Síða 1 af 1
					
				Smellir í að framan
				Posted: 09.mar 2012, 11:39
				frá jongunnar
				Sælir ég er farinn að heyra smelli í bílnum þegar ég keyri í framdrifinu og lendi á þurru malbiki. Þetta hljóð er ekki málmkennt heldur er það eins og það komi högg á dekkið svipað og þegar maðu fer í holu sem er með hvössum brúnum. Þetta kemur ekki nema að bíllinn sé í framdrifi. Ég tek hann aldrei úr lokum. Ég er ekki með sjálfvirkar lokur heldur ég með Superwinch. Drifskaftið er ekki laust. hann er ekki laus á legum eða með ónýtar legur. Dettur ykkur eitthvað í hug???
			 
			
					
				Re: Smellir í að framan
				Posted: 09.mar 2012, 11:56
				frá Guðjón S
				Sexkúluliðurinn er farinn hjá þér. 
Batakveðjur
Guðjón
			 
			
					
				Re: Smellir í að framan
				Posted: 09.mar 2012, 12:22
				frá Dodge
				Bíltegund og útbúnaður er einmitt gott að taka fram
			 
			
					
				Re: Smellir í að framan
				Posted: 09.mar 2012, 12:56
				frá Svenni30
				Ég myndi líka halda að þetta sé Sexkúluliðurinn
			 
			
					
				Re: Smellir í að framan
				Posted: 09.mar 2012, 13:06
				frá jongunnar
				Dodge wrote:Bíltegund og útbúnaður er einmitt gott að taka fram
Þetta er Patrol;)
Ef að þetta er sexkúluliður ætti ég þá ekki að heyra þetta líka þegar ég er ekki með hann í framdrifi? hann er alltaf í lokunum svo að draslið snýst alltaf. eins myndi ég giska á að kúluliðurinn myndi smella halst í kröppum beygjum ef að hann væri farinn......
eða hvað???
 
			 
			
					
				Re: Smellir í að framan
				Posted: 09.mar 2012, 13:14
				frá ivar
				Eftir mikil og furðuleg vandræði í gegnum tíðina með hina og þessa smellina í patrol, fáðu þér aðrar lokur, varanleag eða tímabundið til að útiloka þær.
Ég hef meira að segja sett í lokur aftur sem ég hélt að væru í lagi en svo small bara í þeim líka. 
Hinsvegar kemur eins og áður er sagt sexkúluliðurinn líka til greina :)
			 
			
					
				Re: Smellir í að framan
				Posted: 09.mar 2012, 13:17
				frá Hagalín
				Eg mundi skjóta 99% á lokurnar.....
			 
			
					
				Re: Smellir í að framan
				Posted: 09.mar 2012, 14:06
				frá -Hjalti-
				Mín reynsla er að ef sexkúlu liður fer í mauk þá er nánast ekkert hægt að beygja
			 
			
					
				Re: Smellir í að framan
				Posted: 09.mar 2012, 15:07
				frá ojons
				gætir líka ath. stífu fóðringar að framann upp við grind, þær gætu verið orðnar svo eyddar að stýfan nái að berja í gegn...
			 
			
					
				Re: Smellir í að framan
				Posted: 09.mar 2012, 17:16
				frá Hagalín
				Efast stórlega um að stífufóðringar séu vandamálið.
Ég lenti nákvæmlega í því sama og maður fann alveg fyrir þessu upp í stýri.
Málið var að gormurinn í lokunum var orðinn lélegur og þegar tennurnar fara og hoppa yfir 
þá er þetta orðið lélegt og endar bara með því að tennurnar í lokunum hreynsast alveg.
			 
			
					
				Re: Smellir í að framan
				Posted: 09.mar 2012, 21:03
				frá Sævar Örn
				lokur
			 
			
					
				Re: Smellir í að framan
				Posted: 10.mar 2012, 02:11
				frá AgnarBen
				Einkennin stemma við lokurnar.  Ég var með Superwinch lokur á gamla mínum og þær eru óttalegt drasl, myndi byrja á því að útiloka þær.
			 
			
					
				Re: Smellir í að framan
				Posted: 10.mar 2012, 09:54
				frá Refur
				Um að gera að græja þetta sem fyrst svo að öxulendinn tjónist ekki.
Mæli með föstum flöngsum frá Renniverkstæði Ægis, ekkert vesen!
			 
			
					
				Re: Smellir í að framan
				Posted: 10.mar 2012, 10:43
				frá Hagalín
				Refur wrote:Um að gera að græja þetta sem fyrst svo að öxulendinn tjónist ekki.
Mæli með föstum flöngsum frá Renniverkstæði Ægis, ekkert vesen!
Eða redda sér biluðum eða heilum orginal lokum og láta sjóða þær. Er búinn að vera með svoleiðis á tveimur bílum og aldrey hefur
það verið til vandræða...