HELV! rapparar

Ef þú vilt leggja eitthvað leiðinlegt til málana er þetta staðurinn.

Ath: Þráðum hér inni getur verið eytt fyrirvaralaust. Ekki vera of leiðinleg/ur.
User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2388
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

HELV! rapparar

Postfrá jongud » 20.jún 2020, 18:43

Hvaða íslenska rapparafífl lætur tónlistina á bak við kjaftæðið í sér hljóma eins og slaka viftureim?
Ég komst í reglulega vont skap en fattaði að þetta var tónlistin þegar ég stoppaði á ljósum.
petrolhead
Innlegg: 332
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: HELV! rapparar

Postfrá petrolhead » 21.jún 2020, 04:21

HAHAHA, hvar er "like" takkinn.
Ég hata þennan andskota líka....afsakið orðbragðið.
Dodge Ram 1500/2500-??"

User avatar

íbbi
Innlegg: 1382
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: HELV! rapparar

Postfrá íbbi » 21.jún 2020, 17:28

það getur verið puð að vera miðaldra :)
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1847
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: HELV! rapparar

Postfrá Sævar Örn » 23.jún 2020, 21:41

Ég ók nýverið og hlustaði á Ríkisútvarps rás 2 líkt og ég er vanur, en þar var einhver skopparasleikjan að spila íslenska nýmóðins tónlist, og þótti mikið til koma.

Ekki var ég í öllu sammála því, og enn síður eftir að lagið hljómaði, þá var mjög daufur undirtónn sem var sírena alveg nákvæmlega eins og neyðurakstursbílar á íslandi nota, eðlilega brást ég við og leit í alla spegla og skildi lítið í þessu allt þar til ég lækkaði í útvarpinu og fattaði að sírenuvælið kom þaðan! Síðan hef ég varla þorað að kveikja á útvarpinu já svei'attan!
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1369
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: HELV! rapparar

Postfrá Járni » 24.jún 2020, 00:09

Sævar Örn wrote:Ég ók nýverið og hlustaði á Ríkisútvarps rás 2 líkt og ég er vanur, en þar var einhver skopparasleikjan að spila íslenska nýmóðins tónlist, og þótti mikið til koma.

Ekki var ég í öllu sammála því, og enn síður eftir að lagið hljómaði, þá var mjög daufur undirtónn sem var sírena alveg nákvæmlega eins og neyðurakstursbílar á íslandi nota, eðlilega brást ég við og leit í alla spegla og skildi lítið í þessu allt þar til ég lækkaði í útvarpinu og fattaði að sírenuvælið kom þaðan! Síðan hef ég varla þorað að kveikja á útvarpinu já svei'attan!


Kannast við lagið, alveg ferlegt að hafa þetta þarna. Vantar bara nokkra símhringitóna til að toppa þetta.

Kv, einn rúmlega miðaldra í anda
Land Rover Defender 130 38"


Til baka á “Barnaland”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur