"Stórskrítið" hitavesen á Patrol

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

"Stórskrítið" hitavesen á Patrol

Postfrá thorjon » 10.júl 2014, 23:27

Jæja félagar, nú er að moka upp úr viskubrunn ykkar ;)
Sjúklingurinn er Patrol 98 með 2.8 vélinni. Skipti yfir í 3 raða kassa í vetur en aldrei verið neitt hitavesen fyrir þann tíma. bíllinn stóð inni í 3 mánuði (vegna annarra breytinga) og svo byrjaði "ballið" þegar hann fór aftur á götuna.

Sjúkdómslýsing: Virðist missa allt að 4 lítrum af vatni per 100 km í langakstri ( en litlu innabæjar í stuttu snatti), Hitinn fer upp í normal hita (rétt fyrir neðan miðju) en rýkur svo upp í topp sem endar með að sýður á kauða á ca. 30 sek. eða svo frá að hitinn byrjar að stíga (þá vatnshitamælirinn.
Ég er með afgasmæli sem á ca. 2000 snúningum er að hanga milli 200-350 gráður ( er staðsettur eftir túrbínu þannig að sýnir ca 150 of lítið m.v. afgas af vél)

Hinsvegar sýnist mér afgashitinn vera farinn að hækka upp undir 400-500 undir "smá" álagi, t.d í brekkunni á Breiðholtsbraut.

Búið að þrýstimæla nýja kassann og enginn leki þar, ekkert óeðlielgt í útblæstri/pústi, enginn litur á olíu, engar bullandi loftbólur að koma upp um vatskassalok þrátt fyrir að hann sé orðinn heitur.

Pælingin var hvort það gæti verið loft á kerfinu en ég er að spá í hvort vatnslásinn eða hreinlega vatnsdælan geti verið eitthvað að svíkja þar sem afgashitinn lækkar "hægar" en venjulega í akstri þegar álag minnkar ??

hvað segja svo spekúlantar um mögulega sjúkdómsgreiningu og einnig er mikið mál að skipta um lásinn og dæluna og hvar er hagstæðast að versla það ??

Eitt svona yndislegt í lokin :) Gerði þau stóru MISTÖK að hringja í umboðið til að fá einhver ráð...hmmm... þar var mér tjáð að "tæknileg ráðgjöf" væri gefin milli kl 09 og 09:30 mánud.miðv.daga og föstudaga !! :) Ekki verð ég oft kjaftstopp en.... :)
Svo hringdi ég í Kistufell og þar var bróðurparturinn af starfsmönnum í sumarfríi...... en blessaður maðurinn sem svaraði átti SAMT tíma til að tala við mig og veita mér ráðgjöf hehe..... Já það verður seint sagt að þessir snillingar í BL eða Ingvari Helga eða hvað þeir kalla sig í dag séu að sinna sínum kúnnum LOL !!



User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: "Stórskrítið" hitavesen á Patrol

Postfrá jeepson » 11.júl 2014, 01:34

Það gæti verið nálagat á hosu. Sem að þú sérð ekki svo glatt. Vatnslásinn gæti auðvitað verið lúinn. Reyndu að fylgjast vel með hvar vatnið er að leka af honum. Bróðir minn lenti í þessu með sinn patta og það var pínu gat á hosu sem að við þurftum að hafa mikið fyrir að finna. Það væri jafnvel uppá djókið gaman að fá að vita hvort að fleiri sem eru með 3gja raða kassa séu að horfa á hitamælirinn í miðjuni þegar að bíllinn er orðinn heitur. Ég er með 38" patta með 3gja raða kassa og það hefur tvisvar á næstum 4 árum komið fyrir að mælirinn hafi farið uppí miðju. Annars er hann altaf í svona ca 1/3 af skalanum. Svo er ég með annan á 33" hann er með rúmlega árs gömlum 2gja raða kassa og hann er altaf í kringum miðjuna.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: "Stórskrítið" hitavesen á Patrol

Postfrá olei » 11.júl 2014, 03:32

Við hvaða kringumstæður ríkur hitinn upp?
Þegar þú tékkaðir á loftbólum upp um vatnskassalok- gafstu honum vel inn á meðan?
Er trekkhlífin til staðar og heil á nýja vatnskassanum?


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: "Stórskrítið" hitavesen á Patrol

Postfrá grimur » 11.júl 2014, 03:54

Spurning um að þrýstiprófa kælikerfið, sjá hvort vatnið skilar sér einhvers staðar og/eða hvort þrýstingur fellur.
Bróðir minn lenti í að lítil hosa aftan við olíuverkið meig smá bunu, sem olli því að það þurfti að taka heddið af(aftur, nýbúinn með 500.000 króna viðgerð) og allavega skipta um pakkningu. Ef það sýður á þessum gripum er líklegt að pakkningin gefi sig, eiginlega hægt að ganga út frá þvi. Voða viðkvæmir fyrir þessu.

Kv
G


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: "Stórskrítið" hitavesen á Patrol

Postfrá grimur » 11.júl 2014, 03:57

...og já, eitt í viðbót...ef þrýstingur fellur en ekkert vatn sést gæti það hæglega verið inni á cylinder. Réttast að snúa mótornum nokkra hringi með höndum fyrir gangsetningu til að beygja ekki stimpilstöng...


Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: "Stórskrítið" hitavesen á Patrol

Postfrá thorjon » 11.júl 2014, 07:32

olei wrote:Við hvaða kringumstæður ríkur hitinn upp?
Þegar þú tékkaðir á loftbólum upp um vatnskassalok- gafstu honum vel inn á meðan?
Er trekkhlífin til staðar og heil á nýja vatnskassanum?


Rýkur upp við þessar klassísku "brekkuaðstæður", undir meðalálagi, núna síðast rétt eftir að koma upp úr Hvalfjarðargöngunum til Rvk. var þá ekið á eftir fullt hægfara túristum í 3 gír í ca 1800-2200 snúningum, einnig eftir Kambana fyrir nokkru en í ekkert af þessum skiptum á yfir 2500 snúningum.

Nú er ég ekki alveg að kveikja hvað trekkhlíf er ?? er það þessi svarta plast fyrir framan kassann :) DOHH


Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: "Stórskrítið" hitavesen á Patrol

Postfrá thorjon » 11.júl 2014, 07:34

grimur wrote:Spurning um að þrýstiprófa kælikerfið, sjá hvort vatnið skilar sér einhvers staðar og/eða hvort þrýstingur fellur.
Bróðir minn lenti í að lítil hosa aftan við olíuverkið meig smá bunu, sem olli því að það þurfti að taka heddið af(aftur, nýbúinn með 500.000 króna viðgerð) og allavega skipta um pakkningu. Ef það sýður á þessum gripum er líklegt að pakkningin gefi sig, eiginlega hægt að ganga út frá þvi. Voða viðkvæmir fyrir þessu.

Kv
G

Er einhver annar en Kistufell sem getur Þrýstiprófað ? Þar eru allir í sommerferie meira og minna og ekki hægt að komast að


cameldýr
Innlegg: 91
Skráður: 03.okt 2010, 07:34
Fullt nafn: Stefán Gíslason

Re: "Stórskrítið" hitavesen á Patrol

Postfrá cameldýr » 11.júl 2014, 08:19

jeepson wrote:Ég er með 38" patta með 3gja raða kassa og það hefur tvisvar á næstum 4 árum komið fyrir að mælirinn hafi farið uppí miðju. Annars er hann altaf í svona ca 1/3 af skalanum. Svo er ég með annan á 33" hann er með rúmlega árs gömlum 2gja raða kassa og hann er altaf í kringum miðjuna.

Ég verð að segja það sama, tveir 38" pattar með 3 raða kassa, annar fer upp í svona 1/3 af skalanum á mælinum og í löngum bröttum brekkum fer vísirinn í lárétt en fer nánast aldrei hærra, á hinum pattanum er mælirinn alltaf láréttur í akstri og svona rétt sést að hann fari upp fyrir miðju í löngum brekkum, mig grunar reyndar að það sé eitthvað gruggugt við vatnsláinn. En allavega aldrei nein hitavandamál.
Nissan Patrol Y60 TD2.8

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: "Stórskrítið" hitavesen á Patrol

Postfrá svarti sambo » 11.júl 2014, 09:04

Það er mjög algengt að kolþéttin í vatnsdælum fari að leka eftir stöður eða bara kominn tími á það. Ég myndi þrýstiprófa kælikerfið. Getur sett T á einhverja passlega stóra hosu og sett mælir og kúluloka þar, eða bara notað gatið fyrir hitanemann, síðan seturðu svona 0,7 bara loftþrýsting inná kerfið og sérð hvort að mælirinn falli. Ef mælirinn fellur, þá er bara að leita að lekanum á meðan þrýstingur er á kerfinu. Varðandi hitavesenið, þá myndi ég taka lásinn úr, og sjá hvort að vélin hiti sig svoleiðis, er lengur að ná eðlilegum hita svoleiðis. Ef vélin hitar sig svoleiðis, þá er mjög líklega sprunga einhverstaðar, sem opnar sig við ákveðið hitastig. Varðandi afgasið, getur verið ástandið á spíssunum eða ekki að fá nægilega mikið loft. Svo er það spurningin, hvernig er liturinn á reyknum út úr pústinu á honum. Er hann svartur, hvítur eða ljósari en eðlilega, þegar að hann er að gera þessi ósköp. Það segir ýmislegt.
Fer það á þrjóskunni


cameldýr
Innlegg: 91
Skráður: 03.okt 2010, 07:34
Fullt nafn: Stefán Gíslason

Re: "Stórskrítið" hitavesen á Patrol

Postfrá cameldýr » 11.júl 2014, 10:33

Trekkhlíf er þetta svarta plast fyrir framan kassan :)
Allt of mikið að láta vanta 4l af vatni og láta hitann fara upp á rautt og um að gera að láta þessar vélar snúast frekar en að pína þær.

Ég hef oft rekið augun í svona leiðinda smá leka með því að láta bílinn standa á þurrum stað yfir nótt og vatnskassann fullan og opinn þá sér maður kannski bleytu einhverstaðar undir eða á samskeytum og getur rakið sig áfram.
Eða þegar vélin er alveg köld, opna vatnskassann það getur verið undirþrýstingur í honum þó að það leki undir þrýstingi bæta á ef vantar og loka honum og láta ganga í svona 3 - 4 mínútur og drepa á og leita með logandi ljósi og kreista og hrista slöngur og hosur, með smá heppni sér maður stundum dropa læðast út. Ég myndi athuga hosuna neðan á kassanum.

Ekkert mál að skipta um vatnslás eða dælu, reynir bara smá á þolinmæðina og góða skapið.

En hvað segðu okkur meira, er trekkhlífin á, ertu með nýjan kassa eða gamlan trosnaðan og e.t.v stíflaðann, er viftukúplingin í lagi, snýr viftan rétt :)
Nissan Patrol Y60 TD2.8


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: "Stórskrítið" hitavesen á Patrol

Postfrá Izan » 11.júl 2014, 12:10

Sælir

Bara svona idjótaspurning; er vatnið að hverfa aftur og aftur eða er það að gerast eftið að þú skiptir um vatn?

Ég spyr svona því að mér hefur alltaf fundist erfitt að hella kælivatni á þetta kerfi, virðist fullt löngu áður en það er raunverulega orðið.

En afgashitinn, er ekki bara eðlilegt að hann hækki við aukið álag? Gefurðu ekki alltaf aðeins í þegar þú leggur í brekkuna?

Kv Jón Garðar


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: "Stórskrítið" hitavesen á Patrol

Postfrá olei » 11.júl 2014, 12:16

thorjon wrote:
olei wrote:
Nú er ég ekki alveg að kveikja hvað trekkhlíf er ?? er það þessi svarta plast fyrir framan kassann :) DOHH

Trekkhlíf er plasthlíf á vatnskassanum sem myndar "rör" umhverfis viftuspaðan. Hlutverk hennar er margþætt, m.a:
1 Hjálpar upp á loftflæðið gegnum vatnskassann
2 Fyrirbyggir að kaldara loft eigi aðgang að hitakúplingunni í viftunni.

Hið síðara er lykill að því viftan dæli á fullu þegar þess þarf (mikill hiti þá stífnar kúplingin og viftan snýst hraðar).
Ef hluta af þessari hlíf vantar er það uppskrift að hitavandamáli við mikið álag.


Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: "Stórskrítið" hitavesen á Patrol

Postfrá thorjon » 11.júl 2014, 14:06

Hlifin er a sínum stað, ekkert átt við spaðann. En efri hosan er heit wn neðri semi köld þannig að ég ætla að byrja á því að smella nýjum vatns lás a kvikindið


Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: "Stórskrítið" hitavesen á Patrol

Postfrá thorjon » 11.júl 2014, 23:13

thorjon wrote:Hlifin er a sínum stað, ekkert átt við spaðann. En efri hosan er heit wn neðri semi köld þannig að ég ætla að byrja á því að smella nýjum vatns lás a kvikindið


Og loksins eftir mikið puð (fjandinn hvað það er erfitt að komast að þessu helvíti) þá kom í ljós að AB varahlutir höfðu afgreitt mig með vitlausann vatsnlás... ARGHHH :(


Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: "Stórskrítið" hitavesen á Patrol

Postfrá thorjon » 11.júl 2014, 23:16

Jæja, til að leyfa mönnum að fylgjast með þá var gamli vatsnlásinn settur í pott og smellt á suðu :) byrjaði ekki að opna sig fyrr en í ca rúmlega 90 gráðum !! Á morgun verður fundinn RÉTTUR lás í kvikindið og þá vonandi er kominn lausn á málinu.....INSHALLA !


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: "Stórskrítið" hitavesen á Patrol

Postfrá olei » 11.júl 2014, 23:27

Lásinn á að opna við 82°c ef marka má service manual.
Fyrst að lásinn opnaði á annað borð þá er ólíklegt að vandinn leysist alfarið við að skipta honum út - nema þetta sé réttur lás sem er orðinn slappur.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: "Stórskrítið" hitavesen á Patrol

Postfrá svarti sambo » 12.júl 2014, 07:58

Það á líka að standa á lásnum, við kvaða hitastig hann á að vera full opinn. Ýmist á tölunni undir honum eða á kraganum.
Fer það á þrjóskunni


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: "Stórskrítið" hitavesen á Patrol

Postfrá Brjotur » 12.júl 2014, 17:25

hvenær rykur mælirinn i topp ? i venjulegum akstri ? eg myndi nu bara segja að það se heddpakkning sem er að striða þer , vatnið hverfur trulega ut i pust , hefur þu ekki orðið var við að það se gufumettaður reykurinn ur pustinu ?

sorry en neg held að þetta se meinið


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: "Stórskrítið" hitavesen á Patrol

Postfrá villi58 » 12.júl 2014, 17:53

Brjotur wrote:hvenær rykur mælirinn i topp ? i venjulegum akstri ? eg myndi nu bara segja að það se heddpakkning sem er að striða þer , vatnið hverfur trulega ut i pust , hefur þu ekki orðið var við að það se gufumettaður reykurinn ur pustinu ?

sorry en neg held að þetta se meinið

Hann lýsir þessu ágætlega hér í fyrsta pósti.


Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: "Stórskrítið" hitavesen á Patrol

Postfrá thorjon » 13.júl 2014, 22:13

Izan wrote:Sælir

Bara svona idjótaspurning; er vatnið að hverfa aftur og aftur eða er það að gerast eftið að þú skiptir um vatn?

Ég spyr svona því að mér hefur alltaf fundist erfitt að hella kælivatni á þetta kerfi, virðist fullt löngu áður en það er raunverulega orðið.

En afgashitinn, er ekki bara eðlilegt að hann hækki við aukið álag? Gefurðu ekki alltaf aðeins í þegar þú leggur í brekkuna?

Kv Jón Garðar

Jú mikið rétt, kom ekki nema rúmlega 11 af 12.9 kæitrum á hann til að byrja með og vesenið byrjaði eftir að ég setti nýja sjæní 3 laga kassann í !
Og jú auðvitað eðlilegt að afgashitinn hækki við aukið álag en það sem ég meinti er að e´g hef séð hann vera að fara 150-200 gráðum hærra undanfarið við sömu aðstæður ( maður er orðinn svo paranojaður eftir fyrsta skipti sem sauð að ég er löngu "hættur" að horfa á veginn og svei mér þá farinn að tala við helv. afgasmælinn hehe)


Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: "Stórskrítið" hitavesen á Patrol

Postfrá thorjon » 13.júl 2014, 22:18

Brjotur wrote:hvenær rykur mælirinn i topp ? i venjulegum akstri ? eg myndi nu bara segja að það se heddpakkning sem er að striða þer , vatnið hverfur trulega ut i pust , hefur þu ekki orðið var við að það se gufumettaður reykurinn ur pustinu ?

sorry en neg held að þetta se meinið

farinn að gruna það sama,, og þá að pakkningin ahfi þornað meðan hann stóð í 3-4 mánuði eða eitthvað álíka og komið nálarauga á hana.

hann rýkur upp í venjulegum akstri eftir eina netta brekku eða svo, þá er ég bara að tala um upp Kambana eða álíka

.... TÓM helv. hamingja eða þannig :) Allaveganna breyttist ekkert af viti við að setja nýjann lás í en gamli var helv "staður" samt sem áður þegar e´g "mældi" hann í eldhúsinu ;)


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: "Stórskrítið" hitavesen á Patrol

Postfrá olei » 14.júl 2014, 16:33

Opnaðu vatnskassalokið og settu vélina á toppsnúning. Stundum er hægagangur ekki nóg til að sjá loftbólur - en góð inngjöf skilar gosi upp úr kassanum.

Trúlega er heddpakkning eða hedd farið.


Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: "Stórskrítið" hitavesen á Patrol

Postfrá thorjon » 17.júl 2014, 00:08

Hverjum örðum en Kistufelli mælið þið með til að þrýstiprófa "sleggjuna" :) ( Kistufell hefur ekki pláss/tíma)

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: "Stórskrítið" hitavesen á Patrol

Postfrá Freyr » 17.júl 2014, 00:27

Egill Vélaverkstæði

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: "Stórskrítið" hitavesen á Patrol

Postfrá svarti sambo » 17.júl 2014, 00:57

Einnig Vélaland, veit ekki stöðuna hjá þeim.
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: "Stórskrítið" hitavesen á Patrol

Postfrá thorjon » 21.júl 2014, 23:41

Jæja, "skakklappaðist" frá störndunum á Sunnudaginn og druslan hitaði sig reglulega og einhverjir 12-13 lítrar fóru á bílinn í þeim túr ( til RVK) Þorði ekki einu sinni í göngin og tók útsýnistúr um Hvalfjörðinn í staðinn.
Setti hitann inní bíl á "full blast" frá toppnum á Bröttubrekku og alla leið í bæinn og hann var nokkurn veginn til friðs ( bætti samt á hann í Borgarnesi) .
:annig að í dag var dýrinu skutlað á verkstæðið og þrýstimælt vatnskerfið og enginn leki sjáanlegur og ekkert þrýstingsfall, þeir vildu þó meina heddpakkningin væri farinn en ég er enn að halda í vonina hehe.

Einnig prófaði ég eftir ráðum hér að ofan að leyfa ve´linni að hita sig með lokið af vatsnkassanum og þeyta honum svo upp í 3000 snúninga í til að skoða með loftbólur, allt í allt á 4 mín komu 5 bólur og ekki stórar,,,

Getur verið að þetta sé vatnslás helvítið að snuða öðru hverju ??

Svo svona í lokin, að skipta um heddpakkningu ??? eru þetta geimvísindi sem VERÐUR að gerast á verkstæði eða eru menn að "dunda" við þetta sjálfir ?

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: "Stórskrítið" hitavesen á Patrol

Postfrá Sævar Örn » 21.júl 2014, 23:55

Borgar sig að láta vana menn skipta um heddpakkningu og greina skemmdir á heddi ef mögulegar eru, ættir nú alveg að klóra þig fram úr þessu ef þú hefur tekið hedd af velum og dísel vélum áður þetta er í raun mjög einfalt miðað við marga aðrar vélar
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: "Stórskrítið" hitavesen á Patrol

Postfrá svarti sambo » 21.júl 2014, 23:58

Færð ekki loftbólur í vatnsganginn, nema að vélin sé að blása út í vatnsgang. Það gerist bara með heddpakkningu eða sprungu, svo framalega sem vélin er ekki með spíssahulsur í heddi. Myndi láta þrýstiprófa heddið bæði kalt og heitt í leiðinni, þegar skift er um heddpakkningu og fara yfir ventla. Þarft hvort eða er að láta plana heddið, við þessa aðgerð. Varðandi að fara með á verkstæði eða ekki, fer eftir einstaklingunum sjálfum og getu þeirra.
Fer það á þrjóskunni


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: "Stórskrítið" hitavesen á Patrol

Postfrá grimur » 22.júl 2014, 00:09

Einhvert hlýtur allt þetta vatn að fara...mjög undarlegt að það fari ekkert í þrýstiprófun á heitri vél...það er svosem hugsanlegt að þetta sé hárfín sprunga sem opnast ekki nema undir álagi...en hún ætti samt að stækka heldur en hitt.
Ekkert búbl þegar honum er gefið, líka undarlegt.
Ætli hann sé að frussa þessu einhvern veginn um túrbínuna(kælingin á bínunni)?
Spennandi að sjá hvað þetta er eftir allt saman.
Jafn óspennandi á meðan þetta er óleyst.

kv
Grímur

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: "Stórskrítið" hitavesen á Patrol

Postfrá svarti sambo » 22.júl 2014, 00:41

grimur wrote:Einhvert hlýtur allt þetta vatn að fara...mjög undarlegt að það fari ekkert í þrýstiprófun á heitri vél...það er svosem hugsanlegt að þetta sé hárfín sprunga sem opnast ekki nema undir álagi...en hún ætti samt að stækka heldur en hitt.
Ekkert búbl þegar honum er gefið, líka undarlegt.
Ætli hann sé að frussa þessu einhvern veginn um túrbínuna(kælingin á bínunni)?
Spennandi að sjá hvað þetta er eftir allt saman.
Jafn óspennandi á meðan þetta er óleyst.

kv
Grímur


Þær æla þessu út um tappann, þegar að vélin byrjar að blása t.d. 400°C heitu lofti inná vatnsganginn. Það er ekkert kælikerfi sem ræður við það, nema vera með extra stórt kerfi. Það verður svo mikil þrýstingsaukning í kerfinu, þegar vatnið breytist í gufu, að hún byrjar að æla þessu út um tappann.
Var að detta eitt í hug. gætir tekið húddið af honum og farið á smá rúnt og séð hvort að þetta sé ekki allt að fara út um tappann.
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: "Stórskrítið" hitavesen á Patrol

Postfrá thorjon » 22.júl 2014, 00:53

svarti sambo wrote:
grimur wrote:Einhvert hlýtur allt þetta vatn að fara...mjög undarlegt að það fari ekkert í þrýstiprófun á heitri vél...það er svosem hugsanlegt að þetta sé hárfín sprunga sem opnast ekki nema undir álagi...en hún ætti samt að stækka heldur en hitt.
Ekkert búbl þegar honum er gefið, líka undarlegt.
Ætli hann sé að frussa þessu einhvern veginn um túrbínuna(kælingin á bínunni)?
Spennandi að sjá hvað þetta er eftir allt saman.
Jafn óspennandi á meðan þetta er óleyst.

kv
Grímur


Þær æla þessu út um tappann, þegar að vélin byrjar að blása t.d. 400°C heitu lofti inná vatnsganginn. Það er ekkert kælikerfi sem ræður við það, nema vera með extra stórt kerfi. Það verður svo mikil þrýstingsaukning í kerfinu, þegar vatnið breytist í gufu, að hún byrjar að æla þessu út um tappann.
Var að detta eitt í hug. gætir tekið húddið af honum og farið á smá rúnt og séð hvort að þetta sé ekki allt að fara út um tappann.


Gleymdi kannski að minnast á það í fyrri póstum, en vélin er að æla þessu út um "neðra" forðabúrið, æjj þarna fyrir neðan þrýstikútinn en það búr er með "affalli" á toppnum, eflaust fyrir svona vesen :) þar sé ég rennandi blautt eftir skemmtiakstur um þjóðvegi.

M.a. búinn að prófa að keyra hann á lágum snúning út á þjóðvegi og leyfa afgasinu þá að fara í rúmlega 400 (sem er þá 550 á vél) sem og keyra hann á 2300 til 3000 snúningum og halda þannig niðri afgashitanum í og undir 300 (450 á vél),

Þetta er orðið undarlegra mál en Gunnar Í Krossinum !! :)


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: "Stórskrítið" hitavesen á Patrol

Postfrá grimur » 22.júl 2014, 01:13

Ok.
Þá er þetta nú að öllum líkindum heddpakning eða sprunga í heddi.
Ef vatnið æðir allt um yfirfallið á tappanum, inn á þennan kút og út, þá er vélin að pumpa inn á vatnsgang einhvers staðar. Það er alveg pottþétt.
Næsta mál á dagskrá er að rífa heddið af og skoða allt mjög vel í þeim prósess, pakkningu, stimpla, hedd, ventla, alltsaman. Þá kemur líkast til í ljós einhver fjandi.
Kv
G

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: "Stórskrítið" hitavesen á Patrol

Postfrá svarti sambo » 22.júl 2014, 01:14

Það er svo sem ekkert undarlegt við þetta. Það skiftir svo sem ekki máli hvort að vatnið skili sér út um tappann eða þennsluboxið, þá þýðir þetta heddið af.
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: "Stórskrítið" hitavesen á Patrol

Postfrá thorjon » 22.júl 2014, 19:51

Tóm andskotans hamingja,, þá er bara að rífa fram verkfærin og krossa sig og byrja :)


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 9 gestir