Óskar sendi auglýsingu um kastaragrind inn á Facebook
Það var eins og að henda blóðugu kjötstykki út í hákarlapoll!
Beinlínis bitist um þetta.
Greinilega töluvert líf í jeppamennskunni á klakanum.
Eins og kjötstykki í...
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Eins og kjötstykki í...
Ég verð að segja að þetta kom mér nokkuð á óvart. Snemma í morgun áður en ég fór með krakkana á leikskólan henti ég inn auglýsingu a þremur hlutum. Brettakanntar, spilbiti og grillgrind, allt fyrir Hilux. Fyrsta símtal kom kl 8 í morgun og voru brettakanntarnir seldir a 33 mín. Restin af deginum var eins og ég hafi auglýst Playstation 5 til sölu og var farið að yfirbjóða hluti.... í lok dags var allt farið og selt.
Ég fagna því ef það er að lifna yfir jeppamennsku og ég vona fólk láti sja sig hérna inni líka svo við deyjum ekki út :)
Ég fagna því ef það er að lifna yfir jeppamennsku og ég vona fólk láti sja sig hérna inni líka svo við deyjum ekki út :)
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1397
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Eins og kjötstykki í...
Það er náttúrulega fínasti krókur að setja alvöru auglýsinguna hér og svo hlekk hingað á Facebook :-)
Kv, markaðsdeildin
Kv, markaðsdeildin
Land Rover Defender 130 38"
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur