Tyresdirect.is - Lof


Höfundur þráðar
vignirbj
Innlegg: 290
Skráður: 06.apr 2010, 07:39
Fullt nafn: Vignir Bjarnason

Tyresdirect.is - Lof

Postfrá vignirbj » 10.feb 2016, 19:19

Ég keypti 4stk 35 tommu Cooper Discoverer STT Pro af Tyresdirect.is sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir það að dekkin eru á mjög hagstæðu verði miðað við dekk hjá öðrum innflytjendum. Stykkið er á rétt rúmar 40 þúsund krónur.

Þjónustan hjá þeim er líka mjög góð. Öllum emailum svarað fljótt og Huginn var boðinn og búinn að aðstoða.

Ég gef Tyresdirect hæstu einkunn fyrir viðskiptin og kem til með að versla við þá aftur.Til baka á “Lof & last”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur