Síða 1 af 1

vandræði með 2,4 toyota

Posted: 22.mar 2012, 21:13
frá Cruserinn
Sælir

Ég er með 70cruser með 2,4 disil nema hvað allt í einu um daginn drap hann á sér en samt ekki með neinum látum og vill ekki í gang aftur. Ég er búinn að athuga hvort hann sé að fá olíu upp á spíssa en svo er ekki. Einhver sem veit hvað það er realy eða eithvað fyrir olíudæluna sem virðist ver innbyggð í olíuverkið????

Re: vandræði með 2,4 toyota

Posted: 22.mar 2012, 21:42
frá StefánDal
Tékkaðu á ádreparanum á olíverkinu. Það er lítið plögg sem getur verið í ólagi. Getur prufað að tengja það beint á plús á geymi og startað svo.

Re: vandræði með 2,4 toyota

Posted: 22.mar 2012, 21:52
frá Cruserinn
já veistu hvar það er á verkinu?

Re: vandræði með 2,4 toyota

Posted: 23.mar 2012, 00:17
frá Valdi B
þetta er pottþétt ádreparinn.... það er einn vír sem fer á hann á olíuverkinu... ef þú stendur við hliðina á bílnuum og horfir ofan í húddið þá er hann hægra megin við stilliskrúfurnar ofan á verkinu... og ein lítil ró sem herðir niður grænan vír( er allavega grænn á litinn í bílnum hjá mér) og síðan skrúfarðu ádreparann úr og tekur pinnan innan úr... prófaðu þá að setja í gang... án pinnans (virkaði hjá mér)

Re: vandræði með 2,4 toyota

Posted: 23.mar 2012, 19:06
frá Cruserinn
Ég tók hann úr og hann fór í gang. En gat ekki séð að neitt væri að honum. Veistu hversu há spenna á að vera á vírnum til hans??

Re: vandræði með 2,4 toyota

Posted: 23.mar 2012, 19:11
frá StefánDal
Cruserinn wrote:Ég tók hann úr og hann fór í gang. En gat ekki séð að neitt væri að honum. Veistu hversu há spenna á að vera á vírnum til hans??


Það eiga að vera 12v. en hann opnast á allt niður í liggur við ekki neitt:)

Re: vandræði með 2,4 toyota

Posted: 23.mar 2012, 19:26
frá Cruserinn
okei é mældi strauminn það er ekki að koma alveg 12v á hann.