Síða 1 af 1
LAST: Íslandspóstur
Posted: 24.júl 2014, 11:08
frá jongud
Nú eru þeir endanlega farnir yfir um.
Ég fékk bréf vegna sendingar að utan og var sagt að senda reikning.
Í sama umslagi var afrit af reikningnum...
Re: LAST: Íslandspóstur
Posted: 24.júl 2014, 20:41
frá ivar
Þessi þráður gæti orðið langur...
Hefur einhver eh gott um þá að segja?
Ég get sagt ykkur nokkrar leiðinlegar sögur og reyni orðið að senda allt með DHL, fedEx eða öðrum sambærilegum.
Núna síðast fékk ég vöru sem var bras að fá út úr toll þeirra vegna. Borgaði 14.000kr í toll og 11.000kr í aðra lið s.s. geymslugjald, tollskýrlsugerð, póststuðning ofl. :(
Skítakompaní
Re: LAST: Íslandspóstur
Posted: 24.júl 2014, 21:11
frá Gudni Thor
lenti í tví sama pantadi frá summit og íslandspóstur sendi svo bréf um ad tad vantadi uppl um hvad tetta væri og í sama umslag settu their sundurlidadann reikn frá summit med öllum verdum og sendingarkostnadi!!!
Re: LAST: Íslandspóstur
Posted: 24.júl 2014, 22:27
frá olei
Minnir að það sama hafi hent mig. Dettur í hug að vandinn hafi falist í því að þau áttuðu sig bara ekki á því hvað þetta var - sem var svosem ekkert skrítið. Uppblásin bleik kind frá Afghanistan.
Að öllu gamni slepptu, þá finnst mér pósturinn standa sig bara nokkuð vel. Þeir mættu hinsvegar gleyma þessu "mappan.is" dæmi og prenta bara út fyrir mann aðflutningsskýrsluna þegar varan er sótt.
Re: LAST: Íslandspóstur
Posted: 24.júl 2014, 23:36
frá grimur
Ég verð að bæta hér inn sögu af tollinum, svona fyrst við erum í þessum gírnum:
Þannig vill til að ég vinn hjá fyrirtæki sem flytur mjög oft inn alls kyns prótótýpur, efnavörur, íhluti verkfæri og hvaðeina vegna sinnar starfsemi.
Fyrir um einu og hálfu ári síðan festust í tolli tvær frumgerðir af prjónuðum, hvítum sokkum. Tollurinn þurfti frekari skýringu á hvað þetta væri til að fá þetta leyst út.
Það sem fyndnara er að í sömu vikunni vorum við að flytja inn frá Kína 30 kíló af fínu hvítu dufti. Það flaug hins vegar í gegn algerlega umyrðalaust og þarfnaðist ekki neinna frekari skýringa.
Margt skrýtið í Tollhausnum.
Re: LAST: Íslandspóstur
Posted: 25.júl 2014, 09:27
frá jongud
Gudni Thor wrote:lenti í tví sama pantadi frá summit og íslandspóstur sendi svo bréf um ad tad vantadi uppl um hvad tetta væri og í sama umslag settu their sundurlidadann reikn frá summit med öllum verdum og sendingarkostnadi!!!
hehe, passar ég var að fá sent frá Summit
Re: LAST: Íslandspóstur
Posted: 26.júl 2014, 10:54
frá jongud
Þeir mega þó eiga það að vera snöggir þegar reikningurinn er kominn til þeirra eftir svona krókaleiðum, fékk pakkann afhentan í gærkvöld...