Síða 1 af 1

Cheap jeep / Anton

Posted: 03.mar 2013, 22:07
frá ellisnorra
Datt bara í hug að share-a þessu hérna inn, ég er vinur Skálmaldar á facebook og þeir eru á tónleikaferðalagi um þessar mundir og leigðu bíla hjá Cheap jeep til að taka tónleikatúr um landið. Þeir lentu í smá veseni en hér er beint copy/paste af facebook pósti frá þeim:


Hér er lítil saga sem endurvekur trúna á mannkynið:

Við skipulagningu á túrnum nálguðumst við bílaleiguna Cheap Jeep með möguleika á samstarfi. Þar var okkur strax tekið opnum örmum og við hálfgáttaðir frá upphafi með viðmótið og hjálpsemina.

Í gær var þetta tekið upp á nýtt level.

Á leið til Sauðárkróks í gær fór sjálfskiptingin í öðrum bílnum okkar. Góð ráð voru þá dýr, túrinn allur í raun í hættu, og við höfðum samband við okkar menn, frekar svartsýnir á laugardegi. Þar svaraði maður að nafni Anton hjá Cheap Jeep, og það sem á eftir fór er hálfótrúlegt. Bílnum var komið inn á Sauðárkrók og á verkstæði þar í bæ. Ný sjálfskipting var send með bíl frá Reykjavík og viðgerðarmenn ferjaðir frá Akureyri. Allt þetta gerðist á undraskömmum tíma og svo eyddu þessar hetjur og herramenn allri nóttinni í að skipta um sjálfskiptinguna í bílnum. Við erum on the road again og „Myrkur, kuldi, ís og snjór 2013“ heldur áfram þökk sé þessu góða fólki.

Þetta heitir meira en þjónustulund, þetta heitir hjálpsemi. Takk fyrir Cheap Jeep, túrinn heldur áfram án þess að slá feilpúst og hér hafið þið strengt bönd sem rofna ekki auðveldlega.

Takk fyrir okkur!

Skálmöld

http://www.facebook.com/skalmold

Re: Cheap jeep / Anton

Posted: 03.mar 2013, 22:34
frá Járni
Ljómandi!

Ekki annað hægt en að hjálpa þessum elskum í Skálmöld, virka voða reiðir en eru ágætis piltar.

Re: Cheap jeep / Anton

Posted: 03.mar 2013, 22:48
frá joias
Ég sá þetta einmitt á facebook hjá mér. Þetta er alvöru :)
Hann á skilið hrós fyrir þetta.

Re: Cheap jeep / Anton

Posted: 03.mar 2013, 23:20
frá juddi
Toni er engum líkur og ekki hægt að seigja að hann eigi eftir að drepast úr leti

Re: Cheap jeep / Anton

Posted: 04.mar 2013, 14:06
frá lecter
,