Algrip lásar.

Posted: 30.des 2013, 17:49
frá villi58
Ég held að AT eða Toyota Kópavogi ættu að vita eitthvað um þessa lása, var til sýnis hjá Toyota á Akureyri fyrir mörgum árum, man ekki hvað mörgum.

Re: Algrip lásar.

Posted: 30.des 2013, 17:54
frá Adam
Var með gömlu gerðina af arb í dana 30 þetta var nú mesta rusl sem ég hef séð skrúfað saman með 6 4mm 10.9 lookalike boltum að mér minnir annars er algrip dottinn út og það langt síðan minni að minja safnið á akureyri hafi fengið skorna hásingu sem sýndi hvernig þetta virkaði enda bara hefðbundin barkalæsing.

Re: Algrip lásar.

Posted: 30.des 2013, 18:57
frá Baldur Pálsson
Sæl/ir. Halli Gulli sem var með KT(Kliptrom) jeppaverslun á Akureyri var í samstarfi við Kára við smíði á þessum lás var hann í upphafi smíðaður af því að það var ekki hægt að fá lás í klafadrifið hjá Toyota og var hann smíðaður með fjórum mismunadrifshjólum í staðin fyrir tvö.Þetta var fín smíði á sínum tíma, svo fór þetta ekki að borga sig þegar gengið lækkaði og ARB fór að smíða í þessi drif.
kv
Baldur

Re: Algrip lásar.

Posted: 30.des 2013, 19:15
frá bjarni95
Ég þekki Kára vel, tengdapabbi minn. Hans réttu númer eru 892-4675/778-1675

Re: Algrip lásar.

Posted: 30.des 2013, 22:56
frá jeepson
bjarni95 wrote:Ég þekki Kára vel, tengdapabbi minn. Hans réttu númer eru 892-4675/778-1675


Þá skora ég á þig að hvetja tengdapabba þinn í að fara í að smíða svona lása. Það ætti að henta vel núna útaf slæmu gengi krónunar. Og jafnvel ekkert mál að selja þetta erlendis. Ég get sennilega komið þessum lásum í sölu útí noregi ef áhugi er fyrir hendi.

Re: Algrip lásar.

Posted: 31.des 2013, 17:46
frá bjarni95
jeepson wrote:
bjarni95 wrote:Ég þekki Kára vel, tengdapabbi minn. Hans réttu númer eru 892-4675/778-1675


Þá skora ég á þig að hvetja tengdapabba þinn í að fara í að smíða svona lása. Það ætti að henta vel núna útaf slæmu gengi krónunar. Og jafnvel ekkert mál að selja þetta erlendis. Ég get sennilega komið þessum lásum í sölu útí noregi ef áhugi er fyrir hendi.


Ég ræddi þetta við hann og hann segir að þetta borgi sig ekki nema fyrir kannski 15-20 eins lása (í eins bíla) annars er bara of mikið umstang og vesen fyrir nokkra lása, tala nú ekki um bara einn.

Helsti munurinn á þessum og ARB er líka sá að þessir læsa við vakúm, ekki þrýsting. Miklu áreiðanlegra.

-Bjarni

Re: Algrip lásar.

Posted: 31.des 2013, 17:52
frá IL2
Hver er munurinn á þrýsting og vakoum?

Re: Algrip lásar.

Posted: 31.des 2013, 17:59
frá jeepson
IL2 wrote:Hver er munurinn á þrýsting og vakoum?


Þrýstingur er þá loftþrýstingur. Vacum er sog.

Re: Algrip lásar.

Posted: 31.des 2013, 18:01
frá jeepson
bjarni95 wrote:
jeepson wrote:
bjarni95 wrote:Ég þekki Kára vel, tengdapabbi minn. Hans réttu númer eru 892-4675/778-1675


Þá skora ég á þig að hvetja tengdapabba þinn í að fara í að smíða svona lása. Það ætti að henta vel núna útaf slæmu gengi krónunar. Og jafnvel ekkert mál að selja þetta erlendis. Ég get sennilega komið þessum lásum í sölu útí noregi ef áhugi er fyrir hendi.


Ég ræddi þetta við hann og hann segir að þetta borgi sig ekki nema fyrir kannski 15-20 eins lása (í eins bíla) annars er bara of mikið umstang og vesen fyrir nokkra lása, tala nú ekki um bara einn.

Helsti munurinn á þessum og ARB er líka sá að þessir læsa við vakúm, ekki þrýsting. Miklu áreiðanlegra.

-Bjarni


Þá er best að fara að ræða við harða patrol menn og sjá hvort að ég geti ekki smalað saman í eina pöntun. En það er nú kanski stór möguleiki að selja þetta erlendis líka. Krónan er veik og þar með gætu þessir lásar verið ódýrir fyrir útlendingana.

Re: Algrip lásar.

Posted: 01.jan 2014, 02:24
frá grimur
Ég myndi nú ekki treysta neinum nema Vélvík eða Baader fyrir svona smíði. Þá þarf auðvitað einhvern til að hanna lásana og koma þessu í gang.
Það er líka rétt hjá Kára að það borgar sig ekki að fara af stað með minna en 15 sett eða svo af eins lásum. Sjaldnast hægt að nýta stykki milli týpa.
Kv
Grímur

Re: Algrip lásar.

Posted: 01.jan 2014, 02:55
frá cruser 90
Sælir ég er með lás smíðaður af Kára algjör snillingur og læsingin klikkar ekki það er eingin betri í þessu en kári það er mín reinsla

Re: Algrip lásar.

Posted: 01.jan 2014, 06:21
frá Stjáni Blái
grimur wrote:Ég myndi nú ekki treysta neinum nema Vélvík eða Baader fyrir svona smíði. Þá þarf auðvitað einhvern til að hanna lásana og koma þessu í gang.
Það er líka rétt hjá Kára að það borgar sig ekki að fara af stað með minna en 15 sett eða svo af eins lásum. Sjaldnast hægt að nýta stykki milli týpa.
Kv
Grímur



Hvað fær þig til að halda því fram að einungis Baader eða Vélvík hafi tækin og kunnáttuna til að smíða læsinguna svo vel eigi að vera og að þetta stykki þurfi að vera endurhannað ?

Re: Algrip lásar.

Posted: 01.jan 2014, 16:24
frá jeepson
Líkurnar á að Vélvík hafi tíma í þetta eru mjööööög litlar. Þeir virðast hafa yfirdrifið nóg að gera. Allavega af tveim starfsmönnum að dæma sem að ég þekki þarna. Og annar þeirra er nú sonur eigandans. En ef að Kári er tilbúinn að smíða fleiri lása og gæti jafnvel gefið verðtilboð í lásana til okkar sem viljum svona lása þá er klárlega spurning um að skoða það.

Re: Algrip lásar.

Posted: 01.jan 2014, 17:02
frá bjarni95
Um að gera að safna í góða pöntun og hafa samband við Kára

Re: Algrip lásar.

Posted: 01.jan 2014, 17:12
frá beygla
eg er með svona lás í mínum bíl sem er ónítur samkvæmt seinasta eiganda var Aron búin að taka hann nokkrum sinum í sundur til að laga hann og það gekk ekki

Re: Algrip lásar.

Posted: 01.jan 2014, 17:22
frá snöfli
Var með Algrip lás að framan í Pajero "98 2.8 38". Virkaði fullkomlega. Var með vakúm aktuator sem var samskonar búnaður og er fyrir afturlásin og "driflokurnar" (aftenging annars öxulsins í framdrfinu) í sama bíl. Sá búnaður er til í gömlum Pajeroum og Galopper. Þetta var sett í af Aron í Breyti og var til eintómrar gleiði í þau 3 ár sem ég var með þennan búnað.
Eg er til í að kaupa einn frammlás í Y61 Patrol hér og nú. Lárus

Re: Algrip lásar.

Posted: 01.jan 2014, 18:10
frá jeepson
Ég hugsa að ég hafi samband við Kára um leið og ég verð búinn að smala saman í pöntun.

Re: Algrip lásar.

Posted: 01.jan 2014, 19:38
frá Hr.Cummins
ég væri til í TVO svona lása í Dana 60 framhásingar ef að þetta er ekki á stjarnfræðilegu verði :)

Re: Algrip lásar.

Posted: 01.jan 2014, 19:55
frá jeepson
Verðum við ekki að setja upp sér þráð um þetta sem pöntunar þráð? Ég reyni að tala við Kára á næstu dögum og fæ hann þá til að reikna út eitthvað verð handa okkur jeppaspjöllurum :)

Re: Algrip lásar.

Posted: 01.jan 2014, 20:31
frá Hr.Cummins
Ef að það er hægt að smíða lása í D70 og D80 tel ég mig geta selt slíkt í massa-vís í USA...

Þannig að það má kanna það líka...

Re: Algrip lásar.

Posted: 02.jan 2014, 01:32
frá jeepson
Já það er um að gera geta selt þetta erlendis. Það er hagstætt að selja út á meðan að krónan er svona léleg.

Re: Algrip lásar.

Posted: 02.jan 2014, 04:28
frá Hr.Cummins
setti inn i group buy á tveimur spjallborðum sem að ég er á erlendis og er strax kominn með hátt í 30 fyrirspurnir, af þeim 12 sem að vilja strax kaupa !!!

Flestir spyrja um Dana 60 front, af þessum 12 eru tveir sem að vilja Dana 60 front og Dana 80 rear, einn Dana 60 front og Dana 70 rear...

Endilega láta Kára vita af þessu, það er markaður fyrir þetta ef að verðið er þeim mun betra...

einn segist meira að segja þekkja vöruna og hafi á sínum tíma sent fyrirspurn en fengið þau svör að þetta væri dýrara en ARB...

*edit* update kl. 07:10

Var að kíkja í póstinn minn og þetta er komið í 46 fyrispurnir, 15 "willing to buy"...

Snýst orðið svolítið um hvort að hægt er að fá lása fyrir AAM 11,5 og 9,5 líka...

Flestar fyrirspurnir eru samt sem áður um Dana 60 front, 30 og 35rillu.. og svo líka dana 70 og dana 80...

Re: Algrip lásar.

Posted: 02.jan 2014, 07:53
frá jeepcj7
Væri alveg til í fá verðhugmynd á d60 35 rillu lás og jafnvel öðrum í 10,5 Ford Sterling og svo er ég alveg viss um að það myndu seljast nokkrir framlásar í pajero/L200 eins og voru í framleiðslu frá algrip í denn.

Re: Algrip lásar.

Posted: 02.jan 2014, 08:21
frá jeepson
Lýst vel á þetta. Ég fer í það að hafa samband við Kára í dag eða á morgun.

Re: Algrip lásar.

Posted: 02.jan 2014, 08:23
frá Hr.Cummins
Sýnist á öllu allavega að ef a þetta reynist vel, þá getur hann selt vel í ameríkunni...

Mjög jákvæður punktur að þetta sé vacuum stýrt, Dodge menn eru sérstaklega hrifnir af því þar sem að framdrifslokurnar eru vacuum stýrðar...

m.v. undirtektir síðustu 2 sólahringa geri ég ráð fyrir að það sé hægt að selja þetta í hundruðatali ef að vel reynist...

Re: Algrip lásar.

Posted: 02.jan 2014, 08:47
frá jongud
Frábært framtak!
Um að gera að nýta hönnun sem er til.
Er ekki næsta skref að gera kostnaðarútreikninga?

Re: Algrip lásar.

Posted: 02.jan 2014, 09:28
frá Icerover
Sælir, vitið þið hvort Það hafi verið gerð einhver endurbæting á original Patrol afturlæsinunni. Ég á þannig læsingu og eins og margar aðrar þannig þá er hún skemmd


Mbk, Geiri

Re: Algrip lásar.

Posted: 02.jan 2014, 10:22
frá jeepson
Icerover wrote:Sælir, vitið þið hvort Það hafi verið gerð einhver endurbæting á original Patrol afturlæsinunni. Ég á þannig læsingu og eins og margar aðrar þannig þá er hún skemmd

Getur þú lýst þessari skemmd?

Mbk, Geiri
jongud wrote:Frábært framtak!
Um að gera að nýta hönnun sem er til.
Er ekki næsta skref að gera kostnaðarútreikninga?


Jú ég ætla að heyra í honum Kára og fá verð tilboð. Ég ætla samt að sjá fyrst hvort að fleiri vilji fá svona lása :)

Re: Algrip lásar.

Posted: 02.jan 2014, 11:18
frá Svopni
Það eru öruglega allir til í þetta þangað til þú ert búinn að fá verð. Þá sérðu fyrst hverjir eru raunverulega til. Og að ætla að fara að smíða lása í 10 mismunandi gerðir, er það þá ekki orðinn grundvöllur að fyrirtæki? Fáðu til að byrja með verð í td patrol að framan. 10 stk. Það er eitthvað sem mun seljast. Og lc90 10 stk. Ég er nokkuð viss um að maðurinn er ekki til í að smíða þetta í tugatali afþví að einhver heldur að það seljist. Það væri nær að einhver hér heima léti smíða og keypti td í þetta dodge dót. Sá aðili myndi svo áfram selja úr landi. Ef það gefur góða raun þá er kannski orðinn til snjóbolti. En byrjaðu á að fá verð í 10-20stk af einhverju algengu sem er líklegt að menn séu til í að kaupa hér heima. Nú svo getur verið að hann sé bara allsekkert til í þetta.

Re: Algrip lásar.

Posted: 02.jan 2014, 11:50
frá Stebbi
Hvernig var það þurfti ekki að skila inn karrier til að smíða úr.

Re: Algrip lásar.

Posted: 02.jan 2014, 13:10
frá jeepson
Svopni wrote:Það eru öruglega allir til í þetta þangað til þú ert búinn að fá verð. Þá sérðu fyrst hverjir eru raunverulega til. Og að ætla að fara að smíða lása í 10 mismunandi gerðir, er það þá ekki orðinn grundvöllur að fyrirtæki? Fáðu til að byrja með verð í td patrol að framan. 10 stk. Það er eitthvað sem mun seljast. Og lc90 10 stk. Ég er nokkuð viss um að maðurinn er ekki til í að smíða þetta í tugatali afþví að einhver heldur að það seljist. Það væri nær að einhver hér heima léti smíða og keypti td í þetta dodge dót. Sá aðili myndi svo áfram selja úr landi. Ef það gefur góða raun þá er kannski orðinn til snjóbolti. En byrjaðu á að fá verð í 10-20stk af einhverju algengu sem er líklegt að menn séu til í að kaupa hér heima. Nú svo getur verið að hann sé bara allsekkert til í þetta.


Like á þig Vopni :)

Re: Algrip lásar.

Posted: 02.jan 2014, 16:22
frá grimur
Lás er nú ekkert fullhannaður í fleiri týpur þó að það sé búið að klára hann fyrir 2-3 gerðir af drifum.
Það eru t.d. vikmál á öllu þessu dóti sem þarf að passa mjög vel og geta verið mis krítísk milli gerða. Eins þarf að skala til styrk, pláss og annað eftir drifunum.
Það er engin tilviljun að það er fullt að gera hjá Vélvík og Baader. Þetta eru nánast einu verkstæðin hérna sem geta skilað almennilegum gæðum á fyrirsjáanlegu verði og tíma í svona framleiðsluverkefnum. Til að þeir hins vegar geti smíðað hlutina þarf að vera búið að fullhanna hlutina, og þá meina ég að klára hvert einasta smáatriði.

SVopni: Þú hittir naglann beint á höfuðið eins og svo oft. Það virkar ekki að æða í margar gerðir og eitthvert klikkað magn :-)
Pælingin er samt flott, að koma í gang alvöru framleiðslu hérna á svona "keppnis" dóti.

kv
Grímur

Re: Algrip lásar.

Posted: 02.jan 2014, 18:29
frá Hr.Cummins
Svopni wrote:Það eru öruglega allir til í þetta þangað til þú ert búinn að fá verð. Þá sérðu fyrst hverjir eru raunverulega til. Og að ætla að fara að smíða lása í 10 mismunandi gerðir, er það þá ekki orðinn grundvöllur að fyrirtæki? Fáðu til að byrja með verð í td patrol að framan. 10 stk. Það er eitthvað sem mun seljast. Og lc90 10 stk. Ég er nokkuð viss um að maðurinn er ekki til í að smíða þetta í tugatali afþví að einhver heldur að það seljist. Það væri nær að einhver hér heima léti smíða og keypti td í þetta dodge dót. Sá aðili myndi svo áfram selja úr landi. Ef það gefur góða raun þá er kannski orðinn til snjóbolti. En byrjaðu á að fá verð í 10-20stk af einhverju algengu sem er líklegt að menn séu til í að kaupa hér heima. Nú svo getur verið að hann sé bara allsekkert til í þetta.


Datt það nú alveg í hug, en það er kannski hægt að fá verð í 15 D60 lása, 10 D80 lása, 10 AAM9,5 og 10 AAM11,5...

Ef að verðið er svo komið á hreint m.v. 50 stykki t.d. þá veit ég að ég get selt þetta í USA, vacuum actuator dæmið er það sem að selur þetta !

Re: Algrip lásar.

Posted: 02.jan 2014, 18:40
frá íbbi
sá sem er í einhverjum söluhugleiðingum með þetta og er alveg viss um að geta selt þetta kaupir náttúrulega lásana sjálfur, það er eflaust ekki að ástæðulausu sem hann er ekki að framleiða þetta lengur.


menn eru alltaf til í að kaupa allt, og geta selt þetta út um allan heim þangað til það kemur actually af því. þá gerist yfirleitt frekar lítið