Síða 1 af 1

Tilboð á K&N vörum hjá Bílabúð Benna

Posted: 17.mar 2014, 16:35
frá Bílabúð Benna
Image

Hér má sjá þær vörur sem eru á 50% afslætti.

http://benni.is/files/53271ab7035fd.pdf

Hér er hægt að fletta upp hvaða síur eru í bílum/Mótorhjólum

http://www.knfilters.com

Re: Tilboð á K&N vörum hjá Bílabúð Benna

Posted: 17.mar 2014, 17:14
frá ellisnorra
47 69-1209TS Honda Accord 2004-2007 2.4L 77.023 kr.

Loftsía í Hondu á 77þúsund? Er þetta rétt?

Re: Tilboð á K&N vörum hjá Bílabúð Benna

Posted: 17.mar 2014, 19:46
frá villi58
elliofur wrote:47 69-1209TS Honda Accord 2004-2007 2.4L 77.023 kr.

Loftsía í Hondu á 77þúsund? Er þetta rétt?

Vonandi er enginn svo vitlaus að láta ræna sig út af síu, svo hef ég efasemdir með þessar síur sem eru opnari og að ég held að hljóti að hleypa meira micro - rykinu í gegnum sig. Hef samt engar vísindarlegar prufanir á þessum síum.

Re: Tilboð á K&N vörum hjá Bílabúð Benna

Posted: 17.mar 2014, 20:04
frá svarti sambo
Eigum við ekki bara að fara að setja grisjur með hosuklemmu í staðinn á rörið.
Miklu ódýrara, en kannski ekki lengi.

Re: Tilboð á K&N vörum hjá Bílabúð Benna

Posted: 17.mar 2014, 21:53
frá jongud
svarti sambo wrote:Eigum við ekki bara að fara að setja grisjur með hosuklemmu í staðinn á rörið.
Miklu ódýrara, en kannski ekki lengi.


Nei, nei,
útvegaðu þér loftsíu af gamla Massey Ferguson eða Zetor. Þá hellir maður notuðu smurolíunni af vélinni neðst í síuna.

Re: Tilboð á K&N vörum hjá Bílabúð Benna

Posted: 18.mar 2014, 08:40
frá Bílabúð Benna
elliofur wrote:47 69-1209TS Honda Accord 2004-2007 2.4L 77.023 kr.

Loftsía í Hondu á 77þúsund? Er þetta rétt?


Sæll Elliofur,

Nei verðið er ekki 77.þúsund krónur heldur 77,023. / -50% = 38,512.kr

K&N síur eru eilífðarsíur sem þarf að þrífa á um 10-15.þús km og kosta efnin í það um 6990.kr fyrir 100.000km akstur. ef keyrt er með orginal síu 100.000 km má áætla að kostnaðurinn sé á bilinu 50-65,000.kr miðað við eðlileg síuskipti.
Sé aukning á krafti tekinn inn í má búast við eitthverri lækkun á eyðslu og eykst sparnaðurinn þá til muna og það eru reynslusögur frá okkar viðskiptavinum.

kv.

Re: Tilboð á K&N vörum hjá Bílabúð Benna

Posted: 18.mar 2014, 09:01
frá Bílabúð Benna
villi58 wrote:
elliofur wrote:47 69-1209TS Honda Accord 2004-2007 2.4L 77.023 kr.

Loftsía í Hondu á 77þúsund? Er þetta rétt?

Vonandi er enginn svo vitlaus að láta ræna sig út af síu, svo hef ég efasemdir með þessar síur sem eru opnari og að ég held að hljóti að hleypa meira micro - rykinu í gegnum sig. Hef samt engar vísindarlegar prufanir á þessum síum.


Vilji menn leita sér upplýsinga um K&N síur þá er það mjög auðvelt á heimasíðu framleiðanda og youtube, K&N hafa hrakið allar fullyrðingar og getgátur af ýmsum snillingum sem settar hafa verið fram um mögulegan skaða eða skemmdir sem kunna gerast út frá síunum og má nálgast allar þær upplýsingar á fyrrnefndum stöðum.

Hér geturðu séð grein um síunnina:
http://www.knfilters.com/efficiency_testing.htm

Hér getur þú séð um umræddu ránssíu:
http://www.knfilters.com/news/news.aspx ... 50547&rw=3

Oft hafa menn ruglað saman K&N síum við aðrar síur á markaðnum og oft eru kónsíur nefndar sem K&N síur sama hvað framleiðanda umræðir en gæðamunurinn er mjög mikill því K&N leggur mikið upp úr því að framleiða góða vöru og því ætti ekki að leggja allar síur að jöfnu.
Stærsta ástæðan fyrir því að síurnar sía ekki vel er að þær eru ekki þrifnar reglulega eða að ekki er olía í þeim en það er olían sem dregur í sig óhreinindin.

kv