Lof - Skoðunarmenn Frumherja á Granda*

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 250
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Lof - Skoðunarmenn Frumherja á Granda*

Postfrá muggur » 19.mar 2014, 14:16

Fór með bílinn í smurningu í gær og fékk lista yfir það sem væri að undirvagninum hjá mér. Smurstöðin fann slit í stýrisarmi, sögðu balnacestangarenda að aftan ónýta og fóðringar á stöngunum að aftan ónýtar auk þess sem afturdempari væri farinn.

Allavega þá fór ég til nágranna minna hjá Frumherja út á Granda og bað þá um að segja mér hvað væri farið í stýrisganginum. Þeir kipptu bílnum inn, djöfluðust á öllu hjólasettinu og gáfu mér þann dóm að þetta væri allt í fínu, gúmmíin að aftan væru sprungin en það væri ekkert slag í þessu hjá mér og því í góðu lagi. En jú demparinn er farinn. Þetta skoðuðu þeir allt með bros á vör og það besta var; rukkuðu ekki krónu.

Mun halda áfram að fara með bílana mína í skoðun hjá þessum höfðingjum.

Takk fyrir mig
Muggur

* editadi postinum, kalladi tha Nyherja en ekki Frumherja :-)
Síðast breytt af muggur þann 19.mar 2014, 15:03, breytt 1 sinni samtals.


----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 583
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Lof - Skoðunarmenn Nýherja á Granda

Postfrá Óskar - Einfari » 19.mar 2014, 14:42

muggur wrote:Fór með bílinn í smurningu í gær og fékk lista yfir það sem væri að undirvagninum hjá mér. Smurstöðin fann slit í stýrisarmi, sögðu balnacestangarenda að aftan ónýta og fóðringar á stöngunum að aftan ónýtar auk þess sem afturdempari væri farinn.

Allavega þá fór ég til nágranna minna hjá Nýherja út á Granda og bað þá um að segja mér hvað væri farið í stýrisganginum. Þeir kipptu bílnum inn, djöfluðust á öllu hjólasettinu og gáfu mér þann dóm að þetta væri allt í fínu, gúmmíin að aftan væru sprungin en það væri ekkert slag í þessu hjá mér og því í góðu lagi. En jú demparinn er farinn. Þetta skoðuðu þeir allt með bros á vör og það besta var; rukkuðu ekki krónu.

Mun halda áfram að fara með bílana mína í skoðun hjá þessum höfðingjum.

Takk fyrir mig
Muggur


Ekki vissi ég að Nýherji væri eitthvað að fást við bíla og hvað þá að þeir væru út á Granda, hélt að þeir væru bara í Borgartúninu ;) en flott þjónusta samt!
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


Hlynurn
Innlegg: 88
Skráður: 11.feb 2013, 14:10
Fullt nafn: Hlynur Nökkvi Hlynsson
Bíltegund: Hilux

Re: Lof - Skoðunarmenn Frumherja á Granda*

Postfrá Hlynurn » 19.mar 2014, 15:24

Hef einmitt fari í frumherja og biðið þá um að tjékka á dóti fyrir mig, og þetta er víst bara ekki neitt mál svo lengi sem það er lítið að gera hjá þeim. Flott þjónusta hjá þeim og þeir nenna að útskýra hlutina fyrir vitleysingum eins og mér :)

Kv. Hlynur


stebbi83
Innlegg: 34
Skráður: 01.apr 2011, 20:55
Fullt nafn: stefán ingi daníelsson

Re: Lof - Skoðunarmenn Frumherja á Granda*

Postfrá stebbi83 » 19.mar 2014, 18:34

Hvað má þá segja um þessa smurstöð sem þú fórst á?
Buðust þeir kannski til að skipta um þetta fyrir þig?

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 250
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Lof - Skoðunarmenn Frumherja á Granda*

Postfrá muggur » 19.mar 2014, 19:57

stebbi83 wrote:Hvað má þá segja um þessa smurstöð sem þú fórst á?
Buðust þeir kannski til að skipta um þetta fyrir þig?


Hurru já smurstöðin bauðst til að bóka tíma fyrir mig
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


Hlynurn
Innlegg: 88
Skráður: 11.feb 2013, 14:10
Fullt nafn: Hlynur Nökkvi Hlynsson
Bíltegund: Hilux

Re: Lof - Skoðunarmenn Frumherja á Granda*

Postfrá Hlynurn » 19.mar 2014, 21:37

muggur wrote:
stebbi83 wrote:Hvað má þá segja um þessa smurstöð sem þú fórst á?
Buðust þeir kannski til að skipta um þetta fyrir þig?


Hurru já smurstöðin bauðst til að bóka tíma fyrir mig


Las einhverstaðar að þetta væri þekkt fyrirbæri vestanhafs, ódýru smurstöðvarnar voru að reyna níðast á bílaeigendum, búa til bilanir og "Laga" til að fá hærra tímakaup per bíl.

Vona svo sannarlega að þetta hafi frekar verið vanþekking starfsmanns á smurstöðinni heldur að þeir séu að reyna svindla á fólki.

kv. Hlynur


Rodeo
Innlegg: 74
Skráður: 01.aug 2012, 01:01
Fullt nafn: TUMl TRAUSTAS0N
Bíltegund: Ford Explorer
Staðsetning: Alaska

Re: Lof - Skoðunarmenn Frumherja á Granda*

Postfrá Rodeo » 19.mar 2014, 22:22

Hlynurn wrote:
muggur wrote:
stebbi83 wrote:Hvað má þá segja um þessa smurstöð sem þú fórst á?
Buðust þeir kannski til að skipta um þetta fyrir þig?


Hurru já smurstöðin bauðst til að bóka tíma fyrir mig


Las einhverstaðar að þetta væri þekkt fyrirbæri vestanhafs, ódýru smurstöðvarnar voru að reyna níðast á bílaeigendum, búa til bilanir og "Laga" til að fá hærra tímakaup per bíl.

Vona svo sannarlega að þetta hafi frekar verið vanþekking starfsmanns á smurstöðinni heldur að þeir séu að reyna svindla á fólki.

kv. Hlynur


Lét smyrja Explorerinn hjá mér um daginn, fyrir 20$.

Vinna 5lítar af olíu, síja smurt í koppa og allir vökvar toppaðir af fyrir innan við 2500ikr. Þarf bara að vera tilbúin að svara nei takk við löngum lista af spurningum ekki þurkublöð, loftsíju osfrv. En verið er svipað eða lægra það sem mér býðst á vörunum og vinnan er gefin.
2013 Toyota Highlander Hybrid
2006 Ford Explorer Hákur Seldur
2008 Toyota Prius Sparibaukur
1995 Isuzu Rodeo Seldur

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 250
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Lof - Skoðunarmenn Frumherja á Granda*

Postfrá muggur » 20.mar 2014, 11:10

Hlynurn wrote:Vona svo sannarlega að þetta hafi frekar verið vanþekking starfsmanns á smurstöðinni heldur að þeir séu að reyna svindla á fólki.

kv. Hlynur


Ég held nú ekki að þeir hafi verið að svindla á mér. Bað þá um að smyrja og skipta um bremsuvökva og vökva á stýrinu. Þeir hringja skömmu síðar og segja að vökvarnir séu í lagi þannig að ekki voru þeir að reyna að græða þar. Spurðu hvort væri einhver sérstök ástæða að ég vildi skipta um þetta, sögðust ekkert finna að stýrinu hjá mér nema slag í stýris-armi. Ástæða þess að ég vildi skipta þessum vökvum var fyrirbyggjandi viðhald. Fóðringarnar og balanstangarendaring eru í lagi en sum gúmmí orðin sprungin, þannig að það er í raun sniðugt að skipta þeim út. Finnst það bara traustvekjandi að smurstöðvar skoði bílana aðeins meðan þeir eru með þá upp á lyftu.

En Frumherjagaurarnir úti á Granda rokka :-)

kv. Muggur
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


sindreh
Innlegg: 2
Skráður: 18.mar 2014, 21:04
Fullt nafn: Sindri Rafn Ragnarsson
Bíltegund: Mazda

Re: Lof - Skoðunarmenn Frumherja á Granda*

Postfrá sindreh » 20.mar 2014, 21:59

Er sjálfur að vinna í Smuri og við geru þetta þar. jújú alltaf gott að fá meira í kassan en þetta er meira gert fyrir kúnnan, ef við sjáum eitthvað athugavert er kúnninn látinn vita af því og bjóðum honum að panta tíma í þetta og kúnninn ræður hvað hann gerir. við höfum engar græjur til að djöflast á bílunum til að vita betur en augað segir en allt sem lítur ekki venjulega út er sett athugasemd á.þessi skoðun er auka þjónusta fyrir kúnnan að kostnaðarlausu og í 99% tilfella eru þeir sáttir hvort sem þeir panti tíma hjá okkur eða annarsstaðar eða gera ekki neitt í málinu :)


Hlynurn
Innlegg: 88
Skráður: 11.feb 2013, 14:10
Fullt nafn: Hlynur Nökkvi Hlynsson
Bíltegund: Hilux

Re: Lof - Skoðunarmenn Frumherja á Granda*

Postfrá Hlynurn » 20.mar 2014, 23:02

sindreh wrote:Er sjálfur að vinna í Smuri og við geru þetta þar. jújú alltaf gott að fá meira í kassan en þetta er meira gert fyrir kúnnan, ef við sjáum eitthvað athugavert er kúnninn látinn vita af því og bjóðum honum að panta tíma í þetta og kúnninn ræður hvað hann gerir. við höfum engar græjur til að djöflast á bílunum til að vita betur en augað segir en allt sem lítur ekki venjulega út er sett athugasemd á.þessi skoðun er auka þjónusta fyrir kúnnan að kostnaðarlausu og í 99% tilfella eru þeir sáttir hvort sem þeir panti tíma hjá okkur eða annarsstaðar eða gera ekki neitt í málinu :)Það er flott að þetta er svona hérna heima, Þegar ég setti innleggið hér að ofan þá var mér hugsað um Jiffylube Smurstöðvarkeðjuna vestanhafs og datt í hug að það væri komið eitthvað svoleiðis kjaftæði á klakann. Horfði á heimildarþátt fyrir einhverju síðan og þar voru smurstöðvar vestanhafs skoðaðar, og sumar hverjar vægast sagt að taka þig í r.... þá sérstaklega Jiffylube.

Kveðja, Hlynur


grimur
Innlegg: 825
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Lof - Skoðunarmenn Frumherja á Granda*

Postfrá grimur » 20.mar 2014, 23:34

Ég renndi við um daginn á skoðunarstöðinni við Vesturlandsveg, þessari nýju sem er beint á móti Ölgerðinni.
Þar var "computer says noooo" dæmi í gangi, mátti ekki fara í gegn með bíl, borga smáræði og fá bílinn hristan til (var að skoða bíl sem ég ætlaði kannski að kaupa). Svosem enginn dónaskapur í gangi, þau stóðu bara einhvern veginn ekki klár á að gera svonalagað en vísuðu á næstu dyr......

Á smurstöðinni í sama húsi fékk ég allt aðrar viðtökur....var vísað beint inn á gryfju þar sem ég gat spókað mig undir bílnum og skoðað í smá stund, tekið á sköftum , skoðað púst, gúmmí, ryð og annað í undirvagni.
Svo þegar ég ætlaði að borga var mér bara sagt að þetta væri frítt!
Lof á þá, ekki spurning, ég kaupi þjónustu þarna einhvern tímann það er alveg víst.

kv
G


Gunnar G
Innlegg: 113
Skráður: 29.aug 2011, 17:36
Fullt nafn: Gunnar Guðjónsson

Re: Lof - Skoðunarmenn Frumherja á Granda*

Postfrá Gunnar G » 24.mar 2014, 21:28

Fór með jeppan til þeirra út á granda. Fékk endurskoðun út á atriði sem ekki voru í lagi. Lenti svo í vandræðum þegar átti að keyra út startarinn klikkaði þá skelltu snillingarinn niðrí gryfju og sýndu mér hvað var að hrá mig.
Fór svo með bílinn í endurskoðun til þeirra og þá var mér kennt á bremsutesterinn.
Mæli með þeim miklir snillingar þarna á ferð.

User avatar

Doror
Innlegg: 321
Skráður: 10.apr 2010, 23:02
Fullt nafn: Davíð Örn Svavarsson

Re: Lof - Skoðunarmenn Frumherja á Granda*

Postfrá Doror » 01.apr 2014, 12:46

Renndi þarna áðan eftir að lesa þennan póst. Voru einhver hljóð í Jeep að framan sem ég kannaðist ekki við.

Þeir hristu fyrir mig bílinn og skoðuðu með mér þar til að málið var leist. Kostaði mig ekki krónu, frábær þjónusta og klárt að ég fer með mína bíla þangað í skoðun.
Davíð Örn - Cherokee XJ '91


Til baka á “Lof & last”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur