Síða 1 af 1

Stál og stansar Lof

Posted: 14.feb 2014, 10:28
frá stebbi1
var að versla frammhjólalegur í patrolinn hjá mér, gerði létta verðkönnun og komu stál og stansar prýðilega út, spjallaði við alveg afbraggðs góðan sölumann.

Re: Stál og stansar Lof

Posted: 14.feb 2014, 10:28
frá Hjörturinn
Já það er alltaf gott að versla við þá.

Re: Stál og stansar Lof

Posted: 14.feb 2014, 10:48
frá SUDDI
snillingar frá a-ö þarna hjá þeim

Re: Stál og stansar Lof

Posted: 14.feb 2014, 11:06
frá Hfsd037
Algjörir snillingar þarna á ferð, svo selja þeir líka góðar vörur!

Re: Stál og stansar Lof

Posted: 14.feb 2014, 13:31
frá gislisveri
Alltaf gott viðmót og góð þjónusta, sanngjörn verð.
Aðrir gætu lært mikið af þeim.

Re: Stál og stansar Lof

Posted: 14.feb 2014, 13:45
frá Big Red
Alltaf tilbúnir að aðstoða og redda hlutum eftir fremsta megni.

Re: Stál og stansar Lof

Posted: 14.feb 2014, 19:08
frá Fordinn
Þeir hafa staðið sig mjog vel.... og tala nú ekki um liðlegheitin þegar manni hefur vantað littlar reddingar... sem og stórar manni hefur ALDREI verið vísað frá með neitt =)

Re: Stál og stansar Lof

Posted: 14.feb 2014, 20:28
frá 48logimar
Hef verslað við þessa snillinga, hvort sem er með varahluti eða farið með bíl á verkstæði. Hef alltaf mætt góðu viðmóti og mönnum sem eru tibúnir að veita manni góða þjónustu þó að það kosti þá tíma og grúsk. Finnst þeir líka sanngjarnir í verðlagningu. Vegna minnar reynslu af þeim mæli ég með þeim við hvern sem er. L.M.

Re: Stál og stansar Lof

Posted: 14.feb 2014, 20:37
frá sukkaturbo
Já þetta eru allt flottir karlar og gott að ræða við þá mikil þekking þarna kveðja guðni á SIgló

Re: Stál og stansar Lof

Posted: 14.feb 2014, 21:55
frá jeepson
Maður verslar bara við Stál og stansa eða Ljónsstaðabræður. Einu tvö fyrirtækin sem geta boðið manni góð verð og góðar leiðbeiningar ef að maður er ekki alveg klár á hlutunum :)

Re: Stál og stansar Lof

Posted: 15.feb 2014, 22:44
frá Jói
Ávalt með gott viðmót og tilbúnir í að græja hlutina hvort sem er smíði, varahlutir eða bara aðstoð. þeir eru meistarar.

Re: Stál og stansar Lof

Posted: 26.feb 2014, 07:15
frá Hr.Cummins
Hef ávallt átt í góðum viðskiptum við þá nema eitt skipti...

Fór með drifskapt úr BMW í ballenseringu, fékk það til baka verra en það var áður...

Minntist á það og fékk þau svör að skaptið væri þá eflaust bara ónýtt...

Hefði haldið að maður fengi þá að vita það þegar að skaptið var sótt til þeirra, ekki eftir að maður er búinn að greiða og skrúfa þetta í...

Re: Stál og stansar Lof

Posted: 11.mar 2014, 23:11
frá hjotti
alltaf gott að versla við þá. Liprir og góðir sölumenn og ekkert vesen

Re: Stál og stansar Lof

Posted: 31.mar 2014, 17:46
frá Hlynurn
Fór með bíl á verkstæðið hjá þeim.

Var þannig að ég fór með bíl til þeirra með brotinni hásingu (sem búið var að sjóða og kominn sprunga í suðuna).
Fer með bílinn og sýni þeim þetta og panta tíma sem ég þarf svo að bíða 2 vikur eftir, Þeir taka bílinn inn skoða hásinguna og dæma hana ónýta þannig að þá er bara að redda annari hásingu svo ég panta annann tíma og fer og leita að hásingu. Fékk bílinn til baka í dag með tómri hásingu sem ég fann og lítur þetta bara svakalega vel út, hennt málingu yfir þetta, skipt um pakkdósir og flotteríheit, einnig voru legur skoðaðar og í fínu lagi svo þær fengu að vera.

Kostnaðurinn sem gert var ráð fyrir á þetta var einhver 100 þúsund kall og meira ef legurnar væru í ólagi, Endaði á því að borga 75 þúsund þegar ég náði í bílinn.

Einnig bað ég þá um að skoða 4linkið og "gormaskálar" sem voru smíðaðir að aftan til að fá álit þeirra á þeim búnaði sem er í bílnum, ekki leist mér vel á þá smíði en ekki veit ég mikið um fjöðrunarkerfi....

Sá sem skipti um hásinguna spjallaði aðeins við mig um þetta og sagði þetta bara vera pakki fyrir sig sem þeir gætu lagað, En bílinn stendur í fullum sundursláttri að aftan, stífurnar of stuttar og ekki í rettri stöðu, ekki einusinni fullklárað að taka í burtu fjaðrir heldur bara tekið rokkinn á þær og leift öllum festingum að hanga á.
Svo er Toppurinn á þessari smíði eru efri gormaskálarnar, en þær eru smíðaðar undir bumpstoppinu fyrir fjaðrirnar.

Er sáttur með þetta, og sérstaklega það að þeir nenntu að eyða tíma í að útskýra hvað væri smíðað vitlaust við fjöðrunarkerfið í bílnum.

Þetta er verkstæði sem ég mun koma til með að fara með bílinn aftur á í framtíðinni.

Kveðja, Hlynur