Lof Stjörnublikk
Posted: 11.mar 2014, 23:26
Ég var að leita að vatnskassa um daginn og sló á þráðinn til stjörnublikks... Man því miður ekki hvað sölumaðurinn hét sem ég talaði við en allavegna hann sagðist ekki eiga neinn kassa handa mér í þennan bíl sama hvaða útfærsla þetta væri þar sem að hann taldi að þær væru nokkrar.
En hann vildi ekki sleppa mér úr símanum fyrr en að við mundum finna hvaða kassi þetta væri og finna raðnúmer. Og eftir lýsingar hjá mér og mikla leit hjá honum fann hann kassann og sagði mér að prófa hringja í Gretti vatnskassa, sjá hvort þeir ættu kassa með þessu raðnúmeri og ef ekki að þá gæti ég haft samband við sig aftur og þá gæti hann alveg pantað hann. Og allan tíman meðan hann var að leita spjallaði hann í gleðitón um daginn og veginn og bað mig vel að lifa og hafa gaman af lífinu. Og kassann fékk ég í gretti og hann smellpassaði.
Mikill munur að lenda á svona hjálpsömum og glöðum sölumönnum en því miður eru þeir ekki allir svona hjá varahlutasölum og umboðum og sumir segja bara strax "nei ekki til" og stundum hefur maður því miður alltof oft hringt aftur og fengið að tala við annan sölumann sem að finnur svo það sem átti ekki að vera til. En nú er ég kominn aðeins útfyrir efnið en allavegna...... Lof á þennan sölumann
En hann vildi ekki sleppa mér úr símanum fyrr en að við mundum finna hvaða kassi þetta væri og finna raðnúmer. Og eftir lýsingar hjá mér og mikla leit hjá honum fann hann kassann og sagði mér að prófa hringja í Gretti vatnskassa, sjá hvort þeir ættu kassa með þessu raðnúmeri og ef ekki að þá gæti ég haft samband við sig aftur og þá gæti hann alveg pantað hann. Og allan tíman meðan hann var að leita spjallaði hann í gleðitón um daginn og veginn og bað mig vel að lifa og hafa gaman af lífinu. Og kassann fékk ég í gretti og hann smellpassaði.
Mikill munur að lenda á svona hjálpsömum og glöðum sölumönnum en því miður eru þeir ekki allir svona hjá varahlutasölum og umboðum og sumir segja bara strax "nei ekki til" og stundum hefur maður því miður alltof oft hringt aftur og fengið að tala við annan sölumann sem að finnur svo það sem átti ekki að vera til. En nú er ég kominn aðeins útfyrir efnið en allavegna...... Lof á þennan sölumann