Stýrisdempari

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
patrolkall
Innlegg: 25
Skráður: 09.mar 2011, 16:43
Fullt nafn: Stefán Níels Guðmundsson

Stýrisdempari

Postfrá patrolkall » 02.sep 2014, 22:24

Sælir félagar

Er að berjast við jeppaveiki í 35" Patrol.
Það er ome stýrisdempari í honum og ég er að velta því fyrir mér hversu sífir þeir eiga að vera? Ég þrýsti þessum allavega frekar létt saman.

Eru til stýfari fóðringar sem passa beint í skástífuna?

Kv
Stefán Níels


Nissan Patrol
Honda CRF450R

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Stýrisdempari

Postfrá Sævar Örn » 03.sep 2014, 00:14

ég keypti mér stýrisdempara í súkkuna frá BSA og sá er það stífur að ég var líklega uþb. 2 mínútur að koma honum saman með handafli,

maður finnur að það er ekki hægt að höggva stýrinu til og frá lock í lock eins og áður en að öðru leiti finnur maður engan mun á bílnum í stýri nema hvað, að ÖLL jeppaveiki er horfin og það er hægt að keyra utan í kant og maður veit ekki af því, bara algjör snilld, og það besta við þetta allt er að demparinn kostaði undir 8000 kr
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


malibu
Innlegg: 58
Skráður: 12.okt 2011, 12:41
Fullt nafn: Örn Tryggvi Johnsen

Re: Stýrisdempari

Postfrá malibu » 03.sep 2014, 09:25

Byrjaðu á því að skipta um þverstífufóðringarnar. Þær skipta ótrúlega miklu máli í Patrol. Þú færð þær hjá Stál og Stönsum.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Stýrisdempari

Postfrá villi58 » 03.sep 2014, 12:19

patrolkall wrote:Sælir félagar

Er að berjast við jeppaveiki í 35" Patrol.
Það er ome stýrisdempari í honum og ég er að velta því fyrir mér hversu sífir þeir eiga að vera? Ég þrýsti þessum allavega frekar létt saman.

Eru til stýfari fóðringar sem passa beint í skástífuna?

Kv
Stefán Níels

Örugglega of linur ef þú þrýstir honum létt saman, held að þú verðir að skoða nýjan.


Höfundur þráðar
patrolkall
Innlegg: 25
Skráður: 09.mar 2011, 16:43
Fullt nafn: Stefán Níels Guðmundsson

Re: Stýrisdempari

Postfrá patrolkall » 04.sep 2014, 12:29

Sævar Örn wrote:ég keypti mér stýrisdempara í súkkuna frá BSA og sá er það stífur að ég var líklega uþb. 2 mínútur að koma honum saman með handafli,

maður finnur að það er ekki hægt að höggva stýrinu til og frá lock í lock eins og áður en að öðru leiti finnur maður engan mun á bílnum í stýri nema hvað, að ÖLL jeppaveiki er horfin og það er hægt að keyra utan í kant og maður veit ekki af því, bara algjör snilld, og það besta við þetta allt er að demparinn kostaði undir 8000 kr



Já snilld.
Mannstu hvort þetta hafi verið dempari í Defender?
Nissan Patrol
Honda CRF450R


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: Stýrisdempari

Postfrá Brjotur » 04.sep 2014, 20:00

Allt of mjuk gummiin fra stal og stönsum :(

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Stýrisdempari

Postfrá jeepson » 04.sep 2014, 23:50

Ég keypti stífugúmmí frá Stál og Stönsum og þeir sögðu þau vera stífari en frá umboðinu. Þetta eru gúmmíin sem eru sitthvoru megin við hásingu í báðum framstífunum. Ég keypti splunku nýjann OME dempara frá Benna og var mér ráðlagt frá aðila sem er með svona dempara í 38" patta.. Næst á dagskránni verður að skipta um þessi stífu gúmmí. 33" pattinn minn er neflilega útum allan veg á meðan að 38" pattinn minn er ljúfur eins og lamb á veginum.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Stýrisdempari

Postfrá olei » 05.sep 2014, 00:05

Stífugúmíin í radíusörmunum á hásingunni eru undir nokkuð stöðugu álagi í vegkeyrslu. Ólíklegt að mýkt þeirra hafi mikið að gera með aksturseiginleika.

Ps
Ég fór í BSA og skoðaði stýrisdempara fyrir 42" bíl. Mér leist ekkert á original defender dempara og keypti í staðinn aftermarket (Terrafirma?) dempara hjá þeim sem var mun sverari og stífari við meðhöndlun. Sá gerir talsvert gagn fyrir þessa dekkjastærð - settur á millibilsstöngina á patrolrörinu.


BragiGG
Innlegg: 157
Skráður: 29.maí 2010, 16:43
Fullt nafn: Bragi Geirdal Guðfinnsson

Re: Stýrisdempari

Postfrá BragiGG » 05.sep 2014, 09:47

byrjaðu á að herða á stýrismaskínunni, yfirleitt það sem er málið...
1988 Toyota Hilux


Höfundur þráðar
patrolkall
Innlegg: 25
Skráður: 09.mar 2011, 16:43
Fullt nafn: Stefán Níels Guðmundsson

Re: Stýrisdempari

Postfrá patrolkall » 05.sep 2014, 10:06

Keypti stýrisdempara úr Discovery í BSA í gær, uss leyndó!!!

Hann skánaði töluvert við það en er ekki nógu góður, ég finn enga hreyfingu þegar ég tek á skástífufóðringum.
Spurning hvort ég bið strákana í Klett að skoða dekkin aftur.

BragiGG wrote:byrjaðu á að herða á stýrismaskínunni, yfirleitt það sem er málið...

Hvernig geri ég það??
Nissan Patrol
Honda CRF450R


emmibe
Innlegg: 250
Skráður: 20.mar 2013, 08:43
Fullt nafn: Elmar þór Benediktsson
Bíltegund: ssangyong musso

Re: Stýrisdempari

Postfrá emmibe » 23.sep 2014, 18:47

Keypti stýrisdempara í BSA fyrir helgi á 9000+ kr og er með gjörbreyttann bíl í dag. Hann er hættur að stökkva til hliðar í skurðunum í akbrautunum hérna innanbæjar, fór á fjöll um helgina og bíllinn er eins og hugur manns í akstri á slóða. Var búinn að herða á maskínuni en það breytti ekki miklu.
En ósköp er Landrover fólk orðið kvekkt á niðrandi orðum um bílana sína, það er sko notað tækifærið þegar litlar Súkkur koma í heimsókn í BSA :-)
Elmar Þór Benediktsson
emmibe@gmail.com
SsangYong Musso E32

User avatar

krissi200
Innlegg: 160
Skráður: 28.feb 2010, 18:04
Fullt nafn: Kristófer Karlsson

Re: Stýrisdempari

Postfrá krissi200 » 22.okt 2014, 22:52

Sælir.
hvernig herðir maður á stýrismasķínunni?


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 8 gestir