Síða 1 af 1

Loftdælur á bensínstöðvum

Posted: 16.des 2019, 10:50
frá jongud
Aftur verð ég að lasta bensínstöðvarnar.
Fór með frúarbílinn og bætti á bensíni (og ísvara) í skitnu 6 stiga frosti og ætlaði að tékka á loftþrýstingi dekkjunum.
Á orkustöðinni var miði sem stóð á "bilað frosið". Ég bjóst nú ekki við miklu af þeim eftir mína reynslu af bílaryksugunum þeirra.
Þannig að ég renndi aðeins lengra á Olís-stöðina við Gullinbrú. En þar var sama sagan, miði sem stóð á "bilað frosið".
Ég veit ekki hvaða kínadrasl þeir eru að setja upp á stöðvunum sínum, en þar sem loftþrýstingur í dekkjum er töluvert krítískur á veturna í hálku þá hefði ég haldið að það væri lágmark að draslið hjá þeim virkaði í frosti!

Re: Loftdælur á bensínstöðvum

Posted: 16.des 2019, 14:32
frá svarti sambo
Þetta vandamál væri úr sögunni, ef þeir myndu tíma að setja þurrkara á loftið frá pressunni og sjálfvirka aftöppun á kútinn.

Re: Loftdælur á bensínstöðvum

Posted: 16.des 2019, 16:42
frá íbbi
þegar ég bjó í bænum var þetta elíft vandamál..

Re: Loftdælur á bensínstöðvum

Posted: 16.des 2019, 17:29
frá Sævar Örn
Dælan hjá N1 bíldshöfða virkar alltaf (mín reynsla)
og dælan hjá N1 reykjavíkurvegi hafnarfirði


þetta eru dælur sem eru tengdar inn á loftkerfi hjólbarðaverkstæðanna og eru tilfinnanlega öflugri en á bensínstöðvunum og ábyggilega með betri rakaskiljubúnað, að auki er betur hirt um þær

Re: Loftdælur á bensínstöðvum

Posted: 16.des 2019, 19:11
frá Axel Jóhann
Enn að öðru, ég hef lent mjög oft í því að digital loft mælirinn sýnir tóma.vitleysu á bensínstöðvum