Síða 1 af 1

Gera við bílarafm.?

Posted: 23.mar 2012, 23:31
frá Magni
Læsingarmótorinn að aftan er ekki að fá rafm. Búinn að athuga mótorinn hann er í lagi. Það klikkar í relayinu þegar ég sný takkanum. Var að velta fyrir mér hvort einhver geti bent mér á eitthvað verkstæði(eða einyrkja) sem hefur fengist við þetta? Er með LC80

Re: Gera við bílarafm.?

Posted: 23.mar 2012, 23:49
frá Svenni30
Ég get ekki svarað þér, En er með smá hugmynd, getur fengið þér lofttjakk í staðin fyrir læsingarmótorinn. er með svoleiðis hjá mér og það klikkar aldrei.
Mér finst svo oft vera vesen með þessa rafmótora. Bara hugmynd.

Re: Gera við bílarafm.?

Posted: 24.mar 2012, 11:17
frá Magni
Takk fyrir ábendinguna, ég hef vitað af þessum lofttjökkun en sé ekki ástæðu fyrir því, þetta er orginal mótor frá 94 sem er enn í lagi og hefur aldrei bilað hingað til. Þannig að meðan þetta er ekki alvarlegra en þetta þá skipti ég þessu ekki út.

Re: Gera við bílarafm.?

Posted: 24.mar 2012, 11:36
frá birgiring
Prófaðu að setja auka jarðsamband frá hlera í boddí.

Re: Gera við bílarafm.?

Posted: 24.mar 2012, 12:09
frá ellisnorra
birgiring wrote:Prófaðu að setja auka jarðsamband frá hlera í boddí.


Afskaplega athyglisverð ábending! Hvaðan kom þessi snilldar hugmynd til að laga læsingar? :)

Re: Gera við bílarafm.?

Posted: 24.mar 2012, 12:47
frá smaris
Gæti verið sundur vír frá hásingu og upp í grind. Mjög algengt að þetta grjótberjist í sundur.

Kv. Smári.

Re: Gera við bílarafm.?

Posted: 24.mar 2012, 13:45
frá birgiring
Hún kom nú einfaldlega af misskilningi. Ég var nýbúinn að slást við centrallæsingu á afturhlera og þar var jarðsambandsvandamál.Ég hef líka fengist við skemmda mótora og lagnir í læsingu á afturhásingu.