Þekkir einhver HP Transmission á Akureyri?


Höfundur þráðar
gunnarb
Innlegg: 153
Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
Bíltegund: Hilux 44"

Þekkir einhver HP Transmission á Akureyri?

Postfrá gunnarb » 01.júl 2014, 23:53

Ég keypti um miðjan maí uppgerða sjálfskiptingu af Einari í HP Transmission á Akureyri. Það var ekkert mál að ná í Einar meðan ég var að bíða eftir skiptingunni frá honum og hún var síðan send norður um heiðar. Í ljós kom að skiptingin var biluð og ég hringdi í hann til að til að láta hann vita. Hann sagðist ætla að hringja eitt símtal og hringja síðan til baka. Nokkrir dagar liðu og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mínar til að hringja í hann svarar hann ekki símanum. Þegar ég sendi honum sms og spyr hvort hann ætli virkilega ekki að svara símtölum frá mér fæ ég SMS sem segir "jú ég er bara búinn að vera algjörlega upptekinn á fundi ..... bjalla þegar ég losna". Þetta var þann 28 maí. Ég er búinn að gera óteljandi tilraunir til að ná í manninn en hann svarar ekki síma (ekki mér allavega).

Eftir því sem ég hef spurst fyrir um er þetta vænsti drengur sem ku standa við allt sitt. Af þeirri ástæðu er ég búinn að vera ansi þolinmóður og treyst því að hann hefði samband með trúverðuga skýringu á framkomunni við mig. Þolinmæðina er þó að þrjóta.

Kannast einhver við hann, hafa fleiri lent í svona málum eða vita menn hvar hægt er að hafa uppá þessum herramanni?

Kveðja,

Gunnar
Síðast breytt af gunnarb þann 02.júl 2014, 08:12, breytt 1 sinni samtals.
magnusv
Innlegg: 308
Skráður: 26.jún 2011, 22:49
Fullt nafn: magnús veigar ásgrímsson

Re: Þekkir einhver HP Transmission á Akureyri?

Postfrá magnusv » 02.júl 2014, 00:49

ég hef 2x verslað við hann og látið hann gera upp skiptingu fyrir mig, aldrei verið vesen toppmaður í alla staði og með flott verð

það er bara mín personulega reynsla og ef ég stend aftur í skiptingarveseni þá mun ég hafa aftur samband við hann


Höfundur þráðar
gunnarb
Innlegg: 153
Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
Bíltegund: Hilux 44"

Re: Þekkir einhver HP Transmission á Akureyri?

Postfrá gunnarb » 03.júl 2014, 14:39

OK, takk fyrir póstinn. Þetta rímar alveg við það sem ég hef heyrt, vonandi bara eitthvað tilfallandi hjá honum.

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Þekkir einhver HP Transmission á Akureyri?

Postfrá Svenni30 » 03.júl 2014, 22:27

Ég hef heyrt bæði slæmt og gott um Einar. Ekki gefast upp, reyndu að ná af honum
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"


Höfundur þráðar
gunnarb
Innlegg: 153
Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
Bíltegund: Hilux 44"

Re: Þekkir einhver HP Transmission á Akureyri?

Postfrá gunnarb » 17.aug 2014, 09:47

Jæja félagar. Þá get ég upplýst ykkur um afhverju ég náði ekki í hann. Einar Gunnlaugsson sem er/rekur HP transmission er einfaldlega óheiðarlegur. Ég er búinn að senda honum mörg sms og hringja í hann í tugi skipta. Þegar ég hringdi í hann úr leyninúmeri svaraði hann í hvelli. Eins og fyrr laug hann því að ílla stæði á hjá honum og hann myndi hringja eftir smá stund. Hann sendi meira að segja SMS daginn eftir til að útskýra afhverju hann hefði svikið það að hringja deginum áður. Hann kannaðist við tugi símtala frá mér og sagðist alls ekki ætla að hlaupa frá því að hafa logið inná mig ónýtri skiptingu, en að sjálfsögðu eru efndirnar engar. Það er prinsíp mál hjá mér að láta ekki stela frá mér þannig að þetta mál fer lóðbeint í lögfræðing.

Passið ykkur á Einari Gunnlaugssyni, stjórnarmanni í Bílaklúbbi Akureyrar, hann er óheiðarlegur.

kv.

Gunnar Bjarnason.

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2768
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Þekkir einhver HP Transmission á Akureyri?

Postfrá elliofur » 17.aug 2014, 10:43

Ég færði þetta í lof og last dálkinn.

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Þekkir einhver HP Transmission á Akureyri?

Postfrá Hr.Cummins » 02.sep 2014, 22:42

Hef aðeins heyrt góðar sögur af manninum...

Atvikaðist það þó í sumar að skoðunarmaður á vegum BA dæmdi mig óhæfan til keppni vegna skorts á munstri í framdekkjum, hafði hann engin mæligögn til að sanna sitt mál enda kom það á daginn að dekkin voru skoðunarhæf og því hæf til keppni, var það þó ekki fyrr en daginn eftir...

Ég brást ókvæða við og rauk úr pittinum eftir að mér var vísað frá keppni og í framhaldinu tjáð að ég sætti nú keppnisbanni (þó að ekki væri búið að ákvarða svo af AKÍS), en ákvað ég strax að ég skyldi hafa samband við Einar að fyrra bragði og biðja hann formlega afsökunar á framferði mínu og bjóðast til að bæta þeim skaðann. Tjáði hann mér að skaðinn væri nú sennilegast enginn en afsökunarbeiðnin væri tekin gild og eflaust yrði ekkert aðhafst frekar í málinu.

Þó var ekki svo, og reyndu þeir að rífa 30.000kr úr mínum vasa með því að rukka mig fyrir málningu á hálkusvæði BA svæðisins. Hef ég áreiðanlegar heimildir fyrir því að gúmmí-ið hafi einfaldlega verið þrifið af og ekki farið svo lítið sem millilíter af málningu niður á svæðið. Þá hafi Einar vitnað sérstaklega um "háskalegan" akstur minn og svo framvegis.

Get því miður ekki sagt að hann sé hreinn og beinn, þykir ekkert leiðinlegra en menn sem að stökkva í sparigallann rétt á meðan þeir koma til dyra....
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]


Hlynur Sig
Innlegg: 1
Skráður: 11.des 2014, 22:53
Fullt nafn: Hlynur Sigbjörnsson
Bíltegund: Jeep

Re: Þekkir einhver HP Transmission á Akureyri?

Postfrá Hlynur Sig » 12.des 2014, 23:48

Ég hef ekki áður sett neitt inn á þetta spjall, en þegar ég las þetta um HP transmission fann ég mig knúinn til að skrá mig hér inn til að segja mína sögu um viðskipti við HP transmission.
Ég hringdi í umræddan Einar Gunnlaugsson í vor út af bilaðri 700r4 skiptingu og hann tók að sér að gera við hana. Eftir að hann hafði fengið skiptinguna hringdi hann í mig og sagðist eiga yngri skiptingu, uppgerða, sem væri mun sterkari en sú gamla og hann væri til að láta mig hafa hana fyrir minni pening en hann hafði gefið upp sem kostnað við að gera upp þá gömlu. Auðvitað féllst ég á þennan díl, fékk skiptinguna og setti hana í en þá kom í ljós að hún virkaði ekki sem skildi, þ.e.a.s. það var enginn 2. gír. Hringdi í Einar og sagði farir mínar ekki sléttar og hann tók skiptinguna til baka, fór yfir hana og skipti um eitthvað í henni, án þess að nokkuð sæi á því (700r4 er að mér skilst hálfgerður gallagripur) og sendi til baka án nokkurs kostnaðar og skiptingin virkar fínt.
Hef í þessum samskiptum við Einar stundum lent í því að hann svarar ekki í síma en hann hringir nánast undartekningarlaust til baka. Þekki manninn ekkert persónulega en allir sem hafa fylgst með torfærunni undanfarna áratugi vita hver maðurinn er. Veit samt að hann varð bæði faðir og afi á árinu og menn verða auðvitað að fá tíma í þau hlutverk.
Mér finnst einhvernveginn að menn séu að taka fullmikið upp í sig þegar þegar þeir eru farnir að úthrópa það að Einar Gunnlaugsson sé óheiðarlegur og menn ættu að passa sig á honum.
Mín reynsla er í öllu falli allt önnur og ég held að umræddur Einar sé einn af okkar allra bestu mönnum til að taka upp og gera við sjálfskiptingar. Ég mun örugglega hringja í hann aftur þegar næsta skipting bilar. Hef að vísu ekki hringt í hann til að láta hann vita að 700 skiptingin sé í lagi en það er nú víst einhvernveginn þannig að maður er víst fljótari að láta vita þegar eitthvað er að en þegar hlutirnir eru í lagi.
Hlynur Sigbjörnsson
Laugavöllum 18
700 Egilsstöðum


Höfundur þráðar
gunnarb
Innlegg: 153
Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
Bíltegund: Hilux 44"

Re: Þekkir einhver HP Transmission á Akureyri?

Postfrá gunnarb » 14.des 2014, 09:36

Hlynur Sig wrote:Ég hef ekki áður sett neitt inn á þetta spjall, en þegar ég las þetta um HP transmission fann ég mig knúinn til að skrá mig hér inn til að segja mína sögu um viðskipti við HP transmission.
Ég hringdi í umræddan Einar Gunnlaugsson í vor út af bilaðri 700r4 skiptingu og hann tók að sér að gera við hana. Eftir að hann hafði fengið skiptinguna hringdi hann í mig og sagðist eiga yngri skiptingu, uppgerða, sem væri mun sterkari en sú gamla og hann væri til að láta mig hafa hana fyrir minni pening en hann hafði gefið upp sem kostnað við að gera upp þá gömlu. Auðvitað féllst ég á þennan díl, fékk skiptinguna og setti hana í en þá kom í ljós að hún virkaði ekki sem skildi, þ.e.a.s. það var enginn 2. gír. Hringdi í Einar og sagði farir mínar ekki sléttar og hann tók skiptinguna til baka, fór yfir hana og skipti um eitthvað í henni, án þess að nokkuð sæi á því (700r4 er að mér skilst hálfgerður gallagripur) og sendi til baka án nokkurs kostnaðar og skiptingin virkar fínt.
Hef í þessum samskiptum við Einar stundum lent í því að hann svarar ekki í síma en hann hringir nánast undartekningarlaust til baka. Þekki manninn ekkert persónulega en allir sem hafa fylgst með torfærunni undanfarna áratugi vita hver maðurinn er. Veit samt að hann varð bæði faðir og afi á árinu og menn verða auðvitað að fá tíma í þau hlutverk.
Mér finnst einhvernveginn að menn séu að taka fullmikið upp í sig þegar þegar þeir eru farnir að úthrópa það að Einar Gunnlaugsson sé óheiðarlegur og menn ættu að passa sig á honum.
Mín reynsla er í öllu falli allt önnur og ég held að umræddur Einar sé einn af okkar allra bestu mönnum til að taka upp og gera við sjálfskiptingar. Ég mun örugglega hringja í hann aftur þegar næsta skipting bilar. Hef að vísu ekki hringt í hann til að láta hann vita að 700 skiptingin sé í lagi en það er nú víst einhvernveginn þannig að maður er víst fljótari að láta vita þegar eitthvað er að en þegar hlutirnir eru í lagi.
Hlynur Sigbjörnsson
Laugavöllum 18
700 EgilsstöðumSæll Hlynur.

Þetta er fínn póstur hjá þér og ég ber virðingu fyrir þeim sem standa með vinum sínum eða vilja verja þá sem þeim þykir ómaklega vegið að. Þar sem ég hóf þennan þráð finnst mér að mér beri skylda til að undirstrika að ég tel mig ekki vera að "úthrópa Einar" eða gera honum upp sakir. Ég efast ekki um það að Einar hafi átt viðskipti við menn án þess að svíkja þá, þó hann hafi svikið mig. Fyrir mér er málið hinsvegar afar einfalt. Hann seldi mér ónýta skiptingu hætta að svara símtölum frá mér eftir að ég hafði sagt honum að skiptingin hefði verið biluð. Skiptingin fór beint á Ljónstaði frá Einari og þeir dæmdu hana bilaða. Bíllinn beið hjá þeim í nærri 6 vikur meðan ég gaf Einari kost á því að gera hreint fyrir sínum dyrum. Ég er ekki að skrökva því að ég hafi reynt í tugi skipta að hringja í hann eða senda honum SMS án þess að hann svaraði. Hann svaraði þó í hvelli þegar ég hringdi úr leyninúmeri, en sagði strax, "ég get ekki talað núna, má ég hringja í þig á eftir" sem hann stóð ekki við frekar en fyrri daginn.

Ég hef sjálfur orðið faðir og þekki menn sem hafa orðið afar, en við það hafa þeir ekki hætt að standa við orð sín eða ekki getað svarað símtali í 6 vikur. Ég dæmi menn ekki af orðum annarra, en ég verð því miður að segja að persónuleg reynsla mín af viðskiptum við hann er slæm. Hann seldi mér ónýtann hlut, lofaði ítrekað að hafa samband aftur og hætti síðan að svara símtölum.

Ég hef átt viðskipti við menn í þessu bílasporti okkar hér á vefnum í tugi skipta án þess að það hafi nokkurntíma skugga á borið. Hér inni á spjallinu hjálpast menn að og ég mun því gera mitt besta til að koma í veg fyrir að aðrir verði sviknir af honum með segja frá reynslu minni ef það getur orðið til þess að menn fari varlegar í viðskiptum við Einar Gunnlaugsson en ég gerði.

Kveðja
Gunnar Bjarnason
Grundargerði 12
RVK


Elisvk
Innlegg: 23
Skráður: 17.apr 2013, 09:37
Fullt nafn: Elís Viktor Kjartansson

Re: Þekkir einhver HP Transmission á Akureyri?

Postfrá Elisvk » 08.jan 2015, 00:24

Er ekkert svar komið frá honum enn hvort hann ætli að ganga frá þessu?


Til baka á “Lof & last”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 2 gestir