Last: Askja

User avatar

Höfundur þráðar
elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2755
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Last: Askja

Postfrá elliofur » 18.nóv 2015, 21:33

Misvísandi leiðbeiningar og fáránlegt okur. Askja.

Ég á 2001 árgerð af s210 benz (w210 station). Það ku vera E320 bíll. Þrælgóður bíll, kominn í 417þúsund kílómetra. Miðstöðin dó í honum um daginn. Vandamálið var mótorinn, eftir að hafa skipt um hann, þá var allt í fína lagi.
En varðandi Öskju. Þvílíkir snillingar þar (kaldhæðni). Allavega tæknimaðurinn sem ég talaði við. Ég hringdi í sakleysi mínu til að ræða hlutina, stundum eru þekktar bilanir sem lítið mál er að laga, til dæmis að kolin í miðstóðvarmótornum séu búin eftir dygga 417þúsund kílómetra sem ég var svosem nokkurnveginn búinn að finna út sjálfur að væri möguleiki. Hann sagði mér hinsvegar að þetta væri dagsvinna, fyrir vanan mann, að skipta um þennan mótor í þessum bíl. Að það þyrfti að rífa hálft mælaborðið úr bílnum og að þetta væri fyrir miðju mælaborði staðsett. Ég grínaðist með að sennilega væri þá einfaldara að taka sjálfskiptinguna undan og gera gat í gólfið og hann samsinnti því með smá hlátri okkar beggja. Eftir að hafa athugað verðið á vatnskassa síðastliðið sumar í Öskju og keypt hann síðan nýjan af innflutningsfyrirtæki út í bæ á fjórðung af Öskju verði, þá fer ég beint á ebay og kaupi miðstöðvarmótor á $109.3. Hingað kemur hann 6 dögum seinna og heildar kostnaðurinn er uþb 19 þúsund krónur með öllum gjöldum.
Ég kíki svo á sjálfshjálparvideo á netinu, hvaða leið sé best að komast að þessu og sé að þetta er að öllum líkindum lítið flóknara að skipta um dekk! Græja þetta svo sjálfur á uþb 45 mín að því meðtöldu að skipta um plögg á mótornum, ganga vel frá því með lóðningum og þessháttar, þar sem þetta var greinilega bara svona næstumþví réttur mótor (þó hann hafi átt að passa samkvæmt honum ebay sjálfum). Allt komið saman og farið að virka.
Til að skemmta sjálfum mér, þá hringdi ég uppí Öskju til að athuga hvað svona mótor kosti. Jú, original BEHR, sá sami og ég hafði keypt á ebay, kostaði þar 92 þúsund krónur takk fyrir.
Að sjálfsögðu hélt ég sölumanninum ræðuna um fáránleika þessa verðs, að ég hefði keypt þetta á 19 þúsund með miklu dýrari flutningi en þeir ásamt öllum gjöldum og ef þeir ætluðu að halda áfram í íslenskum viðskiptum þá þyrftu þeir VERULEGA að hugsa sinn gang í verðlagningu.
Vatnskassinn sem ég keypti síðastliðið sumar kostaði 111þúsund í Öskju en ég fékk hann á 35þúsund hjá fyrirtæki í Kópavogi sem ég man ekki hvað heitir. Original, BEHR.
Farvel Askja, ég mun aldrei aftur leita til ykkar.User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1246
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Selfoss
Hafa samband:

Re: Last: Askja

Postfrá Járni » 19.nóv 2015, 14:44

Já, þetta er spes.
Benz ræður verðlagningu bíla og parta hjá umboðum en henni er stýrt eftir formúlu tengdri markaðssvæði.
Þar sem Ísland er jú mjög ríkt land og allir vel stæðir eru hlutirnir verðlagðir eftir því.

Ég er á þeirri skoðun að það mætti rýna betur í þessa formúlu og þá myndu partarnir fara hraðar af lagernum hjá þeim...
2000 Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2755
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Last: Askja

Postfrá elliofur » 19.nóv 2015, 15:42

Ég veit ekki hvernig þetta er reiknað út hjá þeim, en einhverstaðar myndi mismunurinn verða eftir, ef einhver myndi kaupa hlutinn. Í báðum mínum tilvikum var verðmunurinn uþb fjórfaldur og um er rætt original hlut í báðum tilfellum þá er eitthvað verulega mikið að.
Ráðleggingarnar eru svosem sök sér, kannski hefur hann eitthvað misskilið mig þó mér hafi fundist allt vera mjög skýrt. Dagsvinna fyrir vanan mann vs 45 mín fyrir áhugamann er líka svolítið "off" :)

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1246
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Selfoss
Hafa samband:

Re: Last: Askja

Postfrá Járni » 19.nóv 2015, 16:00

Haha já, kannski á svæðisálagningin líka við um áætlaða tíma.
2000 Land Rover Defender 130 38"


Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: Last: Askja

Postfrá Valdi B » 20.nóv 2015, 00:10

verð að segja að askja hefur komið mér á óvart bæði á slæmann og góðann hátt. hef margoft hringt þangað uppá verð á varahlutum í allskonar benza, búinn að eiga eitthverja tugi af þessu drasli hehe svo það er í þónokkrar gerðir sem maður hefur skoðað varahluti.
þótt ótrúlegt sé þá hef ég fengið varahluti þar á miklu betra verði en annarsstaðar, og ég hringi útum allt áður en ég kaupi þá samt sem áður.
en svo eru flestir hlutir sem kosta annan handlegginn hjá þeim, til dæmis kostar nýr lykill í w211 e500 benz hjá mér 80 þúsund krónur. 1 stykki !
og það er ekki hægt að fá hann annarsstaðar þar sem bíllinn hjá mér er með easy entry system. svo það er lítið annað hægt en að láta taka sig í þurrt þar....
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000

User avatar

íbbi
Innlegg: 1270
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Last: Askja

Postfrá íbbi » 20.nóv 2015, 00:42

ég vann í varahlutum hjá ræsir hérna áður fyrr, reglan var yfirleitt sú að slitfletir voru mjög billegir, en hlutir eins modulear og annað voru mjög dýrir,

ég er eins og þú með w210 station, E320 fjórhjóladrifinn, fjölskyldureiðin, bíll sem ég "hrasaði um" og ákvað að skvera í gegn þar sem hann er bara ekinn 150þús, og 2 eig frá upph,

bíllinn hafði verið af götuni um tíma vegna bilunar, sem er þess eðlis að það er eingöngu hægt að komast fyrir hana í gegnum umboðsaðila, og því var ekkert annað í stöðuni, ég ætla ekki að fara út í díteila með þetta að þessu sinni, ég á marga góða kunningja þarna og fyrrv vinnufélaga sem eru toppmenn, og fagmenn á sínu sviði, en eins leiðinlegt og mér þykjir að segja það þá var eiginlega allt sem kom nálægt þessi keisi eitt allsherjar klúður og það aftur og aftur, og bíllinn af götuni í lengri tíma,

en þeim til varnar þá kom upp það moment inn í miðju ferlinu sirka að mér fannst þetta orðið ekki í lagi, og spjallaði við þjónustustjórann, og hann var bæði afar almennilegur og raunveurlega reyndi að laga málið. og gékk lengra í því en honum bar nokkur skylda til, og því væri ósangjarnt af mér að fara drulla yfir þá, en því miður þá hélt klúðrið áfram eftir þetta og það endaði með því að ég lagaði bílinn sjálfur,
ég hef hinsvegar aldrei tilkynnt honum um framvindu málsins eftir fund okkar og þar af leiðandi aldrei gefið þeim sjens á að bregðast við því. sem ég efast reyndar ekki um að þeir myndu gera.

ég hef reyndar verslað við þá aftur eftir þetta, og mun gera, ég vill kaupa original varahluti í benz/bmw og álíka bíla,
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1130
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Last: Askja

Postfrá Startarinn » 21.nóv 2015, 06:23

Varðandi verðlagninguna hjá Öskju þá var ég að leita að kertaþráðum í minn E320 4matic '00. (Þetta var 2010)

í Öskju kostaði stykkið af þræðinum 10.200 kr fyrir orginal þræði þeir eru 12 stk (2 per sílender) sem gera 122.400 kr
Mér voru líka boðnir óorginal þræðir á 5.500 kr stk sem gera 66.000 (ég gleymdi að spyrja hvaða tegund þeir voru)

Eftir að hafa heyrt þessar tölur leit ég á náðir Ebay frænda og byrjaði að leita, eftir smá umhugsun ákvað ég að taka Bosch þræði til að vita að ég væri með gæða dót í höndunum (þeir voru hvergi nálægt því ódýrustu þræðirnir sem ég fann).
Settið (12 þræðir) komnir heim að dyrum með öllum gjöldum kostuðu mig í kringum 27.500 kr
Þegar ég svo skipti um þræðina sá ég að það var sama bosch partanúmer bæði á gömlu og nýju þráðunum, það eina sem vantaði á nýju en var á gömlu var benz stjarnan og benz partanúmerið
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

jongud
Innlegg: 2153
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser

Re: Last: Askja

Postfrá jongud » 21.nóv 2015, 09:38

Það er sem sagt verið að borga 94.900 krónur fyrir Benz-merkið :)


Til baka á “Lof & last”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 5 gestir