Síða 1 af 1

Vandamál með lofnetsfestingu

Posted: 22.mar 2012, 13:30
frá Baldur Örn
Ég er að vesenast með loftnetsfestinguna á VHF loftnetinu mínu, sem er á hægra horninu á pattanum mínum, en hún er orðin laus og ég ætlaði bara að rífa innréttinguna í horninu frá til að herða hana. En þegar ég var búinn að rífa þetta sé ég enga leið til að komast aftan að festingunni. Kannist þið eitthvað við þessar festingar.
Það sem vantar á myndirnar er þéttihringurinn á milli festingarinnar og bílsins sem ég tók af til að reyna að skoða þetta, á hringnum stendur Allgon Sweeden

Image

Image

Image

Image

Re: Vandamál með lofnetsfestingu

Posted: 22.mar 2012, 15:24
frá hobo
Það á að vera skrúfa fyrir venjulegt skrúfjárn ofan í svarta hlutnum sem myndin er af. Mótstykkið sem er fyrir innan, er sett á sinn stað utanfrá, í gegn um gatið.

Re: Vandamál með lofnetsfestingu

Posted: 22.mar 2012, 15:29
frá bjornod
hobo wrote:Það á að vera skrúfa fyrir venjulegt skrúfjárn ofan í svarta hlutnum sem myndin er af. Mótstykkið sem er fyrir innan, er sett á sinn stað utanfrá, í gegn um gatið.


Á efstu myndinni eru búnn að skrúfa stöngina af. Ef þú horfir beint ofan í fótinn, þá sérðu skrúfu fyrir venjulegt skrúfjárn þar ofan í. Gæti verið lítill gúmmítappi fyrir sem þú þarft að taka úr. Losaðu hana, taktu fótinn af, lagaðu ryðið og settu svo dótið saman.

BO

Re: Vandamál með lofnetsfestingu

Posted: 22.mar 2012, 16:46
frá Baldur Örn
Jú þetta stóðst, þessi gúmmítappi var eitthvað að rugla mann. Lofnetið er komið aftur á í fullri reisn en ryðið fær að vera þarna fram á vorið þegar hann verður sprautaður upp á nýtt.
Takk kærlega fyrir svörin