Síða 1 af 1

Last, bón og þvottastöðin

Posted: 27.maí 2020, 17:02
frá jongud
Skrapp með jeppann í bón (bon.is) Grjóthálsi 10. Greinilegt að maður fær ekki mikið fyrir 5000-kall. Eini staðurinn sem var tjöruhreinn á eftir var framrúðan.
Bónið sem er sullað á er heldur ekki að gera sig. Vatnið er ekki að perla af bílnum núna í rigningunni innan við viku eftir að ég var þarna. Hliðarnar á bílnum eru enn með tjörupunkta undir þessari bónhúð, ef svo má kalla það.

Re: Last, bón og þvottastöðin

Posted: 27.maí 2020, 21:38
frá Járni
Já, þetta er ekki fullkomið en mér finnst þetta þó skömminni skárra en alsjálfvirku og snertilausu stöðvarnar þar sem bíllinn kemur yfirleitt út rákir eftir sprauturnar og fullt af skít. Erfitt að ná viðbjóðslegum bíl í toppstand á örfáum mínútum, þessir tjörupunktar eru margir hverjir agalega fastir á.

Re: Last, bón og þvottastöðin

Posted: 28.maí 2020, 08:15
frá jongud
Járni wrote:Já, þetta er ekki fullkomið en mér finnst þetta þó skömminni skárra en alsjálfvirku og snertilausu stöðvarnar þar sem bíllinn kemur yfirleitt út rákir eftir sprauturnar og fullt af skít. Erfitt að ná viðbjóðslegum bíl í toppstand á örfáum mínútum, þessir tjörupunktar eru margir hverjir agalega fastir á.


Það er spurning hvort þessar bónstöðvar séu bara fyrir þá sem fara mánaðarlega með bílinn í þvott og bón. Sjálfur ek ég ekki það mikið að einn svakalegur tjöruþvottur að vori hefur dugað ásamt ruddasterku bóni, og svo kannski smá yfirferð að hausti.