Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
aggibeip
Innlegg: 438
Skráður: 07.feb 2011, 17:49
Fullt nafn: Agnar Sæmundsson
Bíltegund: Toyota Hilux 38''
Staðsetning: Reykjavík

Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Postfrá aggibeip » 24.apr 2014, 14:28

Góðan dag.

Ég er með Hilux með 2L+Túrbó (ekki 2LT samt) sem ég var að taka mótorinn upp í og skipti um höfuðlegur, stangarlegur, endaslagsskífur, stimpilhringi, slípaði ventla, skipti um ventlastýringar og skipti um allar aðrar legur, pakkningar og pakkdósir auk þess sem ég lét plana og þrýstiprófa heddið. Ný vatnsdæla og tímareim o.s.fv..

Mín spurning er þessi:

Er eðlilegt að það sé erfitt að ná mótornum í gang eftir svona aðgerð?
Þarf að beita einhverri sérstakri aðferð, annari en þeirri að lofttæma hráolíu bingóið með því að leysa upp á spíssunum í starti?

Það eru nýir geymar í bílnum og hann startar eðlilega, mótorinn snýst, það kemur reykur úr pústi eftir startið en hann bara hefur ekki enn hrokkið í gang hjá mér.

Bíllinn er alveg réttur á tíma.

Ég setti slöngu frá síu og í flösku af dísel til að sjá hvort að hann væri ekki pottþétt að fá dísel inná sig og jú hann tekur úr flöskunni. Ég tengdi aðra flösku í affallið og það kemur dísill í hana. Þannig að hann er alveg að fá dísil inná sig.

Glóðarkertin eru alveg rétt tengd (hafa ekki sprengt öryggi allavega) og þau eru alveg að fá rafmagn.

Olíuljósið kviknar hinsvegar ekki inni í mælaborði, en neminn er tengdur.

Olíuþrýstingsmælirinn sýnir hinsvegar þrýsting þannig að hann getur ekki annað en verið að smyrja sig (það er nóg smurolía á honum).

Pumpan ofan á hráolíusíunni virkar ekki, getur það verið málið? Þarf að lofttæma síu bingóið?

Annað sem mér dettur í hug er að mér finnst eins og að hann sé ekki að taka inn á sig nóg af lofti, er samt ekki viss.. Er eitthvað sem mér gæti verið að yfirsjást í sambandi við það? Soggreinin er alveg opin, ég er ekki búinn að setja rörin á og tengja við túrbínuna og lofthreinsarann..

Dettur ykkur eitthvað í hug?
Er þetta kanski bara eðlilegt að hann starti endalaust en fari ekki í gang? Þarf ég bara að reyna lengur?


Toyota Hilux V6 - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 33" - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 38" - Í notkun


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Postfrá villi58 » 24.apr 2014, 14:37

Þetta virkar skrítið, pumpa á síuhúsi á það til að draga loft þannig að þú verður að redda því.
Ef hann fær olíu og hitar kertin nær lofti og kemur því frá sér þá ætti hann að fara í gang nema segulloki á olíuverki sé ótengdur. Mundi fara yfir það sem hugsanlega hefur geta farið úrskeiðis við samsetningu.
Hvers vegna kveiknar ekki olíuljós í mælaborði, er nemi í pönnuni sem gæti verið bilaður ? eða er neminn í blokkinni ?

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Postfrá Sævar Örn » 24.apr 2014, 14:58

pumpan á síunni á að virka, svo gætirðu þurft að starta með spíssarörin opin þar til fer að seitla út, herða og setja í gang og losa aftur með vél í gangi til að lofttæma almennilega
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Postfrá villi58 » 24.apr 2014, 15:07

Sævar Örn wrote:pumpan á síunni á að virka, svo gætirðu þurft að starta með spíssarörin opin þar til fer að seitla út, herða og setja í gang og losa aftur með vél í gangi til að lofttæma almennilega

Hjá mér þá hef ég aldrei lofttæmt neitt hvað sem ég er að gera við lagnir og f.l. bara dottið í gang eftir smá stund en gengið truntulega fyrst á meðan hann er að loftæma sig. Þeir eru ekkert voða viðkvæmir fyrir lofti eins og sumir.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Postfrá Sævar Örn » 24.apr 2014, 15:19

Þekki ekki toyotu vélina þannig lagað en þetta er samt ágætis regla og tekur örstutta stund og eyðir öllum vafa um að gangtruflun geti orsakast vegna lofts,

ég geri þetta allavega á öllum eldri díselvélum þar sem aðstæður bjóða upp á það eftir að átt hefur verið við hráolíukerfi, kunningi minn var lengi að vandræðast með gangtruflun á pajero 2.5 disil sem hann á og eftir að hafa klórað sér lengi í hausnum létum við verða að því að lofttæma með vélina í gangi og eftir hálfa mínútu var gangtruflunin farin,

þó hafði hann keyrt bílinn einhvern tíma með truflunina, eftir þessa raun hef ég haft þetta fyrir reglu
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Postfrá sukkaturbo » 24.apr 2014, 15:29

Sælir ég mundi skoða ádreparann vel kveðja guðni


birgiring
Innlegg: 179
Skráður: 03.feb 2010, 14:31
Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson

Re: Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Postfrá birgiring » 24.apr 2014, 16:07

Losa spíssarör við spíss,starta og athuga hvort komi olía þar upp. Ef ekki,þá skoða ádrepara og hvort loft sé á kerfinu. Ef kemur olía þarf að kanna hvort glóðarkertin hitni örugglega.


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Postfrá biturk » 24.apr 2014, 18:00

Eru ekki stimpilhringirnir rétt settir í? Þjappar hann? Er uann rétt ventlastilltur
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

karig
Innlegg: 335
Skráður: 01.feb 2010, 11:48
Fullt nafn: Kári Gunnarsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Varmahlíð

Re: Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Postfrá karig » 24.apr 2014, 18:09

Ég var að setja samskonar vél í gang eftir upptekt í gær, ég hengdi bílinn bara aftan í annan Hilux og dró hann í gang, það tók u.þ.b. 1,5 km áður en hann hrökk í gang og var nokkra stund að ná jöfnum gangi.....


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Postfrá grimur » 24.apr 2014, 20:01

Ég tók svona vél upp rétt um aldamótin. Öryggið fyrir glóðarkertin sló út vegna einhvers klaufagangs við samsetningu, þannig að kertin fengu ekki straum.
Hann fór ekki í gang þrátt fyrir að fara ansi stóran hring aftaní öðrum.
Eftir að við föttuðum þetta með glóðarkertin og tengdum þau upp á nýtt datt hann í gang á fyrsta snúning....
eftir það hef ég trúað því að svona mótor fari aldrei í gang án glóðarkertahitunar....tékkaðu á að það sé viðnám á kertunum, einhver Ohm og jafnt á öllum. Ef það leiðir ekki yfir þau eða skrýtin gildi við mælingu (ekki taka þau úr, bara taka + inn af þeim og mæla milli pólsins á þeim og í jörð á vél), þá eru þau ekki í lagi.

kv
G


birgiring
Innlegg: 179
Skráður: 03.feb 2010, 14:31
Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson

Re: Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Postfrá birgiring » 24.apr 2014, 21:43

Svona mótor fer ekki í gang kaldur með startaranum nema glóðarkertin hiti.

User avatar

Höfundur þráðar
aggibeip
Innlegg: 438
Skráður: 07.feb 2011, 17:49
Fullt nafn: Agnar Sæmundsson
Bíltegund: Toyota Hilux 38''
Staðsetning: Reykjavík

Re: Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Postfrá aggibeip » 24.apr 2014, 21:55

aggibeip wrote:
Glóðarkertin eru alveg rétt tengd (hafa ekki sprengt öryggi allavega) og þau eru alveg að fá rafmagn.



Þetta eru alveg pottþétt ekki glóðarkertin því ég er búinn að mæla þau og þau fá rafmagn og öryggið er alveg í lagi.. :)
Toyota Hilux V6 - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 33" - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 38" - Í notkun


birgiring
Innlegg: 179
Skráður: 03.feb 2010, 14:31
Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson

Re: Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Postfrá birgiring » 24.apr 2014, 22:20

Þá er spurningin,kemur olía upp á spíssa ?

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Postfrá StefánDal » 24.apr 2014, 22:28

Þú átt að heyra greinilegan smell í ádreparanum á olíuverkinu. Tékkaðu á honum.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Postfrá villi58 » 25.apr 2014, 16:37

Eitthvað að frétta ?


baldur
Innlegg: 159
Skráður: 02.feb 2010, 17:43
Fullt nafn: Baldur Gíslason

Re: Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Postfrá baldur » 25.apr 2014, 16:58

Ef það er vesen á glóðarkertum á díselvél þá á hún að detta í gang með startspreyi.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Postfrá Stebbi » 25.apr 2014, 17:11

Opnaðirðu olíuverkið eitthvað eða fiktaðir í því.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

ingi árna
Innlegg: 101
Skráður: 19.jan 2011, 12:35
Fullt nafn: Ingólfur Árnason
Bíltegund: HJ-61 "88

Re: Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Postfrá ingi árna » 25.apr 2014, 18:51

Ertu búin að athuga með öll 5 glóðakertin, var í vandræðum með minn hilux þar til ég fann fimmta glóðakertið sem er staðsett undyr soggreininni og hitar loftið áður en það fer inn á vél, það er töluvert þykkara en hin 4 sem eru ofaná.

User avatar

Höfundur þráðar
aggibeip
Innlegg: 438
Skráður: 07.feb 2011, 17:49
Fullt nafn: Agnar Sæmundsson
Bíltegund: Toyota Hilux 38''
Staðsetning: Reykjavík

Re: Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Postfrá aggibeip » 25.apr 2014, 20:37

Búinn að mæla glóðarkertin og þau virka og fá straum inn á sig.

Ég opnaði olíuverkið ekki.

Búinn að prufa gaurinn á olíuverkinu og það kemur smellur í honum þegar ég set plús á hann...

Ég reikna með að þetta sé loft í síudótinu eða falskt loft eða eitthvað... Er að fara að prufa það núna..
Toyota Hilux V6 - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 33" - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 38" - Í notkun


lokkur
Innlegg: 23
Skráður: 06.mar 2013, 22:15
Fullt nafn: Gunnólfur Sveinsson
Bíltegund: MMC

Re: Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Postfrá lokkur » 26.apr 2014, 00:50

ef þú hefur notað óorginal glóðarkerti þá er ekki nóg að mæla þau, þú verður að prófa þau og ath hvort kemur hiti niður á odd..


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Postfrá villi58 » 26.apr 2014, 02:48

Prufaðu að setja straum á kertin þannig að þú sjáir þau roðna, hlítur að vera eitthvað að þarna.
Þegar ég skipti um síu þá nota ég ekkert handdæluna bara starta og í gang, sem segir svolítið hvað er lítið mál að lofttæma.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Postfrá svarti sambo » 26.apr 2014, 04:05

Það sem að mig dettur helst í hug, Þó svo að ég þekki ekki þessa tilteknu vél ekki neitt. Er hún ekki bara 180° vitlaus á tíma. Á hvaða sílender voru rokkerarmarnir að velta, þegar að þú tímaðir tímagírinn inn. Ég myndi halda að hún ætti allavega að taka einhvað við sér, ef að glóðarkertin virka og það kemur olía að spíssum. ætti allavega að fara í gang í drætti og ekki löngum, þar sem að hún ætti ekki að haga sér, eins og haugslitin vél. Þannig að annaðhvort er hún ekki að þjappa nóg eða vitlaus á tíma. Hónaðir þú ekki götin, þar sem að þú varst að setja nýja hringi og settirðu hringina ekki alveg örugglega rétt í. Sem sagt, snérir þeim rétt og hafðir fláann upp og í réttri röð, ásamt því að deila clerens bilunum rétt niður. Ég hef séð það gerast að nýir hringir rífi silender ef það er ekki hónað gatið áður, Þar sem að ytri brúninn á hringjunum er svo beitt fyrst til að byrja með. Og svo má alls ekki gleyma að jóðla smurolíu á alla samsetningar hluta, þar sem við á.

ps. slitmældir þú ekki gatið, þar sem að þú varst með nýja hringi í höndunum. Og stóðst hún mál.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Postfrá Hfsd037 » 26.apr 2014, 04:46

Þessi vél er rosalega háð miklu rafmagni í starti, það er mjög mikilvægt að startarinn nái fullum hraða.

Eru lagnirnar alveg örugglega rétt tengdar við hráolíusíuna, getur verið að þú hafir látið þær vitlaust saman við olíuverkið eða öfugt?

Ertu alveg 100% á því að segullokinn opni sig þegar þú svissar á?

Heyrirðu í glóðarkertarelayinu þegar þú svissar á? Ef ekki þá er farið öryggi, smá möguleiki þar.
Ég lenti í vandræðum með minn útaf öryggi sem tengdist glóðarkertunum, en við erum ekki með sama rafkerfið þannig að það gæti verið öðruvísi hjá þér.

Kannski er tengið í alternatorinum lélegt eða slitinn vír í því sem sendir röng boð sem stoppar allt ferlið, það gæti kannski útskýrt olíuljósið.
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

karig
Innlegg: 335
Skráður: 01.feb 2010, 11:48
Fullt nafn: Kári Gunnarsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Varmahlíð

Re: Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Postfrá karig » 26.apr 2014, 12:23

Hefur þú kíkt á vélaröryggið við hliðina á örygginu fyrir glóðakertið?

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Postfrá Stebbi » 26.apr 2014, 22:20

aggibeip wrote:Ég reikna með að þetta sé loft í síudótinu eða falskt loft eða eitthvað... Er að fara að prufa það núna..


Ef hann fór ekki í gang með olíu úr flösku beint á olíuverkið þá er þetta tæplega lofti í síuni að kenna. Ef farin að hallast að því að hann sé vitlaus á tíma hjá þér á miðað við að þú ert búin að prufa flest allt sem tengist olíunni og hitun.
Það væri ekki vitlaust að losa af honum tímareimarlokið og setja hann á 0 til að útiloka að eitthvað hafi misfarist þegar þú tímaðir hann inn.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
aggibeip
Innlegg: 438
Skráður: 07.feb 2011, 17:49
Fullt nafn: Agnar Sæmundsson
Bíltegund: Toyota Hilux 38''
Staðsetning: Reykjavík

Re: Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Postfrá aggibeip » 28.apr 2014, 11:32

Stebbi wrote:
aggibeip wrote:Ég reikna með að þetta sé loft í síudótinu eða falskt loft eða eitthvað... Er að fara að prufa það núna..


Ef hann fór ekki í gang með olíu úr flösku beint á olíuverkið þá er þetta tæplega lofti í síuni að kenna. Ef farin að hallast að því að hann sé vitlaus á tíma hjá þér á miðað við að þú ert búin að prufa flest allt sem tengist olíunni og hitun.
Það væri ekki vitlaust að losa af honum tímareimarlokið og setja hann á 0 til að útiloka að eitthvað hafi misfarist þegar þú tímaðir hann inn.


Flösku dótið tengdi ég bara inn á síudótið þannig að dísellinn hefur alltaf verið að fara í gegn um síuna hjá mér.. Ætli ég prufi ekki bara að tengja framhjá síunni og sjá hvað gerist..
Toyota Hilux V6 - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 33" - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 38" - Í notkun

User avatar

Höfundur þráðar
aggibeip
Innlegg: 438
Skráður: 07.feb 2011, 17:49
Fullt nafn: Agnar Sæmundsson
Bíltegund: Toyota Hilux 38''
Staðsetning: Reykjavík

Re: Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Postfrá aggibeip » 29.apr 2014, 11:40

svarti sambo wrote:Það sem að mig dettur helst í hug, Þó svo að ég þekki ekki þessa tilteknu vél ekki neitt. Er hún ekki bara 180° vitlaus á tíma. Á hvaða sílender voru rokkerarmarnir að velta, þegar að þú tímaðir tímagírinn inn. Ég myndi halda að hún ætti allavega að taka einhvað við sér, ef að glóðarkertin virka og það kemur olía að spíssum. ætti allavega að fara í gang í drætti og ekki löngum, þar sem að hún ætti ekki að haga sér, eins og haugslitin vél. Þannig að annaðhvort er hún ekki að þjappa nóg eða vitlaus á tíma. Hónaðir þú ekki götin, þar sem að þú varst að setja nýja hringi og settirðu hringina ekki alveg örugglega rétt í. Sem sagt, snérir þeim rétt og hafðir fláann upp og í réttri röð, ásamt því að deila clerens bilunum rétt niður. Ég hef séð það gerast að nýir hringir rífi silender ef það er ekki hónað gatið áður, Þar sem að ytri brúninn á hringjunum er svo beitt fyrst til að byrja með. Og svo má alls ekki gleyma að jóðla smurolíu á alla samsetningar hluta, þar sem við á.

ps. slitmældir þú ekki gatið, þar sem að þú varst með nýja hringi í höndunum. Og stóðst hún mál.


Ég hónaði götin og hann er alveg 100% réttur á tíma...

Ég er farinn að hallast að því að hringirnir hafi verið settir vitlaust í.. Fer í að opna þetta aftur, sennilega eftir próf..

P.s. Hvernig þjöppumæli ég mótorinn? Tek ég spíssana úr og skrúfa mælinn þar í eða?
Toyota Hilux V6 - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 33" - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 38" - Í notkun


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Postfrá villi58 » 29.apr 2014, 11:43

aggibeip wrote:
svarti sambo wrote:Það sem að mig dettur helst í hug, Þó svo að ég þekki ekki þessa tilteknu vél ekki neitt. Er hún ekki bara 180° vitlaus á tíma. Á hvaða sílender voru rokkerarmarnir að velta, þegar að þú tímaðir tímagírinn inn. Ég myndi halda að hún ætti allavega að taka einhvað við sér, ef að glóðarkertin virka og það kemur olía að spíssum. ætti allavega að fara í gang í drætti og ekki löngum, þar sem að hún ætti ekki að haga sér, eins og haugslitin vél. Þannig að annaðhvort er hún ekki að þjappa nóg eða vitlaus á tíma. Hónaðir þú ekki götin, þar sem að þú varst að setja nýja hringi og settirðu hringina ekki alveg örugglega rétt í. Sem sagt, snérir þeim rétt og hafðir fláann upp og í réttri röð, ásamt því að deila clerens bilunum rétt niður. Ég hef séð það gerast að nýir hringir rífi silender ef það er ekki hónað gatið áður, Þar sem að ytri brúninn á hringjunum er svo beitt fyrst til að byrja með. Og svo má alls ekki gleyma að jóðla smurolíu á alla samsetningar hluta, þar sem við á.

ps. slitmældir þú ekki gatið, þar sem að þú varst með nýja hringi í höndunum. Og stóðst hún mál.


Ég hónaði götin og hann er alveg 100% réttur á tíma...

Ég er farinn að hallast að því að hringirnir hafi verið settir vitlaust í.. Fer í að opna þetta aftur, sennilega eftir próf..

P.s. Hvernig þjöppumæli ég mótorinn? Tek ég spíssana úr og skrúfa mælinn þar í eða?

Þú getur líka tekið öll hitakertin úr og mælt þannig, auðveldari aðferð.

User avatar

Höfundur þráðar
aggibeip
Innlegg: 438
Skráður: 07.feb 2011, 17:49
Fullt nafn: Agnar Sæmundsson
Bíltegund: Toyota Hilux 38''
Staðsetning: Reykjavík

Re: Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Postfrá aggibeip » 29.apr 2014, 11:50

Takk fyrir það!

Hvaða afleiðingar getur það haft að snúa hringjunum vitlaust? (ég hónaði mótorinn áður en þetta var sett í)
Þarf ég að hóna aftur áður en ég set stimplana í aftur eftir að ég kíki á hringina?
Toyota Hilux V6 - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 33" - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 38" - Í notkun


birgiring
Innlegg: 179
Skráður: 03.feb 2010, 14:31
Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson

Re: Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Postfrá birgiring » 29.apr 2014, 12:33

Áður en þú ferð að rífa mótorinn aftur.
1. Kemur olía upp á spíssa?
2. Ef það kemur olía, er tíminn á olíuverkinu örugglega réttur ?
3. Ef það kemur olía og tíminn á olíuverkinu er réttur þá taka hvert glóðarkerti fyrir sig úr og prófa,ef það hefur ekki verið búið að því. Kertin geta blekkt í mælingu.
Ef þetta er allt í lagi þá finnst mér að bíllinn ætti að taka við sér,allavega reykja eittthvað þó einhverjir stimpilhringir sneru vitlaust.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Postfrá svarti sambo » 29.apr 2014, 12:47

Ég hónaði götin og hann er alveg 100% réttur á tíma...

Ég er farinn að hallast að því að hringirnir hafi verið settir vitlaust í.. Fer í að opna þetta aftur, sennilega eftir próf..

P.s. Hvernig þjöppumæli ég mótorinn? Tek ég spíssana úr og skrúfa mælinn þar í eða?
Þú getur líka tekið öll hitakertin úr og mælt þannig, auðveldari aðferð.


Voru rokkerarmarnir á aftasta silender ekki alveg öruuglega að velta, þegar þú tímaðir tímagírinn inn á merki. Því þá er hún að þjappa á fyrsta og sveifarásinn fer tvo hringi á meðan olíuverkið fer einn hring.
Þjöppumælirinn minn miðast við að nota gamlann spíss sem búið er að hreinsa allt innan úr. Þjappan á ekki að vera minni en 22-25 bar (kg/cm2). Hættir að ganga undir sjálfri sér við ca: 18bar. En myndi halda að þjappan gæti verið svona á milli 25-30 bar í svona vél. Fer reyndar svolítið eftir því hversu háþrýst hún er og það væri best að fá að vita þjöppuna hjá umboðinu.
Varðandi að snúa hringjunum öfugt, á ekki að hafa neinar afleiðingar í för, þeir þrýstast bara ekki nægileg mikið út í sílenderinn, þar sem að loftið kemst ekki á bakvið þá, til að þrýsta þeim út. Og passaðu svo bara að deila hringjabilunum jafn niður á hringinn ca: 130-140° mismun á stefnu bilanna. Fer eftir fjölda hringja.
Sennilega þarftu ekki að hóna aftur, en þú verður bara að skoða það og meta.
En þú skalt byja á því að þjöppumæla vélina fyrst og sjá hvað hún er að gera, áður en þú byrjar að rífa og tæta. Og passaðu þig að hafa nóg rafmagn fyrir þjöppumælinguna svo hún sé marktæk.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

Höfundur þráðar
aggibeip
Innlegg: 438
Skráður: 07.feb 2011, 17:49
Fullt nafn: Agnar Sæmundsson
Bíltegund: Toyota Hilux 38''
Staðsetning: Reykjavík

Re: Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Postfrá aggibeip » 29.apr 2014, 13:41

birgiring wrote:Áður en þú ferð að rífa mótorinn aftur.
1. Kemur olía upp á spíssa?
2. Ef það kemur olía, er tíminn á olíuverkinu örugglega réttur ?
3. Ef það kemur olía og tíminn á olíuverkinu er réttur þá taka hvert glóðarkerti fyrir sig úr og prófa,ef það hefur ekki verið búið að því. Kertin geta blekkt í mælingu.
Ef þetta er allt í lagi þá finnst mér að bíllinn ætti að taka við sér,allavega reykja eittthvað þó einhverjir stimpilhringir sneru vitlaust.


1. Það kemur olía upp á spíssa.
2. Tímareimin er rétt á öllum merkjum.
3. Er búinn að mæla glóðarkertin í bak og fyrir en hef ekki tekið þau úr. En þau virkuðu og mótorinn fór í gang áður en ég tók hann upp..
Svo eru nýjar dísur í spíssunum þannig að þeir eru alveg 100% líka.

En það eru pottþétt hringirnir eins og ég skrifa neðst í póstinum.. (Ég þarf allavega að taka það í sundur og yfirfara það)

svarti sambo wrote:
Ég hónaði götin og hann er alveg 100% réttur á tíma...

Ég er farinn að hallast að því að hringirnir hafi verið settir vitlaust í.. Fer í að opna þetta aftur, sennilega eftir próf..

P.s. Hvernig þjöppumæli ég mótorinn? Tek ég spíssana úr og skrúfa mælinn þar í eða?
Þú getur líka tekið öll hitakertin úr og mælt þannig, auðveldari aðferð.


Voru rokkerarmarnir á aftasta silender ekki alveg öruuglega að velta, þegar þú tímaðir tímagírinn inn á merki. Því þá er hún að þjappa á fyrsta og sveifarásinn fer tvo hringi á meðan olíuverkið fer einn hring.
Þjöppumælirinn minn miðast við að nota gamlann spíss sem búið er að hreinsa allt innan úr. Þjappan á ekki að vera minni en 22-25 bar (kg/cm2). Hættir að ganga undir sjálfri sér við ca: 18bar. En myndi halda að þjappan gæti verið svona á milli 25-30 bar í svona vél. Fer reyndar svolítið eftir því hversu háþrýst hún er og það væri best að fá að vita þjöppuna hjá umboðinu.
Varðandi að snúa hringjunum öfugt, á ekki að hafa neinar afleiðingar í för, þeir þrýstast bara ekki nægileg mikið út í sílenderinn, þar sem að loftið kemst ekki á bakvið þá, til að þrýsta þeim út. Og passaðu svo bara að deila hringjabilunum jafn niður á hringinn ca: 130-140° mismun á stefnu bilanna. Fer eftir fjölda hringja.
Sennilega þarftu ekki að hóna aftur, en þú verður bara að skoða það og meta.
En þú skalt byja á því að þjöppumæla vélina fyrst og sjá hvað hún er að gera, áður en þú byrjar að rífa og tæta. Og passaðu þig að hafa nóg rafmagn fyrir þjöppumælinguna svo hún sé marktæk.


Það eru ekki rokkerarmar, heldur eru ventlarnir beint undir knastásnum.

En það er alveg komið á hreint núna að það eru einhverjir hringir öfugir. Ég talaði við þann sem hjálpaði mér í þessu og sá um að setja stimplana í og hann fattaði ekki að það væru merkingar á þessu og setti hringina í án þess að vita af merkjunum, þannig að það er alveg öruggt að einhverjir hringir eru öfugir. En ég hugsa að clerance bilið á hringjunum sé í lagi.

Myndin er reyndar af 2L-T mótor en þarna sérðu hvernig ventlajúnitið er :)
Viðhengi
2L-T.jpg
2L-T.jpg (105.24 KiB) Viewed 12071 time
Toyota Hilux V6 - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 33" - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 38" - Í notkun

User avatar

Bskati
Innlegg: 279
Skráður: 01.júl 2011, 19:19
Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
Bíltegund: Rauður Hilux
Staðsetning: Kópavogur

Re: Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Postfrá Bskati » 29.apr 2014, 18:13

ég lenti einu sinni í því að 2L mótor sem ég átti fór ekki í gang. Þá var vandamálið ádreparinn, hann fékk ekki rafmagn frá bílnum þegar ég svissaði á. En með því að tengja straum beint frá geymi og á ádreparann og starta síðan þá fór hann eðlilega í gang. Þegar ég var búinn komast að þessu fann ég bilunina sem var sprungið öryggi.

Þessar vélar fara auðveldlega í gang án þess að forhita ef það er ekki frost, svo ég myndi ekki eyða tíma í að horfa á glóðakertin.
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Postfrá svarti sambo » 29.apr 2014, 19:25

Voru rokkerarmarnir á aftasta silender ekki alveg öruuglega að velta, þegar þú tímaðir tímagírinn inn á merki. Því þá er hún að þjappa á fyrsta og sveifarásinn fer tvo hringi á meðan olíuverkið fer einn hring.


Það eru ekki rokkerarmar, heldur eru ventlarnir beint undir knastásnum.

En það er alveg komið á hreint núna að það eru einhverjir hringir öfugir. Ég talaði við þann sem hjálpaði mér í þessu og sá um að setja stimplana í og hann fattaði ekki að það væru merkingar á þessu og setti hringina í án þess að vita af merkjunum, þannig að það er alveg öruggt að einhverjir hringir eru öfugir. En ég hugsa að clerance bilið á hringjunum sé í lagi.


Það skiftir ekki máli hvort að vélin sé með yfirliggjandi knastás eða ekki. Bara að útblásturslokinn sé að loka og soglokinn sé að byrja að opna á aftasta sílender, þegar að tímagírinn er settur á merki. Svo á að standa á topphringnum Top, og þegar að þú horfir inní endann á hringjunum, þá sérðu hvernig þeir eru í laginu og setur fláann upp eða kóninn upp. Topphringurinn er yfirleitt með extra fláa innst og hinir eru kónískir að ofan, en ekki smurhringurinn.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

Höfundur þráðar
aggibeip
Innlegg: 438
Skráður: 07.feb 2011, 17:49
Fullt nafn: Agnar Sæmundsson
Bíltegund: Toyota Hilux 38''
Staðsetning: Reykjavík

Re: Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Postfrá aggibeip » 30.apr 2014, 18:42

Nú er ég búinn að opna þetta og hann sprengdi bara á einum sílender... Það var hráolía inni á öllum hinum þannig að allt virkar eins og það á að gera nema að hringirnir voru bara í ruglinu !! hehe :)
Toyota Hilux V6 - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 33" - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 38" - Í notkun

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Postfrá svarti sambo » 30.apr 2014, 20:44

Þá er það bara taka 2. Er ekki í lagi með sílentrana.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

Höfundur þráðar
aggibeip
Innlegg: 438
Skráður: 07.feb 2011, 17:49
Fullt nafn: Agnar Sæmundsson
Bíltegund: Toyota Hilux 38''
Staðsetning: Reykjavík

Re: Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Postfrá aggibeip » 30.apr 2014, 20:49

svarti sambo wrote:Þá er það bara taka 2. Er ekki í lagi með sílentrana.


Jú, allir eins og þeir voru áður en ég setti saman, eins og nýjir! :)

Það var reyndar sót í þeim sem sprengdi en það bara fór þegar ég strauk yfir með puttanum:)
Toyota Hilux V6 - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 33" - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 38" - Í notkun


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Postfrá biturk » 01.maí 2014, 12:59

Það var eins og mer datt í hug :)
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

ingi árna
Innlegg: 101
Skráður: 19.jan 2011, 12:35
Fullt nafn: Ingólfur Árnason
Bíltegund: HJ-61 "88

Re: Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Postfrá ingi árna » 01.maí 2014, 15:55

Hvað var þessi upptekt að kosta svona c.a.

User avatar

Höfundur þráðar
aggibeip
Innlegg: 438
Skráður: 07.feb 2011, 17:49
Fullt nafn: Agnar Sæmundsson
Bíltegund: Toyota Hilux 38''
Staðsetning: Reykjavík

Re: Að setja 2L í gang eftir upptekningu?

Postfrá aggibeip » 01.maí 2014, 17:32

ingi árna wrote:Hvað var þessi upptekt að kosta svona c.a.


Uuu.. Ég hef ekki tekið það saman ennþá en ég er með nóturnar allar úti í skúr.. Ég skal bara kíkja á það bráðum og láta þig vita :)
Toyota Hilux V6 - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 33" - Seldur
Toyota Hilux 2.4TDi 38" - Í notkun


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 18 gestir