last-musso varahlutir/þórarinn


Höfundur þráðar
Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

last-musso varahlutir/þórarinn

Postfrá Valdi B » 27.jún 2015, 19:48

ég var að reyna að fá keypt innrabretti úr 90 krúser sem þeir/þórarinn voru að rífa, var búinn að tala við hann og í fyrsta samtali okkar (allt í gegnum síma) sagði hann að verðið væri 10 þúsund krónur sem ég var alveg tilbúinn að borga, svo náðist ekki í hann í síma í svona viku, svo náði ég í hann og þá ætlaði hann að redda þessu að skera brettið af, sagði að það væri enga stund gert með sverðsög (sem er rétt) en ekkert gerðist, svo eftir svona 6 símtöl sagði hann mér að það hefði verið skemmt brettið sem hann ætlaði að selja mér, eitthver hefði verið að reyna að taka það af án hans vitundar eða eitthvað slíkt og væri það skemmt. svo ég hafði ekki áhuga á að versla það af honum lengur, þá sagði hann mér að vinur hans væri að rífa nokkra svona bíla og hann skyldi heira í honum og sjá hvort hann gæti fengið innrabrettið hjá honum og selt mér á 15 þúsund. ekkert gerðist í því svo á fimmtudaginn síðasta hringdi ég í hann að tjekka á þessu því ég var á leið í bæinn og ætlaði að klára þetta og kaupa af honum brettið sem hann virtist ætla að standa við að redda mér og þá fer hann að tala um hvað það sé mikið vesen að skera brettið af og það eitt sé bara klukkutíma vinna því það væri svo þykkt efnið í brettinu, sem það er ekki það er örþunnt blikk í þessu öllu ég er búinn að skoða það vel í bílnum hjá mér sem er með tjónuðu innrabretti. þá segir hann mér svo að verðið sé komið uppí 25 þúsund og þá nennti ég ekki þessum fíflalátum lengur og sagði honum að ég hefði verið kominn með verð í innrabretti hjá svavari partasala í grindavík uppá 10 þúsund ef ég tæki brettið úr sjálfur sem mér finnst líka sanngjarnt. þá fór hann að vera með stæla og tala um að partasalan hjá jamil væri að selja þetta á 50 þúsund og eitthver leiðindi svo ég nennti ekki að ræða við hann meir.

bara segja frá mínum samskiptum við kauða, ég er búinn að vera að bíða eftir innrabretti í 2 og hálfan mánuð, ætlaði að taka bretti hjá svavari en hann sagði mér að hann væri að fara til útlanda í eitthvern tíma þegar ég talaði við hann síðast (langt á undan samskiptum mínum við þórarinn) og svo lenti ég í mótorhjólaslysi svo ég var ekki fær í að gera þetta sjálfur og hef legið á sófanum síðastliðinn mánuð og á meira eftir í þeim skemmtilegheitum... en næsta sem ég geri verður að hafa samband við svavar aftur og sjá hvort ég get enn fengið hjá honum innrabrettið ef hann á það til þegar ég verð orðinn fær í að gera eitthvað.

vonandi finnst engum hérna ég vera að særa neinn eða slíkt, ég er bara að segja frá þeim samskiptum sem ég lenti í og finnst þau ekki í lagi.


Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000


E.Har
Innlegg: 147
Skráður: 16.júl 2012, 09:13
Fullt nafn: Einar Kristján Haraldsson
Bíltegund: Patti

Re: last-musso varahlutir/þórarinn

Postfrá E.Har » 27.jún 2015, 21:31

Hef í gegnum árin bara átt fíns samskipti við Þórarainn. Staðið við allt gagnvart mér og vel það.
Gangi þer vel að finna bretti :-)

Einar Har


Höfundur þráðar
Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: last-musso varahlutir/þórarinn

Postfrá Valdi B » 28.jún 2015, 00:28

takk fyrir, það virðist oft vera mikið vesen hjá mér að ná í fólk eins og í þessu tilviki því ég er útá landi, þannig að ég þarf að ná í það í síma. það er gott að eitthverjir séu í góðum samskiptum við hann, ég lenti ekki í þeim góðum en kannski var ég bara svona óheppinn, samt sem áður hundfúll búinn að vera að bíða eftir þessu lengi.
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: last-musso varahlutir/þórarinn

Postfrá ivar » 28.jún 2015, 10:29

Já, ég veit ekki af hverju þessi óheppni er en ég hef átt allmörg viðskipti við Þórarinn, sérstaklega á meðan ég átti musso, og hann var yðurlega mjög liðlegur og hagstæður. Er maðurinn ekki bara í sumarfríi?
Núna síðast keypti ég af honum dekkjagang á felgum og þegar ég uppljóstraði því að mig vantaði bara tvö var ekkert mál að fá bara þau tvö keypt á hálfvirði. Ekki hefði ég selt út úr heilum gang.
Fær amk ágætis umsögn frá mér.


Musso varahlutir
Innlegg: 696
Skráður: 25.jún 2011, 19:45
Fullt nafn: Þórarinn Sverrisson

Re: last-musso varahlutir/þórarinn

Postfrá Musso varahlutir » 30.jún 2015, 00:26

Sæll Valdi ....

alltaf gaman að fá gagnrýni en hún verður að vera rétt ......þú talaðir við mig útaf brettinu og þá kannaði ég hvort það væri til , sem það var , svo ætlaðir þú að senda mér mynd á jeppaspjallinu hvar ætti að skera það , hún kom aldrei en hinsvegar sendir þú mér hana í símann og ert ekki sá fyrsti sem gerir það , málið að ég er ekki með snjallsíma sem vinnusíma og get ekki tekið við myndum í honum , þegar myndin kom svo í hinn símann og ég ætlaði að kippa brettinu af var búið að stela því af bílnum , það kemur iðulega fyrir að það er mikið að gera á sjálfsvöru afgreiðslunni .

Vegna þess að ég var búinn að segja þér að það væri til á kr.15.000- kannaði ég hjá kunningja mínum sem á nokkra bíla og vildi hann fá 25.000 fyrir það eftir að hafa kannað verðið á fleiri stöðum , það er ekkert vesen að saga þetta af en það er EKKI í boði að taka það sjálfur af hjá mér , blöðin og sverðsögin eru dýr verkfæri og auðvelt að beita þeim of harkalega , búinn að prófa að lána hana , ekki ætla ég að deila við þig hvað er sanngjarnt verð á þessu en ég hef ekki verið a sérhæfa mig í LC 90 og þess vegna taldi ég mig bjóða þetta ódýrt á 15.000- , einnig sagðir þú mér að brettið ætti að fylgja bílnum sem þú keyptir en seljandi svaraði aldrei þínum símtölum ( mér skildist að það væri Bílapartar ) hringi nú stundum þangað og ekki enn lent í því að ná ekki sambandi .

Aftur á móti getur stundum verið erfitt að ná í mann , síminn hringir mikið og oft eru menn að segja manni ævisögur sinna eðalgripa en ég reyni yfirleitt að hringja tilbaka , væri ekki mikill buisness fyrir mann að svara ekki símanum , var reyndar í fríi á Spáni þegar þú hringdir en samt reyndi maður að svara því þetta er jú vinnan manns .

Vona innilega að Svavar reddi þér þessu .

Fyrirgefðu vesenið vinur .....ætla að reyna í lengstu lög að forðast svona vandræði .

kv.
Þórarinn
Musso varahlutir


Musso varahlutir
Innlegg: 696
Skráður: 25.jún 2011, 19:45
Fullt nafn: Þórarinn Sverrisson

Re: last-musso varahlutir/þórarinn

Postfrá Musso varahlutir » 30.jún 2015, 00:30

Sæll aftur Valdi ....

bara til að hafa það á hreinu þá sendir þú mér myndina 26.05.2015 ....taldi mig hafa sagt þér að ég yrði í fríi 05.06-15.06.2015 .....þú talaðir ekki við mig fyrir 2 1/2 mánuði ....bara til að hafa rétt RÉTT .

kv.
Þórarinn
Musso varahlutir


Höfundur þráðar
Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: last-musso varahlutir/þórarinn

Postfrá Valdi B » 30.jún 2015, 03:24

ég átti við að ég hefði talað við svavar, svo talaði ég við þig eftir að ég sá auglýsinguna að þú værir að parta 90 krúser hérna á spjallinu :)

og rétt er það að ég ætlaði að senda þér mynd hérna á þessari síðu en fannst síðan auðveldara að senda hana bara beint í síma ef það væri hægt þar sem ég var hvort eð er að fara að taka hana með síma, hringdi í þig áður og þú sagðir að það væri ekkert mál að senda myndina í síma, og sagðir mér númerið og að það væri í öðrum síma sem ég væri í rauninni að senda myndina, þú myndir síðan hringja til baka en síðan nokkrum dögum síðar hringdi ég aftur og þá sagðir þú mér það sama, að myndin (sms ið sem ég sendi þér og þú baðst mig að senda í annan síma en símann sem þú gefur upp í auglýsingunni og ég hafði hringt í) væri í öðrum síma og þú myndir kíkja á það seinnipartinn.

já ég hringdi í þig 26.05.15 og sendi myndina 5 mínútum seinna í númerið sem þú sagðir mér að senda þér hana í. hringdi líka 05.06.15,09.06.15,12.06.15,18.06.15 og 25.06.15 og þá loksins kom það á hreint að þú ættir ekki innrabretti en vinur þinn ætti bretti sem væri dýrara.

ég er að heyra það í fyrsta sinn núna þegar ég les það að þú hafir sagst ætla vera í fríi, nefndir það aldrei, bara til að rétt sé rétt.

ég væri alveg til í að taka brettið af sjálfur og koma með verkfærin í það sjálfur ef það stæði til boða og þegar ég er orðinn góður, má fara að gera eitthvað af mér aftur eftir 2 vikur núna og búinn að vera á sófanum með brotinn hryggjarlið,bringubein,rifbein og fleira í 4 vikur. en svona er þetta því miður.

svo það sé á hreinu svo enginn misskilji það þá er ég ekki að segja að ég sé búinn að vera að bíða eftir innrabretti frá þórarinn/musso varahlutum í 2 og hálfann mánuð, heldur er ég búinn að vera að leita og já búið að vanta innrabretti í þennan tíma. ég er bara búinn að vera að bíða eftir að klára viðskiptin og tilbúinn að millifæra fyrir brettinu á þórarinn í mánuð (mínus 1 dag) 26.5 - 25.6 þegar ég fæ að vita að það sé ekki að fara að gerast. sem mér finnst hundleiðinlegt og alveg í lagi að segja frá mínum hrakförum í þessari óheppni.

afsakið að ég var að tala um eitthverja fleiri hérna eins og hann svavar, en ég mun hringja í hann á næstu dögum (ekki eins og ég hafi neitt betra að gera liggjandi á sófanum) og vona að hann eigi ennþá til innrabrettið, og ef svo er fer ég til hans og tek það úr sjálfur, hef verkfærin í það og ekki eins og þetta sé það erfiðasta í heimi.

kv.valdi

ps. ég vil ekkert vera að drulla yfir einn né neinn, mér finnst eingöngu sanngjarnt að segja frá því hvernig þetta gekk fyrir sig og ég hef lesið og heyrt margt gott sagt um hann þórarinn /musso varahlutir og það er bara flott. þá hlýt ég að vera einn af milljón sem er svona óheppinn.
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: last-musso varahlutir/þórarinn

Postfrá Svenni30 » 31.júl 2015, 21:05

Topp þjónusta hjá þórarinn/musso varahlutum
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"


Höfundur þráðar
Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: last-musso varahlutir/þórarinn

Postfrá Valdi B » 07.aug 2015, 01:45

það er bara gott að menn hafi aðra reynslu af honum en ég. en ég verð að hrósa honum svavari partasala í grindavík ! ég fékk innrabretti hjá honum og alla þá varahluti sem mér vantaði og það á verði sem ég hefði aldrei fengið þá á annars staðar þar sem þeir voru ennþá langt undir verðinu sem þórarinn var búinn að hækka innrabrettið uppí. svavar er toppmaður í þessu toyotubrasi fyrir mér og mæli ég með því við alla sem vantar toyotu hluti að tjekka á honum með hvort hann eigi þá til.

kosturinn við hann svavar var sá að hann svaraði símanum, sagði hreint út sagt verð, og stóð við það verð! og ég fékk alla varahlutina sem mér vantaði í cruiserinn svo það eru allavega meiri líkur en minni á að ég nenni að klára hann fyrir veturinn og hafi þá almennilegann slyddujeppa. sem því miður virtist ekki vera að fara að gerast ef ég ætlaðiað reyna að fá þessa varahluti annarsstaðar....
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000


Narfi
Innlegg: 35
Skráður: 18.jan 2013, 12:08
Fullt nafn: Halldór Hafdal Halldórsson

Re: last-musso varahlutir/þórarinn

Postfrá Narfi » 07.aug 2015, 17:13

Þetta eru toppmenn í Hafnafirðinum þú ert bara ekki með rétta bíltegund;-) mig vantaði spíssarör um daginn og hringdi í musso parta þeir redduðu þessu samdægurs og sendu mér rörið í pósti á Bolungarvík og tóku ekkert aukalega fyrir umstangið.


Höfundur þráðar
Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: last-musso varahlutir/þórarinn

Postfrá Valdi B » 10.aug 2015, 00:58

já það hlýtur að vera,allavega virðist ég einn hafa lent í þessum leiðindum sem er bara gott. ég fékk varahlutina sem mér vantaði hjá svavari partasala í grindavík og er uppgerðin á toyotu hræinu komin almennilega í gang núna :)
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000


Til baka á “Lof & last”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 2 gestir