Síða 1 af 1
Dekkjaþrýstimælar
Posted: 20.nóv 2013, 13:57
frá Bílabúð Benna
Dekkjaþrýstmælarnir eru komnir aftur hjá Bílabúð Benna - Nesdekk Reykjanesbæ.
Re: Dekkjaþrýstimælar
Posted: 20.nóv 2013, 15:30
frá ellisnorra
Hefur einhver prófað þetta hér á spjallinu?
Re: Dekkjaþrýstimælar
Posted: 20.nóv 2013, 16:54
frá gambri4x4
Ég er með svona mæli ja eða svipaðan á Grandinum hjá mer á 38" þetta er nokkuð sniðugt svona til að fylgjast með Loftþrýstingi í dekkjunum en gefur þó ekki alveg nákvæmar mælingar þegar er buið að hleypa vel úr,,,en það getur verið að það sé bara þessi mælir,,,er ekki eins dýr og þessir,,,,,en ju þetta virkar fínt til að fylgjast með.Mælirinn hja mér gefur líka upp hita á dekkunum sem þessir eflaust gera líka
Re: Dekkjaþrýstimælar
Posted: 20.nóv 2013, 18:30
frá Bílabúð Benna
Bílabúð Benna var með þessa mæla í sölu fyrir nokkrum árum og gáfu þeir góða raun og vegna eftirspurnar eftir þeim þá tókum við inn nýja sendingu.
Sendarnir uppfæra sig á um 2. mín fresti þannig að ekki gengur að hleypa úr eftir þeim en þeir segja alltaf til um þann þrýsting og hita sem er í dekkinu.
Mælirinn mælir 0,1 úr psi en eins og bent er á getur lági þrýstingurinn aðeins ruglað mælinguna. Hitamælingin er stóri kosturinn í þessu.
kv Gunnar
Re: Dekkjaþrýstimælar
Posted: 23.nóv 2013, 06:49
frá stebbi1
Er þetta ekki svona dót sem maður límir eða festir innan í felguna?
er enginn hætta á að brjóta þetta þegar dekin eru fullúrhleypt og maður lendir ógætilega á stein?
og er þá hægt að kaupa þann hluta stakan?
Re: Dekkjaþrýstimælar
Posted: 26.nóv 2013, 09:50
frá Bílabúð Benna
Þetta eru bara hefðbundnir skynjarar sem festast með ventlunum ég mæli hinsvegar oft með því að menn taki bara ventilinn af og lími inn í felguna.
Við höfum ekki fengið hvartanir um að þeir hafi skemmst við það að það sé hleypt úr en nokkrum skynjurum hefur verið skipt út þegar annaðhvort bilanir hafa komið upp í þeim eða rafhlaðan hefur klárast.
Og já þeir hafa verið seldir stakir.
Kv Gunni