Síða 1 af 1
Lokuð rými - holrýmavax?
Posted: 12.mar 2012, 22:04
frá 66 Bronco
Sæl öll.
Er að laga sílsa, skipta um hluta þeirra, hverju er réttast að maka inn í rýmið áður en lokað er?
Kv, Hjörleifur.
Re: Lokuð rými - holrýmavax?
Posted: 13.mar 2012, 19:02
frá Valdi 27
Ef þú ert fyrir sunnann sem að mér þykir líklegra þá skaltu fara í Poulsen og fá tekctyl, Hef sjálfur notað tekctyl frá þeim sem að er í hvítum úðabrúsa, man ekki hvað hann heitir en það fylgir með honum löng slanga með spíss á endanum. Alveg snilldar efni.
Re: Lokuð rými - holrýmavax?
Posted: 13.mar 2012, 22:14
frá Ulven
Talaðu við Visco ( visco.is ) lang besta efni sem ég hef prufað, er akkurat að nota það á jeppann hjá mér
http://www.youtube.com/watch?v=up8CTEvl ... re=related
Re: Lokuð rými - holrýmavax?
Posted: 13.mar 2012, 23:23
frá Freyr
Myndi ekki nota tektyl, hann er svo þykkur að hann smýgur ekki nógu vel gegnum ryð og drullu sem óhjákvæmilega er til staðar inn í sílsum. Sjálfur notaði ég vax í mína sílsa en var svo bent á að það væri ekki heldur nógu gott (bílamálari og bifreiðasmiður voru sammála um það) heldur væri best að nota koppafeiti sem væri þynnt með þunnri olíu eða jafnvel bensíni. Þá smýgur feitin um allt og myndar húð sem lokar stálinu.
Re: Lokuð rými - holrýmavax?
Posted: 14.mar 2012, 10:38
frá gaz69m
einhver sagði mér að hitakoppafeiti þangað til hún er örþunn og vel heit og úða henni inni í öllholrími það ætti að smjúgavel , en það er ótrúlega erfitt að finna menn sem eru sammála með þetta hvað sé best og virki
Re: Lokuð rými - holrýmavax?
Posted: 18.mar 2012, 17:45
frá 66 Bronco
Takk fyrir þetta, skoða málið.
Hjörleifur.
Re: Lokuð rými - holrýmavax?
Posted: 18.mar 2012, 18:29
frá jeepson
Fínt að nota spilli olíu. Það er lang ódýrast Ég safna allri olíu af bílunum mínum og ætla að úða svo í grindina á jeppanum í sumar. Svo er bara að þeysa yfir malarveg til að fá ryktppi yfir olíuna. Sótuð olía er besta ryðvarnar efnið. Svo sakar sjálfsagt ekki að blanda smá koppafeiti með.
Re: Lokuð rými - holrýmavax?
Posted: 28.mar 2012, 17:02
frá Hrannifox
veit um einn sem blandaði tektíl með glussa, setti þetta í grind og sílsa ásamt inni bílinn
sagði þetta virka mjög vél sel það ekki dýrara en ég stal þvi