Terrano brak og marr og allt í voli

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
haffiamp
Innlegg: 269
Skráður: 21.jan 2012, 22:15
Fullt nafn: Hafþór Ægir Þórsson
Bíltegund: Terrano II 36"

Terrano brak og marr og allt í voli

Postfrá haffiamp » 28.júl 2014, 14:16

Jæja kæru spjallverjar, ég á eitt stk terrano 98 og núna eftir að hafa ekið honum inní skúr og endurnýjað slef frá spíssum og bara við það að bakka honum út, þá er komið brak og marr hljóð frá vinstra framhjóli, bæði þegar ég beygji og þegar bíllinn fjaðrar, þetta er frekar hátt hljóð, getur þetta verið millibilsstöngin? myndi heyrast í henni við fjöðrun? eða eru þetta klafatengt vesen?



User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Terrano brak og marr og allt í voli

Postfrá hobo » 28.júl 2014, 14:30

Það heyrist í mörgum tegundum með klafafjöðrun mikið brak þegar bæði beygt er í botn og bíllinn fjaðrar á sama tíma.
Þetta er vegna þess að beygjustoppið er á milli klafans og hjólnafsins.


Höfundur þráðar
haffiamp
Innlegg: 269
Skráður: 21.jan 2012, 22:15
Fullt nafn: Hafþór Ægir Þórsson
Bíltegund: Terrano II 36"

Re: Terrano brak og marr og allt í voli

Postfrá haffiamp » 28.júl 2014, 22:24

Já það þekki ég vel en þetta er ekki svoleiðis.... en það marrar í einhverju á meðan ég stýri í báðar áttir og þá kyrrstæður... kemur reyndar líka ef ég tek beygju á ferð...

Þetta sama brak kemur svo við fjöðrun, t.d yfir hraðarhindrun og virðist bara koma bílstjóramegin

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Terrano brak og marr og allt í voli

Postfrá Freyr » 29.júl 2014, 00:56

Þurr spindilkúla, láttu einhvern stýra borð í borð meðan þú liggur undir honum og þreifar á hlutunum....


Höfundur þráðar
haffiamp
Innlegg: 269
Skráður: 21.jan 2012, 22:15
Fullt nafn: Hafþór Ægir Þórsson
Bíltegund: Terrano II 36"

Re: Terrano brak og marr og allt í voli

Postfrá haffiamp » 29.júl 2014, 22:04

já það stóð til, var bara svo gott veður í dag að ég lagði ekki í það

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Terrano brak og marr og allt í voli

Postfrá Stebbi » 29.júl 2014, 22:09

Þetta getur líka verið í vindustönginni, hún þarf að dragast til í rillustykki þar sem hún er fest upp að aftan og þegar að gúmmítútturnar skemmast þá kemst vatn á milli og allt ryðgar fast. Svo þegar þú beygjir þá dregst vindustöngin aðeins til í skraufþurrum rillunum með tilheyrandi ískri og braki.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 55 gestir