vesen að losa alternator á 2.8 vélinni

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

vesen að losa alternator á 2.8 vélinni

Postfrá thorjon » 25.júl 2014, 19:11

Er að bögglast við að skipta um vatnsdælu en næ ekki fyrir mitt litla líf að losa um alternator til að losa reimarnar.... er eitthvað sérstakt trix við þetta ?

Annað mál. .. það er bara ein skrúfa sem heldur alternator en engin stilliskrúfa er ég alveg að verða klikk eða bara rasshaus :)




cameldýr
Innlegg: 91
Skráður: 03.okt 2010, 07:34
Fullt nafn: Stefán Gíslason

Re: vesen að losa alternator á 2.8 vélinni

Postfrá cameldýr » 25.júl 2014, 20:31

thorjon wrote: ... það er bara ein skrúfa sem heldur alternator en engin stilliskrúfa er ég alveg að verða klikk eða bara rasshaus :)

Ég ætla ekkert að tjá mig um seinni hlutann :)
en það hljóta að vera tveir boltar og það þarf yfirleitt að losa báða.
Nissan Patrol Y60 TD2.8


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: vesen að losa alternator á 2.8 vélinni

Postfrá sukkaturbo » 27.júl 2014, 14:51

Það er bolti undir honum lykill nr 14 þarf stundum annan lykil á móti til að halda við og svo armur með rauf eða sleða í með bolta í gegn sem skrúfast í eyra á altenatornum að ofan til að strekkja á reyminni minnir mig


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: vesen að losa alternator á 2.8 vélinni

Postfrá villi58 » 27.júl 2014, 15:35

Það er stundum allt fast þrátt fyrir að boltarnir séu farnir þá að neðan, þarf að koma spennujárni á bak við og spenna með lagni á altanatorinn við festinguna að aftan og framan. Oftast er bolti sem maður losar til að breyta herslu á reim og á neðan er oft langur bolti sem gengur í gegnum bæði eyrun á brakketinu, vonandi skilur hvað ég á við.Ath. Þetta er samt breytilegt á milli bíltegunda.


Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: vesen að losa alternator á 2.8 vélinni

Postfrá thorjon » 30.júl 2014, 07:27

Fann helvítið á endanum.... stundum getur maðr verið svo assskoti blindur :)


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 14 gestir