Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Ef þú vilt leggja eitthvað leiðinlegt til málana er þetta staðurinn.

Ath: Þráðum hér inni getur verið eytt fyrirvaralaust. Ekki vera of leiðinleg/ur.

Höfundur þráðar
risinn
Innlegg: 195
Skráður: 22.des 2010, 21:09
Fullt nafn: Ragnar Páll Jónsson

Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá risinn » 17.mar 2013, 00:52

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/ ... ellsjokul/

Bara að minna ykkur á að það að vera ein bíla á fjöllum eða í stórum hóp, það kemur stundum upp alls kyns vesen. Þannig EKKI dæma einn eða fleiri. :-)

Kv. Ragnar Páll
Vona að Allir séu sáttir við lífið og tilverunna. :-)User avatar

eythor6
Innlegg: 128
Skráður: 15.feb 2011, 14:13
Fullt nafn: Eyþór Ingi Ólafsson

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá eythor6 » 17.mar 2013, 01:52

Ætli það hafi eitthverjir verið í þessari ferð sem voru að dæma sem mest herna um dagin þegar fólk festi sig uppá hálendi og björgunasveitin þurfti að mæta á staðin, mikið vona ég það


SævarM
Innlegg: 165
Skráður: 05.feb 2010, 16:19
Fullt nafn: Sævar Már Gunnarsson
Staðsetning: Sandgerði

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá SævarM » 17.mar 2013, 07:51

Þetta eru algerlega óviðeigandi comment, og sama hvað, maður á helst ekki að vera mikið einn á ferð og þetta fólk sem er þarna eru engir byrjendur þetta er að megninu til menn sem hafa mikla reynslu og lenda í óveðri eftir 2 daga í frábæru veðri, ekki á kafi í krapa eða á litlum bílum sem menn treysta ekki í smá skafl á skjaldbreið.
Jeep willys 64, Torfærubíll
TurboCrew Offroad Team

User avatar

eythor6
Innlegg: 128
Skráður: 15.feb 2011, 14:13
Fullt nafn: Eyþór Ingi Ólafsson

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá eythor6 » 17.mar 2013, 08:18

Það sem eg er að tala um er að maður á ekki að vera hneykslast á fólki sem er að festa sig uppá hálendi því það geta allir fest sig. Það skapaðist umræða um daginn þegar útlendingar eða eitthvað lið var í sjálfheldu uppá landmannalaugum eða álíka, það lið var skotið í kaf fyrir að vera óreynd á fjöllum, en núna í gær kom frétt með 50 velreyndum jeppamönnum sem þurftu hjálp.


Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá Ofsi » 17.mar 2013, 09:10

Það er töluverð lesningu um þetta á f4x4.is undir Stóra ferðin.

User avatar

jongud
Innlegg: 2164
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá jongud » 17.mar 2013, 09:56

http://www.visir.is/leitudu-an-arangurs-upp-a-vatnajokli-eftir-ad-hafa-sed-neydarblys/article/2013130319199
Samkvæmt þessu þá komust einhverjir sem sendu út hjálparbeiðni af sjálfsdáðum í skála á Grímsfjalli, en sveitirnar sem koma að austan voru að leita af sér allan grun eftir að neyðarblys sást á lofti.
Það er greinilegt að fréttastofur eru ekki með allt á hreinu varðandi þessa atburði þannig að ég ætla allavega ekki að lesa neina fréttamiðla um þetta mál fyrr en líða tekur á daginn.

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá Brjótur » 17.mar 2013, 17:53

Það er best að ausa ur ser einu sinni enn (að aliti annara) En i ljosi fretta undanfarið er eg orðin alveg steinhissa :) hvað er i gangi með jeppamenn i dag ? er þetta að verða inn ? að kalla a hjalparsveitir ?? fyrir nokkrum arum þa biðu menn einfaldlega af ser veðrin i bilunum hvar sem var a fjöllum, nema auðvitað að hætta steðjaði að, eða folk væri slasað. Eg held að
menn ættu aðeins að fara að huga að þessu atriði, þetta er farið að keyra ur hofi fram.

Vinaleg kveðja Helgi

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2464
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá hobo » 17.mar 2013, 17:58

Það má svosem kalla það neyðartilfelli að missa af mat og víni á laugardagskvöldi.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1130
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá Startarinn » 17.mar 2013, 18:23

Brjótur wrote:Það er best að ausa ur ser einu sinni enn (að aliti annara) En i ljosi fretta undanfarið er eg orðin alveg steinhissa :) hvað er i gangi með jeppamenn i dag ? er þetta að verða inn ? að kalla a hjalparsveitir ?? fyrir nokkrum arum þa biðu menn einfaldlega af ser veðrin i bilunum hvar sem var a fjöllum, nema auðvitað að hætta steðjaði að, eða folk væri slasað. Eg held að
menn ættu aðeins að fara að huga að þessu atriði, þetta er farið að keyra ur hofi fram.

Vinaleg kveðja Helgi


Mér finnst þessi gagnrýni hjá þér fyllilega eiga rétt á sér, ef menn geta ekki þraukað í einn dag eða meira í bílnum þá eru þeir ekki rétt útbúnir að mínu mati. Að því gefnu vissulega að enginn sé slasaður.

Þó björgunarsveitirnar vilji vissulega að það sé hringt einu sinni of oft frekar en einusinni of sjaldan þá finnst mér ekki rétt að kalla þær út vegna þess að maður verður fyrir "óþægindum"

Ég ætla þó að slá þann varnagla á ummælin hjá mér að fréttaflutningur sé réttur og að engin hætta hafi steðjað að
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Magni
Innlegg: 471
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Land Cruiser 80

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá Magni » 17.mar 2013, 18:54

Nú þekki ég ekki til aðstæðna þarna á jöklinum en þetta hef ég verið að velta fyrir mér. Voru ekki hátt í 80 jeppar í þessari ferð? eru flestir þessara jeppa ekki álíka öflugir og björgunasveitajepparnir ef ekki öflugri. Gátu þessir hópar bara ekki aðstoðað hvern annan eða voru þeir bara að flýta sér í matinn. Þessir 20 sem voru skildir eftir, voru þetta síðustu jepparnir af heildinni? voru ekki allir að fara þessa leið? gátu hópar sem komu á eftir ekki aðstoðað hvorn annan til þess að komast niður.. (bara mínar hugleiðingar :) )
- Toyota Land Cruiser 80 4.2 Disel 44" árg. 1994 -

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1118
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá Kiddi » 17.mar 2013, 19:35

Jú jepparnir eru margir hverjir jafn öflugir ef ekki öflugri en björgunarsveitarbílar en í gær var verið að kalla út og setja í viðbragðsstöðu snjóbíla sem eru auðvitað yfirburðatæki þegar í svona aðstæður er komið. Og eins og ég skil þetta þá voru aðstæður þannig að þeir áttu í nægum erfiðleikum með sjálfa sig, og maður þarf jú að geta bjargað sjálfum sér áður en maður getur hjálpað öðrum. Jepparnir eru fín alhliðatæki en hafa sín takmörk hvort sem þeir eru á 54" eða 31".

En það má spyrja sig hvort það hafi verið yfir höfuð þörf á því að kalla út aðstoð (hugsanlega hægt að hækka bara í miðstöðinni og bíða) en gott að passa sig á að fara ekki að alhæfa eitthvað um þetta.


beygla
Innlegg: 87
Skráður: 26.feb 2010, 17:50
Fullt nafn: sigurður egill stefansson

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá beygla » 17.mar 2013, 19:45

frábært hvað menn eru fljótir að dæma aðra :/

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá Hfsd037 » 17.mar 2013, 20:02

Ég gleymi því nú seint hvað menn voru latir við að hjálpa öðru fólki sem var í basli upp á sólheimajökli þegar gosið var
ég losaði par á hilux sem sat fastur í smá skafli, ekki mikið átak sem þurfti til að losa hann
en stelpan var 100 metra frá bílnum á pilsinu liggur við í dimmu og í hvössu veðri búin að vera að reyna að stoppa jeppa á miðjum jökli í ágætis tíma, ekki bara einn jeppa heldur nokkra jeppa, það stoppaði engin fyrir hana og ef það var einhver sem stoppaði þá var svarið bara nei

þannig að, það kemur mér bara ekkert á óvart að björgunarsveitin hafi verið kölluð út :)
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

Bokabill
Innlegg: 51
Skráður: 31.mar 2011, 11:02
Fullt nafn: Jóhannes Jensson

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá Bokabill » 17.mar 2013, 20:10

Skelfing greip víst um sig hjá þeim sem sátu fastir og var því sent út neyðarkall. Það var sagt í kvöldfréttum á Stöð 2.

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá Brjótur » 17.mar 2013, 20:12

Jæja ekki tokst að æsa menn nuna :) enda ekki ætlunin :) En aðeins að þessari ferð, þa var löngu ljost að hver hopur atti að vera sjalfum ser nogur, þ,e, að geta ser björg veitt ef i harðbakkann slær, og að fara i hopferð a þessar sloðir a þessum tima, Jaa menn geta sagt ser að þarna er allra veðra von. Og þeir sem fara i svona ferðir ve'ða bara að vera við þvi bunir að þurfa kanski að dusa i bilunum klukkutimum saman :) a meðan veðrirð gengur niður :)

Annað atriði nuna i sambandi við þetta og þennan frettaflutning , hugsið ykkur hvað þetta er mikkil hvalreki fyrir þa aðila sem eru a moti þessum ferðalögum okkar og ferðamata um halendi Islands !!

kveðja Helgi

P.s. Skelfing greip um sig ??? helt þetta folk að það væri a Laugaveginum ??

User avatar

SHM
Innlegg: 61
Skráður: 02.feb 2010, 00:06
Fullt nafn: Sigurbjörn H. Magnússon
Staðsetning: Kópavogur
Hafa samband:

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá SHM » 17.mar 2013, 21:39

Í gær og í dag fór ég einbíla á fjöll, í bæði skiptin inn að Skjaldbreið og Tjaldafelli og áfram austur eftir línuveginum. Í gær fór ég að norðanverðu þ.e. línuveginn frá Kaldadal. Það var mjög snjólétt alla leið að Skjaldbreið, en þaðan og að Mosaskarði var þokkalegur snjór og hart færi. Fór inn að Kjalvegi og þaðan til byggða.
Í dag fór ég upp hjá Bragabót og ég hef oft séð meiri snjó á svæðinu þaðan og inn að Skjaldbreið. Ég þurfti að keyra í talsverðum hlykkjum til þess að vera alltaf á snjó. Í ljósi þess að ég var einbíla lét ég fjallið eiga sig báða dagana og í dag beygði ég svo af línuveginum og fór niður Haukadalsheiði áleiðis að Geysi.
Talsvert frost var báða dagana , -10 við Tjaldafell og því engin hætta á krapa, bara bongóblíða, en ég ætla samt alls ekki að mæla með því að menn séu að fara einbíla á fjöll að vetri til. Maður veit aldrei hvenær eitthvað fer úrskeiðis og þá er betra að hafa fleiri með í för.

IMG_3604.jpg
Patrol 2002 38"


Höfundur þráðar
risinn
Innlegg: 195
Skráður: 22.des 2010, 21:09
Fullt nafn: Ragnar Páll Jónsson

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá risinn » 17.mar 2013, 21:42

Jæja ég startaði þessum þráð bara vegna þess að fólk er svakalega fljót að mynda skoðannir heima í sófa um það hvernig aðstæður, hvað má fara betur, og hvernig á að gera hlutina þegar vesenið kemur. Það að vera á staðnum eða vera heima í sófanum er EKKI sami staðurinn. Ég var í Grímsvötnum mánudag - miðvikudags og átti að vera til fimmtudags, en ákvað að fara niður á miðvikudag út af veður spá. Fór upp á jökul frá Jökulheimum og aftur til baka þangað, færið og veður var mjög gott á leiðinni uppúr og alveg þokkalegt á bakaleið.
Við vorum á 46" Patrol 46" Liner 54" Ford pickup og öllum gekk bara mjög vel.

Vona að öllum gangi vel til byggða.
Það var ekki meiningin hjá mér að starta einhverju leiðindum bara að minna fólk á það að vera heima eða á fjöllum er ekki sami staðurinn og í flest öllum skiptum langt þar á milli.

Með kv. Ragnar Páll.

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá AgnarBen » 17.mar 2013, 21:49

Alltaf gaman að því þegar spekingar spjalla úr sófanum :) Þið eigið að vita að það er ekkert að marka fréttaflutning frá svona atburðum, bara tóm þvæla ......

Hér var um tæplega 100 bíla hópferð að ræða með fullt af sjálfstæðum einingum sem báru ábyrgð á sjálfum sér og gekk það vel (illa) hjá flestum hópunum að koma sér niður af jökli í mjög erfiðu færi og kolvitlausu veðri. Af þessum 100 bílum voru 15-20 sem lentu í bilunum, gangtruflunum eða öðrum vandræðum og var það mat manna að þeir bílar kæmust ekki niður af jöklinum af sjálfsdáðum og fólkið ekki með sínum hópi (og ekki var veðurspáin neitt að skána). Að sjálfsögðu var farið í að aðstoða þetta fólk (enda um hópferð að ræða) og þegar það gekk ekki að gera það með þeim tækjum sem voru til staðar (49" trukkarnir gátu ekki einu sinni farið úr förunum þegar þeir fóru upp aftur) þá var bara kallað í vini okkar í björgunarsveitinni að græja snjóbíla til að ná í fólkið enda einu tækin sem voru hæf í verkefnið. Björgunarsveitamenn frá Hornafirði voru NB á staðnum við jökulröndina til að leiðbeina mönnum niður.

Hélduð þið virkilega að skipuleggjendur og Hornfirðingar myndu bara fara í partý á Höfn og skilja restina af félögunum í þessari hópferð eftir 10 km upp á jökli húkandi í bílunum sínum í sólarhring án þess að aðstoða þá niður ! Mynduð þið gera það ?

Hættið svo þessu tuði og farið í skúrinn að skrúfa eða á fjöll :-)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


SævarM
Innlegg: 165
Skráður: 05.feb 2010, 16:19
Fullt nafn: Sævar Már Gunnarsson
Staðsetning: Sandgerði

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá SævarM » 17.mar 2013, 21:58

Það vantar like takkann á commentið hjá agnari
Jeep willys 64, Torfærubíll
TurboCrew Offroad Team


Fordinn
Innlegg: 374
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá Fordinn » 17.mar 2013, 22:20

Þad er ekkert að því að ferðast einn á fjöllum, að því gefnu að fólk hafi reynslu, þekkingu og búnað til. Ég hef þvælst um á bíl og fjórhjóli og aldrei þurft að láta sækja mig ( 7 9 13 )

Þegar madur þvælist einn eða einbíla þá verður madur að vera búin undir það að bjarga sér sjálfur, og það mikilvægasta að hugsa áður enn madur framkvæmir, ekki taka sénsa og snúa frekar við eða annað þegar við á.

Það á enginn að þurfa að kalla á bjorgunarsveit þótt það komi vont veður, maður er einfaldlega buin til þess að bíða það af sér, og að geta LÁTIÐ VITA hvar madur er og að allt sé í lagi.


Enn i tilvikum sem þessum er vel réttlætanlegt að fá aðstoð björgunarsveitar þar sem um marga einstaklinga er að ræða og misbúna sjálfsagt.

Allir komu heilir heim svo það er það sem skiptir mestu =)


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá kjartanbj » 18.mar 2013, 00:53

Ég var ekki í vandræðum og ekki fastur en bílar í mínum hóp voru í bílunum og að lenda í að festa sig, þá tók við stundum 30minutna bið og í -20 gráðum og vindkælingu þá var allt mjög fljótt að kólna niður, kóarinn hjá mér var orðinn vel kaldur, þá var komið þykkt lag innan á rúðurnar hjá mér af héli, held að menn í bænum átti sig ekki alveg á aðstæðum sem voru þarna nóg að einn til 2 bílar í hverjum hóp voru í veseni þá stoppuðu Allir og menn voru ekkert að yfirgefa hina, einnig var einn í mínum hóp orðinn alvarlega veikur og ældi eins og múkki, menn vilja bara kalla á hjálp áður en það er of seint

Annars er ég undir eyjafjöllum núna á leið í bæinn eftir að hafa gert við kruserinn þegar það brotnuðu hjá mér felgu boltar á leið niður jökulinn, komst niður af honum sem betur fer, erum hérna þeir bílar sem eru í lagi úr hópnum, 2 bílar en á jökli
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá kjartanbj » 18.mar 2013, 01:01

Við fengum leiðsögn niður af jöklinum af heimamönnum þarna sem keyrðu á undan okkur, björgunarsveitir voru að aðstoða aðra hópa á snjó bílum, verðið líka að átta ykkur á að það voru börn í bílum þarna sem voru orðnir kaldir og bilaðir, ekkert að ástæðulausu Verið að kalla út björgunarsveitir
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


Oskar K
Innlegg: 354
Skráður: 28.jún 2011, 00:28
Fullt nafn: Óskar Kristófer Leifsson

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá Oskar K » 18.mar 2013, 03:17

hobo wrote:Það má svosem kalla það neyðartilfelli að missa af mat og víni á laugardagskvöldi.


skal alveg lofa þér því að þegar við vorum hættir að hafa undan að skafa rúður að innan og utan, með olíugjöf, húddbarka, stýri og fleira frosið, ég orðinn blár á fótum vegna miðstöðvarleysis og ekki búnir a sjá frammfyrir húddið á bílnum í fleiri fleiri klukkustundir þá var mér orðið nokkuð sama um kvöldmatinn.

það er svosum hægt að keyra í litlu sem engu skyggni og þungu færi, en bílar þola mjög illa 40 gráðu frost í lengri tíma, með rosalegum skafrenningi

en það er gott að sófariddararnir hérna skemmta sér við fréttalestur
1992 MMC Pajero SWB

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá -Hjalti- » 18.mar 2013, 03:39

Þetta er veðrið sem var spáð fyrir ALLAN Laugardaginn , og var fyrri part dags.

Image

En þetta er veðrið sem skall á seinnipartinn.

Image

Allflestir hópar komu sér niður að sjálfstáðum, þar á meðal við. Hins vegar voru bílar ofar á jökli sem ekki hléldust í gangi með börn og veikt fólk innanborðs orðið mjög kalt og enga bíla í að venda , 38 m á sek og veðurstöðin sýndi vindkælingu upp á um 50°- .
Það voru engir björgunarsveitajeppar að bjarga neinum þarna enda ekki fært fyrir jeppa að aka upp jökulinn.

Einu farartækin sem gátu aðstoðað þetta fólk voru 2 snjóbílar , þeir voru á svæðinu og því ekki að nota tækin ?

Það að bera þetta saman við það að keyra einbíla inn í Laugar í Afleitri rigningarspá er bara kjánalegt.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


s.f
Innlegg: 308
Skráður: 08.feb 2010, 20:50
Fullt nafn: steinþór friðriksson

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá s.f » 18.mar 2013, 07:56

Þarna voru vanir jeppamenn, og eins og Hjalti segir þá voru börn og fólk sem var orðið veikt. Ef þetta fólk hefur talið sig þurfa aðstoð þá er ekkert af því að kalla eftir henni, það tekur engin ósskemndur maður séns með börn í svona aðstöðu, þó það séu nokkrir hér sem telji sig geta verið sólahringum saman í aftakaveðri og -100 c og þá helst á brókinni upp á jökli. Þá eru nú flestir hér ekki svo miklir naglar!!

User avatar

jongud
Innlegg: 2164
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá jongud » 18.mar 2013, 08:48

SævarM wrote:Það vantar like takkann á commentið hjá agnari

Sammála;
Like!
Og þar sem maður er nú búinn að fá fréttir frá fólki sem var á staðnum er greinilegt að það hefur verið nauðsynlegt að kalla eftir aðstoð.
Einnig má hrósa Björgunarfélagi Hornafjarðar og/eða skipuleggjendum ferðarinnar fyrir að hafa séð til þess að snjóbílarnir voru við jökulröndina.

User avatar

jongud
Innlegg: 2164
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá jongud » 18.mar 2013, 09:08

-Hjalti- wrote:Þetta er veðrið sem var spáð fyrir ALLAN Laugardaginn , og var fyrri part dags.
En þetta er veðrið sem skall á seinnipartinn...


Þá vil ég spyrja, hvað klikkaði í sambandi við veðurspána?

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2464
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá hobo » 18.mar 2013, 09:12

Oskar K wrote:
hobo wrote:Það má svosem kalla það neyðartilfelli að missa af mat og víni á laugardagskvöldi.


skal alveg lofa þér því að þegar við vorum hættir að hafa undan að skafa rúður að innan og utan, með olíugjöf, húddbarka, stýri og fleira frosið, ég orðinn blár á fótum vegna miðstöðvarleysis og ekki búnir a sjá frammfyrir húddið á bílnum í fleiri fleiri klukkustundir þá var mér orðið nokkuð sama um kvöldmatinn.

það er svosum hægt að keyra í litlu sem engu skyggni og þungu færi, en bílar þola mjög illa 40 gráðu frost í lengri tíma, með rosalegum skafrenningi

en það er gott að sófariddararnir hérna skemmta sér við fréttalestur


Það er rétt, maður var nú bara að spauga ;)

Manni dettur auðvitað ekki í hug að gera lítið úr aðstæðum þegar maður var ekki á staðnum.


dabbigj
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 17:22
Fullt nafn: Davíð Geir Jónasson

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá dabbigj » 18.mar 2013, 09:39

Skil ekki hvaða væl þetta er í fólki, þetta er hópur af reyndustu jeppamönnum landsins, mjög margir þeirra eru líka í björgunarsveitum og þeir lenda í aftakaveðri sem að ekki var búist við og það er augljóst að menn leggjast vel yfir veðurspár þegar þeir skipuleggja 100 bíla ferð.
Það er ekki að ástæðulausu, vegna reynsluleysis eða vanbúna bíla sem verið er að kalla út björgunarsveitinar á svæðinu og ágætt að menn sýni því skilning.
Bara gott að það hafi ekki orðið nein slys á mönnum og að allir hafi komist heilir niður jökulinn.


Einfari
Innlegg: 26
Skráður: 15.apr 2010, 08:56
Fullt nafn: Einar Stefánsson

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá Einfari » 18.mar 2013, 10:13

Ég skil ekki alveg hvað risinn er að fara með því að hefja þennan póst hér. Ekki sýst þegar hann fer að afsaka sig með seinni pósti sínum, og klikkja út með því að segja "Það var ekki meiningin hjá mér að starta einhverju leiðindum" sem mér finnst hann einmitt hafa verið að gera. Og skv. hans skrifum er hann mikill ferðamaður og fer víða og ætti því að vita eins og svo margir aðrir sem vinna við það í hverri viku að þvælast um hálendið ýmist á jeppum, sleðum eða snjóbílum, að menn þurfa að gera ráð fyrir að veður geti breyst með skömmum fyrirvara. Yfirleitt er þetta fólk búið að kanna veðurspár vel áður en lagt er af stað því að ekki er maður að heyra að því að það sé að lenda í vandræðum.

Þá er gott að menn sýni fyrirhyggju og brjóti odd á oflæti sínu og biðji um hjálp áður en í óefni er komið

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá Tómas Þröstur » 18.mar 2013, 10:43

Fyrstu fréttir sem ég heyrði væri að það gengi illa á jöklinum vegna sprungna - snjóleysi á jökli hefur þá ekki verið málið heldur vont veður ? Er að spá í skíðaferð á Esjufjöll eða Goðheimaskála einhvern tíman fyrir sumar - er ekki bara normal snjóalög ?


elli rmr
Innlegg: 220
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá elli rmr » 18.mar 2013, 10:53

það er ekki hægt að bera þessa tvo túra saman eins og Ragnar gerir í upphafi

Annarsvegar ferð inní Landmannalaugar með ferðamenn sem maður þekkir ekki og veit ekki hvernig bregðast við óvæntum aðstæðum einbíla í grenjandi rigningu og asahláku og menn að forða sér FRÁ Landmannalaugum

Og hinvegar Skipulagða ferð með fullt af bílum og mannskap sem lendir í ofsaveðri sem ekki var spáð

jú allir geta lent í festum bilunum og eða veikindum en munurinn á þér Ragnar og þeim sem voru í skipulagðri ferð er sá að þeir gátu reynt að bjarga sér og voru ekki með afleidda veðurspá í kortonum en þú hafðir bara 112 með þér og það er ekki gáfulegt þegar menn fara á fjöll einbíla með´ferðamenn sem þú þekkir ekki í asahláku rigningu og bullandi hita sem er allt merki þess að uppá fjöllum er ktapi stórfljót og aðstæður sem erfitt er að ráða við einn tala nú ekki umm þegar menn koma með afsakanir umm að hafa sett í vitlausan gír og lenda útí miðju fljóti.

í lokin skal taka fram að ég er eingin eingill í þessum málum og hef brotið flestað þær ferðareglur sem menn fara eftir en flestar þeirra braut ég í upphafi ferðamensku minnar er ég vissi ekki betur. Þetta er mín skoðun Ragnar og þarf ekki að endurspeigla skoðun aðra meðlima Jeppaspjalls og kem ég ekki til með að vera munnhöggvast við þig hérna því það er ekkert sem þú getur sagt um þessa ferð þína sem kemur til með að breyta minni skoðun þó svo að ég hafi verið í hvorugri ferðini

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá -Hjalti- » 18.mar 2013, 13:02

jongud wrote:
-Hjalti- wrote:Þetta er veðrið sem var spáð fyrir ALLAN Laugardaginn , og var fyrri part dags.
En þetta er veðrið sem skall á seinnipartinn...


Þá vil ég spyrja, hvað klikkaði í sambandi við veðurspána?


Það er stóra spurningin. Það var lítið í þessari spá sem benti á þetta veður , þá að sjálfsögðu geti skollið á stormur á jöklum fyrirvaralaust.

Image
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá kjartanbj » 18.mar 2013, 13:30

Maður sárvorkennir bara þeim sem eiga bíla þarna uppfrá sem voru skildir eftir, ég var mjög heppinn að koma mínum niður "heilum"
verð bara segja að hann stóð sig ótrúlega vel miðað við að vera með felgubolta að brotna undan einn af öðrum, svo voru dempararnir farnir að týna tölunni(verða óvirkir) , endaði með að ég skildi bílinn eftir út í kannti niðri á þjóðvegi eitt þegar ég átti 3 felgubolta eftir og fékk far með björgunarsveitabíl sem var á leið á höfn þarna framhjá , síðan í gær fór ég að finna út hvaða felguboltar væru undir honum þar sem það var búið að skipta um á þessu horni bara en á eftir að setja sterkari bolta á hin, brotnaði undan hjól hjá þarsíðasta eiganda, ég náði sambandi við hann og fékk að vita að það væru 100krúser boltar , neyðarþjónusta Toyota útvegaði mér bolta í gær og vinur minn ók með þá til mín og við gerðum við þetta og vorum að koma í bæin um 3 í nótt

þetta er án efa sú allra erfiðasta ferð sem ég hef lent í, ekki gott að sitja í bílnum að bíða á meðan það var verið að redda öðrum bílum í hópnum af stað eftir festur eða smá bilanir í þessu rosalega frosti sem var þarna og skafrenningi, bíllinn hélt sér ekki heitur svona stopp og það skóf endalaust inn í húddið á honum, olíugjöfin var farin að frjósa hjá mér og allir mótorpúðar orðnir grjótharðir og bíllinn skalf og nötraði og alveg óvíst hvort hann myndi haldast í gangi ef ég hefði þurft að vera þarna marga tíma í viðbót, olíu staða hjá mér var líka orðin 1/4 tankur, hópurinn minn þurfti að fara alla leið í Dreka þannig við fórum með mjög mikið af olíu í ferðinni

Aðrir voru ekki jafn heppnir og bílarnir þeirra annaðhvort drápust alveg, eða miðstöðvar hættu hreinlega að virka

einnig er alveg rosaleg lækkun þarna á stuttum kafla og menn voru sífellt komnir í of lítið loft og hættu bara drífa með dekkin á felgunni nánast , ég var sífellt að hækka hjá mér úr 1-2psi upp í 3-3.5psi

Vonandi gengur Hornafjarðadeildinni vel að sækja bílana niður af jöklinum þegar þeir komast í það, mér myndi ekki líða mjög vel vitandi af jeppanum mínum þarna uppfrá sem stendur í einhverjum milljónum , flestir jeppaeigendur sem urðu að skilja eftir bílana sína skilst mér að hafi reddað sér í bæin eða tekið bílaleigubíla suður og þurfa gera sér ferð austur að sækja bílana sína


En mér finnst persónulega ekki hafa verið neitt röng ákvörðun þarna að kalla út björgunarsveitir miðað við fjölda manna þarna uppfrá í mismunandi aðstæðum , sumir með börn í bílnum sem voru hættir að ganga og kuldi farinn að segja mjög til sín

54" bílar voru í veseni þarna...


en ætla ekki að hafa þessa langloku neitt lengri
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


Guðninn
Innlegg: 41
Skráður: 01.nóv 2012, 13:48
Fullt nafn: Guðni F Pétursson
Staðsetning: Kópavogur

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá Guðninn » 18.mar 2013, 14:15

Við vorum þarna á ferð saman Rottugengið og Jeppakarlar, og þessum sögum er ekkert ofaukið við vorum bara mjög heppnir að bílarnir hjá okkur héngu í nokkuð góðu ástandi og héldust allir í gangi.

en Þetta var orðið hrikalega þungt og skyggnið var í raun ekkert, við komumst örlítið áfram þegar við á 49" Ram ruddum leiðina og 44" Tacoma fylgdi á eftir og svo 38" bílarnir þar á eftir, en festust svo mjög reglulega,

strollan okkar fór í raun ekkert að komast almennilega áfram fyrr en við fórum í förin eftir troðarann (sem reyndar fylltust jafnóðum vegna gríðarlegs skafrennings) þá var komin temmilega þjappaður snjór undir 38" bílana svo þeir kæmust áfram án þess að festa sig mjög reglulega.

En ástandið hefði getað orðið mjög slæmt sérstaklega þegar fleiri og fleiri tilkynntu í talstöð að bílarnir hjá þeim væru að drepa á sér og mönnum væri að kólna, Vonandi gengur mönnum vel að endurheimta bílana sína af jökli í vikunni.
Síðast breytt af Guðninn þann 18.mar 2013, 14:53, breytt 1 sinni samtals.


ivar
Innlegg: 686
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá ivar » 18.mar 2013, 14:40

elli rmr wrote:það er ekki hægt að bera þessa tvo túra saman eins og Ragnar gerir í upphafi

Annarsvegar ferð inní Landmannalaugar með ferðamenn sem maður þekkir ekki og veit ekki hvernig bregðast við óvæntum aðstæðum einbíla í grenjandi rigningu og asahláku og menn að forða sér FRÁ Landmannalaugum

Og hinvegar Skipulagða ferð með fullt af bílum og mannskap sem lendir í ofsaveðri sem ekki var spáð

jú allir geta lent í festum bilunum og eða veikindum en munurinn á þér Ragnar og þeim sem voru í skipulagðri ferð er sá að þeir gátu reynt að bjarga sér og voru ekki með afleidda veðurspá í kortonum en þú hafðir bara 112 með þér og það er ekki gáfulegt þegar menn fara á fjöll einbíla með´ferðamenn sem þú þekkir ekki í asahláku rigningu og bullandi hita sem er allt merki þess að uppá fjöllum er ktapi stórfljót og aðstæður sem erfitt er að ráða við einn tala nú ekki umm þegar menn koma með afsakanir umm að hafa sett í vitlausan gír og lenda útí miðju fljóti.

í lokin skal taka fram að ég er eingin eingill í þessum málum og hef brotið flestað þær ferðareglur sem menn fara eftir en flestar þeirra braut ég í upphafi ferðamensku minnar er ég vissi ekki betur. Þetta er mín skoðun Ragnar og þarf ekki að endurspeigla skoðun aðra meðlima Jeppaspjalls og kem ég ekki til með að vera munnhöggvast við þig hérna því það er ekkert sem þú getur sagt um þessa ferð þína sem kemur til með að breyta minni skoðun þó svo að ég hafi verið í hvorugri ferðini


Sammála þessu að mestu leiti.
Færið og veðurspá fyrir jökul um helgina benti til að þarna væri frábært að vera auk þess sem mikill eðlismunur er á ferðahópum.
Einnig væri fróðlegt að vita heildarframlag þessara 100 einstaklinga til björgunarsveita hafa verið í gegnum tíðina á móti heildarframlagi 4 ferðamanna og Ragnars :) Gleymum ekki að þetta eru sveitir reknar í sjálfboðastarfi fyrir styrktarfé almennings.

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá Hfsd037 » 18.mar 2013, 14:53

Magnaðar sögur, þetta hefur verið rosalegt ævintýri! Maður getur alveg ýmindað sér hvernig disel bílarnir hafa verið byrjaðir að haga sér í svona miklu frosti..

Ég stoppaði í 20 min við Goðastein í gær á meðan ég át samloku og fann að jeppinn var byrjaður að ganga truntulega, þó það hafi verið ný sía og sterkur ísvari látin í tankinn daginn áður
þar var samt ekki nema 15-17 -frost samkvæmt mælinum

Maður getur rétt svo ýmindað sér hvernig þetta var hjá ykkur
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá kjartanbj » 18.mar 2013, 15:28

bíllinn minn gekk fínt, en náði bara aldrei að halda sér heitum þar sem við vorum svo mikið stopp að bíða
menn voru þarna með snorkel sem voru að draga inn á sig snjóin og svona og lenda í veseni útaf því, skipti þá litlu hvort þeir væru með einhverjar hlífar yfir þeim það þurfti að hreinsa úr þeim þá reglulega , bíllinn hjá Frikka gekk mikið á innsoginu útaf hversu kalt var þarna
allskonar svona hlutir í gangi
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá lecter » 18.mar 2013, 15:41

,,,,,,,,,,
Síðast breytt af lecter þann 18.mar 2013, 23:51, breytt 1 sinni samtals.


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Gerið þið lítið úr því að vera ein bíla á fjöllum.

Postfrá lecter » 18.mar 2013, 15:59

,,,,,,,,,,,,
Síðast breytt af lecter þann 18.mar 2013, 23:52, breytt 1 sinni samtals.


Til baka á “Barnaland”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur