Terano/vantar varahlut

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Terano/vantar varahlut

Postfrá sukkaturbo » 31.júl 2014, 11:50

Sælir félagar.Vantar smá aðstoð við að finna varahlut í Terrano 2,7 disel sjálfskiptan.Félagar mínir voru að skipta um vél í Terrano sjálfskiptum 2,7 disel.Þegar startað var snérist stararinn með og fylgdu því skruðningar og læti.Svo virðist sem bendixinn gangi aðeins inn á startkransinn og snúist með.Þá var allt rifið í sundur og finnst mönnum að millihryngurinn sem er á milli flexplötunnar og sveifaráss sé ekki í réttri þykkt eða það vanti annan hring undirlegg eitthvað þykkra en sá sem er nú á milli.Nú er spurning er einhver sem hefur lent í þessu eða kannast við svona bilun. Þessi hringur er ekki til en hægt er að sérpanta hann fyrir 30.000 skilst mér.Ef einhver á svona og getur misst þessa skinnu væri gott að fá mail um það eða hringingu. Bíllinn er staðsettur á bílaverkstæðinu Múlatind og stendur á grifju þar og það er allt stopp.Kveðja Guðni gsm 8925426 og mail gudnisv@simnet.is
PS.hvort Elli Ofur kannist við þetta



User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Terano/vantar varahlut

Postfrá svarti sambo » 31.júl 2014, 12:16

Kannast ekki við þetta mál, en er ekki hægt að setja millilegg á startarann sjálfann. Sennilega einfaldara, ef að svinghjólið fer of langt uppá svéifarásinn. Hvað með stirðleika í bendens, vegna slits í fóðringum. Fer ekki nægilega langt til baka.
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Terano/vantar varahlut

Postfrá sukkaturbo » 31.júl 2014, 18:59

Sæll það er búið að skoða þetta í bak og fyrir minnst fjórir hundvanir bifvélavirkjar þarna á Múlatindi með samtals 150 ára reynslu flottir strákar. Það er komið að því að smíða svona millilegg en mér datt ú hug að spyrjast fyrir fyrst.Takk samt kveðja guðni


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Terano/vantar varahlut

Postfrá olei » 31.júl 2014, 21:23

Hér eru "skinnur" við flexplötuna í sjálfskiptum Terrano 2 1999 árgerð 2.7 diesel.
Sú þynnri er aftan við plötuna, sú þykkari er milli plötunnar og sveifarássins og gegnir greinilega hlutverki stýringar og spacer.
Hún er 5mm þykk í botninn og hún fær stýringu upp á endann á sveifarásnum og stýrir síðan plötunni.
Sé þessi skinna ekki til staðar er platan augljóslega 5mm of framarlega og ennfremur er þá undir hælinn lagt hvort að platan sé í réttri miðjustýringu.

Hér er hliðin sem liggur að sveifarás.
IMGP1177.JPG
IMGP1177.JPG (72.11 KiB) Viewed 1080 times

Þessi snýr að plötunni.
IMGP1178.JPG
IMGP1178.JPG (68.64 KiB) Viewed 1080 times

Stýringin inn í plötuna er 30mm í þvermál og 7,5mm á hæð.
IMGP1179.JPG
IMGP1179.JPG (91.41 KiB) Viewed 1080 times

Heildarþykktin 9,65 kraginn er um 4.65.
IMGP1182.JPG
IMGP1182.JPG (83.97 KiB) Viewed 1080 times

IMGP1181.JPG
IMGP1181.JPG (87.57 KiB) Viewed 1080 times

IMGP1180.JPG
IMGP1180.JPG (104.84 KiB) Viewed 1080 times


Þessi skinna er á Selfossi og ég er ekki að fara að nota hana alveg á næstunni, en ég þarf hana fyrir haustið.

User avatar

jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Terano/vantar varahlut

Postfrá jongud » 31.júl 2014, 21:44

Ef platan er 5mm of framarlega er einnig hætta á því að converterinn í skiptingunni sé líka of framarlega og sé ekki með með nógu mikið grip á öllum rillunum.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Terano/vantar varahlut

Postfrá ellisnorra » 31.júl 2014, 22:53

Ja ekki koma menn að tómum brunninum hérna á jeppaspjallinu, það er sko á hreinu. Þetta er svo æðislegt :)
http://www.jeppafelgur.is/


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Terano/vantar varahlut

Postfrá grimur » 01.aug 2014, 04:24

Ég vedð nú að leggja inn hrós fyrir sérstaklega vandað innlegg, nákvæm lýsing, myndir í besta klassa og málið leyst.
Flott dæmi!


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Terano/vantar varahlut

Postfrá sukkaturbo » 01.aug 2014, 07:13

Sælir strákar. Óli þetta er meiriháttar flott upp sett hjá þér og mikið takk. Fer með þessar upplýsingar á Ólafsfjörð á Múlatind og sýni þeim þetta. Ég vissi það en fæ það enn staðfest að þessi síða Jeppaspjallið er á heimsmælikvarða þegar kemur að lausn einhverra vandamála og ef einhverjum vantar aðstoð allir reiðubúnir til að gera sitt besta fyrir félagan.kveðja guðni


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Terano/vantar varahlut

Postfrá sukkaturbo » 01.aug 2014, 16:28

Sælir það er kominn varahlutur takk fyrir félagar. kveðja guðni


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 60 gestir