Síða 1 af 1

Lof: Poulsen

Posted: 23.maí 2014, 01:17
frá grimur
Lof á Poulsen. Enn einu sinni koma þeir á óvart með ótrúlega mikið ódýrari varahluti en aðrir. Mig vantaði afturhjólalegur í Yarisinn, svona hubba unit með abs skynjara og alles. Toyota átti bara eitt stykki, enda kostar þetta 53.000 kall þar. Í annað hjólið. Poulsen er með þetta á um 12.500. Stilling yfir 30.000.
Ríflega fjórfaldur munur miðað við umboðið. Magnað.

Ég er farinn að tékka á þeim í hvert skipti sem mig vantar eitthvað, og ótrúlega oft er flest eða allt til og ekki á sama okur ruglinu og í Dý****ust, Sp*****gu eða hvaða Óboði sem er...

Re: Lof: Poulsen

Posted: 23.maí 2014, 08:34
frá Sævar Örn
Þetta er glæsilegt verð á hjóllegu höbbi, ég er akkurat sjálfur í sama verki og grunaði að legan myndi getað kostað um og yfir 20,000