Síða 2 af 4

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Posted: 18.mar 2013, 16:51
frá Kiddi
lecter wrote:eina velin sem heldur liklega besta hita i svona aðstæðum eru v8 usa vélarnar en .þá er eins gott að vera með auka auka bensin ef ferðin dregst á langinn ,, gas miðstöð er must ,,
gamli rússa jeppinn var með gardinu svo er hægt að útbúa segl fyrir framan vatnskassan með smellum


Áttu þá við blöndungsvélarnar sem voru ekki að tolla í gangi þarna uppfrá?

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Posted: 18.mar 2013, 17:11
frá JensO
Góðan Dag
Ég er frá Hornafirði og er í Hornafjarðadeild ég fór upp á jökul á móti hópunum og langaði að segja ykkur smá sem þessu tengist þar sem ég er líka í Björgunarsveit hér á Höfn. Björgunarsveitin hér var aldrei kölluð út, Bíll frá sveitinni var upp á jökli á laugardaginn ásamt tvem sleðum og þar sem bíllinn var á staðnum þá hann auðvitað fengin til að fara aftur á jökul að aðstoðaásamt öðrum bílum frá 4x4 félögum. Það sem var virkjað hér var Svæðistjórn Björgunarsveitarinnar þar sem ekki náðist talstöðva samand í alla hópa sem voru á jökli en náðist úr svæðistjórn vegna þar eru loftnetin með góða drægni og allt sem því tengist og þar náðist samband við alla hópa og síðan voru upplýsingar gefnar í gegnum það svo þeir sem fóru að aðstoða og heyrðu ekki í bílunum sem náðist í gegnum svæðistjórn gætu fengið að vita með puntka og annað slíkt.
Með þökk Jens

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Posted: 18.mar 2013, 18:03
frá s.f
ivar wrote:
elli rmr wrote:það er ekki hægt að bera þessa tvo túra saman eins og Ragnar gerir í upphafi

Annarsvegar ferð inní Landmannalaugar með ferðamenn sem maður þekkir ekki og veit ekki hvernig bregðast við óvæntum aðstæðum einbíla í grenjandi rigningu og asahláku og menn að forða sér FRÁ Landmannalaugum

Og hinvegar Skipulagða ferð með fullt af bílum og mannskap sem lendir í ofsaveðri sem ekki var spáð

jú allir geta lent í festum bilunum og eða veikindum en munurinn á þér Ragnar og þeim sem voru í skipulagðri ferð er sá að þeir gátu reynt að bjarga sér og voru ekki með afleidda veðurspá í kortonum en þú hafðir bara 112 með þér og það er ekki gáfulegt þegar menn fara á fjöll einbíla með´ferðamenn sem þú þekkir ekki í asahláku rigningu og bullandi hita sem er allt merki þess að uppá fjöllum er ktapi stórfljót og aðstæður sem erfitt er að ráða við einn tala nú ekki umm þegar menn koma með afsakanir umm að hafa sett í vitlausan gír og lenda útí miðju fljóti.

í lokin skal taka fram að ég er eingin eingill í þessum málum og hef brotið flestað þær ferðareglur sem menn fara eftir en flestar þeirra braut ég í upphafi ferðamensku minnar er ég vissi ekki betur. Þetta er mín skoðun Ragnar og þarf ekki að endurspeigla skoðun aðra meðlima Jeppaspjalls og kem ég ekki til með að vera munnhöggvast við þig hérna því það er ekkert sem þú getur sagt um þessa ferð þína sem kemur til með að breyta minni skoðun þó svo að ég hafi verið í hvorugri ferðini


Sammála þessu að mestu leiti.
Færið og veðurspá fyrir jökul um helgina benti til að þarna væri frábært að vera auk þess sem mikill eðlismunur er á ferðahópum.
Einnig væri fróðlegt að vita heildarframlag þessara 100 einstaklinga til björgunarsveita hafa verið í gegnum tíðina á móti heildarframlagi 4 ferðamanna og Ragnars :) Gleymum ekki að þetta eru sveitir reknar í sjálfboðastarfi fyrir styrktarfé almennings.



ertu þá að meina að hver og einn þurfi að halda utanum það sem hann hefur verslað af flugeldum hjá björgunarsveitum. Og hver á þá upphæðin að vera sem hver og einn þarf að versla fyrir til að eiga rétt á að kalla eftir aðstoð? Þetta er það heimskulegasta sem ég hef lesið hér síðan síðan opnaði

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Posted: 18.mar 2013, 18:28
frá Ofsi
Heyrði í einhverjum gárunum kalla þessa ferð: Grátur og gnýstan tanna um Vatnajökul þveran og endilangan.

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Posted: 18.mar 2013, 19:39
frá kári þorleifss
Stolnar myndir af netinu. Held þetta sýni örlítið ástandið á skaflinum.
Enn frábært að fólk vinni vel saman enda þekkja heimamenn mjög vel til þarna.

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Posted: 18.mar 2013, 20:11
frá Ofsi
Sá að allra myndirnar voru merktar KJ photography. Hefur þú ekki heyrt um höfundarétt Kári Þorvaldsson.

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Posted: 18.mar 2013, 20:36
frá kári þorleifss
ertu að tala við mig?
Ég sé líka alveg að þær eru merktar enda ekkert að eigna mér þær. Ég sá þetta á internetinu á opinni síðu svo allir geta notið þessara flottu mynda

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Posted: 18.mar 2013, 20:52
frá gislisveri
s.f wrote:
ivar wrote:
elli rmr wrote:það er ekki hægt að bera þessa tvo túra saman eins og Ragnar gerir í upphafi

Annarsvegar ferð inní Landmannalaugar með ferðamenn sem maður þekkir ekki og veit ekki hvernig bregðast við óvæntum aðstæðum einbíla í grenjandi rigningu og asahláku og menn að forða sér FRÁ Landmannalaugum

Og hinvegar Skipulagða ferð með fullt af bílum og mannskap sem lendir í ofsaveðri sem ekki var spáð

jú allir geta lent í festum bilunum og eða veikindum en munurinn á þér Ragnar og þeim sem voru í skipulagðri ferð er sá að þeir gátu reynt að bjarga sér og voru ekki með afleidda veðurspá í kortonum en þú hafðir bara 112 með þér og það er ekki gáfulegt þegar menn fara á fjöll einbíla með´ferðamenn sem þú þekkir ekki í asahláku rigningu og bullandi hita sem er allt merki þess að uppá fjöllum er ktapi stórfljót og aðstæður sem erfitt er að ráða við einn tala nú ekki umm þegar menn koma með afsakanir umm að hafa sett í vitlausan gír og lenda útí miðju fljóti.

í lokin skal taka fram að ég er eingin eingill í þessum málum og hef brotið flestað þær ferðareglur sem menn fara eftir en flestar þeirra braut ég í upphafi ferðamensku minnar er ég vissi ekki betur. Þetta er mín skoðun Ragnar og þarf ekki að endurspeigla skoðun aðra meðlima Jeppaspjalls og kem ég ekki til með að vera munnhöggvast við þig hérna því það er ekkert sem þú getur sagt um þessa ferð þína sem kemur til með að breyta minni skoðun þó svo að ég hafi verið í hvorugri ferðini


Sammála þessu að mestu leiti.
Færið og veðurspá fyrir jökul um helgina benti til að þarna væri frábært að vera auk þess sem mikill eðlismunur er á ferðahópum.
Einnig væri fróðlegt að vita heildarframlag þessara 100 einstaklinga til björgunarsveita hafa verið í gegnum tíðina á móti heildarframlagi 4 ferðamanna og Ragnars :) Gleymum ekki að þetta eru sveitir reknar í sjálfboðastarfi fyrir styrktarfé almennings.



ertu þá að meina að hver og einn þurfi að halda utanum það sem hann hefur verslað af flugeldum hjá björgunarsveitum. Og hver á þá upphæðin að vera sem hver og einn þarf að versla fyrir til að eiga rétt á að kalla eftir aðstoð? Þetta er það heimskulegasta sem ég hef lesið hér síðan síðan opnaði


Steinþór, ertu ekki að snúa þessu við hjá honum? Ég skil þetta þannig að þessir 100 einstaklingar hafi sennilega margborgað fyrir aðstoðina með framlögum sínum í gegnum tíðina.
Kv.
Gísli Sveri.

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Posted: 18.mar 2013, 21:20
frá s.f
Ég skildi þetta þannig að það væri verið að bera saman hvað þessir 100 einstklingar væru búnir að eiða í flugeldakaup á móti einhverjum öðrum 4 sem þurftu á aðstoð að halda. Ef ég er að miskilja þetta eithvað þá byðst ég afsökunar á því

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Posted: 18.mar 2013, 21:24
frá jeepcj7
Takk fyrir myndirnar svakalega flottar eru ekki fleiri með myndir? Þetta hefur verið alveg keppnisbasl þarna.

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Posted: 18.mar 2013, 21:29
frá Stebbi
Afhverju eru menn að tala um að það hafi verið 40-50° frost. Vorum við að slá einhver Íslandsmet þessa helgi.

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Posted: 18.mar 2013, 21:37
frá -Hjalti-
Stebbi wrote:Afhverju eru menn að tala um að það hafi verið 40-50° frost. Vorum við að slá einhver Íslandsmet þessa helgi.


23 gráður inn í dauðum bílum , eflaust 40+ í vindkælingu ef þú vogaðir þér út fyrir bíl að vesenast.
Vindkælingin hefur reyndar engin áhrif á dauða hluti eins og bíla en skafrenningurinn var svakalegur og húdd voru að fyllast af snjó valdandi ýmsum vandræðum.

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Posted: 18.mar 2013, 22:41
frá Oskar K
Stebbi wrote:Afhverju eru menn að tala um að það hafi verið 40-50° frost. Vorum við að slá einhver Íslandsmet þessa helgi.


-22°c í 25-30m/s er rúm 40stig í frost, bílar hætta bara að virka í þessum aðstæðum, það frýs allt sem frosið getur

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Posted: 18.mar 2013, 22:51
frá Magni
Oskar K wrote:
Stebbi wrote:Afhverju eru menn að tala um að það hafi verið 40-50° frost. Vorum við að slá einhver Íslandsmet þessa helgi.


-22°c í 25-30m/s er rúm 40stig í frost, bílar hætta bara að virka í þessum aðstæðum, það frýs allt sem frosið getur


-22 gráður í 25-30m/s er samt -22 gráður á bílinn. En aftur á móti -40 á okkur :)

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Posted: 18.mar 2013, 22:59
frá Stebbi
Útreikningur á vindkælingu á bara við um lifandi kvikindi. En þið hafið verið með eindæmum óheppnir með kulda þetta kvöld, þetta er tæplega 20 gráðum meira frost en í Skaftafelli á sama tíma.

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Posted: 19.mar 2013, 00:52
frá hmm
Svona til að menn þekki til staðreynda þá var ekki um aðgerð á vegum björgunarsveita að ræða á jöklinum á laugardag. Það var hins vegar einn björgunarsveitarbíll sem var á svæðinu og fór uppeftir ásamt þrem bílum frá Hornafjarðardeild 4x4 og 6 bílum úr Túttugenginu sem var að skipuleggja þessa ferð. Síðan var snjótroðari frá ferðaþjónustuaðila á svæðinu fenginn til aðstoðar og ber 4x4 klúbburinn kostnað af því ef einhver verður.

Túttugengið hefur ekki verið með flugeldasölu til þessa en verður kannski næstu áramót :-)

Þegar að öllu var lokið og allir voru á leið niður mættum við einum snjóbíl frá Egilstöðum sem að kallað hafði verið eftir en hann var bara of seinn í partýið.

Síðan er einnig gott að bæta því við staðreyndirnar að veðrið var vissulega kolvitlaust og færið erfitt. Hins vegar komust langfelstir hjálparlaust og vandræðalítið niður og minn hópur keyrði þetta án vandræða. Einnig er rétt að halda því til haga að færið var ekki það slæmt að 49" bílarnir væru ekki að drífa - okkur gekk bara alveg ljomandi vel og héldum sama hraða og snjótroðarinn uppeftir en keyrðum svo fulla ferð niðrúr.

Þetta voru erfiðar aðstæður og var full ástæða að kalla eftir aðstoð fyrir þá sem voru i basli - hins vegar voru lika aðilar þarna sem gátu vel bjargað sér sjálfir og gerðu það að mestu.

En þetta var flottur túr og við í Túttugenginu renndum svo aftur upp á Jökul á sunnudeginum og kláruðum túrinn - Fórum svo frá Jökulheimum á mánudagsmorgni og tókum breiðbak, og yfir Myrdalsjökul heim...

Benni

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Posted: 19.mar 2013, 09:11
frá vignirbj
Vindkæling á líka við um hluti eins og heita dísel vél sem er að berjast við að vera í gangi

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Posted: 19.mar 2013, 18:45
frá kári þorleifss
og eru þá allir komnir heim?
Þessi mynd er síðan í gær þegar verið var að smala ofan af jökli (líka stolin af internetinu)
Image

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Posted: 19.mar 2013, 18:53
frá kjartanbj
það eru ennþá ca 13 bílar á jökli sem verða held ég sóttir á morgun niður af jöklinum

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Posted: 19.mar 2013, 19:25
frá Dreki
Þetta var góð ferð og mjög gaman

við í austurlandsdeildini vorum með einn 36" landcruiser sem að þurfti að vera í 10 pundum vegna lélegra kanta á felgum. En hann var nú hafður í spotta restina aftan í Hrollinum vegna þess að hann var svo oft að festa sig. En svo voru 4 aðrir á 38" sem að var svo gott sem ekkert vesen á þannig færið var nú ekki afleitt

en en og aftur sannar það sig að menn eru alltaf dómharðastir sem að er heima og lesa fréttamiðlana

Smári

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Posted: 19.mar 2013, 21:49
frá jongud
Dreki wrote:en en og aftur sannar það sig að menn eru alltaf dómharðastir sem að er heima og lesa fréttamiðlana

Smári


Mikið rétt,
en þar sem ég hef þá reynslu að fréttamenn skrifa oftast út um rassgatið á sér þegar fréttir af hálendinu eru annarsvegar þá beið ég alveg með alla dóma. Það er fyrst núna sem maður er að átta sig hvað gekk á.

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Posted: 19.mar 2013, 21:57
frá Pajero1
kári þorleifss wrote:og eru þá allir komnir heim?
Þessi mynd er síðan í gær þegar verið var að smala ofan af jökli (líka stolin af internetinu)
Image


Bíddu bíddu ekki er þetta Cummins Patrolinn þarna í spotta dauður ?? Hélt að það væri hinn fullkomni fjallamótor!

viewtopic.php?f=9&t=9527&p=92206&hilit=cummins#p92206

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Posted: 19.mar 2013, 22:04
frá Stebbi
Pajero1 wrote:Bíddu bíddu ekki er þetta Cummins Patrolinn þarna í spotta dauður ?? Hélt að það væri hinn fullkomni fjallamótor!


Það getur ekki verið, Cummins er ódrepandi vél sem hlær upp í opið geðið á náttúruöflunum. Pottþétt eitthvað annað en vélin sem er að, örugglega bara vír eða eitthvað band eða eitthvað.

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Posted: 19.mar 2013, 22:20
frá kjartanbj
Dreki wrote:Þetta var góð ferð og mjög gaman

við í austurlandsdeildini vorum með einn 36" landcruiser sem að þurfti að vera í 10 pundum vegna lélegra kanta á felgum. En hann var nú hafður í spotta restina aftan í Hrollinum vegna þess að hann var svo oft að festa sig. En svo voru 4 aðrir á 38" sem að var svo gott sem ekkert vesen á þannig færið var nú ekki afleitt

en en og aftur sannar það sig að menn eru alltaf dómharðastir sem að er heima og lesa fréttamiðlana

Smári


það var mjög mikill munur hvar menn voru að keyra hvernig færið var, það gat gengið mjög vel einhverja hundruð metra, en svo annarstaðar var þungt færi, bílar voru sumstaðar að setjast á kviðinn á meðan bílar 20metrum til hliðar voru ekki í neinum vandræðum
annars var það ekki færið sem var að fara með bílana, heldur frostið , mótorar hengu ekki í gangi , stýri voru að frjósa, miðstöðvar hættar að virka, inngjafar barkar að frjósa , húdd að fyllast af snjó.. allskonar vesen , rúðuþurrkurnar að frjósa fastar , rúður að innan héluðu jafnóðum og maður skóf þær

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Posted: 19.mar 2013, 22:44
frá Hfsd037
kjartanbj wrote:
Dreki wrote:Þetta var góð ferð og mjög gaman

við í austurlandsdeildini vorum með einn 36" landcruiser sem að þurfti að vera í 10 pundum vegna lélegra kanta á felgum. En hann var nú hafður í spotta restina aftan í Hrollinum vegna þess að hann var svo oft að festa sig. En svo voru 4 aðrir á 38" sem að var svo gott sem ekkert vesen á þannig færið var nú ekki afleitt

en en og aftur sannar það sig að menn eru alltaf dómharðastir sem að er heima og lesa fréttamiðlana

Smári


það var mjög mikill munur hvar menn voru að keyra hvernig færið var, það gat gengið mjög vel einhverja hundruð metra, en svo annarstaðar var þungt færi, bílar voru sumstaðar að setjast á kviðinn á meðan bílar 20metrum til hliðar voru ekki í neinum vandræðum
annars var það ekki færið sem var að fara með bílana, heldur frostið , mótorar hengu ekki í gangi , stýri voru að frjósa, miðstöðvar hættar að virka, inngjafar barkar að frjósa , húdd að fyllast af snjó.. allskonar vesen , rúðuþurrkurnar að frjósa fastar , rúður að innan héluðu jafnóðum og maður skóf þær



Hefurðu prufað að bóna rúðurnar að utan með alvöru bóni? Þegar ég bóna jeppann þá bóna ég allar rúður kastara hiklaust með, það er alveg merkilegt hvað bónið hrindir snjó frá sér í snjóbyljum..
En það er ekki alveg sama hvaða bón maður notar hef ég einnig tekið eftir

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Posted: 19.mar 2013, 23:37
frá kjartanbj
það skipti engu máli í þessu veðri, frostið var svo mikið, svo var ég að tala um að innanverðu, maður skóf þær að innanverðu og það hélaði á þeim jafnóðum, að utanverðu fraus jafnóðum á rúðunum og það snerti þær, rúðuþurkurnar hjá mér frusu fastar oftar en einu sinni

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Posted: 19.mar 2013, 23:43
frá Dreki
já það er rétt færið var misjafnt við fórum líka ekki jafn langt yfir jökull og aðrir fórum frá snæfelli og þaðan suður á skálafellsjökull
þannig við vorum komnir á hornafjörð um hálf sjö um kvöldið vorum þriðji hópur niður.
en það var vel kalt þegar þurfti að fara út að gera eitthvað þó það væri ekki nema bara setja spottan á milli

En þetta er góð ferð í reynslubankann sem að er aldrei hægt að fylla segi ég

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Posted: 20.mar 2013, 00:02
frá Dreki
en eitt en hafa menn trú á að þetta virki á fjöllum http://www.autoanything.com/driving-acc ... 0A0A0.aspx
en það var kannski of mikið frost um helgina

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Posted: 20.mar 2013, 08:54
frá jongud
Ég vildi líka spyrja að einu;
voru einhverjir með uppitaðar framrúður (með hitaþráðum) og hvernig voru þær þá að virka?

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Posted: 20.mar 2013, 13:40
frá AgnarBen
Gott ráð við svona aðstæður eins og voru þarna á jöklinum er að láta miðstöðina blása köldu á framrúðuna og kæla hana þannig niður en þá safnast ekki klaki og snjór utan á rúðuna, eina sem þarf að gera er að skafa hana að innanverðu öðru hvoru. Einnig er gott að vera með örlitla rifu á tveimur rúðum til að minnka móðumyndun.

Ég stillti t.a.m miðstöðina fljótlega á kalt á Skálafellsjökli og lét blása á rúðuna og keyrði hana þannig í amk tvo klukkutíma á meðan við vorum að koma okkur niður úr mesta kófinu. Klæddi mig bara í dúnúlpu, húfu og vettlinga á meðan. Þetta svínvirkar við svona aðstæður og maður sleppur alveg við að þurfa að nota rúðuþurrkur og að skafa að utan því allur snjór fýkur bara af rúðunni og festist ekki við hana !

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Posted: 20.mar 2013, 14:45
frá kjartanbj
Vorum með rifu hjá okkur, miðstöð blés bara köldu því mótorinn náði aldrei að halda hita

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Posted: 20.mar 2013, 15:52
frá Hjörturinn
Mikið afskaplega finnst mér menn vera miklar smásálir hérna sumir, þá sérstaklega eythor6, þú dæmir þig algerlega sjálfur með svona ummælum, að óska nokkrum manni að vera fastur uppá jökli í -20 stiga gaddi og brjáluðu veðri í bíl sem ekki gengur lengur er bara svo lákúrulegt að ég á ekki orð, þú ættir að skammast þín og hafa vit á að halda kjafti næst þegar þú vilt viðra svona heimsku. Sama á við um hina fávitana sem eru á sömu tíðni.

Þetta gerist fyrir bestu menn og er ég bara feginn að ekki fór verr, sem betur fer voru allir þarna frekar vel búnir, en búnaðurinn má sín lítils þegar náttúruöflin verða svona.

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Posted: 20.mar 2013, 19:09
frá Stebbi
Hjörturinn wrote:Mikið afskaplega finnst mér menn vera miklar smásálir hérna sumir, þá sérstaklega eythor6, þú dæmir þig algerlega sjálfur með svona ummælum, að óska nokkrum manni að vera fastur uppá jökli í -20 stiga gaddi og brjáluðu veðri í bíl sem ekki gengur lengur er bara svo lákúrulegt að ég á ekki orð, þú ættir að skammast þín og hafa vit á að halda kjafti næst þegar þú vilt viðra svona heimsku. Sama á við um hina fávitana sem eru á sömu tíðni.

Þetta gerist fyrir bestu menn og er ég bara feginn að ekki fór verr, sem betur fer voru allir þarna frekar vel búnir, en búnaðurinn má sín lítils þegar náttúruöflin verða svona.


eythor06 er bara geðveikt pirraður yfir því að hafa fest sig í sófanum um helgina og það þurfti að kalla á Hjálparsveit til að ná honum upp. Mest er hann fúll yfir því að hafa ekki fengið snjóbíl eins og hinir.

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Posted: 20.mar 2013, 19:42
frá jeepson
Pajero1 wrote:
kári þorleifss wrote:og eru þá allir komnir heim?
Þessi mynd er síðan í gær þegar verið var að smala ofan af jökli (líka stolin af internetinu)
Image


Bíddu bíddu ekki er þetta Cummins Patrolinn þarna í spotta dauður ?? Hélt að það væri hinn fullkomni fjallamótor!

viewtopic.php?f=9&t=9527&p=92206&hilit=cummins#p92206


Já hann er auðvitað fullkominn. En það þýðir lítið að bæta rafmagnsdælu við á olíulögnina sem er svo stífluð. Um leið og dælan var tekin burt rauka hanní gang og hjálpaði vel til að ná niður þeim 13 bílum sem eftir voru í dag. Mér skyldist að menn á höfn væru komnmeð cummins veiki eftir að fengið að prufa bílinn í ær og í dag.

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Posted: 20.mar 2013, 22:49
frá Raggi Magg
Hahaha Góður
hobo wrote:Það má svosem kalla það neyðartilfelli að missa af mat og víni á laugardagskvöldi.

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Posted: 22.mar 2013, 02:59
frá Oskar K
Magni81 wrote:
Oskar K wrote:
Stebbi wrote:Afhverju eru menn að tala um að það hafi verið 40-50° frost. Vorum við að slá einhver Íslandsmet þessa helgi.


-22°c í 25-30m/s er rúm 40stig í frost, bílar hætta bara að virka í þessum aðstæðum, það frýs allt sem frosið getur


-22 gráður í 25-30m/s er samt -22 gráður á bílinn. En aftur á móti -40 á okkur :)


það er bara kjaftæði, vindkæling hefur hellings áhrif á kælingu á bílum

þetta er eins og að segja að það skipti engu máli hvort það fer loft í gegnum vatnskassan hjá manni eða ekki afþví vindurinn kælir ekki dauða hluti, til hvers eru þá vatnskassaviftur ?


þar fyrir utan er aðal vandamálið við þessar aðstæður ekki frostið sjálft eða fjúkið, það er þegar snjórinn mætir heitum eða volgum hlutum á bíl (mótor, kassar, drif, rúður) þá fer hann að hlaðast upp og utaná allt, alla barka, slöngur, kælielement og fl.

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Posted: 22.mar 2013, 10:03
frá Rangur
Vindkæling sem slík á bara við um lifandi verur og flestar töflurnar sem til eru miða við feldleysingja eins og okkur sbr.

http://en.wikipedia.org/wiki/Wind_chill

og

http://www.vedur.is/vedur/frodleikur/greinar/nr/1799

Dauðir hlutir (eins og t.d. stál) sem eru heitari en loftið umhverfis kólna hins vegar hraðar í vindi (t.d vindi útbúnum af viftu) vegna þess að loftið umhverfis sem er búið að taka í sig eitthvað af hitanum er farið í burtu og nýtt kalt loft komið í staðinn. Þess vegna er sett vifta aftan (eða framan) við vatnskassa til að draga kalt loft að utan, gegnum vatnskassann og láta loftið taka í sig eitthvað af hitanum úr vatninu.

kv.

ÞÞ

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Posted: 22.mar 2013, 10:38
frá Eiður
það er einmitt vandamálið með vindkælingu, við náum ekki að hita loftið í kringum okkur en eðlisfræðin sér til þess að við reynum alltaf, alveg það sama með dauðanhlut á meðan hann er að reyna að halda í varma... eða hvað?

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Posted: 22.mar 2013, 15:40
frá Oskar K
Eiður wrote:það er einmitt vandamálið með vindkælingu, við náum ekki að hita loftið í kringum okkur en eðlisfræðin sér til þess að við reynum alltaf, alveg það sama með dauðanhlut á meðan hann er að reyna að halda í varma... eða hvað?


svoleiðis skil ég þetta allavega, það er alveg ljóst að 20 stiga frost í logni hefur ekki sömu áhrif á bíl og 20 stiga frost í 30m/s

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Posted: 22.mar 2013, 16:25
frá vignirbj
Vindkæling hefur mikil áhrif á dauða hluti svo lengi sem þeir eru heitari en lofthiti. Ef vél er í gangi í 20 stiga frosti og logni þá er allt í fína en ef það eru 30 m/s þá verður hitaorkutapið svo hratt og svo mikið að bruninn í vélinni er ekki nægur til að vinna upp það tap.

Hins vegar getur dauður hlutur aldrei kólnað meira en lofthiti segir til um sama hvaða vindhæð er.