Léleg þjónusta hjá poulsen, til skammar!


Höfundur þráðar
Benedikt
Innlegg: 10
Skráður: 01.feb 2010, 00:24
Fullt nafn: Benedikt Sigurgeirsson

Léleg þjónusta hjá poulsen, til skammar!

Postfrá Benedikt » 02.feb 2016, 18:14

það er alveg með ólíkindum hvað maður upplifir stundum.
Ítrekað er ég búinn að reina að ná samband við ákveðin sölumann (friðrik) og eða einhvern annan sem getur veitt mér uppl. hjá þessu blessaða fyrirtæki og náði á honum í gær (friðrik) og ætlaði hann að hafa samband til baka þar sem hann VAR SVOOOO UPPTEKINN (gasssppp...)
Hann hafði vissulega aldrei samband hvorki í gær né í dag og það hefur enginn haft rænu á að svara einu sinni í síma hjá þessu blessaða fyrirtæki frá því kl. 9:30 í morgun fyrren nú undir lok dags (kl. 17: 26) að þá var mér "gefið" samband á sölumann.
Nú tók við 23 mínútna bið þar sem ég hlustaði á greinilega starfsmenn spjalla saman m.a hvernær einn þyrfti að hætta að hætta í vinnunni í dag og annað mis gáfulegt. Það er ekki nema von að menn geti ekki svarað síma þegar menn eru meira uppteknir við að ákveða og tala um hvenær þeir þurfa að hætta í vinnunni heldur enn reina að drullast til að sinna henni. Ég veit það fyrir víst að það eru fleiri en ég sem búa á landsbyggðinni sem hafa verið að lenda í sömu vandamálum og eru hættir að reina að versla við poulsen, bara búnir að gefast upp. Það má vera að þeir veiti góða þjónustu fyrir þá sem mæta hjá þeim á gólfið en því miður fyrir okkur sem erum háðir því að þurfa að panta vörur og eða fá uppl. gegnum síma þá virðist það vera algerlega ómögulegt. Mér þykir það ekki ljúft að þurfa að skrifa svona hér en það verður einhver að fara að gefa þeim einn léttan á hann með von um að eitthvað breytist hjá þeim til batnaðar. Ef ég inni hjá þessu fyrirtæki poulsen myndi ég skammast mín og í rassgat fyrir svona vægast sagt lélega þjónustu.
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Léleg þjónusta hjá poulsen, til skammar!

Postfrá biturk » 02.feb 2016, 18:33

Eftir mína reynslu við pulsen hef ég ákveðið að versla ekki við þá

Þjónustan er hörmung hjá þeim, hún er ekki einu sinni góð við fyrirtæki!

Aldrei, aldrei aftur
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Höfundur þráðar
Benedikt
Innlegg: 10
Skráður: 01.feb 2010, 00:24
Fullt nafn: Benedikt Sigurgeirsson

Re: Léleg þjónusta hjá poulsen, til skammar!

Postfrá Benedikt » 02.feb 2016, 18:54

Vill benda á það ef það eru einhverjir þarna út á landsbyggðinni sem eru í sömu hugleiðingum og ég þ.e vantar lakk og sambærileg efni þá er hægt að fá öll þessi efni frá þýskalandi Perfect-Finish Shop og það er hægt að panta á ebay síðu (sjá að neðan) sem þeir eru með. Þjónusta ásamt gæðum efna eru til fyrirmynda hjá þeim en ég hef marg oft pantað frá þeim . Kostnaður með öllu hingað komið er bara brot af því sem efni kosta hjá poulsen og öðrum hér heima. þeir senda til Íslands og er fastur kostnaður sama hver sending er stór eða rétt um 5600 kr.

http://stores.ebay.de/Perfect-Finish-Sh ... 7675.l2563

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Léleg þjónusta hjá poulsen, til skammar!

Postfrá Stebbi » 02.feb 2016, 19:31

Hef aldrei skilið afhverju lakkvörur eru verðlagðar eins og þetta sé einhver sérstaklega sjaldgæf munaðarvara á Íslandi. Eru einhver sérstök efnaleyfi eða annar undarlegur kostnaður sem hvílir á svona sölustarfsemi?
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

frikki
Innlegg: 432
Skráður: 01.feb 2010, 14:59
Fullt nafn: friðrik hreinsson

Re: Léleg þjónusta hjá poulsen, til skammar!

Postfrá frikki » 02.feb 2016, 19:55

Benni minn þar sem eg er buinn ad vera undirmannadur i allan dag og gærdag læt eg golfid ganga fyrir .. er þetta svona sem þu þakkar fyrir þig eftir alla personulegu þjonustuna vid þig og alla afslættina i gegnum arin .svo er eg med simaver sem tekur simann þegar alagid er svona mikid a golfinu.. þad getur vel verid ad þu hafir heirt eitthvad sem þu attir ekki ad heira fra odrum starfsmonnum a golfinu sem kemur þessu mali ekkert vid ..ju eg opnadi simann til ad leifa þer ad heira ad eg var upptekinn ... alltaf gaman ad gera vel fyrir folk og fa svo svona drullu yfir okkur.. mbk Frikki
Patrol 4.2 44"

User avatar

Gulli J
Innlegg: 168
Skráður: 22.mar 2010, 20:25
Fullt nafn: Guðlaugur Jónasson

Re: Léleg þjónusta hjá poulsen, til skammar!

Postfrá Gulli J » 02.feb 2016, 22:34

Mér þykir það skondið að maður sem oft hefur verið kallaður kaupfélasstjórinn í f4x4 skuli vera að kvarta undann lélegri þjónustu. Ég man eftir þráð þar sem viðskiptavinur setti inn á vefsíðu f4x4 þar sem hann lýsti svikum og lélegri framkomu kaupfélagsstjóra, mun fleiri meðlimir f4x4 tóku undir á þræðinum og þar á meðal ég. Ég hafði keypt xenon sett af honum sem var ekki í lagi, eftir þó nokkrar símhringingar í stjóra og þar sem þetta var allaf á leiðinni, þá er ég alla vega ekki búinn að fá viðkomandi hlut eftir mörg ár. Það er líka skondið að vegna vildar vina Stjóra þá var þræðinum á f4x4 um stjóra eytt. Svo var viðkomandi skransali líka þekktur fyrir allskyns prang til meðlima f4x4 eins og delluna um vetnisbúnað sem eimaði vatn og sparaði eldsneyti og ég man ekki betur en að skransalinn hafi dásamað minni eyðslu af eigin raun inn á f4x4, örugglega til að selja meira, ekki veit ég hvað margir keyptu draslið en ég held að viðkomandi meðlimir f4x4 hafi skammast sín svo mikið að þeir hafi ekki sagt nokkrum manni frá því. Svo var hann líka að selja gsm Ástralíu síma sem áttu að vera mikið langdrægari með útiloftneti en aðrir símar og keypti ég einn slíkann, hann var notaður nokkra túra og búið þar sem hann var ekkert betri enn aðrir símar og tugir þúsunda tapaðir.
En það vonandi að skransalinn geri sér nú betur grein fyrir mikilvægi góðrar þjónustu.
Guðlaugur Jónasson
Jeep Grand Cherokee 2005 5,7L Hemi 33" Jeep 1
Jeep Grand Cherokee 1998 5,7L Hemi 46" Jeep 2

Enda sagði presturinn, ef það eru bílar í Himnaríki þá eru það Jeep Grand Cherokee.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1765
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Léleg þjónusta hjá poulsen, til skammar!

Postfrá Sævar Örn » 02.feb 2016, 22:51

Ekki mín reynsla af poulsen, ég reyndar hringi aldrei heldur sendi tölvupóst og svarið er yfirleitt greinargott og komið innan hálftíma, þá fæ ég að vita verð, tækniuppls. um stykkið og jafnvel mynd í sumum tilvikum til samanburðar. Margfalt betra og skilvirkara en símtal
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Höfundur þráðar
Benedikt
Innlegg: 10
Skráður: 01.feb 2010, 00:24
Fullt nafn: Benedikt Sigurgeirsson

Re: Léleg þjónusta hjá poulsen, til skammar!

Postfrá Benedikt » 03.feb 2016, 01:25

Gulli minn.
Ég var aðeins að bakka aftur í tíman og rifja þetta upp og skal útskíra þetta út fyrir þér enn einu sinni og nú hér opinberlega í eitt skipti fyrir öll.
Þú verslaðir af "kaupfélaginu" sem ég stóð fyrir mörg xenon sett í jeppan þinn og hafðir samband við mig löngu eftir að þú verslaðir það og kvartaðir yfir því að það væri farinn spennir, allt í lagi ég sendi þér nýjan spennir. Nú aftur síðar hefur þú samband og tjáir mér að það sé aftur farinn spennir og jú ég sendi þér nýjan spennir og í email frá mér þann 23.12 2011 kl 21.17 bið ég þig um að senda mér biluðu spennana til baka sem þú gerðir EKKI og hefur enn í dag ekki gert og villt eflaust ekkert kannast við þetta, ég ítrekaði þessa beiðni með öðrum email þann 12.01. 2012 og fékk ekkert svar frá þér þannig að það má velta því fyrir sér af hverju þú fékst ekki fleiri spenna hjá mér... Ég hvet þig til að grafa upp þessa pósta og LESA þá. Vonandi ertu ekki enn í vandræðum með póstinn þinn...eins og þú segir sjálfur í email þann 02.12.2011 kl. 11:47 og ert að reina að afsaka þig... (já ég á alla pósta frá þessum tíma!). Hefði eitthvað mátt fara betur hjá kaupfélaginu svar við því er klárlega já, það er ýmislegt sem hefði örugglega mátt gera betur og kannski er það þess vegna sem ég tók ákvörðum með að hætta með þetta, þetta litla kaupfélag sem var unnið í sjálboða vinnu var orðið allt of stórt fyrir einn mann að hugsa um í frítíma og vildi það eitt að láta gott af sér leiða, Hvað hefur þú gert? þessa má geta að það voru flutt inn rétt tæplega 6000 sett af ljósum og meðlimir komnir vel á annað þúsund! Einnig voru pöntuð heilu brettin af tigg suðu vélum, plasma skurðar vélar, ótal gerðir af verkfærum, mælum og ég veit ekki hvað og eins og þú bentir á þá kvörtuði 4 á þeim tíma á vef 4x4 en allir voru með bilaða spenna enn gátu ekki sent þá til baka og þá fá nýja um hæl ...
Þú segir "vildar vina Stjóra þá var þræðinum á f4x4 um stjóra eytt" þá ert þú að vitna í stjórn 4x4 já það er alveg rétt hjá þér, þeir eyddu þessum þráð og það er vegna þess að ég gerði hreint fyrir mínum dyrum með mín mál þ.e ég m.a sendi stjórn sem dæmi afrit af ítrekuðum póstum á þig og hina 4 sem kvörtuðu þar sem ég bið þig og þá um að senda mér "bilaða" spenna til baka og segi ykkur að nýir spennar verði ekki sendir til baka fyrren ég hef fengið þá biluðu í hendurnar, átti ég bara endalaust að dæla í ykkur spenna, ertu virkilega svo ljóshærður Gulli minn.
Þú bara gerðir ekki það sem ég bað þig um á sínum tíma og það þýðir ekkert að væla yfir því, taktu þig samann í andlitinu og hættu að haga þér eins og smákrakki þetta er orðið frekar vandræðalegt að þú nýtir hvert tækifæri til þess að að koma með eitthvað neikvætt um mig persónulega opinberlega, þetta segir eiginlega meira um hversu ílla innrættur þú ert en eitthvað um mig.


Höfundur þráðar
Benedikt
Innlegg: 10
Skráður: 01.feb 2010, 00:24
Fullt nafn: Benedikt Sigurgeirsson

Re: Léleg þjónusta hjá poulsen, til skammar!

Postfrá Benedikt » 03.feb 2016, 02:12

Jæja næsti...

Friðrik.
Það að vera undirmannaður, þá skil ég vel að ekki sé hægt að taka síma og í framhaldi af því má spyrja sig af hverju var þá verið að gefa mér samband við söludeild ef það var fyrirfram vitað að hún gæti ekki annað því og er þetta búið að vera svona sl. 3 ár en af og til þá hef ég reynt að panta frá ykkur vörur en er alltaf að lenda í því sama og gefst upp að lokum?

Þú segir " þu þakkar fyrir þig eftir alla personulegu þjonustuna vid þig" Friðrik það eiga allir að fá góða/persónulega þjónustu sama hvar sem þeir versla, ekki ertu að gefa í skyn að þú komir fram við alla aðra en mig eins og druslur? (ég rétt vona ekki) hitt er annað mál að í þau fáu skipti sem ég náði í gegn fékk ég ágæta þjónustu, upplifði það ekkert betri né verri þjónustu frá ykkur en ég fæ í stillingu, bílanaust eða N1.

Einnig segir þú " og alla afslættina i gegnum arin" er það óeðlilegt að menn fái afslátt ef þeir versla reglulega hjá fyrirtækjum ? í sumum tilfellum fæ ég meiri afslátt í bílanaust, stillingu og N1 en hjá þér og stundum minni þetta fer bara eftir vörum.
Þú segir " ad heira fra odrum starfsmonnum a golfinu sem kemur þessu mali ekkert vid"
jú það gerir það nefnilega Friðrik vegna þess að í símanum beið viðskiptavinur og það í 23 mínútur, hefðu þeir hugsanlega geta einbeitt sér að vinnunni og svarað símanum sem dæmi og eða í það minnsta kannað hvort þeir gætu hjálpað þeim sem beið í símanum en þegar menn eru of uppteknir með það hvenær þeir komist heim þá er ekkert skrítið kannski að neinn hafi tök á að sinna vinnunni sinni.

Þú segir " alltaf gaman ad gera vel fyrir folk og fa svo svona drullu yfir okkur" Hvað gerðir þú svona svakalega gott? og það má jafnvel spyrja sig af því að EF Poulsen væri að standa sig svona líka frábærlega væri þá þessi þráður þá hér...

það að senda email eins og einn bendir á er vissulega gott mál út af fyrir sig en er það ósangjarnt að ættlast til að fyrirtæki svari í síma?

Ég ætla ekki að hafa fleiri orð um þetta enda nóg komið.
Gangi ykkur vel Friðrik og ég vona að þið finnið lausn á þessu vandamáli hjá ykkur því þetta er búið að vera svona í allt of langan tíma.

User avatar

Gulli J
Innlegg: 168
Skráður: 22.mar 2010, 20:25
Fullt nafn: Guðlaugur Jónasson

Re: Léleg þjónusta hjá poulsen, til skammar!

Postfrá Gulli J » 03.feb 2016, 07:08

Benni þar sem sem þú virðist allur af vilja gerður til að gera hreint fyrir þínum dyrum getur þú þá sent þessa pósta til baka, þar sem ég á þá ekki, og að mest öll okkar samskipti voru í gegnum síma og ekki á ég upptökur af þeim samtölum.
Varðandi endingu á spennum þá fóru þeir svo til strax eftir að þeir voru settir í bílana.
Varðandi skil á spennum þá keipti ég 55w sett en fékk 55w perur og 35w spenna. Þar sem ég fékk aldrei 55w spennana þá voru hinir ekki sendir til baka.
Guðlaugur Jónasson
Jeep Grand Cherokee 2005 5,7L Hemi 33" Jeep 1
Jeep Grand Cherokee 1998 5,7L Hemi 46" Jeep 2

Enda sagði presturinn, ef það eru bílar í Himnaríki þá eru það Jeep Grand Cherokee.


bazzi
Innlegg: 34
Skráður: 08.maí 2010, 12:00
Fullt nafn: Bæring Jóhann Björgvinsson
Hafa samband:

Re: Léleg þjónusta hjá poulsen, til skammar!

Postfrá bazzi » 03.feb 2016, 09:11

Mér tókst að versla hjá poulsen í fyrradag. Hringdi fyrst og fékk verð og sótti svo varahlutina seinna um daginn. Besta verðið og góð þjónusta.
Svo hringdi ég í gær 10 mín fyrir lokun og náði bæði í poulsen, bílanaust og Toyota. En Toyota átti bara það sem mig vantaði ....

Það sem ég er að fara með þessu. Ég var að fara í gegnum svipaða hluti og þú í gær og fyrradag og fékk í bæði skiptin ágætis þjónustu.

User avatar

raggos
Innlegg: 98
Skráður: 23.mar 2013, 00:26
Fullt nafn: Ragnar F. Magnússon
Bíltegund: Toyota LC90

Re: Léleg þjónusta hjá poulsen, til skammar!

Postfrá raggos » 03.feb 2016, 09:44

Ég hef oft verslað hjá Poulsen og oft hringt í þá og alltaf fengið þokkalegustu þjónustu og flott verð.
Af lestri þessa þráðar að dæma þá hefði telja upp í 10 reglan verið gáfuleg hjá Benedikt áður en hann hóf skrif. Einnig er ágætt að tala beint við Poulsen fyrst áður en fyrirtæki er úthúðað fyrir það eitt að svara ekki símanum nægilega vel. Aðrir lastþræðir sem ég hef lesið hér fjalla yfirleitt um mun alvarlegri mál eins og ábyrgðarvesen eða vanefndir

User avatar

muggur
Innlegg: 247
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Léleg þjónusta hjá poulsen, til skammar!

Postfrá muggur » 03.feb 2016, 09:44

Það er vissulega leiðinlegt að hringja í fyrirtæki og þurfa að bíða í símanum lengi, hvort sem það eru varahlutabúðir, bankar eða annað. Það t.d. að kanna verð á spindilkúlum hjá helstu fyrirtækjum getur tekið mann auðveldlega tvo tíma. Þessvegna skil ég ekki afhverju öll þessi fyrirtæki eins og poulsen, bílanaust, AB-varahlutir og fleiri gera ekki eins og Stilling og hafa einfaldlega allan lagerinn og verð á netinu sbr http://www.varahlutir.is, Þarna getur maður meira að segja séð í hvaða búð stykkið er til í og þá bara brunað þangað. Brilljant. Er viss um að þeir spara sér mikið starfsfólk við það að hafa þetta svona aðgengilegt.

Varðandi Poulsen sérstaklega þá hef ég nokkrum sinnum hringt þangað og hvorki fundist þeir betri nér verri en aðrir er kemur að símsvörun.

kv. Muggur
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


Höfundur þráðar
Benedikt
Innlegg: 10
Skráður: 01.feb 2010, 00:24
Fullt nafn: Benedikt Sigurgeirsson

Re: Léleg þjónusta hjá poulsen, til skammar!

Postfrá Benedikt » 03.feb 2016, 16:59

Það sem vekur reiði mín er það að vera látin bíða í 23 mínútur og heira starfsmenn bara á blaðrinu í bakgrunn ekki að gera rassgat nema blaðra of flissa út í loftið og já ég þekki alveg hláturin í friðrik! sem dæmi án þess að ég sé að persónugera þetta sérstaklega við hann en einga síðu er hann verslunarstjóri þarna og ber væntanlega einhverja ábyrgð á því sem þarna gerist, gat ekki í það minnsta einhver þeirra drullast til að taka upp tólið? Eflaust finnst mörgum þetta bara eðlilegt og þá er það bara svo.
Og Muggur eins og þú segir með stillingu þá er ég alveg sammála þér þar með varahlutir .is og já ég taldi sko alveg upp í 25...

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2758
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Léleg þjónusta hjá poulsen, til skammar!

Postfrá elliofur » 03.feb 2016, 18:06

Úff ónýtir spennar frá kaupfélaginu, mikið kannast ég við það á þessu dóti sem átti að vera best í heimi :) Ekki man ég nú samt hvernig samskiptin við Stjórann voru, hvor okkar gerði hvað á hvaða tíma enda komin sennilega 5 ár síðan þetta var. Ég man bara að ég hætti að nenna að standa í þessu drasli og henti þessu handónýta drasli í ruslatunnuna og kyngdi kostnaðnum.

Varðandi polsen, sem þráðurinn er um, þá hef ég aldrei kynnst öðru en afbragðs þjónustu, í það minnsta engu verra en meðaltal annara þjónustuaðila.
Aftur á móti finnst mér framsetning þín, Benedikt, frekar leiðinleg hér. Þú virðist alveg vera með munninn fyrir neðan nefið og til í að höggvast við mann og annan og finnst mér það gera þetta spjall hérna verra. Það hvarlaði að mér að eyða þessum leiðinda þræði hér því mér finnst ekkert gagn af svona væli á annars ágætu spjalli. Last dálkurinn er fyrir alvöru vandamál! En hér reynum við að láta allan póst standa nema ef rógur eða mikill dónaskapur er viðhafður, þetta rétt sleppur innan þeirra marka.... !! Að mínu mati !!

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1249
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Selfoss
Hafa samband:

Re: Léleg þjónusta hjá poulsen, til skammar!

Postfrá Járni » 03.feb 2016, 18:17

Tek undir með Ella, kvörtun komið áleiðis, segjum þetta gott í bili.
2000 Land Rover Defender 130 38"


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: Léleg þjónusta hjá poulsen, til skammar!

Postfrá Brjotur » 03.feb 2016, 21:30

Ekki ætla ég að standa með Benna né Frikka í þessari rimmu , veit samt að símasvörun hjá alflestum varahlutafyrirtækjum er til skammar . vil hinsvegar benda á að ekki ætti að vera með LOF / LAST dálk nema menn megi nota hann , og að sjálfsögðu verða aldrei allir sammála í svoleiðis umræðuu og skiftast í 2 hópa , þannig er það bara

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1249
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Selfoss
Hafa samband:

Re: Léleg þjónusta hjá poulsen, til skammar!

Postfrá Járni » 03.feb 2016, 23:04

Sammála því :)
2000 Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Léleg þjónusta hjá poulsen, til skammar!

Postfrá Finnur » 04.feb 2016, 09:55

Sælir

Ég verð að taka upp hanskann fyrir Benna í þessum skítaslag. Ég þekki hann eingöngu í gegnum viðskipti við kaupfélag 4x4 á sínum tíma. Ég keypti 3 mæla af honum, einn af þeim var bilaður og sendi ég honum línu vegna þess. Hann bað mig að senda mælinn til baka og ég fékk nýjan mæli sendan um hæl mér að kostnaðarlausu. Þeir hafa síðan verið flottir í þau ár sem ég er búinn að nota þá. Topp þjónusta. Ég gerði ekki ráð fyrir því að fá nýjan mæli þar sem þetta var í raun bara hóp-pöntun.

Verðið á búnaðinum sýndi það að álagningin var engin, þetta var bara hóppöntun að utan. Hver hér getur fullyrt það að dót pantað að utan bili ekki og ef það er gallað sé mjög auðvelt að fá nýtt. Mín reynsla er sú að dót sem er bilað þarf að vera fjandi dýrt svo það svari kostnaði og veseni að fá það bætt. Mér fannst menn alltaf dónalegir við Benna á spjallinu f4x4 sem stóð í þessu í eigin frítíma og fékk ekkert nema skít og skömm fyrir. Stundum þurfa menn að setja sig í spor annarra áður en sleggjudómarnir byrja.

Varðandi Poulsen þá hef ég fengið mjög góða þjónustu í búðinni og fínt verð. Símasvörun hefur stundum verið slök en það má eflaust bæta.

Reynum að brosa meira, þá verður allt betra :)

kv
Kristján Finnur
Síðast breytt af Finnur þann 05.feb 2016, 09:33, breytt 1 sinni samtals.


Höfundur þráðar
Benedikt
Innlegg: 10
Skráður: 01.feb 2010, 00:24
Fullt nafn: Benedikt Sigurgeirsson

Re: Léleg þjónusta hjá poulsen, til skammar!

Postfrá Benedikt » 04.feb 2016, 16:20

Elmar þú sem stjórnandi á þessum vef "hvertjandi" til þess að menn hætti þessu nöldri enn getur ekki svo sjálfur annað en farið niður á sama plan og sumir hér er bara virkilega dapurt! Ég vill minna þig á póst sem þú sendi mér þann 04.12.2009 kl. 15:44 en þar segið þú sjálfur í pósti til mín m.a
"Sæll Benni.
Ég fékk hjá þér ljós fyrir þó nokkru síðan, man ekki alveg hvenær en það var allavega að vetri til :)
Fyrst fór spennirinn og þú sendir mér annan og allt í góðu..."
Framhald af þessum pósti getur þú bara lesið sjálfur.
Þú ættir að skammast þín ofan í rasgat núna eftir allt sem gert var fyrir þig!

En já ég er algerlega sammála, þetta er orðið gott og við skulum stoppa hér.


Dodge
Innlegg: 288
Skráður: 05.okt 2010, 15:05
Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
Bíltegund: Jeep Wrangler
Staðsetning: Akureyri

Re: Léleg þjónusta hjá poulsen, til skammar!

Postfrá Dodge » 05.feb 2016, 10:30

Sælir.
Ég þekki ekki þessi tilteknu mál, en ég er Bifvélavirki á Akureyri og þarf reglulega að vera í samskiftum suður við varahlutasjoppur og þetta er gegnumsneitt eins og hann lýsir í fyrsta pósti.

Ég tel mig geta fullyrt að á mínum 10 ára ferli í bransanum og ítrekuðum tilraunum til að gefa partaköllum séns á að skoða málið og hringja í mig til baka þá hefur ALDREI verið hringt til baka.

Það þykir mér sérstakt.

User avatar

Rocky
Innlegg: 63
Skráður: 28.jan 2012, 22:33
Fullt nafn: Einar Guðmundsson
Bíltegund: G. Cherokee 5.2 V8
Staðsetning: Reykjavík

Re: Léleg þjónusta hjá poulsen, til skammar!

Postfrá Rocky » 05.feb 2016, 12:38

Sælir,

Ég rak verkstæði í 7ár sem ég er nýbúinn að selja frá mér, á þeim tíma verslaði ég ógrynni af varahlutum af Poulsen og oft á tíðum beint af Friðrik sjálfum.

Ég hef alltaf fengið fyrsta flokks þjónustu hjá Poulsen og þar á meðal Friðrik, hvort sem ég hef hringt inn eða mætt sjálfur á staðinn.

kv. Einar

User avatar

atligeysir
Innlegg: 49
Skráður: 14.apr 2012, 20:40
Fullt nafn: Atli Þór Svavarsson
Bíltegund: MMC Pajero
Staðsetning: Geysir eða Reykjavík

Re: Léleg þjónusta hjá poulsen, til skammar!

Postfrá atligeysir » 05.feb 2016, 15:43

Alltaf fengið góða þjónustu hjá Poulsen og Friðrik alltaf staðið sig með prýði eins og allir hjá Poulsen.
Það er oft dagamunur á því þegar maður hringir inn, hvort sem er Poulsen, Stilling etc.....
Reyndar mættu allir taka Stillingu sér til fyrirmyndar og vera með verð og úrval á netinu, skil ekki af hverju það er ekki orðið algengara.
Mikið hentugra að fletta þessu upp á netinu til að bera saman verð og sjá hvort hluturinn er til.
1999 MMC Pajero
2.8TD
33"
Kíktu í golf www.geysirgolf.is


gummihemm
Innlegg: 21
Skráður: 21.nóv 2013, 23:48
Fullt nafn: Gudmundur Hermann Óskarsson
Bíltegund: grand cheroke.. 93´

Re: Léleg þjónusta hjá poulsen, til skammar!

Postfrá gummihemm » 05.feb 2016, 16:35

Hef aldrei fengið neitt annað nema fyrir ýmsar þjónustu frá Frikka og co.
Mjög hressir kallar þarna taka alltaf brosandi á móti manni og gera allt fyrir mann.

Þekki virkilega fáa varahlutaverslanir sem sinna símkerfinu vel. En eins og er búið að nefna er vefsíðan hjá stillingu til fyrirmyndar.

Kv. Guðmundur


gunnarb
Innlegg: 153
Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
Bíltegund: Hilux 44"

Re: Léleg þjónusta hjá poulsen, til skammar!

Postfrá gunnarb » 05.feb 2016, 20:05

Hef verslað mikið í Poulsen í gegnum árin og aldrei fengið annað en gott viðmót og hjálpsemi frá strákunum sem eru þarna. Margir af sölumönnunum þarna eru búnir að vera þarna í mörg ár og kunna sitt fag vel. Ég hef lent í því að standa þar í röð og sími sem hringir er tekinn framfyrir sem ég er kannski ekki alltaf ánægður með, en ég hef samt ekki enn látið mér detta í hug að fara að skæla í beinni útsendingu þó hlutirnir gangi ekki alltaf eins og mér hentar best :-)


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: Léleg þjónusta hjá poulsen, til skammar!

Postfrá Brjotur » 05.feb 2016, 22:42

................................


sukkaturbo
Innlegg: 3132
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Léleg þjónusta hjá poulsen, til skammar!

Postfrá sukkaturbo » 06.feb 2016, 00:35

..................................................


grimur
Innlegg: 816
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Léleg þjónusta hjá poulsen, til skammar!

Postfrá grimur » 06.feb 2016, 05:19

Stilling stendur sig vel í þessu, svo eru þeir með sér kall á símanum sem er eldsnöggur að finna hlutina.
Partarnir þaðan eru svo svona lala og allskonar. Það er önnur saga.
Poulsen hefur reynst mér mjög vel, fín þjónusta og símsvörun þar ekki verri en annars staðar finnst mér. Fálkinn finnst mér hafa hvimleitt fyrirkomulag þar sem einhver veslings dama er í því að vísa fólki á véladeild og bílavarahluti sitt á hvað. Mætti nú bara hafa símsvara eða senda alla á einhvern einn sem veit eitthvað.

Fínt að fá þessa umræðu upp, kannski sjá þessi fyrirtæki þetta og læra eitthvað. Leiðinlegt samt þegar menn fara í hálfgert skítkast. Alveg óþarfi að æsa sig á netinu.

Kv.
Grímur


haffijp67
Innlegg: 12
Skráður: 02.feb 2014, 19:32
Fullt nafn: Hafsteinn Pétursson
Bíltegund: Patrol /L200

Re: Léleg þjónusta hjá poulsen, til skammar!

Postfrá haffijp67 » 06.feb 2016, 18:44

Alla þessar verslanir svara fyrirspurn í tölvupósti nokkuð hratt og vel, ég nota póstinn mikið og hringi mjög sjaldan í þessar verslanir.
Svo er gott að geta vitnað í póstinn ef maður fær vitlaust afgreitt sem getur alltaf gerst:)


Til baka á “Lof & last”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 2 gestir