Síða 1 af 1

Frostlögur sem blandast ekki í vatn

Posted: 21.apr 2014, 11:56
frá joias
Vorum að fá fyrstu sendingu af Evans frostlög sem blandast ekki í vatn.
Engin tæring.
Hærra suðumark.
Tekur betur við hita frá vélinni.
Betri kæling.
Enginn þrýstingur á kerfinu þegar vélin er komin í vinnuhita.

http://evanscoolant.co.uk/

Allar uppl. um verð og fleira í síma 512-3030

Re: Frostlögur sem blandast ekki í vatn

Posted: 21.apr 2014, 17:24
frá Polarbear
hvað kosta 15 lítrar af þessum undravökva... og er alveg 100% pottþétt að 94 módel af krúser þoli þennan vökva?

Re: Frostlögur sem blandast ekki í vatn

Posted: 21.apr 2014, 17:32
frá joias
Allir bílar þola þennan vökva.
Það eru 4 gerðir til.
Fyrir gamla bíla, keppnisbíla, bíla fyrir daglega notkun og fyrir Rotax (flugvélar).
Er því miður ekki með verðin í hausnum. Best að hringja í símanúmerið á morgunn.

Re: Frostlögur sem blandast ekki í vatn

Posted: 08.maí 2014, 23:05
frá joias
Þessi frostlögur verður til kynningar á bílasýningunni í Borgarholtsskóla um helgina.

Hér má sjá þegar skipt er úr venjulegum frostlög yfir í Evans coolant.

http://www.youtube.com/watch?v=UBfoSPGIZhE

http://www.youtube.com/watch?v=s-NfA17q0MQ

Re: Frostlögur sem blandast ekki í vatn

Posted: 09.maí 2014, 21:16
frá pattigamli
Er einhver búinn að hringja og fá upp verð á þessu

Re: Frostlögur sem blandast ekki í vatn

Posted: 09.maí 2014, 22:37
frá runar7
þetta er alveg svakalega spennandi ef þetta virkar hefur einhver prófað þetta að viti? og kostar þetta nokkuð augun úr ?

Re: Frostlögur sem blandast ekki í vatn

Posted: 11.maí 2014, 00:36
frá Valdi B
hvað er verðið á líternum ? til hvers að gera auglýsingu og geta ekki gefið upp verðið :)

Re: Frostlögur sem blandast ekki í vatn

Posted: 11.maí 2014, 09:05
frá ellisnorra
Það virðist vera mjög erfitt að fá uppgefið verð á þessu á netinu. Sölumaðurinn ber fyrir sig afskaplega lélegu minni þegar hann var þráspurður um verðið á facebook fyrir stuttu, talaði um að hann færi aldrei á facebook í vinnunni og gæti ekki sett verðið inn þannig og að hann væri svo skelfilega gleyminn að hann gæti ekki munað eftir að athuga verðið í vinnunni og setja það á facebook þegar hann kæmi heim.
Hann vísar á að hver og einn geti hringt í uppgefið númer, sem er svosem ekkert stórmál, en að mínu mati eru það alveg óþolandi auglýsingahættir að auglýsa vöru án verðs. Sök sér í smáauglýsingum þar sem seljandi er hugsanlega ekki búinn að mynda sér skoðun á verði en í svona smásölubissness er það óþolandi og að mínu mati mjög sölu letjandi.

Nú skora ég á umboðsaðila/seljanda efnisins að taka sig saman og setja inn verð á vörunni.

Re: Frostlögur sem blandast ekki í vatn

Posted: 11.maí 2014, 12:16
frá Navigatoramadeus
þetta er í meira lagi forvitnilegt amk fyrir þá sem eru í djöfulgangi og látum.

rekst samt á nokkur atriði á heimasíðunni sem mér vanta (amk fann ég þau ekki) en það er samanburður á varmaleiðni og eðlisvarma þessa undraefnis vs venjulegan frostlög.

en rakst aftur á þessa línu ;"Evans Waterless Coolants contain little oxygen and are comparatively poor conductors in comparison to water based coolants."

hérna er verið að segja að leiðnin sé tiltölulega léleg í samanburði við vatnsblandaða kælivökva.
hvað þetta þýðir finnst mér vera ósvarað en með réttu ætti vatnsdælan, afköst hennar að vera úrslitaatriði hvort hægt sé að notast við þetta nema á móti komi mun hærri eðlisvarmi sem væri einn stærsti kostur við svona lagað en er ekki minnst á.

ef dælan dælir vökva sem dregur illa til sín varma þarf hún að dæla hraðar (mv. kælivökva með betri varmaleiðni) en þó er líklega gert ráð fyrir talsverðum aukaafköstum við hönnun kælikerfis vélarinnar o.þ.a.l. dælunnar líka.

svo var hérna í Q'n A;

Q. What is the Reserve Capacity made available by changing to Evans Waterless Coolant?
A. The huge separation between the operating temperature and the boiling point of Evans Waterless Coolant unlocks a Reserve Capacity that already exists in systems designed for water-based coolants. Any cooling system designed to keep coolant below the boiling point of water depending on the pressure of the system under all operating conditions and after shut-down is liberated from those requirements with Evans Waterless Coolant. When temperatures happen to be higher, there are no failures due to the lower boiling point of water. In a 38°C environment (under bonnet) a radiator that is 121°C will dissipate 25% more heat than one at 104°C.

ef vatnslásinn er með óbreytt opnunarhitastig fer kælimiðill ekki heitari en ca 100°C út á vatnskassa svo þessi hækkun á mismunahitastigi skiptir engu máli þó það gæti skipt máli að ofurvökvinn sjóði ekki fyrren við 180°C í kælirýmum en það myndi skipta miklu meira máli ef eðlisvarminn væri mun hærri en á venjulegum kælimiðli (þá nær kælimiðillinn að draga í sig mikla varmaorku og kæla þess betur áður en hann fer að sjóða).

hlakka til að fá pælingar varðandi þetta :)

kv. Jón Ingi

Re: Frostlögur sem blandast ekki í vatn

Posted: 17.maí 2014, 11:30
frá Big Red
Hann Jói er mjög gleyminn samt. Hann er ekkert að ýkja með það ;p

Re: Frostlögur sem blandast ekki í vatn

Posted: 26.maí 2014, 06:46
frá emmibe
Er einhver búinn að prófa, og er komið verð á þetta?

Kv. Elmar

Re: Frostlögur sem blandast ekki í vatn

Posted: 26.maí 2014, 09:41
frá snöfli
Eins og stundum áður. Bendi mönnum á að lesa þetta: http://www.norosion.com/evanstest.htm

Ekki eins Gott og haldið er fram:

SUMMARY OF FINDINGS

Conversion costs of $259 if you do it yourself, or over $400 if you pay a shop to do it.
97%+ removal of all previous coolant is mandatory in order to prevent corrosion.
Inhibitor deposition occurs on aluminum surfaces, which could cause issues in some radiators.

Engines run 115-140oF hotter (at the cylinder heads) with Evans products.

Stabilized coolant temps are increased by 31-48oF, versus straight water with No-Rosion.

Reprogramming ECU fan temp settings is mandatory to prevent the fan from running continuously.

Specific heat capacity of Evans waterless products ranges from 0.64 to 0.68, or about half that of water.

Engine octane requirement is increased by 5-7 numbers.

Computerized ignition must retard engine timing by 8-10o to prevent trace knock.

Engine horsepower is reduced by 4-5%.

Accelerated recession of non-hardened valve seats in older engines is possible, due to brinelling.

Viscosity is 3-4 times higher than what OEM water pumps are rated to accommodate.

Coolant flow rate through radiator tubes is reduced by 20-25% due to the higher viscosity.
Race tracks prohibit Evans products because they are flammable and slippery when spilled.

Re: Frostlögur sem blandast ekki í vatn

Posted: 26.maí 2014, 11:46
frá Hjörturinn
Race tracks prohibit Evans products because they are flammable and slippery when spilled.

Já sæll, ekki myndi ég vilja vera með eldfiman kælivökva... hve oft hafa menn lent í því að rífa hosu?....

Re: Frostlögur sem blandast ekki í vatn

Posted: 26.maí 2014, 11:56
frá jeepcj7
Miðað við þessa lesningu á ég erfitt með að sjá kostina við þetta stuff hvað telur fólk sig græða á þessu.