last, pósturinn

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

last, pósturinn

Postfrá íbbi » 26.aug 2019, 20:35

í sumar þurfti ég að senda endursenda pakka út til bandaríkjana og fá vöru skipt. um var að ræða fram og afturdrif í dodge ram,

áður en ég sendi drifin hef ég samband við tollinn upp á hvað skuli gert til að tvígreiða ekki toll af pakkanum.

ég prenta út þau blöð sem mér var sagt að gera og fylli út. pakkanum er svo skilað á pósthúsið og farið ýtarlega yfir hvers eðlis málið er og hvað þurfi að gera.
pakkinn fer út og nýju drifin koma heim, þegar ég sæki svo pakkann kemur í ljós að ekkert af því sem átti að gera hafði verið gert, og það þurfti að greiða toll af vöruni aftur. við komum á framfæri að við hefðum fyllt út blöð og pósturinn átti að sjá til þess að tollstjóri stimplaði pakkan.
til þess að fá það gert var það eina sem þeir sögðust geta gert var að senda pakkann aftur suður í endurmat (bý út á landi)

pakkinn fer aftur suður, daginn eftir fáum við meldingu um að endurmatið hafi verið samþykkt

svo líður vika og ég heyri ekki neitt. þegar ég fer að athuga með pakkann þá kemur í ljós að pósturinn er búinn að týna honum.

núna eru liðnar 3 vikur og ekkert finnst af pakkanum.. sem er btw stór kassi með bæði fram og afturdrifi, 20kg

nú segir pósturinn mér að ég geti ekki fyllt út tjónaskýrslu fyrr en eftir 3 mánuði. og að þeir bæti mér bara 22500kr. drifin kostuðu um 800 dollara+sendingarkostnað og vask/toll.

s.s pósturinn týnir risastórum rándýrum pakka, og telur sig ekki bótaskyldan nema upp að 22500 kr mörgum mánuðum seinna.

ég á varla orð yfir þessu. .


1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: last, pósturinn

Postfrá jongud » 27.aug 2019, 08:17

Lóðbeint í mál með þetta til Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa
https://www.neytendastofa.is/um-okkur/kaerunefnd-lausafjar--og-thjonus/

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: last, pósturinn

Postfrá Járni » 27.aug 2019, 19:54

En ótrúlega leiðinlegt! Vonandi næst ásættanleg niðurstaða
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: last, pósturinn

Postfrá íbbi » 28.aug 2019, 23:38

já þetta er gjörsamlega glatað dæmi.

ég var búinn að hafa samband við neytendastofu, þjónustustjórinn hjá póstinum ætlar að reyna keyra á eftir að þetta mál fái sérmeðferð. ef það gengur ekki eftir þá þarf ég að fara lengra með þetta. það bara getur ekki verið að það sé eftir öllum reglum að þeir geti bara týnt sendingum og beri svo ekki meiri ábyrgð.

bara sendingakostnaðurinn á þessu var 60þúsund að því meðtöldu að senda drifin aftur út og fá önnur í staðin. að pakkanum sé týnt eftir að hann var kominn alla leið vestur er gjörsamlega fáránlegt.

annað sem er fáránlegt í þessu er að það gleymdist að skoða pakkan og fá tollstimpil aður en hann fór út (mistök póstsins) og því mótmælti ég því að það væri verið að senda pakkan aftur suður til að skoða hann, það heldur engu vatni, pakkinn var ekki skoðaður á leiðini út og því algjör rökleysa að senda pakkan landshornana á milli tilað skoða pakkan til staðfestingar á því að það sé sama vara í honum.

hvernig þeir ná svo að týna þessu yfir höfuð er alveg merkilegt út af fyrir sig.
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: last, pósturinn

Postfrá ellisnorra » 31.aug 2019, 22:05

Þetta er ömurleg þjónusta sem þú færð, eiginlega bara skemmdarverk. Þetta fyrirbæri sem pósturinn er, er bara sér kapítuli. Fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Vonandi finnst pakkinn þinn, þó þú skulir búa þig undir að sitja eftir með sáran bossann.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: last, pósturinn

Postfrá íbbi » 01.sep 2019, 23:17

ég fékk hringingu á föstudaginn úr númeri sem ég hefði ekki svarað ef ég hefði litið á símann áður. það var frekar vandræðaleg rödd í símanum sem kynnti sig sem jennifer, frá michigan ríki í bandaríkjunum. hún sagðist hafa fengið drif í pósti sem væru merkt mér.

þannig að pósturinn sendi pakkann aftur út eftir að hafa tollskoðað hann, og ekkert virðist hafa verið skráð.


en ég er bara feginn að þessu er lokið.. að því gefnu að þeir klúðri þessu ekki aftur
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Aparass
Innlegg: 308
Skráður: 25.sep 2011, 21:29
Fullt nafn: Guðni Þór Scheving

Re: last, pósturinn

Postfrá Aparass » 02.sep 2019, 21:36

Sýnist þetta eiga heima á þessari síðu......

https://facebook.com/groups/1140719789456286


Til baka á “Lof & last”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 7 gestir