Síða 1 af 1

Arctic Trucks

Posted: 30.sep 2014, 15:21
frá jongud
Þessir fá sko stóran plús í kladdann hjá mér.

Ég fór til öryggis í söluskoðun með bíl sem mér leist sæmilega vel á, en ákvað að láta fagmenn kíkja á hann í stað þess að skríða undir hann með listann sem ég útbjó.
Í stuttu máli fundu þeir ALLT AÐ!

Kerrutengil vantar (ég dreg aldrei kerru þannig það eǵ var ekkert að spá í það)
Handbremsa heldur ekki B/M
Búið að taka þokuljós úr framstuðara
Bremsar ójafnt að aftan, diskar ónýtir
Framdemparar ónýtir
Ryðskemmdir í hurðarfalsi B/M aftan (þetta var ég búinn að sjá)
Stilla þarf pikkbarka á skiptingu (mér fannst hann hálfgerður slóði!)
Áklæði á bílstjórasæti skemmt (þetta sá ég)
Pústar út með EGR röri á soggrein
Vatn í afturljósi v/m
Gírkassapúði ónýtur
Ballannsstangargúmmí framan og aftan ónýt
Smá ryðgat á grind við ballansstangarenda v/m aftan
Ryðskemmdir í síls b/m (þetta sá ég)
Slag í báðum neðri spindilkúlum að framan
Stýrisupphengja h/m ónýt
Samsláttarpúða vatar á efri spyrnu h/m
Innri öxulhosa v/m framan að gefa sig
Ryðgöt á innra bretti h/m framan (þetta sá ég)
Mikið slag í þurrkuspindlum
Soghljóð við ventil í soggrein þarf að skoðast betur (þetta bað ég þá sérstaklega að athuga)
Þurrkurofi orðin lélegur
Samlæsingar virka ekki rétt

Samtals 23 atriði

Re: Arctic Trucks

Posted: 30.sep 2014, 16:11
frá villi58
Þetta getur þá ekki verið Hilux ???

Re: Arctic Trucks

Posted: 30.sep 2014, 18:33
frá Magni
Og hvað kostar svona skoðun?

Re: Arctic Trucks

Posted: 30.sep 2014, 21:04
frá Izan
villi58 wrote:Þetta getur þá ekki verið Hilux ???

Nei, það er ekki svona mikið af dóti í hælúx!!!

Re: Arctic Trucks

Posted: 30.sep 2014, 21:24
frá MattiH
Fór einu sinn með 90 cruiser sem ég var eiginlega ákveðin í að kaupa,
en var fljótur að hætta við eftir söluskoðun hjá þeim.
Það var stóra ritgerðin af allskyns hlutum sem ég hefði jafnvel ekki fattað að skoða og var bíllin í mjög vondu ásigkomulagi þó svo hann virtist fínn í prufuakstri.
Mæli hiklaust með því að láta þá söluskoða.
Það er minir mig 5-7þús kr en ekki spurning í mínum huga.

Re: Arctic Trucks

Posted: 30.sep 2014, 21:48
frá Stebbi
Hvað eru þetta gamlir bílar sem þið eruð að fara með í söluskoðanir?

Re: Arctic Trucks

Posted: 30.sep 2014, 22:00
frá Navigatoramadeus
þetta kostar um 11þkr hjá Frumherja, þó ég vinni á bílaverkstæði fer ég alltaf með bíla sem ég er að spá í að kaupa í sölu/ástandsskoðun.

þeir eru með hemlamælingu, demparaprófara og afgasmælingu umfram það sem ég hef og einnig er þetta óháður fagaðili svo þegar það finnst ýmislegt að er það ekki bara ég að finna alla hluti að heldur fagaðili sem hefur ekki hag af neinu (nema skoðuninni).

hverrar krónu virði.

hef tvisvar farið með bíla í svona skoðun og hætt við að kaupa þá en sparaði mér miklu meira en 11þkr fyrir utan tíma og ergelsi.

Re: Arctic Trucks

Posted: 01.okt 2014, 08:21
frá jongud
Arctic Trucks eru að taka um 11-þúsund fyrir svona skoðun, og þeir taka sér klukkutíma í þetta. Og mér finnst það alveg þess virði.
Þetta er '99 árgerðin af Pajero sem ég lét skoða og það var sett á hann 890 þúsund. Fyrir söluskoðun hefði ég getað pínt staðgreiðsluverð niður í 760, en ég kaupi hann ekki á því verði í þessu ástandi.
Það furðulega er að bíllinn rann í gegnum skoðun án athugasemda í apríl síðastliðnum.

Re: Arctic Trucks

Posted: 01.okt 2014, 09:03
frá Lada
Stebbi wrote:Hvað eru þetta gamlir bílar sem þið eruð að fara með í söluskoðanir?


Aldur bílsins skiptir mig engu máli. Miklu frekar sú staðreynd að þetta er heljar fjárfesting, hvort sem fólk er að kaupa bíla fyrir hundruð þúsunda eða milljónir. Þegar fólk er búið að leggja mikla peninga í bíl þá hefur enginn áhuga á óvæntum bilunum með tilheyrandi verkstæðiskostnaði.

Kv.
Ásgeir

Re: Arctic Trucks

Posted: 01.okt 2014, 10:15
frá Tómas Þröstur
En það verður samt alltaf happadrætti að kaupa notaðan bíl þó að vandað sé til söluskoðunnar. Það er svo margt sem ekki hægt er að sjá nema hreinlega með að rífa bílin í sundur og skoða innmatinn.

Re: Arctic Trucks

Posted: 01.okt 2014, 12:47
frá Stebbi
[quote uid=82 name="Stebbi" ]Hvað eru þetta gamlir bílar sem þið eruð að fara með í söluskoðanir?[/quote]<br /><br />Aldur bílsins skiptir mig engu máli. Miklu frekar sú staðreynd að þetta er heljar fjárfesting, hvort sem fólk er að kaupa bíla fyrir hundruð þúsunda eða milljónir. Þegar fólk er búið að leggja mikla peninga í bíl þá hefur enginn áhuga á óvæntum bilunum með tilheyrandi verkstæðiskostnaði.<br /><br />Kv.<br />Ásgeir<br/>

Ef þú ert að fara að kaupa 15 ára gamlan japanskan jeppa þá geturðu gengið að því sem gefnum hlut að það sé svona listi sem þarf að laga. Og þá skiptir engu máli hvaða merki er á honum.

Re: Arctic Trucks

Posted: 01.okt 2014, 13:07
frá Kiddi
Ég átta mig ekki alveg hvert menn eru að fara með þetta hérna, við erum að tala um söluskoðun fyrir 11 þúsund kall og þá veit maður alveg hvað er að bílnum og getur tekið upplýsta ákvörðun hvort maður vilji kaupa þennan bíl og skiptir þá engu máli hvort hann er 2 ára gamall eða 15. Er það alveg skelfilegt að menn skuli fara með 15 ára gamla bíla til að komast nær því að vita ástandið á þeim?

Re: Arctic Trucks

Posted: 01.okt 2014, 13:39
frá Lada
Stebbi wrote:Ef þú ert að fara að kaupa 15 ára gamlan japanskan jeppa þá geturðu gengið að því sem gefnum hlut að það sé svona listi sem þarf að laga. Og þá skiptir engu máli hvaða merki er á honum.


Það er nú einu sinni þannig að sumir hafa einfaldlega ekki efni á að kaupa nýrri bíla en 15 ára, þá er eins gott að vanda valið. Það er ekki endilega þannig að menn séu að leita að gallalausum bílum, heldur kannski frekar að leita að bílum með "göllum sem þeir sætta sig við" eða geta jafnvel lagað sjálfir með litlum tilkostnaði. Þá eru 11.000 kr. ekki há upphæð fyrir skoðun á hlutum sem þú hefur ekki aðstöðu til að skoða eða þekkingu til að meta.
Svo vita það allir að rekstur á jeppum er dýr og viðhald oft á tíðum meira en á fólksbílum. En jeppadellan herjar á alla óháð efnahag.
Kv.
Ásgeir

Re: Arctic Trucks

Posted: 01.okt 2014, 14:36
frá muggur
Tek undir lofið á AT og þessar söluskoðanir þeirra. Fór með minn Pajero til þeirra og ég tel að þessum 10 þús kalli hafi verið vel varið á sínum tíma. Þeir fundu allan fjandan að bílnum sem ég algjörlega blautur á bakvið eyrun og með stjörnur í augum að kaupa minn fyrsta jeppa hefði aldrei tekið eftir.

Held að enginn búist við að fá gamlan jeppa á ca. milljón sem er á pari við nýjan úr kassanum. Aftur á móti eru þessar skoðanir góð tæki til að lágmarka áhættu kaupanda, sérstaklega þegar þeir hafa ekki kunnáttu til að meta svona bíla. Það er nefnilega ekkert að því að kaupa aðeins bilaðan bíl, bara ef þú gerir ráð fyrir því í kaupunum.

Þrátt fyrir að hafa ýmsa fjöruna sopið með minn Pajero, miklar pælingar, lestur og bras þá myndi ég samt fara í söluskoðun til AT ef ég ætlaði að kaupa mér annan eins (sem er nú ekki alveg líklegt).

kv. Muggur

Re: Arctic Trucks

Posted: 02.okt 2014, 04:08
frá Hfsd037
Smá ryðgat á grind við ballansstangarenda v/m aftan

Ég var ekki lengi að spotta það út að þetta væri Pajero eftir að ég las þetta :)

Re: Arctic Trucks

Posted: 27.okt 2014, 15:54
frá jongud
Enn eru þeir að bjarga manni, fór með annan í söluskoðun og núna var það TOYOTA
( Land Cruiser 90 )
Og það er sett á þetta 1,1 MILLJÓN !

Re: Arctic Trucks

Posted: 27.okt 2014, 19:17
frá Fordinn
Hahahaha já listarnir eru fljotir að lengjast... þegar madur kaupir gamlan jeppa... þá sjálfkrafa gerir madur ráð fyrir fjárútlátum....

Ég hef aldrei eignast jeppa með alla slithluti nýja... yfirleitt hefur þurft að skipta um eitt og annað til að telja þetta ferðafært.

Ég er hinsvegar hættur þessu rugli og hef ákveðið að eiga jeppan sem ég hef átt siðan 2006 Sennilega gáfulegasta sem hægt er að gera í dag.

Það sem madur þarf virkilega að fá að vita er ástand á grind og boddý, og allir þessu stóru hlutir... það eru þeir sem eiga að stjórna því hvort madur kaupi eða kaupir ekki og verðið auðvitað með í því.